Month: febrúar 2011

ÚTGÁFUTÓNLEIKAR ENSÍMI Á NASA

Laugardskvöldið 26. febrúar – Fyrir nokkru gaf hljómsveitin Ensími út fjórðu breiðskífu sína, Gæludýr í gegnum útgáfuna Record Records. Til að fagna útgáfunni mun Ensími flytja plötuna ásamt vel völdum slögurum frá ferli sveitarinnar á NASA næstkomandi laugardagskvöld.

Miðaverð á þessa tónleika eru einungis 1000kr í forsölu og er miðasalan í fullum gangi á Miði.is. Óseldir miðar í forsölu munu verða seldir við inngang Nasa.

Verð á fljótandi mjöð mun einnig lækka sérstaklega þetta kvöld og mun mjöðurinn kosta einungis 500kr. Platan Gæludýr og Ensími bolir verða til sölu á tónleikunum. Nasa opnar kl: 22:00 og hefjast leikar kl:23:00

Ensími mun leggja metnað í hljóð og ljósavinnslu þessa kvöldstund til að styðja við hreint magnað tónleikaprógram sem strákarnir bera undir belti. Upphitun verður í höndum rokkfélaganna í Agent Fresco en þeir eru á miklu flugi þessa daganna enda flott band.

Ensími er um þessar mundir að kynna plötuna Gæludýr víðsvegar og verður hljómsveitin næst á Paddy´s í Reykjanesbæ 24. febrúar og í Gamla Kaupfélaginu á Akranesi 25. febrúar. Miðaverð er 1500 kr og verða miðar seldir við inngang staðanna. Upphitun er í höndum lókal hljómsveita.

Mastodon á Hróarskeldu!

Þungarokkssveitin Mastodon hefur tilkynnt komu sína á hátíðina í ár og verður þetta í þriðja sinn sem sveitin spilar á Hróarskeldu.

Þá kynnti hátíðin tvær minna þekktari sveitir til leiks, þær Dååth frá Bandaríkjunum og Parkway Drive frá Ástralíu. Sveitirnar þrjár sem voru tilkynntar í morgun eiga allar sameiginlegt að vera hluti af metal-senunni.

Hróarskelda fer fram dagana 30. júní – 3. júlí. Upphitun hefst við opnun tjaldsvæðisins 26. júní.

Miðasala fer fram á heimasíðu hátíðarinnar: roskilde-festival.dk/uk/tickets

Hljómsveitakeppnin Wacken Metal Battle

Hljómsveitakeppnin Wacken Metal Battle verður haldin á Sódóma Reykjavík laugardaginn 5. mars. 6 hljómsveitir berjast um heiðurinn af því að komast út til að spila á Wacken Open Air í Þýskalandi og taka þátt í lokakeppni Wacken Metal Battle þar. Til mikils er að vinna, því sigurhljómsveitin fær plötusamning, heilan haug af hljóðfærum og græjum og verður bókuð til að koma fram ári síðar á hátíðinni sem eitt af númerum hennar.

Sigurhljómsveitin í undankeppninni er valin af dómnefnd, skipuð bæði innlendum sem erlendum aðilum, þar á meðal ritstjóra Metal Hammer í Bretlandi.

Sveitirnar sem munu bítast um hnossið í ár eru svo sannarlega með því besta sem landið hefur upp á að bjóða í þungu rokki:

ANGIST – www.myspace.com/angisttheband
ATRUM – www.myspace.com/atrumiceland
GRUESOME GLORY – www.myspace.com/gonepostalmetal
OPHIDIAN I – www.myspace.com/gruesomeglory
GONE POSTAL – www.myspace.com/ophidian
CARPE NOCTEM – www.myspace.com/carpenoctemiceland

Að auki koma fram þrjár gestasveitir og ber fyrst að nefna:

SKÁLMÖLD – http://www.myspace.com/skalmold

sem eru bókstaflega að endurskrifa íslenska þungarokkssögu þessa dagana, þegar staðfestir á Wacken í sumar og fyrsta upplagið af fyrstu plötu þeirra uppselt og það næsta komið í búðir. Skálmöld loka kvöldinu.

WISTARIA – http://www.myspace.com/wistariatheband

Sigurvegarar íslensku Wacken Metal Battle keppninnar í fyrra. Wistaria spiluðu fyrir u.þ.b. 3000 manns á Wacken síðasta sumar og vöktu mikla eftirtekt. Var m.a. tekið við þá heilsíðuviðtal sem birtist í dagblaðinu sem kemur daglega út á Wacken hátíðinni.

Síðast en ekki síst:

MOLDUN – http://www.myspace.com/moldun

sem munu byrja kvöldið. Þessi sveit var hársbreidd frá því að komast í keppnina bæði í ár og í fyrra að það er varla hægt að tala um marktækan mun. Þeir eru því upplagðir til að byrja kvöldið.

Það er því sannkölluð þungarokksveisla hér á ferðinni og tvímælalaust einn af stærstu viðburðunum í þessum geira í ár. Sódóma verður færður í sérstakan búning fyrir þetta tilefni, lýsingarbúnaðurinn nýttur til hins ítrasta og allt gert til að viðburðurinn verði sem flottastur.

Miðasalan hefst á www.midi.is/tonleikar/1/5878/ mánudaginn 21. febrúar. Miðaverð aðeins 1.000 kr (lækkað verð frá því í fyrra).

Húsið opnar 19:45 og fer fyrsta sveit á svið 20:30

Wacken Metal Battle 2011

01:00 Skálmöld
00:35 Úrslit kynnt
00:10 Wistaria

Keppnisbönd
23:30 Angist
23:00 Atrum
22:30 Gruesome Glory
22:00 Ophidian I
21:30 Gone Postal
21:00 Carpe Noctem

Gestasveit 1
20:30 Moldun

19:45 Húsið opnar

Hvar? Sódóma
Hvenær? 2011-03-05
Klukkan? 19:45:00
Kostar? 1000 kr
Aldurstakmark? 18

 

HVER VILL SPILA Á WACKEN?

Restingmind Concerts kynnir með miklu stolti:

WACKEN METAL BATTLE á Íslandi.

6 sveitir keppa um heiðurinn til þess að spila á stærsta metalfestivali heims.

Forsala aðgöngumiða: http://midi.is/tonleikar/1/6370/
Miðaverð 1.000

Wacken er nafnið á litlum smábæ í Norður-Þýskalandi sem á hverju sumri umturnast í einn allsherjar risa þungarokksbæ þegar Wacken : Open : Air hátíðin er haldin. Fyrstu helgina í ágúst þjarka þar inn fyrir bæjarmörkin 80.000 gestir hvaðanæva úr heiminum til að hlusta á kanónur þungarokksins leika listir sínar. Hefur þessi hátíð verið haldin sleitulaust síðan 1990 og verður því 2011 hátíðin sú 22. í röðinni en þessi hátíð er af mörgum talin Mekka allra þungarokkshátíða.

Skipuleggjendur hátíðarinnar hafa á síðustu árum gefið fjöldanum öllum af ungum og efnilegum hljómsveitum tækifæri til að koma og spila á hátíðinni og settu í því skyni hljómsveitakeppnina Wacken Metal Battle á laggirnar árið 2004. Sigursveit hennar hlýtur m.a. að launum hljómplötusamning, fullt af græjum og hljóðfærum og heiðurinn af því að spila árið eftir á mun betri stað í prógramminu.

Keppnin hefur vaxið jafnt og þétt frá 2004 og í ár munu 30 þjóðir halda undankeppnir í sínu landi og verður Ísland þar á meðal í þriðja sinn. Sigursveitin í hverju landi fyrir sig fyrir sig hlýtur að launum þátttökurétt í lokakeppninni á Wacken.

Sigurhljómsveitin í undankeppninni er valin af dómnefnd, sem samanstendur af bæði innlendum sem erlendum aðilum, þar á meðal ritstjóra breska Metal Hammer tímaritsins.

Sveitirnar sem munu bítast um hnossið í ár eru svo sannarlega með því besta sem landið hefur upp á að bjóða í þungarokkinu:

********************

ANGIST – www.myspace.com/angisttheband
ATRUM – www.myspace.com/atrumiceland
GRUESOME GLORY – www.myspace.com/gruesomeglory
OPHIDIAN I – www.myspace.com/ophidiani
GONE POSTAL – www.myspace.com/gonepostalmetal
CARPE NOCTEM – www.myspace.com/carpenoctemiceland

********************

Að auki koma fram þrjár gestasveitir og ber fyrst að nefna:

SKÁLMÖLD – http://www.myspace.com/skalmold

sem eru bókstaflega að endurskrifa íslenska þungarokkssögu þessa dagana, þegar staðfestir á Wacken í sumar og fyrsta upplagið af fyrstu plötu þeirra uppselt og það næsta komið í búðir. Skálmöld loka kvöldinu.

WISTARIA – http://www.myspace.com/wistariatheband

Sigurvegarar íslensku Wacken Metal Battle keppninnar í fyrra. Wistaria spiluðu fyrir u.þ.b. 3000 manns á Wacken síðasta sumar og vöktu mikla eftirtekt. Var m.a. tekið við þá heilsíðuviðtal sem birtist í dagblaðinu sem kemur daglega út á Wacken hátíðinni.

Síðast en ekki síst:

MOLDUN – http://www.myspace.com/moldun

sem munu byrja kvöldið. Þessi sveit var hársbreidd frá því að komast í keppnina bæði í ár og í fyrra að það er varla hægt að tala um marktækan mun. Þeir eru því upplagðir til að byrja kvöldið.

Það er því sannkölluð þungarokksveisla hér á ferðinni og tvímælalaust einn af stærstu viðburðunum í þessum geira í ár, Sódóma færður í sérstakan búning, lýsingarbúnaðurinn nýttur til hins ítrasta og allt gert til að viðburðurinn verði sem flottastur.

“Who wants to play Wacken??”

Wacken Metal Battle is a band competition arranged by Wacken Open Air, the world’s premier metal festival. 30 countries hold national preliminaries with the winner of each country advancing to the final competition that takes place at the Wacken festival in August. The winning band at Wacken receives a worldwide record deal, several musical instruments and amplifiers and endorsement deals with Washburn and Eden among other things.

This is the third time Iceland participates in this competition that takes place at Reykjavik downtown’s “Sodoma Reykjavik” venue Saturday 5. March. The winning band is chosen by a panel of jury, with several foreign metal music press members, and booking agents comprising it, including the editor of UK’s Metal Hammer Magazine along with several other respected members of the Icelandic rock and metal scene.

The bands playing at this year’s Metal Battle Iceland competition are:

********************

ANGIST – www.myspace.com/angisttheband
ATRUM – www.myspace.com/atrumiceland
GRUESOME GLORY – www.myspace.com/gruesomeglory
OPHIDIAN I – www.myspace.com/ophidiani
GONE POSTAL – www.myspace.com/gonepostalmetal
CARPE NOCTEM – www.myspace.com/carpenoctemiceland

********************

Also playing are three guest bands:

MOLDUN – Who are opening the night.
WISTARIA – Winners of last year’s Metal Battle
SKÁLMÖLD – Who are booked to play Wacken Open Air this year.

Tickets: http://midi.is/tonleikar/1/637077 and also at Brim store in Kringlan and Bokabúð Máls og Menningar on Laugavegur.

Ticket price: 1.000 kr.
Doors Open: 19:45 – First band on stage: 20:30
18 year old age limit

For more info: www.metal-battle.com

Event:  
Miðasala: 

Styrktartónleikar Swords

FM Belfast
Muck
Quadruplos
Orphic Oxtra

Hvar? Sódóma
Hvenær? 2011-02-24
Klukkan? 20:00:00
Kostar? 1000 kr
Aldurstakmark? 0

 

í tilefni þess að swords of chaos halda út til BNA á tónleikaferðalag, verða haldnir styrktartónleikar á Sódómu, fimmtudaginn 24. febrúar.

line-upið er stórskemmtilegt, en Orphic Oxtra, Muck, Quadruplos og FM Belfast spila með okkur á einu og sama kvöldinu. raf – popp – balkan – mökkur.

Við ætlum að spila nokkur splúnkuný lög til að æfa okkur fyrir túrinn…

sjáumst hress, hress, hress!!!
svo við getum keypt samlokur

kv.úlfur

Event:  
Miðasala: