Month: apríl 2011

Converge á Sódóma

Converge
For a minor reflection
Logn

Hvar? Sódóma
Hvenær? 2011-06-20
Klukkan? 20:00:00
Kostar? 2500 kr
Aldurstakmark? 18

 

Þungarokksrisarnir í Converge trylla lýðinn 20.júní næstkomandi.

www.convergecult.com

CONVERGE IN ICELAND!

Event:  http://www.facebook.com/event.php?eid=155271144537166&ref=ts
Miðasala: http://midi.is/tonleikar/1/6469/

DAUÐAROKK DAUÐAROKK DAUÐAROKK

SVARTIDAUÐI
GONE POSTAL
ABOMINOR
AMFJ

Hvar? Kaffistofan
Hvenær? 2011-05-07
Klukkan? 21:00:00
Kostar? 1000 kr
Aldurstakmark? 0

 

SVARTIDAUÐI – GONE POSTAL – ABOMINOR – AMFJ

Í byrjun maí þegar bjartar sumarnætur eru skammt undan mun hópur af sálarsjúkum einstaklingum taka sig til og heiðra allt sem óheilagt er. Kíktu niðrí siðspillinguna í 101, taktu þér pásu frá lærdómnum og hlýddu á dauðarokk og aðra fagra tóna. Nánari upplýsingar eru:

KAFFISTOFAN, HVERFISGATA
http://www.facebook.com/profile.php?id=1560194094

HLJÓMSVEITIR:

SVARTIDAUÐI

GONE POSTAL
http://www.mediafire.com/download.php?r1jdx4fdbxwbk2c

ABOMINOR

AMFJ
http://www.facebook.com/amfjmusic

LAUGARDAGINN 7. MAÍ, HÚSIÐ OPNAR 9, TÓNLEIKARNIR BYRJA UM HÁLFTÍMA EFTIR OPNUN
1000KR INN
EKKERT ALDURSTAKMARK
NÆS

SATAN

Event:  
Miðasala: 

Skálmöld og Sólstafir á Nasa 29. apríl

Föstudaginn 29. apríl næstkomandi leiða tvær af stærstu þungarokkshljómsveitum landsins saman hesta sína og halda stórtónleika á Nasa við Austurvöll. Skálmöld og Sólstafir eru fyrir margra hluta sakir ólíkar sveitir og hafa ólíkan bakgrunn, en sameinast í kraftmiklu, þjóðlegu þungarokki sem snertir taugar bæði hins almenna Íslendings og hörðustu rokkara.

Skálmöld ruddist fram á sjónarsviðið á síðasta ári og hafði þá verið að í rúmlega ár. Fyrsta plata þeirra, Baldur, hefur nú þegar selst í þúsundum eintaka hér heima og heillað ólíklegasta fólk upp úr skónum. Platan segir sögu víkings sem missir allt sitt í árás, hvernig hann ferðast yfir ófærur til að hefna og allt fram yfir dauða. Textar Skálmaldar hafa vakið sérstaka athygli, kjarnyrtir og dýrt kveðnir, og sækja innblástur í þjóðararfinn.

Sólstafir hafa vakið mikla athygli fyrir frumlegt indí-skotið og epískt síð-þungarokk á seinustu árum. Síðasta plata þeirra, Köld frá árinu 2009, hlaut hvarvetna mikið lof gagnrýnenda og hafa þeir í kjölfarið túrað um gjörvalla Evrópu nokkrum sinnum og spilað á flestum af stærstu rokkútihátíðum Evrópu, svo sem Hróaskeldu og Wacken, en Skálmöld mun einmitt spila á þeirri síðarnefndu í ár. Sólstafir eru þekktir fyrir sveitta og kraftmikla en þó um leið tilfinningaþrungna og yfirþyrmandi tónleikaframkomu. Sólstafir munu hefja upptökur á nýrri plötu í maí.

Báðar hljómsveitirnar hafa nýlega skrifað undir plötusamninga erlendis og er heilmikil spilamennska framundan það sem eftir lifir ári hér heima og utan. Velgengninni þykir því rétt að fagna með þessum stórtónleikum þar sem ekkert verður til sparað.

Miðasala fer fram á www.midi.is og er miðaverð 2.500 krónur.

Hávaði og rokk á Kaffistofunni.

Ofvitarnir og Helgi Mortal Kombat

Hvar? Kaffistofan
Hvenær? 2011-04-13
Klukkan? 20:00:00
Kostar? 0 kr
Aldurstakmark? 0

 

Núna á miðvikudaginn 13. apríl verða tónleikar á Kaffistofunni sem staðsett er á Hverfisgötu 42. Tónleikarnir hefjast kl. 20:00 og það er frítt inn.

Fram koma Ofvitarnir og Helgi Mortal Kombat.

Tónlist Ofvitanna horfir til síðpaunksveita 10. áratugarins. Sem dæmi um áhrifavalda mætti nefna Fugazi, Pavement, The Replacements, Dinosaur Jr. og Jawbox. Hljóðdæmi: http://soundcloud.com/pbppunk

Helgi Mortal Kombat gerir tilraunir með ýmis tæki sem gefa frá sér hljóð og óhljóð. Breytt hljómborð og leikföng, kassettutæki o.fl.

Event:  
Miðasala: 

Ganon Vs. No To Self

Ganon
No To Self

Hvar? Dillon Rockbar
Hvenær? 2011-04-07
Klukkan? 22:00:00
Kostar? 0 kr
Aldurstakmark? 0

 

Ganon spila Post-pönk, post-apocalyptic post-rock og vilja meina að þeir yrðu efst á Pepsi lista X-sins eftir heimsendi. Dúndrandi góðir, nánast allir Kaþólskir en nánast enginn trúaður. Tunes

No To Self eru 2. Með syntha og trommur. Mega artý og góðir.
http://www.facebook.com/event.php?eid=193046490732447

Event:  
Miðasala: 

Plastic Gods - Faktorý

Plastic Gods – Faktorý

Plastic Gods – Muck – AMFJ – Hylur

Hvar? Annað
Hvenær? 2011-04-23
Klukkan? 22:00:00
Kostar? 1000kr kr
Aldurstakmark? 20 ára

 

Hljómsveitin Plastic Gods hefur verið í tónleika pásu síðan seinasta sumar vegna þess að nokkrir meðlimir fóru út í nám. Núna verða allir í bandinu á klakann þannig að við ætlum að nýta tækifærið og halda flotta tónleika. Plastic Gods er einnig að undirbúa sig fyrir útgáfu annari plötu bandsins

Heavy rockers Plastic Gods are playing their first show since last summer. Their second full-length album is on the way

Event:  
Miðasala: