Today is the Day
Gone Postal
Swords Of Chaos
Manslaughter
Hvar? Sódóma
Hvenær? 2011-04-02
Klukkan? 15:00:00
Kostar? 1500 kr
Aldurstakmark? 0
Hin fornfræga noise-rocksveit Today is the Day kemur fram á tónleikum á Sódóma Reykjavík Laugardaginn 2. Apríl. Frægust er hljómsveitin fyrir plötur sínar “Temple of the Morning Star” frá 1997 og noise-coremeistaraverkið “In the Eyes of God” frá 1999, en sú síðarnefnda var samin í samstarfi við Brann Dailor, trommara Mastodon, sem var trommari svietarinar á þessum tíma en gítarleikar Mastodon, Bill Kelliher, spilaði á bassa á plötuni. Í ljósi þessa var einmitt fyrsta Mastodon platan, “Remission”, undir miklum áhrifum af “In the Eyes of God”.
Forsprakki hljómsveitarinar, og eini stofnmeðlimur sem er ennþá í henni, Steve Austin er þekktur upptökustjóri í metalheiminum og hefur m.a tekið upp plötur með Lamb of God, Converge og Deadguy. Einnig er hann þekktur fyrir sérvisku sína og að það sé erfitt að vinna með honum, enda er sveitin á sínum ellefta trommara, en á síðustu plötu sinni, þeirri fyrstu og einu sem gefin var út af eigin útgáfufyrirtæki Steve´s, Supernove Records, áður en hann samdi við Black Market Activities, er einmitt níðlag er fjallar um Relapse Records, heimili Today is the Day í heilan áratug.
Today is the Day er hljómsveit sem allir 25+ kannast við, enda var hún mikið í deigluni hér á landi á gullaldarárum sínum, en nú er tækifæri til þess að bera arfleifð þeirra áfram til næstu kynslóðar.
Sveitin leikur á tveimur tónleikum sama dag. Hinir fyrri eru fyrir alla aldurshópa og hefjast kl 15:00, en hinir síðari eru með 20 ára aldurstakmarki og opnar húsið kl 22:00. Á seinni tónleikunum hita sveitirnar Klink, Momentum og Celestine upp, en þær eru allar að koma úr lævpásum og frumflytja nýtt efni á tónleikunum.
Event:
Miðasala: