Month: desember 2011

Sons Of The System

Eftir að lítið sem ekkert hefur heyrst frá Danska metal bandinu Mnemic frá þeirra síðustu plötu Sons Of The System þá hafa þeir tekið sig til í andlitinu og ákveðið að vera með nýja plötu á næsta ári. Merkilega lítið hefur komið af dómum og umfjöllunum tengdum SOTS sem að margra mati er meistarastykki bæði hvað varðar lagasmíðar og einnig hljóð útsetningar.
Hér er hægt að sjá stutt viðtal við gítarleikara og einn af hugmyndasmiðum bandsins:

Bandið er að mörgu leyti endurnýjað í dag og vonandi getur það drifið drengina áfram í að búa til og spila frábæra músík.

Andkristnihátíð 2011 Fyrri hluti

Kl 15:00:

NYIÞ
Chao
MVNVMVNTS
Angist
Logn

500 krónur inn – ekkert aldurstakmark

Kl 21:00

AMFJ
World Narcosis
Ophidian I
Svartidauði
Gone Postal

1000 krónur inn – 20 ára aldurstakmark

Hvar? Gaukur á stöng
Hvenær? 2011-12-17
Klukkan? 15:00:00
Kostar? 500 + 1000 kr
Aldurstakmark? Ekkert á fyrri hlutann, 20 á síðari hlutann

 

Andkristnihátíðin verður haldin í tíunda sinn á Gauk á Stöng 17. desember. Tónleikarnir í ár verða í tveim hlutum. Fyrri hluti tónleikana hefst klukkan 15:00. Aðgangseyrir er 500 krónur og ekki er aldurstakmark. Klukkan 20:00 verður staðurinn rýmdur og hefst seinni hluti tónleikana klukkan 21:00. Þá kostar 1000 krónur inn og aldurstakmark er 20 ár.
Miklir sigrar hafa náðst í baráttunni fyrir aðskilnaði ríkis og kirkju í ár og höfum við því miklu að fagna. Vantrú verða á staðnum með eyðublöð fyrir þá sem vilja leiðrétta trúfélagsskráningu sína.

Event:  http://www.facebook.com/events/247975041928455/
Miðasala: