Month: febrúar 2012

!Celestine!

Celestine, Muck og World Narcosis

Hvar? Faktory
Hvenær? 2012-03-22
Klukkan? 21:00:00
Kostar? 1000 kr
Aldurstakmark? 20

 

Hljómsvetinn Celestine er að koma úr langari tónleikapásu og fær til liðs við sig fremstu bönd íslands á sínu sviði. Þetta verður brjálaður hávaði frá byrjun til enda. Eitthvað sem þú ættir ekki að missa af!

Celestine is coming out of a long concert pause and is bringing along with them the cream of the crop in icelandic Hard/metal noisecore! Something you should not miss out on.

Event:  http://www.facebook.com/events/182906865152764/
Miðasala: 

Vision of disorder

Hljómsveitin Vision of disorder hafa skrifað undir útgáfusamning við Candlelight Records og er von á því að sveitin gefi út nýjan disk fyrir lok ársins. Sveitin stefnir í hljóðver í næstamánuði til að taka upp nýtt efni og hefur fengið Will Putney (Shadows Fall, Suicide Silence ofl) til að pródúsera og Cameron Webb (Motörhead, Social Distortion, Ignite og Pennywise) til að hljóðblanda efnið. Hægt er að hlusta á demo upptökur af laginu The Enemy hér að neðan, en lagið verður að finna á plötunni:

Örviðtal – Saktmóðigur

Enn halda örviðtölin áfram og í þetta skiptið eru það gömlu kallarnir í Saktmóðigi sem sitja fyrir svörum. Ég sendi Karli Óttarri Péturssyni söngvara nokkrar spurningar og hér að neðan má lesa það sem á okkar fór á milli:

Hvað er að frétta af gömlum pönk sálum þessa dagana?
Allt gott , við einbeitum okkur um þessar mundir að afborgunum lánanna og almennri neyslu.

Hvað hefur sveitin verið að gera í kjölfar útgáfu á plötunni ykkar Guð hann myndi gráta?
Það sem helst ber að nefna er Eistnaflug 2011, svo steinrotuðum við líka Iceland Airwaives 2011, að sjálfsögðu. Svo höfum ávalt einbeitt okkur að ofsadrykkju og ógæfu enda þaulvanir menn í þeim efnum.

Hvernig voru viðtökurnar á plötunni?
Viðtökurnar voru vægast sagt frábærar. Lögreglan á Neskaupstað hrikalega ánægð með plötuna, keypti eintak og blastaði í bílnum gegnum bæinn. Þá var Doktorinn einnig mjög ánægður með plötuna sem yljaði okkur mjög um hjartaræturnar en dómur hans um plötuna er mjög kjarnyrtur og sannur.

Hvar létuð þið vinna diskinn, þar sem þessi umgjörð plötunnar var alveg til fyrirmyndar.
Diskurinn var tekinn upp í æfingarhúsnæði bandsins af Adda í Sólstöfum sem sá um alla vinnslu en við nutum einnig við aðstoðar Finns Hákonarsonar við að mixa plötuna. Myndin á umslaginu var tekin í nágreinni vistheimilisins að Sogni í Ölfusi. Krossinn gerði Stebbi bassaleikarinn en Gummi í Sólstöfum tók myndina. Þeir Sólstafa félagar eiga mikinn þátt í því að við hlunkuðumst í hljóðver og í kjölfarið gáfum út þessa plötu.

Er stefnan tekin á fjölbreytt og orkuríkt tónleikaár?
Stefnan er sett á það en það veltur á dugnaði umboðsmannsins okkar, hans Ævars Breiðfjörðs

Hvað er næst á dagskrá hjá sveitinni?
Taka upp 3 ný lög í Stúdeó Ógæfu í næsta mánuði og svo spila með Sólstöfum 8. Mars í Menntaskólanum að Laugarvatni rétt rúmlega 20 árum eftir að við stofnuðum bandið og spiluðum þar í fyrsta sinn. Svo er verið að vinna í fleiri giggum sem koma fljótlega í ljós hver verða.

Split Cranium

Finnsk/bandaríska hljómsveitin Split Cranium sendir frá sér nýja breiðskífu 20. mars næstkomandi. Í hljómsveitinni er fyrrum söngvari hljómsveitarinnar ISIS, Aaron Turner í viðbót við þá Jussi Lehtisalo (Circle, Pharaoh Overlord), Jukka Kröger og Samae Koskinen (Steel Mammoth). Hægt er að hlusta á efni með sveitinni á fésbókarsíðu sveitarinnar sem finna má hér: facebook.com/SplitCranium.

Magrudergrind í kvöld.

Vinir okkar hjá Eistnaflugi standa fyrir heljarinnar tónleikum í kvöld:

Við erum að koma undan ógeðslegum, köldum og myrkrum vetri og er því tilvalið að kíkja á Gaukinn fimmtudagskvöldið 23. febrúar og hlýja sér við ljúfa tóna og taka smá upphitun fyrir Eistnaflugið! Því þá ætlar strákarnir í Amerísku grind / powerviolence hljómsveitinni MAGRUDERGRIND að heiðra okkur með nærveru sinni. Með þeim verða góðir gestir Doom guðirnir í PLASTIC GODS sem eru að vinna í nýrri breiðskífu sem er væntanleg á árinu. Ungstirnin í LOGN sem nýlega gáfu út breiðskífuna “Í fráhvarfi ljós myrkrið lifnar við” sem er fáanleg m.a. á gogoyoko.

Miðar verða seldir við hurð, enginn posi bara beinharðir peningar og kostar 2000 krónur inn.

MAGRUDERGRIND – Mæspeis
PLASTIC GODS – Mæspeisgogoyoko
LOGN – Mæspeisgogoyoko

Örviðtal – Celestine!

Núna í vikunni náði ég sambandi við hljómsveitina CELESTINE og skellti saman nokkrum spurningum í eitt örviðtal. Omie Örn Ómarss svaraði u m hæl og hér má lesa það sem okkur fór á milli:

Nú er nokkuð langt síðan að ég hef heyrt í Celestine og því mikilvægt að vita, hvað er að frétta af ykkur Celestine mönnum?
Það er allt gott að frétta héðan. Erum núna í æfingarbúðum að undirbúa tónleika mjög bráðlega með öðrum þungarokkurum það verður klassi

Nú kemur fram að á fésbókarsíðu sveitarinnar að þið séu að vinna að ykkar þriðju plötu, hvernig gengur og hvað er stutt þangað til að hinn almenni rokkari geti notið hennar?
Við erum að leggja lokahönd á mixingu sáralítið eftir þó að það hafi tekið sinn tíma. Erfitt process kannski stundum eru heilar 12 gítarrásið eða meira í gangi í einu og það krefst mikinn tíma að láta það sánda. Fötin undir plötuna eru öll klár þegar hún kemur úr masteringu. Kemur fyrir eistnaflugið vonandi!

.. í kjölfarið hvenær fáum við að heyra nýjar upptökur (þá á netinu).
Ég held að það gæti bara farið að detta inn hvenær sem er

Það er nú nokkuð langt síðan að ég sá ykkur á tónleikum síðast (11 ásamt klink), þar fannst mér ég heyra einhverjar áherslu breytingar hjá sveitinni, er það rétt?
já og nei. Við erum ennþá nýþungir en þó komnir með eitthvað annað en bara þunga.

Við hverju má búast við af sveitinni þetta árið?
Plötu, tónleikum og eistnaflugi.