Month: október 2011

HAM með nýtt efni

Hljómsveitin HAM tilkynnti það nýverið að sveitin ætli að gefa út tveggja laga smáplötu í nóvember mánuði. Hér að neðan má sjá facebook færslu sveitarinnar:

“Það er okkur ljúft að tilkynna að ný tveggja laga 7″ vínylplata kemur út í nóvember!! Fyrsta sjötomman frá HAM”

Uppvakningahátíð og kvikmyndatónleikar

Malneirophrenia
Radio Karlsson

Hvar? Bíó Paradís
Hvenær? 2011-10-29
Klukkan? 20:00:00
Kostar? 1000 kr
Aldurstakmark? 0

 

Malneirophrenia og Bíó Paradís kynna Uppvakningahátíð og kvikmyndatónleika – 29. og 30. október 2011.

Kammerpönksveitin Malneirophrenia hefur valið fimm sígildar uppvakningamyndir sem verða sýndar yfir tvö kvöld. Þar að auki heldur sveitin kvikmyndatónleika í tilefni 100 ára afmælis þögla meistaraverkisins L’Inferno (1911), fyrstu ítölsku kvikmyndarinnar í fullri lengd. Rafdúettinn Radio Karlsson hitar upp fyrir sýninguna.

Athugið að nokkrar breytingar hafa orðið á dagskránni frá því sem stendur í dagskrárriti Bíó Paradísar. Rétt dagskrá er:

29. október:

18:00 Night of the Living Dead (1968)
20:00 Kvikmyndatónleikar – L’Inferno (1911)
(Malneirophrenia og Radio Karlsson)
22:00 The Grapes of Death (1978)

30. október

18:00 White Zombie (1932)
20:00 Let Sleeping Corpses Lie (1974)
22:00 Zombi 2 (1979)

1000 kr stök sýning / 2000 kr kvöldið / 3500 kr bæði kvöldin

Nánari upplýsingar á bioparadis.is og malneirophrenia.com.

Stiklu fyrir kvöldið má horfa á hér: http://vimeo.com/30269807

Malneirophrenia and Bíó Paradís present: A Zombie Festival and Film Concert, October 29th & 30th 2011.

Chamber punk trio Malneirophrenia has selected five classic zombie films that will be screened over two nights. Furthermore, the group will give a film concert to commemorate the centennial of the silent masterpiece L’Inferno (1911), the first Italian feature film. Electronic duett Radio Karlsson will perform before the screening.

The programme is as follows (NB: some changes have been made from the Bíó Paradís October catalogue):

October 29th:

18:00 Night of the Living Dead (1968)
20:00 Film Concert – L’Inferno (1911)
(Malneirophrenia and Radio Karlsson)
22:00 The Grapes of Death (1978)

October 30th:

18:00 White Zombie (1932)
20:00 Let Sleeping Corpses Lie (1974)
22:00 Zombi 2 (1979)

1000 kr single screening / 2000 kr one evening / 3500 kr both evenings

More info @ bioparadis.is + malneirophrenia.com

Festival Trailer is available here: http://vimeo.com/30269807

Event:  https://www.facebook.com/event.php?eid=238633916185712&view=wall&notif_t=event_wall
Miðasala: http://bioparadis.is/

Fear Factory að taka upp demo

Hljómsveitin Fear Factory er þessa dagana að vinna að demo upptökum fyrir nýja breiðskífu. Seinasta breiðskífa sveitarinnar var gefin út í fyrra (Mechanize, 2010) og var það fyrsta breiðskífa sveitarinnar síðan árið 2002 með gítarleikaranum Dino Cazares, en sveitin hafði um tíð gengið í gegnum miklar mannabreytingar. Gera má ráð fyrir því að næsta breiðskífa sveitarinnar verði gefin út árið 2012.

Biohazard – Reborn in Defiance

Ný breiðskífa hljómsveitarinnar Biohazard, “Reborn in Defiance” verður gefin út 20. janúar á næsta ári. Sveitin skellti nýverið smá kynningu vegna skífunnar, en myndband þetta hægt að skoða hér að neðan. Þetta er fyrsta plata sveitarinnar sem inniheldur alla upprunalegu meðlimir sveitarinnar síðan árið 1994, en um leið síðasta breiðskífa sveitarinnar sem innheldur bassaleikarann og söngvarann Evan Seinfield, sem hættir nýverið í sveitinni.


Metal Hammer – Biohazard Teaser Trailer on MUZU.TV

Throwdown að taka upp nýtt efni

Hljómsveitin Throwdown er þessa dagana að taka upp nýja breiðskífu. Seinasta breiðskífa sveitarinnar, Deathless, var gefin út árið 2009. Sveitin er einnig að spila á tónleikum þennan mánuðinn, þannig það er óvíst hvenær þessar nýju upptökur líti dagsins ljós.

Sólstafir með hlustunarveislu á Bakkusi – Gerður G. Bjarklind og fleiri góðir gestir á nýrri tvöfald

Rokkhljómsveitin Sólstafir stendur fyrir hlustunarveislu þar sem nýjasta platan þeirra, Svartir Sandar, verður spiluð í heild sinni fyrir utan eitt lag sem hljómsveitin mun spila “live”. Platan verður til sölu á staðnum og léttar veitingar í boði.

“Við erum mjög sáttir við viðtökurnar sem platan hefur fengið”, segir Sæþór Maríus Sæþórsson, gítarleikari hljómsveitarinnar, en nýjusta afurð Sólstafa,
tvöfalda geislaplatan “Svartir Sandar”, hefur víða fengið fullt hús stiga hjá gagnrýnendum og fyrsta upplag er uppselt í forsölu. Platan kemur út föstudaginn 14. október í Evrópu og 18. október í Bandaríkjunum.

Fjöldi gesta úr ólíkum áttum koma fram á plötunni. Þar má nefna Gerði G. Bjarklind útvarpsþulu, Ragnheiði Eiríksdóttur úr Hellvar, Steinar Sigurðsson saxófónleikara, Halldór Á. Björnsson úr Esju (og Legend) og Hallgrím Jón Hallgrímsson sem áður var í Tenderfoot.

Hlustunarveislan verður á Bakkusi laugardaginn 15. október á milli kl. 18.30 og 20.00.