Month: ágúst 2011

Swords of Chaos, Ofvitarnir, Loji og Jitney(NO) á Faktorý

Jitney
http://myspace.com/jitneytheband
http://youtube.com/watch?v=avcMDuyVDfI

Swords of Chaos
http://www.gogoyoko.com/album/The_End_Is_As_Near_As_Your_Teeth

Ofvitarnir
http://pbppunk.com/main/?p=68

Loji
http://gogoyoko.com/album/Skyndiskyssur

Hvar? Faktory
Hvenær? 2011-09-07
Klukkan? 22:00:00
Kostar? 0 kr
Aldurstakmark? 18

 

Norska hljómsveitin Jitney mun spila á Faktorý miðvikudaginn 7. september ásamt Swords of Chaos, Loja og Ofvitunum.

Húsið opnar kl 21:00 og hefjast tónleikarnir á slaginu 22:00.
Ókeypis inn!!

Event:  https://www.facebook.com/#!/event.php?eid=126040587491697
Miðasala: 

The Psyke Project á Íslandi

The Psyke Project á Íslandi

The Psyke Project
Momentum
Muck

Hvar? Paddy´s (Keflavík)
Hvenær? 2011-09-10
Klukkan? 22:00:00
Kostar? 1500 kr
Aldurstakmark? 20

 

Danagrýlan snýr aftur!

Aðra helgina í september snýr danska hljómsveitin The Psyke Project aftur til Íslands og verður það í þriðja sinn sem sveitin leggur ferð sína til landsins.
Danirnir munu spila á tvennum tónleikum, einum í höfuðborginni og svo í Keflavík. Tónlist þeirra verður best lýst sem harkalegu þungarokki með beinum tengslum í “crust” og “post-hardcore”. Sveitin er margrómuð fyrir flotta tilburði á sviði og þykir ein sú besta í danska þungarokksheiminum. Nýverið deildi sveitin útgáfu með dönsku sveitinni As we Fight en platan ber heitið ‘Ebola’. Áður hefur sveitin gefið út 4 breiðskífur.

www.thepsykeproject.com
www.facebook.com/thepsykeproject

Listen to “Only I Remain” (2011) here:
http://thepsykeproject.bandcamp.com/track/only-i-remain

Event:  http://www.facebook.com/event.php?eid=199504526777365
Miðasala: 

Tomten (Seattle, US) + Ofvitarnir

Tomten
Just Another Snake Cult
Ofvitarnir
Loji

Hvar? Faktory
Hvenær? 2011-08-24
Klukkan? 22:00:00
Kostar? 20 kr
Aldurstakmark? 20

 

Systralag Reykjavíkur og Seattle kynna með stolti!

Tomten (Seattle, US) ásmt Just Another Snake Cult, Ofvitarnir og Loji

á Faktorý v/Smiðjustíg (efri hæð), 24. ágúst kl. 22:00 – stundvíslega!!

Hús opnar kl. 21:00 – Frítt inn.

Baroque-poppsveitin Tomten er stödd hér á landi fyrir tilstuðlan Systralags Reykjavíkur og Seattle og í tilefni þess að í ár eru 25 ár síðan borgirnar gerðust vinaborgir. Hljómsveitin kom hingað ásamt hóp annarra listamanna frá Seattle til þess að taka þátt í viðburðum á nýafstaðinni Menningarnótt. Einnig komu hingað indíanar frá Quileute-þjóðflokknum sem sýndu þjóðdansa við sinn hljóðfæraleik og Bob Culbertson sem einn mikilmetnasti Chapman Stick hljóðfæraleikari heimsins svo eitthvað sé nefnt.

Tomten er frá Seattle í Bandaríkjunum er skipuð þeim Brian Noyeswatkins, Lena Simon, Gregg Belisle-Chi og Jake Brady og spilar sveitin melódískt baroque-popp með vægum skynvilluyfirbragði. Áhrifavaldar eru flestir frá sjöunda áratugnum auk nokkurra nýrri og á má heyra áhrif hljómsveita og tónlistarmanna á borð við The Zombies, Harry Nilsson, The Kinks, The Cure, The Beatles o.fl.. svífa yfir vötnum Hljómsveitin sendi frá sér samnefnda níu laga skífu seint á síðasta ári og má hlýða á hana í heild sinni hér: http://tomtenmusic.bandcamp.com/album/tomten

http://www.facebook.com/pages/Tomten/109281266222?ref=ts

Just Another Snake Cult er íslensk hljómsveit sem leidd er af Þóri Bogasyni Andersen sem fluttist sem ungabarn til Kaliforníu og bjó þar til ársins 2009 er hann fluttist til Íslands til að komast í tengsl við rætur sínar. Just Another Snake Cult sendi frá sér sína fyrstu breiðskífu, The Dionysian Season, á síðasta ári hjá hljómplötuútgáfunni Brak. Þórir var tilnefndur til íslensku tónlistarverðlaunanna 2010 sem besti nýliðinn og er mat margra að sjaldan hefur eins fullmótaður tónlistarmaður komið eins skyndilega inn í íslenska tónlistarflóru og Just Another Snake Cult. Í Just Another Snake Cult spila einnig Ási Þórðarson og Bergur Thomas Andersen.

http://snakecult.tiredmachine.com/
http://www.gogoyoko.com/artist/justanothersnakecult

Loji er tón- og myndlistarmaður úr Álfheimum og hefur hann gert garðinn frægann með hljómsveitunum Sudden Weather Change og Prinspóló. Hann sendi frá sér sólóskífuna Skyndiskyssur á síðasta ári og vann hann til íslensku tónlistarverðlaunanna árið 2009 með hljómsveit sinni Sudden Weather Change. Loji heitir fullu nafni Loji Höskuldsson og hefur haldið fjölda tónleika sem og myndlistarsýninga víða um land.

http://brakrecords.com/releases/skyndiskyssur/

Ofvitarnir er þríeyki úr Reykjavík sem skipað er Þóri Georg Jónssyni, Júlíu Aradóttur og Fannari Erni Karlssyni. Þetta garage-pönk og indie-band sendi frá sér sína fyrst breiðskífu fyrr í sumar hjá íslensku jaðarútgáfunni Paradísarborgarplötur og heitir hún Stephen Hawking/Steven Tyler. Meðlimir Ofvitanna hafa einnig starfrækt nafntogaðarsveitir á borð við My Summer as a Salvation Soldier, Death Metal Supersquad, Gavin Portland, Bummer, Tentacles of Doom og fleiri nafntogaðar sveitir.

http://www.pbppunk.com/main/

Tónleikarnir hefjast stundvíslega klukkan 22:00 og er enginn akademískur tími. Efri hæðin opnar kl. 21:00.

Event:  http://www.facebook.com/event.php?eid=265265170168097
Miðasala: 

HAM

HAM

HAM
Swords of Chaos

Hvar? Nasa
Hvenær? 2011-09-08
Klukkan? 22:00:00
Kostar? 2500 kr
Aldurstakmark? 20

 

Loksins, loksins – eftir meira 20 ára bið hélt hin goðsagnakennda sveit HAM loks í hljóðver og tók upp nýja plötu! Platan hefur hlotið nafnið Svik, harmur og dauði og kemur út á vegum Smekkleysu þann 1. september næstkomandi. Um er að ræða fyrstu eiginlegu hljóðversplötu HAM frá því að Buffalo Virgin kom út árið 1989 og því ljóst að margir hafa beðið lengi með eftirvæntingu eftir nýju efni frá hljómsveitinni.

Nú þegar hefur landanum gefist tækifæri á að heyra forsmekkinn af því sem koma skal með laginu „Ingimar“ sem hefur trónað ofarlega á vinsældarlistum útvarpsstöðvana undanfarnar vikur. Þá sendir hljómsveitin frá sér nýtt lag í dag sem má gera ráð fyrir að fái að hljóma á öldum ljósvakans, en það er lagið „Dauð hóra“.

Til að fagna langþráðri bið munu HAM-liðar blása til heljarinnar útgáfutónleika þann 8. september næstkomandi. Tónleikarnir verða haldnir á Nasa og sér hljómsveitin Swords of Chaos um upphitun.

The legendary HAM will host a release concert for their first studio album since 1989 on the 8th of September at Nasa. Support band: Swords of Chaos. Tickets can be bought here for 2.500 ISK: http://midi.is/tonleikar/1/6618

Event:  http://www.facebook.com/event.php?eid=270756482951187The legendary HAM will host a release concert for their first studio album since 1989 on the 8th of September at Nasa. Support band: Swords of Chaos. Tickets can be bought here for 2.500 ISK: http://mid
Miðasala: http://midi.is/tonleikar/1/6618

Kreppukvöld með PORQUESÍ

PORQUESÍ –
www.facebook.com/porquesiband

Hvar? Bar 11
Hvenær? 2011-08-25
Klukkan? 21:00:00
Kostar? 0 kr
Aldurstakmark? 20+

 

Ísl-Enska sveitin PORQUESÍ spilar magnþrungið rokk í anda Mogwai, Pelican og Caspian og segjast spila eins heiðarlega og af eins miklum krafti og þeir mögulega geta.

Hljómsveitin var stofnuð sumarið 2009 og fóru fljótlega að vera duglegir að koma fram á tónleikum víðsvegar um Reykjavík. Ekki leið á löngu þar til þeir voru komnir með efni sem rataði sér leið á fyrstu plötu sveitarinnar, This Is Forever, sem kom út árið 2010. Þessa daganna er PORQUESÍ að vinna að annarri plötu sinni sem er væntanlega í lok árs.

Húsið opnar klukkan 21:00, PORQUESÍ spilar á slaginu 23:00 .

Stór bjór aðeins 400ISK

Að tónleikum loknum heldur plötusnúður uppi fjörinu.

The half Icelandic, half British four piece, PORQUESÍ play intense, emotive rock music. Inspired not by the Icelandic landscape but by their own desire to play as hard and as honest as they can.

Event:  http://www.facebook.com/event.php?eid=268767703149303
Miðasala: 

Muck, Caterpillarmen o.fl. á Bakkus

kl 16-17 Foama
kl 17-18 Skver
kl 18:10-19:00 Catepillarmen
kl 19:30-20:00 Video-hljóðgjörningurinn Beatless
kl 20:00-20:15 Stuttmyndin Meðalljón
kl 20:20-21:00 Magnús Björn Ólafsson heimspekinemi les ljóð
kl 21:05-21:30 Barþjónar lesa ljóð, Sindri Freyr, Solveig og fleiri.
kl 21:30-22:00 Muck spilar rokk á túr.
kl 22:10-23:00 Bárujárn
kl 00:00-4:30 Kbg soundsystem #200loops and a computer auk
séstakra gesta….

Hvar? Bakkus
Hvenær? 2011-08-20
Klukkan? 16:00:00
Kostar? 0 kr
Aldurstakmark? 20 held ég

 

Tímaáætlun á Menningarnótt
Stanslaust stuð frá fjögur til fjögur…

kl 16-17 Foama
kl 17-18 Skver
kl 18:10-19:00 Catepillarmen
kl 19:30-20:00 Video-hljóðgjörningurinn Beatless
kl 20:00-20:15 Stuttmyndin Meðalljón
kl 20:20-21:00 Magnús Björn Ólafsson heimspekinemi les ljóð
kl 21:05-21:30 Barþjónar lesa ljóð, Sindri Freyr, Solveig og fleiri.
kl 21:30-22:00 Muck spilar rokk á túr.
kl 22:10-23:00 Bárujárn
kl 00:00-4:30 Kbg soundsystem #200loops and a computer auk
séstakra gesta….

Dj Harry Knuckles og Fish the dancer brúa billin milli atriði á meðan þokkadísir mála Tribal-paint á andlit gesta. Myndlist á tilboðsverði!

Tilboð á Polar og léttvíni til klukkan 22.
Bakkusblue kokteill á tilboði í aðeins eitt kvöld á 1000kr.

Event:  http://www.facebook.com/event.php?eid=202228319838697
Miðasala: 

Sólstafir – Svartir Sandar

Hljómsveitin Sólstafir sendir frá sér tvöfalda breiðskífu að nafni Svartir Sandar um miðjan október mánuð (14. okt í evrópu en 18 okt. í Bandaríkjum norður Ameríku). Hægt verður að nálgast útgáfuna í afar sérstakri pakkningu (aðeins gefin út í 500 eintökum), en í þeim pakkanum verður að finna plötuna sjálfa í tvöfaldri pappapakkningu (Digipak), veglegur bolur, Skotglös (með útliti skífunnar) og svart klakabox með nafni sveitarinnar og sérstkalega formuðum kökum.

Meðal efnis á disknum verður að finna:

Diskur 1: “Andvari”:
Ljós í Stormi
Fjara
Þín Orð
Sjúki Skugginn
Æra
Kukl

Diskur 2 “Gola”:
Melrakkablús
Draumfari
Stinningskaldi
Stormfari
Svartir Sandar
Djákninn

NEGATIVE PLANE, Svartidauði, Chao, Abominor

NEGATIVE PLANE

SVARTIDAUÐI

CHAO

ABOMINOR

Hvar? Café Amsterdam
Hvenær? 2011-08-06
Klukkan? 22:00:00
Kostar? 2500 kr
Aldurstakmark? 18

 

Bandaríska Svartmálmshljómsveitin Negative Plane mun enda sinn fyrsta Evróputúr með tónleikum í Reykjavík laugardaginn 6. ágúst.

Negative Plane er nýbúin að gefa út sína aðra plötu, sem ber nafnið Stained Glass Revelations og hefur hlotið afbragðsgóðar viðtökur. Áður gaf sveitin út plötuna Et in Saecula Saeculorum árið 2006 sem setti hana strax í fremstu röð nútíma svartmálmssveita. Negative Plane spilar mjög dimman og drungalegan svartmálm, sem vefur saman svartmálm dagsins í dag og gamla skólans en sækir um leið áhrif jafnt í klassískt þungarokk, gotneskt rokk, kirkjutónlist og hryllingsmyndatónlist. Sem dæmi um fjölbreytileika sveitarinnar hefur tónlist sveitarinnar m.a. verið líkt við The Doors, Goblin og jafnvel sögur Edgar Allan Poe og H.P. Lovecraft.

United States Black Metal band Negative Plane will end their first European Tour with an appearance in Reykjavík, Iceland Saturday the 6. of august.

Negative Plane have recently released their sophomore album, Stained Glass Revelations, to great acclaim. The band had previously released the album Et in Saecula Saeculorum in 2006, which caused shockwaves in the Metal scene. Negative Plane\’s uniquely dark and gloomy brand of Black Metal weaves together new and old, drawing from classic Heavy Metal, gothic and psychedelic rock, church music and 70’s horror soundtracks. The bands music has been likened to Darkthrone, Mercyful Fate, The Doors, Goblin and even the stories of Edgar Allan Poe and H.P. Lovecraft.

Event:  http://www.facebook.com/event.php?eid=196202667091728
Miðasala: