Year: 2012

Dynfari – “Sem Skugginn” útgáfutónleikar

Dynfari
Hindurvættir
Auðn

Hvar? Gamli Gaukur
Hvenær? 2012-11-17
Klukkan? 21:00:00
Kostar? 500 kr
Aldurstakmark? 

 

500 kr. inn
1500 kr. inn + Sem Skugginn CD

DYNFARI – SEM SKUGGINN:

15 / 15 – Legacy Magazine (Þýskaland) – “Highly recommended!”

9 / 10 – Lords of Metal ezine – “A post black metal masterpiece … this band has created their own sound”

8.9 / 10 (exceptional) – Heavy Metal Haven – “It’s pretty obvious in Sem Skugginn that Dynfari have produced something very much high grade.”

85 / 100 – HeavyMetalTribune.com – “A rewarding, emotional roller-coaster ride.”

8 / 10 – AveNoctum.com – “Dynfari bring an almost human touch to the bleak nature that they represent musically, making this such an interesting and atmospheric album.”

7 / 10 – QueensOfSteel.com – “Sem Skugginn is an album that will delight fans of pure atmospheric Black Metal.”

Sem Skugginn, önnur breiðskífa svartmálmshljómsveitarinnar Dynfari, kom út á vegum Aural Music/Code666 Records þann 22. október síðastliðinn og hefur fengið mjög jákvæða dóma erlendis. Í tilefni útgáfunnar verður blásið til veislu ásamt góðum gestum á Gamla Gauknum laugardaginn 17. nóvember næstkomandi. Mikið verður lagt upp úr að skapa andrúmsloft við hæfi.

Hlustunarfyrirpartí hefst kl. 21.00 en fyrsta band fer á svið upp úr kl. 22.

Upphitunarhljómsveitir eru:
AUÐN
Melódískur svartmálmur að hætti Norðmanna.

http://www.facebook.com/pages/Au%C3%B0n/149893748435900

HINDURVÆTTIR frá Akureyri
Hrollkalt síðrokk frá norðurlandi.

http://www.facebook.com/pages/Hindurv%C3%A6ttir/294379473950024

DYNFARI stígur á svið um miðnæturbil. Þessi tveggja manna hljómsveit var stofnuð árið 2010 og gaf út frumburð sinn “Dynfari” árið 2011 í 50 handnúmeruðum eintökum. Sveitin skrifaði í sumar undir plötusamning við ítalska útgáfurisann Aural Music sem felur í sér samstarf til tveggja ára við undirfyrirtæki þeirra Code666 Records. “Sem Skugginn” kom út á vegum þeirra þann 22. október síðastliðinn.

http://dynfari.bandcamp.com/
http://www.facebook.com/Dynfari

Dynfari – “Sem Skugginn” release concert

http://www.facebook.com/events/477771282245485/

Event:  http://www.facebook.com/events/477771282245485/
Miðasala: 

Nýtt myndband frá Meshuggah

Sænsku snillingarnir í hljómsveitinni Meshuggah eru búnir að senda frá sér nýtt myndband við lagið Demiurge Lagið erað finna á hinn stórgóðu Koloss breiðskífu sem er sjöunda breiðskífa sveitarinnar, en Koloss var gefin út í mars mánuði á þessu ári. Tvær útgáfur eru í boði af plötunni, “þessi venjulega” og önnur með auka DVD mynddisk þar sem hægt var að fylgjast með gerð plötunnar í viðbót við tónleikamyndband með sveitinni frá Indlandi.

Zao með nýtt efni á næsta ári.

Hljómsveitin Zao hefur staðfest að hún sé að semja efni fyrir nýja breiðskífu. Zao menn ætla því að taka því rólega í tónleikahaldi svo að þeir nái að einbeita sér að þessrri nýju plötu, sem þeir vona að verði þeirra allra besta. Ef áætlanir sveitameðlimar genga eftir þá heyrum við nýja Zao plötu á næsta ári.

The Freak is Alive

Íslenska hljómsveitin Momentum var að senda frá sér nýja smáskífu af tilvonandi breiðskífu, að nafni Freak is alive. Lagið, sem jafnframt er titilag plötunnar, er hægt að hlusta á á bandcamp síðunni, eða hér að neðan. Sveitin sendi frá sér fréttatilkynningu vegna útgáfu lagsins og finna má hana hér:

Lagið er titillag plötunnar og ber heitið The Freak is Alive. Upptaka og hljóðblöndun á laginu var í traustum höndum Axel “Flex” Árnasonar og hljómsveitarinnar sjálfrar. Vinnsla á plötunni hefst svo á næstu mánuðum og er áætlað að hún komi út fyrri hluta ársins 2013. Áhugasamir munu geta halið niður laginu endurgjaldslaust á öllum þeim miðlum sem sveitin er skráð á og sem upp á slíka þjónustu bjóða.

Hljómsveitin Momentum var stofnuð síðari hluta 2003 og hefur hún frá árdögum verið hátt skrifuð í íslenska rokkheiminum. Síðasta plata sveitarinnar ‘Fixation, at Rest’ hlaut einróma lof gagnrýnenda bæði á Íslandi sem og erlendis og rataði hún ítrekað inn á lista hjá fólki yfir plötur ársins (2010) og var til að mynda á úrvalslista Kraums tónlistarsjóðs það árið. Því er óhætt að segja að krefjandi verkefni er fyrir höndum hjá liðsmönnum Momentum að toppa sig en sveitin er fullviss um að takast það með komandi plötu.

Árið 2012 hefur verið tilkomumikið í sögu sveitarinnar. Eftir vel heppnaða tónleikaferð til Frakklands í október 2011 voru meðlimir æstir í að halda útrásinni áfram. Sveitin tók sig til og skipulagði, í samstarfi við færeysku hljómsveitina Synarchy, tónleikaferð um Ísland og Færeyjar undir nafninu Ferðin til Heljar 2012. Þar stóðu hvað helst uppúr frábærir tónleikar beggja sveita á annars vegar Eistnaflugi á Neskaupstað og hinsvegar G! Festival í Götu, Færeyjum. Einnig stóð til tónleikaferð til Danmerkur í lok árs en hefur henni verið frestað fram í apríl á næsta ári.

Þá kom sveitin einnig fram á einum stærstu rokktónleikum sem haldnir hafa verið með íslenskum sveitum, Rokkjötnar í Kaplakrika 8. september.

Undanfarið ár hefur ekki aðeins verið dans á rósum hjá hljómsveitinni en fyrri hluta ársins urðu meðlima breytingar í sveitinni.Gítarleikari og samstarfsmaður til margra ára Erling Baldursson hvarf á braut og í stað hans kom Sigurður Árni Jónsson,einnig kenndur við hljómsveitina Atrum og hefur samstarfið farið vel af stað.

Framundan hjá sveitinni er tónlistarhátíðin Iceland Airwaves en Momentum spilar nú í fjórða sinn á hátíðinni og í þetta skipti kemur hún tvisvar fram. Laugardaginn 3. nóvember á Gamla Gauknum og sunnudaginn 4. nóvember á Café Amsterdam. Eftir það verður að mestu leyti legist undir feld og komandi plata kláruð ásamt nokkrum tónleikum.

Einhver Andskotans Læti

Wistaria
Angist
Aeterna
Blood Feud

Hvar? Gamli Gaukur
Hvenær? 2012-10-19
Klukkan? 22:00:00
Kostar? 1000 kr
Aldurstakmark? 20

 

Eðal Metall á Gauknum 19. okt
Húsið opnar 21:00 (2 for 1 drykkjartilboð milli 21-22)
Fyrsta band á svið klukkan 22:00
1000 kjéll inn

Event:  https://www.facebook.com/events/232874590171481/232878476837759/?notif_t=plan_mall_activity
Miðasala: 

icelandic tattoo expo

þann 14-16 sept. Verður haldin Tattoo ráðstefna í Súlnasal á Hótel Sögu.
Og er þetta í fyrsta sinn sem tattoo ráðstefna á þessari stærðargráðu er haldin á Íslandi
45 artistar verða á staðnum koma 35 artistar erlendis frá og 10 Íslenskir. Þessir artistar eru allir á hæðsta standard og eru flestir þeirra marg verðlaunaðir fyrir verkin sín af ráðstefnum um allan heim, og mjög virtir í tattoo heiminum sem við erum mjög stoltir að fá til okkar, því margir af þeim eru með margra ára biðlista. Við munum bjóða upp á artista í öllum flokkum, portrait, old school, tribal, new school, japanese, black and grey , colors og svo mætti lengi telja. Þarna verða svo 3 mjög færir artistar sem sérhæfa sig í handgerðum tattooum og eru þeir alveg sér á parti í víkinga stílnum.

Þarna verður í fyrsta skipti á Íslandi freakshow með hinum heimsþekkta Lizardman en hann er einn mest tattooaði maður heims og er búinn að breyta sér í eðlu, skemmtileg týpa og þú getur fengið mynd af þér með honum ef þú þorir.

Sanaxxx verður einnig á svæðinu og er með japanskt leikhús og er hún búin að sýna á ráðstefnum útum allan heim, þetta listræn sýning sem sýnir inn í japanska tattoo menningu, mögnuð sýning sem vert er að sjá fyrir unnendur japanskrar tattoo menningu.
Travelling Mick hefur allt sitt líf verið að mynda tattoo um allan heim og er virtasti tattoo ljósmyndari heims og tekur hann myndir í yfir 10 tattoo blöðum víðsvegar um heiminn og ætlar hann að vera með ljósmynda sýningu af myndunum sínum, einstakt tækifæri að sjá myndir eftir mann sem hefur tileinkað lífi sínu að hafa upp á tattoo menningu í öllum heimshornum og fáum við að sjá myndir af allskonar þjóðflokkum og fræðir hann okkur um ástæður hinna og þessa þjóðflokka hvað tattooin tákna.
Það er gaman að segja frá því að áhuginn erlendis frá er gífurlegur og eru 7 erlend tattoo blöð sem ætla að verða á staðnum sem ætla að mynda sýninguna og fólkið og ætla að birta þær í öllum sínum blöðum.
Alla helgina eru svo keppnir sem fólk kemur upp á svið og sýnir tattooin sín og verða alþjóðlegir dómarar sem dæma í hverjum flokki og eru flokkarnir, old school, portrait, tribal, new school, japanese, black and grey , colors og svo það sé nú alveg á hreinu þá þarf tattooið ekkert endilega hafa verið gert á ráðstefnunni þannig ef þú ert með meistarverk á kroppnum komdu endilega og vertu með hver veit nema þú sért winner og fáir mynd af þér í erlendu tattoo blaði  Svo eru þrír flokkar, best of Friday, best of Saturday og best of show en þessi tattoo verða að vera gerð á ráðstefnunni.
Sölubásar verða á staðnum með töff fatnað, skart og margt fleira
Það verður eitthvað að gerast á klukkutíma fresti, tónlist, freaks, japönsk listasýning, tattoo keppnir og eitthvað fleira skemmtilegt en svo er auðvitað 45 artistar að flúra fólk þannig að nóg er um að vera alla helgina og engum ætti að leiðast.
Farið endilega á www. icelandictattooexpo.com og á http://www.facebook.com/IcelandicTattooExpo þar erum við með lista yfir alla artistana og bendum við fólki á að panta sér tíma tímanlega hjá þeim artista sem þeim líst best á , sendið þeim e-mail sem er að finna á heimasíðunni okkar www.icelandictattooexpo.com.
Miðasala fer fram á Hótel sögu við innganginn og hægt verður að kaupa dagspassa og helgarpassa. Opnunartíminn verður :
Föstudaginn 14 sept frá 15:00 – 24:00
Laugardaginn 15 sept frá 12:00-24:00
Sunnudagurinn 16sept frá 12:00-19:0

Útgáfutónleikar Celestine

DJ set
Two Tickets to Japan
Plastic Gods
Celestie

Hvar? Gamli Gaukur
Hvenær? 2012-08-10
Klukkan? 22:00:00
Kostar? 1500 kr
Aldurstakmark? 

 

Nú er komið að því krakkar.Við drengirnir í Stínunni ætlum að herja til einnar meiraháttar útgáfu tónleika veislu þann 10 ágúst á Gauknum sem ætti ekki að
skilja neinn eftir hungraðann.Og höfum við fengi góða vini okkar til að byrja partíið með stæl!

En þar má til með geta að nokkrir vel valdnir aðillar úr Stínu munu vera með alveg brakandi ferskt dj sett á undan aðal veislunni.Ekki láta þig vanta þetta kvöld.mætið endilega um leið og húsið opnar til að skála með okkur í fögnuði á þessum yndislega degi og hlýðið einnig í leiðinni á ljúfa tóna vel valinna slagara.

Húsið opnar kl.22.00-Nóttin er ung.

1500 kr inn. 2000 fyrir miða. mæli samt með inngangnum 😉

Line up:

(Dangerous) Dj set

Two Tickets to Japan

Plastic Gods

Celestine

Event:  http://www.facebook.com/events/342357852513659/
Miðasala: