Month: mars 2011

Today is the day- ALL AGE (kl 15)

Today is the Day
Gone Postal
Swords Of Chaos
Manslaughter

Hvar? Sódóma
Hvenær? 2011-04-02
Klukkan? 15:00:00
Kostar? 1500 kr
Aldurstakmark? 0

 

Hin fornfræga noise-rocksveit Today is the Day kemur fram á tónleikum á Sódóma Reykjavík Laugardaginn 2. Apríl. Frægust er hljómsveitin fyrir plötur sínar “Temple of the Morning Star” frá 1997 og noise-coremeistaraverkið “In the Eyes of God” frá 1999, en sú síðarnefnda var samin í samstarfi við Brann Dailor, trommara Mastodon, sem var trommari svietarinar á þessum tíma en gítarleikar Mastodon, Bill Kelliher, spilaði á bassa á plötuni. Í ljósi þessa var einmitt fyrsta Mastodon platan, “Remission”, undir miklum áhrifum af “In the Eyes of God”.

Forsprakki hljómsveitarinar, og eini stofnmeðlimur sem er ennþá í henni, Steve Austin er þekktur upptökustjóri í metalheiminum og hefur m.a tekið upp plötur með Lamb of God, Converge og Deadguy. Einnig er hann þekktur fyrir sérvisku sína og að það sé erfitt að vinna með honum, enda er sveitin á sínum ellefta trommara, en á síðustu plötu sinni, þeirri fyrstu og einu sem gefin var út af eigin útgáfufyrirtæki Steve´s, Supernove Records, áður en hann samdi við Black Market Activities, er einmitt níðlag er fjallar um Relapse Records, heimili Today is the Day í heilan áratug.
Today is the Day er hljómsveit sem allir 25+ kannast við, enda var hún mikið í deigluni hér á landi á gullaldarárum sínum, en nú er tækifæri til þess að bera arfleifð þeirra áfram til næstu kynslóðar.

Sveitin leikur á tveimur tónleikum sama dag. Hinir fyrri eru fyrir alla aldurshópa og hefjast kl 15:00, en hinir síðari eru með 20 ára aldurstakmarki og opnar húsið kl 22:00. Á seinni tónleikunum hita sveitirnar Klink, Momentum og Celestine upp, en þær eru allar að koma úr lævpásum og frumflytja nýtt efni á tónleikunum.

Event:  
Miðasala: 

Post, post-apocalyptic, post-rock

Vigri
Ganon

Hvar? Café Amsterdam
Hvenær? 2011-04-08
Klukkan? 22:00:00
Kostar? 0 kr
Aldurstakmark? 0

 

Vigri er íslensk alternative hljómsveit sem er í þann mund að gefa út sína fyrstu plötu. Hljómsveitin spilar fallega, tilfinningalega ríka tónlist með breitt úrval hljóðfæra. Vigri hefur líka nýverið sett út tónlistarmyndband sem að hefur fengið mjög jákvæðar viðtökur.

Ganon er frekar ný hljómsveit en skipuð af 4 metnaðarfullum ungum tónlistarmönnum. MH – ingar og, fyrir utan einn, kathólskir trúleysingjar. Post-punk, post-rock, post-apocalyptic indie rock

Vigri is an Icelandic alternative band about to release their first album. The band plays melodious, bittersweet music on a broad range of instruments. Vigri have also recently released a video that has won them much critical acclaim in Iceland.

Ganon consists of four fresh musicians from the frozen north. Almost to a man catholic athiests they play Post-punk, post-rock, post-apocalyptic indie rock

Event:  
Miðasala: 

Klink

Hljómsveitin KLINK hefur skellt myndbandi við meistaraverkið “Wasted time in a wasted town” á netið. Það var Haukur Valdimar Pálsson eða rosalegi gaurinn sem klippti myndbandið, en hann er einmitt bassfantur sveitarinnar. Myndbandið er í boði á Youtube og einnig hér á harðkjarna:

Lister – útgáfutónleikar

Lister
Fökking Maximüm
Playmo

Hvar? Café Amsterdam
Hvenær? 2011-04-09
Klukkan? 22:30:00
Kostar? 0 kr
Aldurstakmark? 20

 

Þann 9. Apríl stíga Lister enn og aftur á sviðið og við höldum okkar 30. tónleika sem jafnframt eru útgáfutónleikar plötunnar 360°. Með okkur verða gæða hljómsveitir sem má ekki missa af.
Ég hvet alla þá sem hafa gaman af rokki til þess að mæta og skemmta sér konunglega á Café Amsterdam og það skal taka fram að frítt er inn á tónleikana.

Event:  
Miðasala: 

CoreFest á Sódóma

Wistaria
Moldun
Trust the Lies

Hvar? Sódóma
Hvenær? 2011-03-30
Klukkan? 21:00:00
Kostar? 1000 kr
Aldurstakmark? 18

 

Tónleikar á sódóma miðvikudaginn 30. Mars.
Húsið opnar kl 21:00
1000 kjéll inn

CoreFest @ Sodoma
When: Wednesday 30. March
Where: Sodoma
House opens at 9 pm
Price: 1000 ISK

Event:  
Miðasala: 

Skálmöld söluhæstir tvær vikur í röð

Víkingarokkssveitin Skálmöld situr nú í toppsæti Tónlistans aðra vikuna í röð með plötu sína Baldur. Þetta telst að mörgu leyti óvenjulegt, yfirleitt eiga harðar rokksveitir á borð við Skálmöld ekki upp á pallborðið hjá almenningi en blómstra frekar í einangruðum kreðsum tónlistarinnar. Þá er sú staðreynd að sveitin hefur litla sem enga spilun fengið í útvarpi og ekki átt sæti á neinum vinsældarlistum, mjög sérstök í ljósi þessa. Platan, sem kom út um miðjan desember, hefur hægt og rólega fikrað sig upp sölulista landsins og setið í toppsætum víða undanfarnar vikur, til dæmis á Gogoyoko og Tónlist.is.

Skálmöld leitaði til fjölda íslenskra útgáfufyrirtækja vegna útgáfu Baldurs en talaði víðast fyrir daufum eyrum. Svo fór að færeyska útgáfufyrirtækið Tutl tók sveitina upp á sína arma og hafði veg og vanda að útgáfunni. Sveitin hefur nú þegar verið bókuð á nokkrar tónlistarhátíðir í sumar, bæði heima og erlendis.

Síðustu fréttir af Skálmöld eru þær að sveitarliðar hafa staðfest að vera í viðræðum við stórt útgáfufyrirtæki erlendis um mögulega útgáfu Baldurs á heimsvísu. Meira fæst ekki uppgefið en vonandi er þess ekki langt að bíða að fréttir berist af þeim vettvangi.

Útgáfutónleikar Fist Fokkers -ásamt Muck ofl.

FIST FOKKERS
www.myspace.com/fistfokkrock
MUCK
www.myspace.com/muckiceland
WHITE BOYS WITH ATTITUDE
www.myspace.com/whiteboysband

Hvar? Bakkus
Hvenær? 2011-04-07
Klukkan? 22:00:00
Kostar? 0 kr
Aldurstakmark? 18

 

Nú loks er EP platan EMILIO ESTAVEZ með Fist Fokkers komin út á Brak Records! Í tilefni þess munu Fist Fokkers skella í útgáfutónleika á Bakkus 7. apríl næstkomandi.

eftirfarandi hljómsveitir munu spila:

— FIST FOKKERS
—— MUCK
———- WHITE BOYS WITH ATTITUDE

Brasstríóið Baunirnar munu að sjálfsögði hita upp og má búast við heljarinnar showi frá Fist Fokkers mönnum sem inniheldur leynigesti, ljósashow, loftfimleika ofl.

Tónleikarnir hefjast kl. 22:00 og er FRÍTT INN.

hægt er að hlusta á og kaupa EMILIO ESTAVEZ á eftirfarandi hlekkjum:
gogoyoko: http://gogoyoko.com/#/album/EMILIO_ESTAVEZ
bandcamp: http://fistfokkers.bandcamp.com/

videoteaser: http://vimeo.com/20496481

Platan verður síðan til sölu á spottprís á tónleikunum að auki takmörkuðu upplagi af sérhönnuðum Fist Fokkers bolum.

Ekki láta þennan einstaka viðburð framhjá þér fara. fokk.

Event:  
Miðasala: 

Today is the Day hefja Evróputúr sinn á Litla Hrauni

Sem upphitun fyrir 5 vikna Evróputúr sinn munu Steve Austin og fylgisveinar hanns í hinni goðsagnakenndu öfgametalsveit Today is the Day skemmta föngum á Litla Hrauni, fyrst erlendra sveita. Tónleikarnir eiga sér stað föstudaginn 1. Apríl, og verða fangarnir þar með fyrstir allra til að bera eyrum efni af nýjustu plötu sveitarinar “Pain is a Warning”, en upptökum á henni lauk Kurt Ballou úr Converge í Godcity hljóðverinu sínu nýverið. Platan kemur síðan út í Júni í gegnum Black Market Activities, sem að TITD skrifaði undir hjá ekki fyrir löngu. Klinkmenn sjá um upphitun, en Frosti trommari þeirra snýr þá aftur á heimaslóðir, en hann lék einmitt fanga í hinni margrómuðu þáttaröð Fangavaktini.

Laugardaginn 2. Apríl stígur TITD svo á stokk á Sódóma Reykjavík í tvígang. All ages tónleikar verða um eftirmiðdaginn, eða kl. 3, en þar upp Gone Fokking Postalstrákarnir, SXSWfararnir í Sword of bloody Chaos og reiðisprengjan sem nefnir sig Manslaughter.
Um kvöldið, eða kl 10, hita svo dugnaðarforkarnir í Klink upp (ef þeir komast yfir höfuð út a Hrauninu daginn áður), ásamt hinum óviðjafnanlega Momentumflokki, og þyngstu post-metalsveit landsins, Celestine. Allar sveitir á +2o tónleikunum verða með nýtt efni til frumfluttnings. Þannig að eins gott að mæta snemma og ná Celestine!

Forsala miða er á midi.is og í verslunum Brim, en nú fer hver að verða síðastur til að tryggja sér miða fyrirfram, þar sem takmarkað framboð er á forsölumiðum fyrir þá sem vilja forðast röð í hurðini.

Miðaverð AA er 1500kr og +20 2000. Miðaverð á Litla Hrauni er 2-16 ár.

Minnum fólk á að stilla sig á morgunþátt Andra Freys á Rás 2 kl 10.40 föstd 1. Apríl þar sem sveitin mætir í viðtal og dregið verður úr fésbókarleiknum um miða á tónleikana mfl.

Klink

Hljómsveitin Klink hefur fengið það merka verkefni að hita upp fyrir hljómsveitin Soilent Green á tónleikum sveitarinnar í London. Tónleikar sveitarinnar verða haldnir í hinum merka Underworld pöbb 5. maí næstkomandi.

Til að verða sér út um miða á þessa tónleika er best að fara beint á heimasíðu Underworld hérna: Miði á Soilent Green London.