Month: júlí 2011

Saktmóðigur – Ný plata

Föstudaginn 1. júlí gaf hljómsveitin Saktmóðigur út 10 laga geislaplötu sem heitir Guð hann myndi gráta.

Hljómsveitin sem stofnuð var árið 1991 hefur áður gefið út fimm titla á ýmsu formi; kasettu, tvær tíu tommu vínilplötur og tvær geislaplötur í fullri lengd, Ég á mér líf (1995) og Plata (1998). Auk þess hefur hljómsveitin gefið út lög á safnplötum.

Útgefandi er Logsýra, en platan er fáanleg á helstu sölustöðum tónlistar.

Saktmóðigur mun lék nýlega á rokkhátíðinni Eistnaflug en formlegir útgáfutónleikar eru fyrirhugaðir um miðjan september.

Örviðtal – Sigurjón Kjartansson (HAM)

Hljómsveitin HAM hefur verið á vörum íslenskra rokkara síðastliðinar vikur, en ný skífa frá sveitinni er væntanleg í lok ágústs mánaðar. Því er við hæfi að skella nokkrum ÖRspurningum á forsprakka sveitarinnar, Sigurjón Kjartansson, en það má lesa hér að neðan:

Hvað segja Ham menn í dag?
Allt gott.

Hvernig voru viðtökurnar á Eistnaflugi þetta árið?
Afar góðar.

Hvernig finnst ykkur viðtökurnar við laginu Ingimar á netinu?
Jú jú. Aldeilis fínar.

Hvað getur þú sagt okkur um nýju plötuna?
Hún mun heita Svik, harmur og dauði. Á henni verða tíu lög, sem heita m.a. Sviksemi, Mitt líf, Svartur hrafn og Veisla hertogans. Svo er þarna lag sem ber hið svívirðilega heiti Dauð hóra. Við erum allir mjög spenntir fyrir þessu verki. Mjög kraftmikil plata og um leið dramatísk. Melankólían og mysterían ræður ríkjum í textum. Það er ekkert sem ýtir á mig að gera nýja plötu eftir þessa. Ef þetta verður okkar síðasta plata erum við í fínum málum hvað varðar okkar sögulegu arfleið.

Verða haldnir útgáfutónleikar, eða hvernig ætlið þið að fylgja nýju plötunni eftir?
Jú við munum halda útgáfutónleika. Þannig munum við fylgja plötunni eftir. Áritanir í Kringlunni koma ekki til greina.

Á hvaða tónlist hlustar þú þessa dagana?
Ég hef horfið aftur til fortíðar undanfarið og er nú mikið að hlusta á New york sveitina Swans, sem eru sennilega grunn-áhrifavaldar HAM. Ég sá þá í London, haustið 1987, en nýlega var skrifað um þessa tónleika í Mojo og sagt að þeir séu í sögubókunum sem háværustu tónleikar sem haldnir hafa verið í borginni. Þessir tónleikar kveiktu í mér og nokkru síðar vorum við búnir að stofna HAM. Einnig er ég að hlusta á Crass og The Fall um þessar mundir.

Eitthvað að lokum?
Er þetta ekki bara ljómandi fínt?

Sólstafir á innipúkanum núna í ár

Stórstjörnur íslenskrar þungarokksþjóðfélagsins, hljómsveitin Sólstafir, kemur fram á tónlistarhátíðinni Innipúkinn núna í ár. Hátíðin er haldin 29. til 21 júlí í Iðnó, og kostar skítnar 4500 kr. á hátíðina. Aðrir tónlistarmenn sem koma fram á hátíðinni þetta árið eru meðal annars: Agent Fresco, Apparat Organ Quartet, Valdimar, Jónas Sigurðsson & ritvélar framtíðarinnar og Skakkamanage. Allar nánari upplýsingar um hátíðina er að finna á heimasíðu hátíðarinnar: http://www.innipukinnfestival.is/

Örviðtal – Atli Jarl (Atrum)

Nýlegar fréttir á fésbókinni fengu mig til að skella nokkrum ÖR spurningum á meistara Atli Jarl Martin, bassaleikara hljómsveitarinnar ATRUM, en hér að neðan má sjá hvað okkur fór á milli:

Sælir, hvað er að frétta af ykkur Atrum mönnum þessa dagana?
Í okkar herbúðum er hávært kliður, enda margt að gerast þessa dagana sem okkur þykir óhemju spennandi.

Hvernig var ykkur tekið á Eistnaflugi?
Alveg hreint frábærlega, framar öllum vonum og okkur finnst sem viðtökurnar sem við fengum skiluðu sér afar vel í framkomu okkar það kvöldið, en þetta var án efa okkar bestu tónleikar til þessa.

Núna fer að styttast í heljarinnar ferðalag hjá ykkur, hvert skal haldið?
Okkar fyrsta framkoma á erlendri grundu verður hugsanlega í Malmö, Svíþjóð þann 29. júlí n.k., en það kemur í ljós á næstu tímum, annars er það Kaupmannahöfn þann 30. júlí, þar sem Darknote og við fengum afar óvænta aðstoð frá Hollendingunum í The Monolith Deathcult. Þessi örtúr er svo upphitun fyrir Wacken í Þýskalandi, en við munum spila á W.E.T. sviði hátíðarinnar á besta tíma á miðvikudeginum 3. ágúst.

Er þetta fyrsti erlendi túr sveitarinnar?
Já, en sem betur fer höfum við mann í sveitinni sem er alvanur slíku, en hann Ragnar hefur öðlast góða reynslu við spilamennsku erlendis með bræðrum okkar í Beneath, ásamt því að hann fór í stórt tónleikaferðalag með sænzku black metal hljómsveitinni Valkyrja og var svo fenginn að láni til að spila með annarri sænzkri hljómsveit að nafni Trident, sem inniheldur meðlimi úr Dissection og Necrophobic í New York í kjölfarið.

Heldur þú að sigur ykkar á wacken hátíðinni muni gera ykkur gott?
Sigur í forkeppninni hérlendis hefur slípað okkur svolítið til og gefið okkur gott móralboost ásamt því auðvitað að vekja athygli á sveitinni. En hvað aðalkeppnina erlendis varðar, þá erum við með lappirnar kyrfilega á jörðinni og gerum okkur engar væntingar þar, enda erfið hátíð fyrir okkar tónlist. En við ætlum engu að síður að taka sviðið þar með sama krafti og vaninn er, svo er bara að sjá hvort það falli áhorfendum að skapi.

Hvenær fáum við svo að heyra í alvöru plötu frá Atrum?
Við erum byrjaðir að undirbúa vinnu við breiðskífu okkar og munum hefja lokasprettinn á vinnu við hana í haust. Platan verður að öllum líkindum verða tekin upp að hluta hérlendis en kláruð erlendis og stefnum við á að hún verði tekin upp í byrjun 2012. Við höfðum sett okkur þau markmið að koma henni út innan við ári eftir að við sendum Opus Victum frá okkur og að öllum líkindum munu þau áform standast.

Eitthvað að lokum?
Við viljum senda öllum okkar stuðnings- og velgerðarmönnum risastórar kveðjur, því án þeirra værum við ekki í þessari spennandi stöðu.

Að lokum, þá eru góðar líkur á að við munum fá vænan pistil um okkur í erlendu þungarokksblaði, en við munum að sjálfssögðu birta það er að kemur. Fylgist með á síðum okkar, en það er von á ýmsum tíðindum frá okkur á næstunni.

Atrum, Darknote, Wistaria & Ophidian I

Atrum
Darknote
Wistaria
Ophidian I

Hvar? Sódóma
Hvenær? 2011-07-23
Klukkan? 23:30:00
Kostar? 1000 kr
Aldurstakmark? 18

 

Wacken Open Air hátíðin í byrjun ágúst nálgast óðfluga og það sem meira er, hin magnaða hljómsveit Atrum mun koma fram á henni. Sveitinni hefur í tengslum við það boðist til að spila á tónleikum í Danmörku, ásamt gæðasveitinni Darknote, og til þess að allt gangi upp, þá hafa sveitirnar ákveðið að blása til fjáröflunartónleika á Sódóma laugardaginn 23. júlí.

Þetta verður í fyrsta sinn sem þessar sveitir spila á erlendri grundu en tónleikar í Kaupmannahöfn laugardaginn 30. júlí er staðreynd og verið er að vinna í öðrum tónleikum í Malmö daginn áður einnig.

Atrum og Darknote til halds og trausts á þessum tónleikum verða hinar stórskemmtilegu Wistaria, sem kom einmitt fram á Wacken í fyrra og Ophidian I, með Ingó Severed í broddi fylkingar, sem nýverið landaði hljómplötusamning við erlent útgáfufyrirtæki. Báðar þessar sveitir hafa lítið spilað að undanförnu.

Húsið á Sódóma opnar kl 22:30, og mun Ophidian I stíga á svið kl 23:30 STUNDVÍSLEGA!

Miðaverð: Aðeins 1.000, sem er vissulega gjafverð og því ætti enginn að láta sig vanta á þessa tónleika. Verða sveitirnar einnig með merch til sölu og því tilvalið að styrkja þær á þann máta einnig.

Aldurstakmark: 18 ára.

Event:  http://www.facebook.com/event.php?eid=251008131576213
Miðasala: 

Steve Vai Tribute

Steve Vai Tribute BAND

Hvar? Vestur
Hvenær? 2011-07-21
Klukkan? 21:00:00
Kostar? 1500 kr
Aldurstakmark? 

 

Þann 21. júlí mun stíga á stokk Íslenska Steve Vai Tribute bandið sem mun gera ferli bandaríska gítarsnillingsins Steve Vai góð skil með tónleikum á Sódómu.

Lögð verður áhersla á sólóferil kappans en einnig verður flutt efni af þeim plötum sem hann gerði með David Lee Roth og Whitesnake.

Hljómsveitina Skipa:
Dagur Sigurðsson – söngur
Kjartan Baldursson – gítar
Andri Ívarsson – gítar
Ingvar Alfreðsson – hljómborð
Hrannar Abrahamsen – bassi
Ásmundur Jóhannsson-trommur

Miðaverð er 1500 kr

húsið opnar kl 21:00 og tónleikar hefjast kl 22:00

Event:  http://www.facebook.com/event.php?eid=198759953507930
Miðasala: http://midi.is/tonleikar/1/6540/

Muck á 11

Muck

Hvar? Bar 11
Hvenær? 2011-07-14
Klukkan? 22:30:00
Kostar? 0 kr
Aldurstakmark? 18

 

Bar 11 á fimmtudagskvöldið 14. júlí.
Húsið opnar klukkan 21:00.
Megið búast við að MUCK farið á svið um 22:30

Event:  
Miðasala: 

Svik, Harmur og Dauði

Hljómsveitin HAM hefur sent frá sér lagið Ingimar á netinu, en lagið verður að finna á væntanlegri breiðskífus veitarinnar, Svik, Harmur og Dauði sem gefin verður í lok ágúst mánaðar. Sveitin hefur vakið á sér mikla athygli fyrir lagið, en lagið Dauð hóra hefur einnig fengið góðar undirtektir. Hljómsveitin HAM spilar á tónlistarhátíðinni Eistnaflug um næstu helgi.