Hægt er að hlusta á lagið “Of Blood And Salt” með Íslandsvinunum í hljómsveitinni Gojira hér að neðan, en lagið verður að finna á væntanlegri þröngskífu frá sveitinni. Skífa þessi verður tileinkuð Sea Shepherd samtökunum og rennur ágóði hennar til samtakanna. Þetta umtalað lag innheldur ofur gesti úr metal heiminum, þá Devin Townsend og Fredrik Thordendal (Meshuggah).
Month: maí 2011
Suicide Silence
Hljómsveitin Suicide Silence er komin á fullt með vefþætti sína af upptökum breiðskífunnar “The Black Crown”. Platan sjálf er væntanleg 12. júlí næstkomin og var tekin upp af Steve Evettes (Hatebreed, Sepultura, Sick of It All) og hljóðblönuð af Zeuss (The Red Chord, Blood Has Been Shed, Throwdown). En fyrsti þátturinn er kominn á netið og hægt er að horfa á hann hér að neðan:
Jane’s Addiction
Nýtt myndband með hljómsveitinni Jane’s Addiction er nú komið á netið, en sveitin sendir frá sér nýja breiðskífu, “The Great Escape Artist”, í ágúst mánuði. Myndbandið er við lagið End to the lies og var tekið upp af ShadowMachine Films sem þekktast er fyrir Robot Chicken þættina.
iwrestledabearonce
Hljómsveitin iwrestledabearonce stefnir að útgáfu breiðskífunnar “Ruining It For Everybody“ 26. júlí næstkomandi og er það Century Media útgáfan sem gefur út efni sveitarinnar. Á sérstakri pöntunarsíðu sveitarinnar er hægt að velja margar og merkilegar útgáfur af þessarri plötu. Í einum útgáfupakkanum er hægt að fá gisladisk, bol, nestistbox, partí hatt, sósu og margt margt fleira. Nokkuð frumlegt hjá sveitinni. Hér að neðan má sjá lagalista plötunnar:
01 – “Next Visible Delicious”
02 – “You Know That Ain’t Them Dogs’ Real Voices”
03 – “Deodorant Can’t Fix Ugly”
04 – “This Head Music Makes My Eyes Rain”
05 – “It Is “Bro” Isn’t It?”
06 – “Gold Jacket, Green Jacket”
07 – “Break It Down Camacho”
08 – “Stay to the Right”
09 – “I’m Gonna Shoot”
10 – “Karate Nipples”
11 – “Button It Up”
Opeth
Lagalisti nýju Opeth plötunnar, Heritage, hefur verið birtur og er hægt að sjá hann hér að neðann:
01 – “Heritage”
02 – “The Devil’s Orchard”
03 – “I Feel The Dark”
04 – “Slither”
05 – “Nepenthe”
06 – “Haxprocess”
07 – “Famine”
08 – “The Lines iIn My Hand”
09 – “Folklore”
10 – “Marrow Of The Earth”
Búast má við nokkrum útgáfum af plötunni, allt frá tvöfaldri vínil útgáfu yfir aðrar sérstakar útgáfur sem aðdáendur sveitarinnar gætu misst vatn yfir. Nánari upplýsingar um hvaða útgáfur verða í boði verður að fá á næstu vikum.
Figure Four
Eitthvað líf virðist vera komið í hljómsveitina Figure Four, þar sem verið er að endurútgefa 2003 plötuna “Suffering the Loss” á vínil. Útgáfa er áætluð í júní en sveitin kemur saman núna í lok þessa mánaðar og mun spila á tónleikum í Seattle borg í Washington fylki í bandaríkjunum. Meðlimir sveitarinnar hafa einnig verið í sveitum á borð við Comeback Kid og Grave Maker.
Pepper J. Keenan
Pepper J. Keenan gekk til liðs við hljómsveitina Corrosion of Conformity árið 1989 sem gítarleikari, en varð ekki söngvari sveitarinnar fyrr en árið 1994.
Terry Glaze
Upprunalegi söngvari hljómsveitarinnar Pantera, Terry Glaze, er nú í hljómsveitinni Lord Tracy sem stofnuð var árið 1985.
Crowbar
Hljómsveitin Crowbar var stofnið árið 1988 undir nafninu Aftershock, sem síðar fékk nafnið, Wreqiuem sem síðar fékk nafnið The Slugs, sem að lokum varð Crowbar.
Styrktartónleikar CELESTINE 2. júní á Faktorý með vinum
22:00 – AT DODGE CITY
http://www.myspace.com/atdodgecity
22:30 – 2 TICKETS TO JAPAN
http://www.myspace.com/twoticketstojapan
23:00 – SWORDS OF CHAOS
23:30 – MUCK
00:00 – CELESTINE
http://soundcloud.com/celestinemusic
Hvar? Faktory
Hvenær? 2011-06-02
Klukkan? 21:00:00
Kostar? 1000 kr
Aldurstakmark?
Fimmtudaginn 2. júní verða haldnir tónleikar til styrktar komandi Celestine plötu, sem kemur út á þessu ári, fyrir Eistnaflug ef guðirnir lofa.
Hart er í ári og höfum við fengið góðvini okkar með í lið til að skapa gargandi rokkveislu og mun ágóðinn renna í framleiðslu plötunnar.
Tónleikarnir verða haldnir á Faktorý og kostar 1000 krónur inn.
Húsið opnar klukkan 21:00 og tónleikarnir hefjast stundvíslega klukkan 22:00.
Hlökkum til að sjá sem flesta!
SLAMM
Thursday 2nd June will host a concert in support of Celestine upcoming album, which comes out this year, for Eistnaflug if the gods praise.
Hart is the year and we\’ve got our góðvini with the team to create Screaming rokkveislu and profit will accrue to the production of the album.
The concert will be held on Faktorý and costs 1000 crowns inside.
The doors open at 21:00 and show starts promptly at 22:00.
Looking forward to seeing the most!
SLAM
Event: http://www.facebook.com/event.php?eid=213215872032587
Miðasala: