Month: júlí 2012

Blood for Blood

Hljósveitin Blood for Blood hefur sent frá sér tilkynningu vegna máls sem kom upp um söngvara sveitarinnar, Erick “Buddha” Medina. Söngvarinn hefur verið ásakaður um misnotkun gegn ungri stúlku og var um leið rekinn úr sveitinni. Hér er það sem sveitin hefur um málið að segja:

A month or so ago we were made aware of serious allegations against Erick “Buddha” Medina. Upon becoming aware of said allegations, we immediately cancelled our Boston and NYC shows, which were scheduled for the following weekend.

We have remained silent since, as the allegations shocked and devastated us personally. Also we did not wish to engage in any sensationalism (accusations, mudslinging, gossip, etc). We also hoped we might get a clearer picture of the situation. None of us were present at the time of the alleged incident, nor had we been made aware of it until nearly a month after the event in question transpired.

This band has seen its share of difficulties and personal crisis but this was a situation we were never prepared to deal with. And since we had no hand in creating this situation and can only react, we feel we have to be very clear.

Make no mistake, the nature of the alleged activity, true or false, is an affront to EVERYTHING this band is about. Some of the members of this band have been mistreated and abused as a children, personally. We would never, COULD never ignore, condone, or even associate with such behavior. At this time we are too emotionally drained to make plans for the band’s future, but due to the nature of these allegations, we feel it is impossible to continue with anyone linked to such allegations, thus, whatever the future holds for Blood For Blood, it will not include Erick “Buddha” Medina.
Our most sincere apologies to anyone effected by this situation.

Lastly, as mentioned before, we are unable to make concrete plans for the band’s future. But for the time being we would like to remind everyone that Blood for Blood has ALWAYS been the story of “White Trash Rob,” as told through HIS eyes and through HIS words. Since the allegations surfaced, the hardcore scene as a whole has seemed to understand that the rest of the band is entirely separate and blameless in this thing and we are grateful.

However, we have seen and heard some comments from people expressing regret for supporting the band in the past or getting Blood For Blood‘s words or imagery tattooed on their bodies. Just to be clear, for the last 16 years Rob has written and produced ALL the words and music for Blood For Blood. And those words and music are as sincere and honest today as they were a month ago.

Once again, our most sincere apologies to anyone affected by all this.

Blood For Blood (Rob Lind, Ian McFarland, and Craig Silverman)

Nýtt lag með DOWN!

18. september næstkomandi er von á nýrri smáplötu (EP) frá hljómsveitinni Down, en í sveitinni er að finna núverandi og fyrrverandi meðlimi í hljómsveitum á borð við Pantera, SuperJoint Ritual, Crowbar, Corrision of Conformity, Eyehategod og fleirri góðra sveita. Þessi nýja EP plata sveitarinnar hefur fengið nafnið “Down IV – Part 1 The Purple EP” og er fyrsta hljóðversupptaka sveitarinnar frá árinu 2007. Hægt er að hlusta á nýtt lag með sveitinni á heimasíðu Rolling Stones:
http://www1.rollingstone.com/hearitnow/player/down.html

Örviðtal – Dimma

Hljómsveitin Dimma skellti nýverið laginu Myrkarverk á netið sem finna má á tilvonandi breiðskífu sveitarinnar.Það er því við hæfiað skella nokkrum spurningum á sveitina og fá aðeins nánari upplýsingar um nýja efnið og um leið sveitina sjálfa…

Segið mér aðeins frá nýju plötunni, hvað heitir hún og hvenær er hún væntanleg?
Platan mun heita Myrkraverk og við erum að vinna að því að ná henni út með haustinu. Við erum búnir að vera að taka hana upp í umþb eitt ár og höfum lagt mikla vinnu og metnað í hana. Tónlistin er frekar fjölbreytt en þó öll með DIMMU bragðinu. Það er óhætt að segja að hún sé ólík fyrri DIMMU plötunum. Við höfum líka leyft okkur að vera epískir í útsetningum, það eru nokkur lög á plötunni sem eru löng og flókin, miklar pælingar í gangi.
Platan er svo sungin á íslensku sem er nýtt fyrir DIMMU, okkur finnst einhvern vegin eins og tónlistin verði trúverðugri fyrir vikið, minna um klisjur í textagerð og meiri skilaboð sem ná í gegn. Ingó Geirdal og Stefán Jakobsson söngvari semja textana, en Ingó á textana við þau tvö lög sem við höfum sett á netið af plötunni nú þegar, þ.e. lögin Þungur Kross og Myrkraverk.

Hvernig hefur sveitin breyst frá seinustu útgáfu?
Stóru breytingarnar eru nýr trommari og nýr söngvari. Það breytti sveitinni talsvert þó fyrri útgáfa hafi verið feiknagóð þá koma alltaf áherslubreytingar með nýjum mönnum. Það mun heyrast á plötunni að það er kominn aðeins meiri metal bragur á sveitina. Að auki er DIMMA mun lýðræðislegri en áður, nú er hér eru fjórir einstaklingar að leggja sitt innlegg í tónlistina og það skilar sér í fjölbreytni.

Hvernig tókust tónleikar sveitarinnar á Eistnaflugi?

Þeir tókust algerlega frábærlega. Við vorum á sviði frekar snemma á laugardeginum þannig að við vissum ekki alveg við hverju var að búast, en það var næstum fullt í húsinu og mikil stemning. Við frumfluttum tvö ný lög, Myrkraverk og lag eftir Stebba sem heitir Dimmalimm, það er alltaf smá stress þegar nýtt efni er á dagskránni en þetta steinlá og tókst vel.
Við höfum verið frekar duglegir að spila út um landið á síðasta árinu og höfum eignast marga góða vini sem var gaman að sjá að voru mættir til að hlusta á okkur. Ef eitthvað er þá höfum við frekar vanrækt Reykjavík á þessu ári, við verðum að fara að breyta því!

Hvenær má búast við útgáfutónleikum í borg óttans?
Okkur langar mjög að halda stóra og flotta útgáfutónleika, í einhverju flottu húsi. Við vitum að DIMMA er mjög sjónræn hljómsveit og okkur langar aðeins að fá að auka þá hlið í tónleikahaldinu. Okkur langar að leyfa okkur að taka áhættu og setja upp flott gigg sem við getum verið stoltir af á sama tíma og áhorfendur upplifa eitthvað aðeins öðruvísi en er í boði á þessum venjulegu stöðum sem rokksveitir eru að spila á. Við munum boða til veislu fljótlega í kjölfarið á útgáfunni á plötunni.

Hvað getið þið sagt mér um lagið sem kom nýlega á netið? (það verður linkur á soundcloud með laginu)
Lagið heitir Myrkraverk og er titillagið á plötunni. Lag og texti er eftir Ingó og Silli Geirdal stýrði upptökum eins og á plötunni allri. Þetta er alvöru þungarokk af gamla skólanum og er í þremur hlutum. Við ætluðum upphaflega að setja elektrógrunn á lagið en svo fannst okkur það grúva bara svo vel og virka þrælvel án allra svoleiðis klækjabargða að við leyfum því bara að vera “óld skúl” þungarokksslagarinn sem það er.

Hér má heyra þetta nýja lag:

Knuckledust – Bluffs, Lies, Alibis

Breska hardcoresveitin Knuckledust hefur sent frá sér nýtt myndband (sjá hér að neðan) við lagið “Bluffs, Lies and Alibis, en lagið verður að finna á samnefndri breiðskífu sveitarinnar. Platan er væntanleg frá GZR útgáfunni (Kickback, Born From Pain, Backfire! ofl) 10. september næstkomandi. En fyrir ykkur sem ekki þekkið til þá hefur sveitin núþegar gefið út 5 breiðskífur á ferlinum (í viðbót við helling af smáplötum, splitplötum og safnplötuum), en seinasta breiðskífa sveitarinnar “Promises Comfort Fools”var gefinn út árið 2007. ”

Á plötunni Bluffs, Lies, Alibis verður að finna eftirfarandi lög:

01. Don’t Fear Their Lies
02. Spill The Hate
03. Barbed Wire Noose
04. Inner City Life
05. London Zoo
06. Bluffs, Lies & Alibis
07. Ride This Storm
08. Facecrook
09. Hatelines
10. Don’t Forget
11. Won’t Be Fooled
12. Envy Eyes

Vision of disorder 18. september

Ný breiðskífa hljómsveitarinnar Vision of Disorder er væntanleg 18. september næstkomandi, en skífa þessi hefur fengið nafnið The Cursed Remain Cursed. Seinasta breiðskífa sveitarinnar “From Bliss to Devastation” var gefin út árið 2001 og er því mikil tilhlökkun hjá aðdáendum sveitarinnar að fá nýtt efni í hendurnar. Sveitin var stofnuð árið 1992 en hætti starfsemi árið 2002. Sveitin var nokkuð vinsæl á sínum tíma og fór í tónleikaferðalög með sveitum á borð við Pantera, Black Sabbath, Type O Negative, Anthrax og Bad Brains. Sveitin kom saman á ný árið 2008 til tónleikahalds, en samvera sveitarmeðlima lengdist og er nú komið að nýju efni. Platan verður gefin út af Candlelight Records útgáfunni og mun innihalda eftirfarandi lög:

01. Loveless
02. Set To Fail
03. Blood Red Sun
04. Hard Times
05. Annihilator
06. Skullz Out (Rot In Pieces)
07. The Enemy
08. The Seventh Circle
09. New Order Of Ages
10. Be Up On It
11. Heart And Soul

Phil Anselmo og Warbeast

Hljómsveitin Warbeast stefnir á útgáfu á split plötu með engum öðrum en fyrrum söngvara Pantera (og núverandi söngvara Down), Philip Anselmo. Warbeast verður með 2 lög á plötunni að nafni IT og Birth of A Psycho og búast við því að Anselmo verði einnig með tvö lög. Útgáfan á split plötunni er áætluð í september og verður það þá í fyrsta skipti sem Phil Anselmo sem sóló listamaðu gefur út efni. Kappinn hefur lengi unnið að sinni fyrstu sólóplötu (að nafni Walk Through Exits Only”) og má búast við útgáfu á henni snemma á næsta ári.

Fyrir ykkur sem ekki þekkið til WARBEAST þá er hægt að hlusta á lag með sveitinni hér að neðan:

Strife – Witness a Rebirth!

Hljómsveitin Strife hefur skrifað undir útgáfusamning við 6131 útgáfuna um útáfu á tilvonandi breiðskífu. Skífan hefur fengið nafnið Witness a Rebirth og verður gefin út sem geisladiskur, stafræn útgáfa og vínyl plata. Sveitin hefur fengið Igor Cavalera (fyrrum meðlimur Sepultura) til að tromma á nýja efninu, en einnig má heyra í gestum á borð við Billy Graziadei (Biohazard), Scott Vogel (Terror) og Marc Rizzo (Soulfly) á nýju lögunum. Efnið er væntanlegt til útgáfu í núna í haust, en hér að neðan má sjá smá sýnishorn af því sem koma skal:

Harvest! með nýtt lag

Nýtt lag með hardcore hetjunum í hljómsveitinni Harvest er nú komið á netið, en lagið er að finna í “All About Friends Forever” (sem er nokkurskonar tímaritsafnplata). Þetta er önnur útgáfa safnsins, en ásamt Harvest er einnig að finna efni með Indecision, When Trigers Fight og Between earth and sky. Hér að neðan má heyra umtalað lag:

Einnig er hægt að nálgast allt efnið á Bandcamp síðu safnsins:
http://allaboutfriendsforever.bandcamp.com/