Month: júní 2011

Anthrax

Hljómsveitin Anthrax sendir frá sér sína 10. breiðskífu 12. september næstkomandi, en skífa þessi hefur fengið nafnið Worship Music. Platan hefur verið lengi í smíðum og fóru upptökur fram í New York, Los Angeles og Chicago síðastliðin 4 ár. Sveitin skartar nú gamla söngvaranum sínum Joey Belladonna, sem seinast söng með sveitinni á plötunni “Persistence of Time”. Það er Nuclear Blast útgáfan sem gefur út efni sveitarinnar á heimsvísu, en það er Megaforce útgáfan sem gefur út efni sveitarinnar í bandaríkjunum (degi síðar).

Hægt er að hlusta á lagið “Fight ‘Em ‘Til You Can’t” hér að neðan, en lagið fjallar um dráp á uppvakningum:

ANTHRAX – Fight’em ’til You Can’t by NuclearBlastRecords

Meðal laga á plötunni:

Fight’em ‘Til You Can’t
I’m Alive
Judas Priest
Crawl
Earth on Hell
The Devil You Know
In The End
The Giant
Down Goes The Sun

Puscifer

Söngvarinn Maynard James Keenan (sem flestir þekka sem söngvara Tool og A Perfect Circle) er á fullu að vinna að hliðarverkefninu sínu Puscifer. Ný breiðskífan frá sveitinni er væntanleg um miðjan október og hefur fengið nafnið “Conditions Of My Parole”. Fyrsta breiðskífa sveitarinnar “V” Is for Vagina var geifn út árið 2007.

Harvest

Hljómsveitin Harvest er komin saman aftur og stefnir á útgáfu á nýrri 7 tommu smáplötu. Platan hefur fengið nafnið “Years Of Defiance. Years Of Disgust” og verður hún gefin út af Good Fight Music í byrjun ágúst mánaðar. Hægt er að hlusta á lagið “Our Legacy” á Noisecreep heimasíðunni, eða með því að smella hér.

Angist og félagar á Sódómu

Angist: http://www.myspace.com/angisttheband
Chao: http://www.myspace.com/chaobm Blackmetall eins og hann gerist bestur.
Bloodfeud: http://www.myspace.com/bloodfeudice Hressustu kappar norðan Alpafjalla, thrash or die!
Bastard: http://www.myspace.com/heavymetalbastard Komnir aftur eftir alltof langa pásu með nýtt line-up!
Abominor: http://www.reverbnation.com/abominor1 Ritualískur blackmetall með útgáfu á leiðinni. Ótrúlega þéttir live!

Hvar? Sódóma
Hvenær? 2011-07-01
Klukkan? 22:00:00
Kostar? 1000 kr
Aldurstakmark? 18

 

Hljómsveitin Angist hefur undanfarið verið að taka upp sína fyrstu útgáfu, EP sem inniheldur fimm lög og eru þau öll ný, þ.e.a.s hafa ekki verið tekin upp áður. Nú er verið að leggja lokahönd á plötuna og ætlum við því að halda fjáröflunartónleika til þess að koma gripnum út.

Okkur til halds og trausts verða hljómveitirnar Chao, Bloodfeud, Bastard og Abominor og verður þetta því heljarinnar veisla!
Það kostar 1000kr inn og opnar húsið kl 22:00 og fyrsta band fer á svið stundvíslega klukkan 22:30.

Fundraiser gig for Angist’s upcoming EP.

Event:  http://www.facebook.com/event.php?eid=179269815462936&ref=ts
Miðasala: 

Sólstafir og DIMMA ásamt Aski Yggdrasils á Sódóma

Sólstafir
DIMMA
Askur Yggdrasils

Hvar? Sódóma
Hvenær? 2011-06-25
Klukkan? 22:30:00
Kostar? 1000 kr
Aldurstakmark? 18

 

SÓLSTAFIR og DIMMA, ásamt ASKI YGGDRASILS blása til tónleika á Sódóma Reykjavík laugardagskvöldið 25. júní.

Það er allt að gerast hjá Sólstöfum þessa dagana en þessir Breiðhyltingar hafa skrifað undir hljómplötusamning hjá hinu afar virta labeli Season of Mist. Verða þeir þar í föngulegum hópi fríðra sveita eins og t.d. Morbid Angel, Mayhem, Watain, Atheist, The Dillenger Escape Plan og Cynic. Framundan er útgáfa á tvöfaldri hljóðversskífu og stíft tónleikahald, bæði í Evrópu og í Bandaríkjunum. Verða þessir tónleikar þeirra þeir síðustu áður en þeir halda utan í enda júní til að koma fram á hinni virtu With Full Force hátíð sem er ein af stóru þungarokkshátíðunum í Evrópu.

DIMMA hafa gengið í endurnýjun lífdaga. Þessi sveit sem skartar Geirdal bræðrunum, Ingó og Silla, í broddi fylkingar, hafa fengið nýja meðlimi til liðs við sig. Eru það söngvarinn Stefán Jakobsson úr sveitum eins og Exizt og Douglas Wilson og trommuleikarinn Birgir Jónsson úr sveitinni XIII. Verða þetta fyrstu tónleikar þeirra í Reykjavík í heilt ár og þeir fyrstu með þessari liðsskipan. DIMMA er nú að vinna að efni fyrir sína þriðju breiðskífu.

Opnunarband kvöldsins verður hljómsveitin Askur Yggdrasils. Þessi sveit er ung að árum og hefur verið að gera það gott upp á síðkastið. Komst hún m.a. í úrslit músiktilrauna í ár. Sveitin sækir innblástur í víkinga/folk tónlist frá sveitum eins og Amon Amarth og Ensiferum að ógleymdri hinni íslensku Skálmöld.

Húsið opnar 22:30 og hefjast tónleikar 23:30 (á slaginu).

Miðaverð: 1.000 kr. 18 ára aldurstakmark.

Sólstafir, DIMMA and Askur Yggdrasil play at Sódóma Reykjavik.

Event:  https://www.facebook.com/event.php?eid=223536344332820
Miðasala: 

Sólstafir á Season of Mist útgáfunni.

Hljómsveitin Sólstafir hefur skrifað undir samning við útgáfufyrirtækið Season of Mist. Útgáfa þessi ætti nú að vera fáum rokkurum ókunn, þar sem meðal efnis sem útgáfan geftur frá sér er Jarobe, Mayhem, Morbid Angel, Outlaw Order, The Dillenger Escape Plan og Gorgoroth (til að minnast á eitthvað).

Sólstafir hafa verið uppteknir síðastliðnar vikur við upptökur á nýrri breiðskífu sem gefin verður út fyrir lok ársins.

Til að kynna sér útgáfuna nánar er hægt að kíkja á heimasíðu útgáfunnar hér: http://www.season-of-mist.com

Ophidian I

Hljómsveitin Ophidian I hefur skrifað undir samning við SFC Records (Soul Flesh Collector) útgáfuna. Í sveitinni er að finna meðlimi hljómsveitanna Discord, Dysmorphic, Severed Crotch (Amputated Vein Records) og Beneath (Unique Leader Records).

Nánari upplýsingar um útgáfuna er að finna hér: http://sfcollector.ru

Metallica - Master of Puppets Tribute (seinni tónleikarnir)

Metallica – Master of Puppets Tribute (fyrri tónleikarnir)

Orion

Hvar? Sódóma
Hvenær? 2011-06-24
Klukkan? 20:00:00
Kostar? 2000 kr
Aldurstakmark? 20

 

Árið 2011 er fyrir margar sakir merkilegt ár í sögu hljómsveitarinnar Metallica. Platan Master of Puppets, sem margir telja meistaraverk sveitarinnar, kom út í mars fyrir 25 árum, og í september sama ár lést Cliff Burton, bassaleikari sveitarinnar, af slysförum. Síðast en ekki síst eru nú liðin 30 ár frá stofnun sveitarinnar.

Af þessu tilefni heldur hljómsveitin Orion veglega tribute tónleika á Sódómu Reykjavík þann 24. júní næstkomandi.

Kvöldið verður algerlega tileinkað Metallica. Hitað verður upp með efni eftir þá áður en sveitin Orion stígur á svið og flytur Master of Puppets í heild sinni ásamt nokkrum vel völdum aukalögum.

Hljómsveitin Orion var stofnuð sérstaklega af þessu tilefni, en hana skipa fimm rokkhundar úr þungarokksbransanum. Þeir eiga það sammerkt að þeir eignuðust Master of Puppets á unga aldri og urðu fyrir miklum og varanlegum áhrifum af henni.

Orion skipa Björn Þór Jóhannsson, Kristján B. Heiðarsson, Magni Ásgeirsson, Magnús Halldór Pálsson og Rúnar Þór Þórarinsson. Þeir hafa getið sér gott orð m.a. í hljómsveitunum Changer, Forgarði Helvítis, Trassar, Á móti sól, In Memoriam, Shiva, Potentiam, Dark Harvest og Shape.

A tribute concert where the classic Metallica album Master of Puppets will be played along with a few early hitters.

Event:  https://www.facebook.com/event.php?eid=162373510496003
Miðasala: http://midi.is/tonleikar/1/6524

Metallica - Master of Puppets Tribute (seinni tónleikarnir)

Metallica – Master of Puppets Tribute (seinni tónleikarnir)

Orion

Hvar? Sódóma
Hvenær? 2011-06-24
Klukkan? 23:59:00
Kostar? 2000 kr
Aldurstakmark? 20

 

Árið 2011 er fyrir margar sakir merkilegt ár í sögu hljómsveitarinnar Metallica. Platan Master of Puppets, sem margir telja meistaraverk sveitarinnar, kom út í mars fyrir 25 árum, og í september sama ár lést Cliff Burton, bassaleikari sveitarinnar, af slysförum. Síðast en ekki síst eru nú liðin 30 ár frá stofnun sveitarinnar.

Af þessu tilefni heldur hljómsveitin Orion veglega tribute tónleika á Sódómu Reykjavík þann 24. júní næstkomandi.

Kvöldið verður algerlega tileinkað Metallica. Hitað verður upp með efni eftir þá áður en sveitin Orion stígur á svið og flytur Master of Puppets í heild sinni ásamt nokkrum vel völdum aukalögum.

Hljómsveitin Orion var stofnuð sérstaklega af þessu tilefni, en hana skipa fimm rokkhundar úr þungarokksbransanum. Þeir eiga það sammerkt að þeir eignuðust Master of Puppets á unga aldri og urðu fyrir miklum og varanlegum áhrifum af henni.

Orion skipa Björn Þór Jóhannsson, Kristján B. Heiðarsson, Magni Ásgeirsson, Magnús Halldór Pálsson og Rúnar Þór Þórarinsson. Þeir hafa getið sér gott orð m.a. í hljómsveitunum Changer, Forgarði Helvítis, Trassar, Á móti sól, In Memoriam, Shiva, Potentiam, Dark Harvest og Shape.

A tribute concert where the classic Metallica album Master of Puppets will be played along with a few early hitters.

Event:  https://www.facebook.com/event.php?eid=162373510496003
Miðasala: http://midi.is/tonleikar/1/6524