Month: janúar 2012

Skurk!

Norðlenska þungarokkshljómsveitin Skurk, sem meðal annars inniheldur Hörð Halldórsson (gítarleikara hljómsveitarinnar Changer), er komin saman aftur. Hljómsveitin spilar klassíksann Thrashmetal og er verið að undirbúa endurkomutónleika sveitarinnar.

Hörður hafði þetta um bandið að segja…

…við erum ryðgaðari en bert járn á skuttogara en mjög viljugir…

…sem ætti að vera góðsviti. Hægt er að kynna sér sveitina á nýrri fésbókarsíðu sveitarinnar hér.

Örvital – Kristján Fenrir í Hyl!

Örviðtölin halda áfram og næst er komið að hljómsveitinni HYL! Ég hafði samband við Kristján Fenrir Sigurðarson og spyrði kappann aðeins um hljómsveitina og þallt það nýjasta sem er í gangi hjá þeim köppum:

Sælir, hvernig myndir þú lýsa hljómsveitinni Hylur fyrir þær manneskjur sem ekki þekkja til sveitarinnar?
Hylur er í kjarnann doom metal hljómsveit en við festum okkur ekki í ákveðinni undirstefnu heldur blöndum við mismunandi áhrifum þar sem við hlustum á mismunandi tónlist. Útkoman getur svo verið mismunandi, frá blúsuðu doom út í eitthvað mjög hægt og þungt.

Hverjir eru í hljómsveitinni?
Að mér undanskildum eru það Ívar Arash Radmanesh og Hilmar Kári Árnason á gítar, Benedikt Steinar Vésteinsson á bassa og Jón Anton Begsson á trommur.

Er einhverstaðar hægt að nálgast efni með sveitnni og fer ekki að styttast í alvöru útgáfu?
Það er hægt að hlusta á lög með okkur á facebook síðu sveitarinnar, www.reverbnation.com/hylur og svo eru einhver myndbönd á youtube. Hvað varðar alvöru útgáfu þá stefnum við á að gefa út stuttskífu seinna á þessu ári.


ComScore

Nú er að styttast í tónleika með sveitinni, hvað getur þú sagt okkur um þá?
Þann 3. febrúar næstkomandi munum við spila á tónleikum með vinum okkar í Mass og svartmálms-pönksveitinni Norn. Tónleikarnir, sem haldnir eru í Nýlenduvöruverslun Hemma og Valda á Laugavegi, hefjast klukkan 22 og það er frítt inn. Ég held að það sé óhætt að lofa glundroða, hávaða og sveittri stemmningu.

Hvað er planið fyrir árið hjá sveitinni?
Eins og ég minntist á áður stefnum við á að gefa út stuttskífu einhvern tíman á árinu, en annað er óákveðið. Við gerum lítið af plönum önnur en að semja, æfa og spila. Við mælum með því að fólk fylgist með facebook síðunni okkar þar sem allar tilkynningar birtast þar.

Þungarokks gleði í hellinum

Blood Feud http://www.facebook.com/bloodfeudice

Angist http://www.facebook.com/angisttheband

Ophidian I http://www.facebook.com/OphidianI

Hvar? TÞM
Hvenær? 2012-02-10
Klukkan? 19:30:00
Kostar? 1000 kr
Aldurstakmark? 0

 

Mikil veisla verður í TÞM(Tónlistarþrónarmiðstöðin) þann 10. febrúar þar sem Angist, Blood Feud og Ophidian I ætla að trylla mannskapinn með trufluðu þungarokki.

Húsið opnar 19:30 og munu tónleikarnir byrja stundvíslega 20:00
Miðaverð er 1000kr og það er posi á staðnum.

Ef þú hefur áhuga á þungarokki eða einhverskonar gaddavírs músík, þá er þetta kvöld sem þú mátt alls ekki láta framhjá þér fara.

Event:  http://www.facebook.com/events/336067206424707/
Miðasala: 

Slaves með Muck til sölu á Gogoyoko

Ný breiðskífa hljómsveitarinnar Muck er komin til sölu á Gogoyoko.com Hér til hliðar má sjá umslag plötunnar.

Í nýlegu örviðtali hér á harðkjarna hafði Karl Thorstein meðlim sveitarinnar hafði hann þetta um plötuna að segja:

Við erum að gefa ut plötu sem mun bera nafnið Slaves og á henni eru heil 14 tracks. Við erum búnir að vinna endalaust í þessu og núna er hún loksins að koma út.
Við fáum hana í fangið í enda janúar og við erum ekkert smá spenntir fyrir því.
Þetta ferli er búið að taka heil tvö ár og spennan er því farin að magnast mjög.

Hægt er að kaupa plötuna beint með því að hingað!

Örviðtal – Gummi í Sólstöfum

Það er nú ekki hægt að hafa örviðtöl eða bara almenna umfjöllun um íslenska tónlist án þess að minnast á hljómsveitina Sólstafi. Því greip ég dúfu, ritaði nokkrar spurningar á efnisbút og sendi hana beina leið á Guðmund Óla Pálmason, trommara hljómsveitarinnar. Eftir að hann jafnaði sig á sjokkinu að fá dúfu heim til sín, svaraði hann mér í tölvupósti, hér að neðan má sjá spjallið okkar:

Sælir drengir og til hamingju með Svarta Sanda.
Þakka þér Valli!

Hver vann umslagið á plötunni og hvernig kom sú samvinna til?
Hann heitir Kim Holm og er Norðmaður. Hann spurði kom til okkar fyrir tónleika sem við héldur í Bergen og spurði hvort að hann mætti mála okkur meðan við spiluðum. Við höfum áður verið spurðir hvort að fólk megi taka myndir af okkur en þetta var alveg nýtt. Eftir giggið sýndi hann okkur síðan nokkrar myndirnar sem hann málaði og við vorum mjög hissa hversu vel honum tókst til svona á staðnum. Ein af þessum myndum endaði meira að segja á plötunni (myndin af okkur)
Þegar að við fórum svo að spá í listamanni til að gera kover og mynd við hvert lag datt okkur í hug að stíllinn hanns myndi henta okkur fullkomlega, og við vissum líka að hann gat unnið mjög hratt.
Við erum hel sáttir við útkomuna.

Segðu okkur aðeins frá myndbandinu við lagið fjara, eru fleiri myndbönd í vinnslu?
Það hafa verið ræddar hugmyndir af öðrum myndböndum, en það er ekkert á teikniborðinu í augnablikinu.
Hinsvegar erum við að fara að skjóta útgáfutónleikana okkur í Gamla Bíói 9. feb, og plönum að gefa þá út á dvd.

Hvernig steming er fyrir útgáfutónleikunum?
– er ekki að verða uppselt?

Það er rífandi stemmari og við erum þéttari en Hjalti Úrsus, æfandi á hverjum degi!
Það stefnir allt í það að það verði uppselt bráðum.

Hvað tekur við á árinu 2012 hjá Sólstöfum?
– mikið af tónleikum/túrum?
2012 verður þétt skipaðasta ár í sögu bandsins hvað tónleika varðar. Við erum með vel rúmlega 30 gigg bókuð í febrúar, mars og apríl, svo eru sumar festivölin ennþá að detta inn. Svo erum við farnir að spá í haustinu líka og það lítur allt út fyrir að við verðum meira og minna túrandi allt árið.

Hvernig er fyrir ykkur að hlusta á fyrri verk og bera það saman við þróunina sem orðið hefur á sveitinni síðastliðin ár?
Við erum ennþá mjög stoltir af öllu sem við höfum gefið út. Auðvitað finnst manni að margt mætti vera betra, en þá þarf maður bara að muna að allt var gert eins vel og efni stóðu til á þeim tíma:
í okkar eyrum er allt sem við höfum gert mjög rökrétt þróun, og við sjáum ekki þau stóru stökk sem sumir tala um að séu á milli platnana okkar.

Eitthvað að lokum?
Ég vil bara nota tækifærið og minna á útgáfutónleika okkar í Gamla Bíói þann 9. febrúar. Þar munum við spila alla nýju plötuna út í gegn með fjölda góðra gesta. Þetta verða einstakir tónleikar sem verða sennilega aldrei endurteknir:
Þakka þér fyrir stuðninginn Valli, þú ert kóngurinn!

Örviðtal – Daddy Issues

Hljómsveitin Daddy Issues hefur hlotið verðskuldaða athygli á fésbókinn og því ákvað ég að taka meðlimir sveitarinnar viðtali fyrir örviðtalshornið á harðkjarna. Meðlimir sveitarinnar E1 og E2 svöruðu spurningum mínum hér að neðan:

Sælir, hverjir eru meðlimir hljómsveitarinnar Daddy Issues?

Það er annarsvegar le gund E1 og hinsvegar le cunt E2, svo er íhlaupa ráð- og álitsgjöf frá E3 þegar við á.

hvenær var hljómsveitin Daddy Issues stofnuð og hvernig kom nafn sveitarinnar til:

Sumar 2011 í dungeon 109. “daddy issues” var bara setning sem við notum oft okkar á milli til að lýsa fólki með minnimáttarkennd, óöryggi og varnarviðbragðana sem þau beita í blindni sjúkleika síns, lögin eru svo um random shit sem okkur finnst fyndið hverju sinni og eitthvað ógeð sem er óumflýjanlegur hluti tilveru legkönntanna.

Nú hafið þið gefið út nokkur lög á fésbókinni, er von á því að sveitin fari lengra með efnið en bara á fésbókina?

Nei.

Er von á því að hljómsveitin haldi tónleika á árinu?

Nei, þá þyrftum við að mæta á hljómstrængar og ferja græjur eitthva útí bæ.

Hver eru framtíðarplön hljómsveitarinnar?

Klára lag sem við erum að mixa núna…byrja á kúrekalaginu og halda áfram að gera grín að sjálfum okkur og öðrum legends í skjóli tónlistarinnar.

takk fyrir hlust og horns down for fuck sake
E1+E2

Muck – Slaves

Ný breiðkífa hljómsveitarinnar Muck, Slaves, verður skellt í sölu á Gogoyoko á mánudaginn kemur. Hljómsveitin var nýlega í örviðtali hér á harðkjarna (sjá hér). Munið að tékka á GogoYoko síðu Muck strax á mánudaginn til að styrkja sveitina og í kjölfarið að hlusta á góða íslenska rokk tónlist.
http://www.gogoyoko.com/artist/muckmusic

Revocation með Faith no more ábreiðu.

Boston metalsveitin Revocation sendi frá sér plötuna Chaos of Forms í ágúst á seinasta ári. Á sama tíma og sveitin tók upp þessa ágætu breiðskífu tó sveitin upp nokkuð magnaða útgáfu af laginu Surprice You’re Dead eftir hljómsveitina Faith No More af plötunni Angel Dust.. Umtalaða ábreiðsu er hægt að hlusta á hér að neðan.

Lagalisti plötunnar má finna hér að neðan
01. Cretin
02. Cradle Robber
03. Harlot
04. Dissolution Ritual
05. Conjuring the Cataclysm
06. No Funeral
07. Fractal Entity
08. Chaos of Forms
09. The Watchers
10. Beloved Horrifier
11. Dethroned
12. Reprogrammed

Faith No More ábreiðan:

Daddy Issues

Íslenska ofurhljómsveitin Daddy Issues sendi frá sér nýtt lag í fyrradag, fimmtdaginn 26. janúar. Þetta er fyrsta lag sveitarinnar sem er sungið (já eða öskrað) á íslensku. Hægt er að hlusta á lagið hér að neðan: