Month: júní 2012

Mnemic með nýja plötu

Menmic liðar drifu sig í stúdíó nú í byrjun árs (2012) og er afrakstur þeirrar vinnu loks kominn á markað. Heitir nýji gripurinn Mnemesis og verður að segjast að þar sé á ferðinni hreint út sagt frábær plata. Hún inniheldur 11 lög sem öll draga hlustandan inn í draumkenndan og kraftmikinn heim sem þetta band hefur upp á að bjóða. Þeir sem til þekkja ættu að vera fljótir að heyra einkenni hljómsveitarinnar sem er blanda af aggressívum metal, polyrythmic riffum í bland við massívar melódíur.
Platan er að öllu jöfnu aðgengilegri en fyrri plötur hljómsveitarinnar þar sem hlustandinn er fljótari að grípa lögin, þ.e.a.s. lögin eru einfaldari. Það er kannski guðlast fyrir marga metalhausa en það verður að segjast samt sem áður að Mnemic gerir þetta mjög vel og hefur náð að skapa mjög hrífandi og kraftmikla plötu.
Þetta er klárlega band sem hefur ekki sagt sitt síðasta og er að staðsetja sig í sérflokki með öðrum stærri nöfnum metal geirans.

Svartmetall á Gamla Gauknum

Carpe Noctem
World Narcosis
Dynfari
0

Hvar? Gamli Gaukur
Hvenær? 2012-06-29
Klukkan? 22:00:00
Kostar? 1000 kr
Aldurstakmark? 20

 

Tónleikar á Gamla Gauknum föstudagskvöldið 29. júní

1000 kr. inn

Fyrsta band á svið 22:00

Carpe Noctem – http://carpenoctem.bandcamp.com/
World Narcosis – http://worldnarcosis.bandcamp.com/
Dynfari – http://soundcloud.com/dynfari/
0

Black metal at Gamli Gaukurinn
Friday at 22:00 pm
1000 kr. entry fee

Event:  http://www.facebook.com/events/371877162877888/372125666186371/
Miðasala: 

HEXIS Á GAMLA GAUKNUM

HEXIS – Svartur níðþungur hardkjarni frá Danmörku.

MUCK – Hratt og þungt öfgarokk með gnístandi gítarriffum sem rífa mann í sig.

LOGN – Hratt og crusty grindcore úr dimmustu skúmaskotum Reykjavíkurborgar

Hvar? Gamli Gaukur
Hvenær? 2012-06-22
Klukkan? 22:00:00
Kostar? 1000 kr
Aldurstakmark? 18

 

Það kostar 1000 krónur inn og tónleikarnir byrja klukkan 23:00 en húsið opnar klukkan 22:00.

fyrstir á svið eru snillarnir í Logn
Muck verða númer tvö
Hexis munu svo loka þessu með illsku og hávaða.

Hexis frá Danmörku mun heiðra okkur með nærveru sinni en hljómsveitin hefur á stuttum tíma skapað sér góðs orðs í þungarokkskreðsunni. Hljómsveitin dregur sína áhrifavalda frá hinum ýmsu svartmálmssveitum ásamt harðkjarna og bræða þá saman í ofsafenginn kokteil sem étur bókstaflega andlitið af manni. Hexis hefur verið dugleg við útgáfur og tónleika en þeir hafa til að mynda túrað með böndum á borð við Celeste, The Secret og This Gift Is A Curse

MUCK fagnar heimkomu sinni en hljómsveitin er nýkominn heim af 10 daga löngu tónleikaferðalagi um austurströnd Bandaríkjanna. MUCK spilar hratt og þungt öfgarokk sem fær fólk til að gnísta tönnum.

LOGN þarf vart að kynna en þessi hljómsveit er með því ferskasta sem hefur verið að birtast á Íslandi í langan tíma. Þessir grind bræður gáfu út plötuna “Í fráhvarfi ljóss, myrkrið lifnar við” á seinasta ári og hefur hún verið að fá góða dómi í hinum ýmsustu miðlum, bæði innlendum sem erlendum.

Endilega allir að mæta á þetta brjálæði, styðjið við tónleikahald í senunni og slammið með bræðrum og systrum

Friday the 22. June 1000 kr. The doors will open at 22:00 and the show will start at 23:00.

Line up:
LOGN
MUCK
HEXIS

Event:  http://www.facebook.com/events/344752185596711/344753095596620/?notif_t=plan_mall_activity
Miðasala: 

Innvortis – Ný plata í verslanir og útgáfutónleikar

Önnur plata pönkrokkhljómsveitarinnar Innvortis kemur í verslanir í byrjun næstu viku. Platan, sem hlotið hefur titilinn „Reykjavík er ömurleg“, er fyrsta plata Innvortis frá árinu 1998 og því margir sem bíða spenntir eftir verkinu. Titillagið, „Reykjavík er ömurleg“, hefur nú þegar hljómað á flestum ljósvakamiðlum landsins og sitt sýnist hverjum um boðskapinn. Lagið hefur þó fengið stórgóðar viðtökur.

Af tilefni útgáfunnar mun sveitin blása til útgáfutónleika á Gamla Gauknum laugardaginn 23. júní. Auk Innvortis koma þar fram fleiri velþekktar pönksveitir á borð við Saktmóðig, Morðingjana og að auki hefur hin goðsagnakennda sveit Rass gefið í skyn að hún muni jafnvel spila. Það er þó alls ekki tryggt því óvíst er hvort þeir „verði allir í bænum“. Innvortis tekur forskot á sæluna föstudaginn 22. júní og spilar þá í beinni útsendingu á Rás 2 þar sem áhugasamir geta heyrt forsmekk þess sem koma skal.

Tónleikarnir hefjast tímanlega klukkan 22.00 og er miðaverð litlar 2.000 krónur. Forsala er engin og miðar eingöngu seldir við innganginn. Þá verður platan til sölu á staðnum og einnig fatnaður merktur sveitinni.

Nýtt lag frá Beneath á netið.

Íslenska þungarokssveitin Beneath sendir frá sér breiðskífuna Enslaved By Fear 17. júlí næstkomandi, en skífa þessi verður gefin út af Unique Leader útgáfunni. Hægt er að hlusta á lagið No One Above hér að neðan en lagið var tekið upp (eins og restin af plötunni) af Jóhanni Inga Sigurðssyni og Silla Geirdal í bæði Stúdíó Sundlaugin og einnig í Stúdíó Fosslandi. Það var enginn annar en Daniel Bergstrand sem hljóðblandaði gripinn, en hann hefur unnið með hljómsveitum á borð við Meshuggah, Behemoth, Decapitated og In Flames.

MADBALL með nýja EP plötu

Hljómsveitin Madball gefur út EP plötuna Rebellion 14. júní næstkomandi en þetta er fyrsta útgáfa sveitarinnar á nýrri útgáfu, en útgáfan, The Black N Blue, er í eigu söngvara sveitarinnar. Á plötunni verður að finna 4 ný lög i viðbót við endurgerðir af tveimur klassíksum lögum af plötunni Ball of Destruction.

Track listing:

1. “Reap What You Sow”
2. “The Beast”
3. “Get Out” (Ball of Destruction re-recording)
4. “Rebellion”
5. “My Blood”
6. “It’s My Life” (Ball of Destruction re-recording)

Hér að neðan má sjá frá upptökuferlinu sjálfu:

Anthrax með ábreiður.

Einkavinir og uppáhaldshljómveit Sólstafa, Anthrax, stefnir að því að taka upp nokkrar ábreiður (coverlög) á næstunni en lögin verða notuð í hinum og þessum útgáfum á næstunni. Hér að neðan má sjá lista þeirra laga sem sveitin ætlar að taka upp:

Black Sabbath – Neon Knights
AC/DC – T.N.T.
Boston – Smokin’
Journey – Keep On Runnin’
Rush – Anthem