Month: janúar 2011

Sepultura

Sepultura halda áfram að senda frá sér myndbrot úr hljóðverinu, en sveitin er þessa dagna að taka upp nýja breiðskífu. Það er Roy Z (Judas Priest, Bruce Dickinson, Downset) sem sér um þá gutta þetta árið. Hér að neðan má sjá myndbort þetta sem hér er talað um:

Full Blown Chaos

Nýtt lag hljómsveitarinnar Full Blown Chaos er nú í boði á heimasíðunni Metal Sucks. Lagið ber nafnið Villains og verður að finn á tilvonandi breiðskífu sveitarinnar, en skífa þessi mun einfaldlega bera nafn sveitarinnar; Full Blown Chaos. Platan er svo væntanlega í búðir á morgun, en það er Ironclad Recordings sem gefur út þessa merku plötu. www.Metalsucks.com

Dead of Night

Hljómsveitin Dead of Night hefur skellt nokkrum lögum á myspace síðuna. Fyrir ykkur sem ekki þekkið til bandsins (sem ætti nú að vera flest öll) þá eru í bandinu nokkrir þekkir rokk tónlistarmenn, en þeir eru: Matt Bachand (Shadows Fall), Jon Donais (Shadows Fall), Derek Kerswill (ex-Unearth, ex-Seemless, Kingdom Of Sorrow), Jeff Fultz (ex-Seemless) og Jason Witte (ex-Goaded). Ef þið fílið létt rokkandi rokk og ról þá er við hæfi að tékka á sveitinni hér: www.myspace.com/officialdeadofnightband

Harðkjarni vaknar til lífsins!

Jú harðkjarni er að vakna aftur til lífsins eftir allt of langa dvöl. Til að hjápa mér að halda síðunni gangandi þarf ég á hjálp ykkar að halda! Það vantar gott fólk sem hefur áhuga á þungarokki, pönk, hardcorei og til þess að skrifa með mér fréttir um það sem er að gerast. Endilega hafið samband við valli@dordingull.com og hjálpið mér að gera síðuna aftur að virkum fréttamiðli í rokki á íslandi.

Útgáfutónleikar The Dandelion Seeds

The Dandelion Seeds
Just Another Snake Cult

+ friends

Hvar? Bakkus
Hvenær? 2011-02-11
Klukkan? 21:00:00
Kostar? 0 kr
Aldurstakmark? 20

 

The Dandelion Seeds hafa nýverið gefið út e.p plötuna “Good Times With The Dandelion Seeds” og hafa ákveðið að slá til útgáfutónleika til að fagna komu gripsins. Diskar og bolir verða til sölu á staðnum á góðu prísi 😉

Event:  
Miðasala: 

MUCKFEST 2011

Mammút
MUCK
Sudden Weather Change
Swords of Chaos
Me, The Slumbering Napoleon

Hvar? Annað
Hvenær? 2011-02-04
Klukkan? 21:30:00
Kostar? 1000 kr
Aldurstakmark? 20

 

Við strákarnir í MUCK viljum með gleði kynna
MUCKFEST 2011

Tónleikarnir eru haldnir til þess að styrkja okkur í að koma plötunni okkar út en áætlað er að hún komi út í vor á þessu ári. Við fengum því vini okkar til að koma og spila með okkur á þrusu giggi á FAKTORÝ þann 4 febrúar næstkomandi.

Fram koma:
Mammút
MUCK
Sudden Weather Change
Swords of Chaos
Me, The Slumbering Napoleon

Húsið opnar 21:00 og munu tónleikarnir byrja stundvíslega klukkan 21:30.

Kostar 1000 krónur inn.

Munum við einnig vera með nýja boli til sölu í takmörkuðu upplagi.

http://www.facebook.com/mammutmusic
http://www.facebook.com/swordsofchaos
http://www.facebook.com/Suddenwc
http://www.myspace.com/slumberingnapoleon
http://www.muckhc.net

MUCK are happy to present MUCKFEST 2011

Fundraiser gig to help us release our upcoming LP scheduled for release in the spring. We’ve assembled the cream of the crop in the Icelandic music scene to play with us on the glorious 4th of February at FAKTORÝ

Mammút
MUCK
Sudden Weather Change
Swords of Chaos
Me, The Slumbering Napoleon

4th of February / Faktory bar / 1000kr entry

http://www.facebook.com/mammutmusic
http://www.facebook.com/swordsofchaos
http://www.facebook.com/Suddenwc
http://www.myspace.com/slumberingnapoleon
http://www.muckhc.net

Event:  
Miðasala: 

RAFMAGN á BAKKUS

Arnljótur
Helgi Mortal Kombat
Krakkkbot
Steidór Kristinsson

Hvar? Bakkus
Hvenær? 2011-01-04
Klukkan? 21:00:00
Kostar? 0 kr
Aldurstakmark? 18

 

Þriðjudagskvöldið 4. janúar næstkomandi verða haldnir raftónleikar á öldurhúsinu Bakkus.

Kvöldið hefst kl. 21:00 og tónlistarmennirnir munu stíga á stokk kl. 21:30. Þetta verður sannkölluð rafveisla enda engir aukvisar hér á ferð.

Fram koma:

Arnljótur
Helgi Mortal
Krakkkbot
Steindór Kristinsson

DJ Kári mun snýða plötur meðfram tónleikunum.

Arnljótur – Er fjölspilandi hljóðfæraleikari og rísandi stjarna í rafheimum. Hann spilar tónlist sem ferðast milli hljómfegurðar og óhljóða svo unun er á að hlusta.

Helgi Mortal Kombat – Mun leiða áheyrendur um óravíddir dróns og hávaða, þar sem ekkert er það sem það virðist vera og allt er breytingum undirorpið.

Krakkkbot – Leikur áleitna raftónlist þar sem dragandi tónar og tónleysur blandast samsæriskenningum, kántrýi og metalskotnum hressleika.

Steindór Kristinsson – Er nýútskrifaður úr meistaranámi úr Sónólógíudeild Konunglega tónlistarháskólans í Den Haag í Hollandi hvar hann lagði stund á nám í raftónlist. Hann er auk þess annar helmingur rafdúettsins Einóma sem hefur verið virkur um langt árabil.

Event:  
Miðasala: 

FALKkvöld á Sódómu Reykjavík

MANSLAUGHTER
KRAKKKSLAUGHTER
KRAKKKBOT
AMFJ
Oberdada von BRÛTAL
AUXPAN

Hvar? Sódóma
Hvenær? 2011-01-07
Klukkan? 22:00:00
Kostar? 0 kr
Aldurstakmark? 20

 

FALK+Sódóma 7.janúar

Hvað er nú að ske?

Þann 7. Janúar nk. verða á tónleikastaðnum Sódóma – Reykjavík haldnir tónleikar á vegum FALK.
FALK tónleikarnir hefjast kl. 21:00 með plötukynningu DJ Djammhammars, en kl 22:00 stígur AUXPAN á svið, því næst Oberdada von BRÛTAL, svo AMFJ, þá KRAKKKBOT sem mun svo umskiptast í KRAKKKSLAUGHTER ásamt strákunum í MANSLAUGHTER sem ljúka svo kvöldinu. DJ Djammhammar mun einnig leika lög af hljómplötum milli atriða og meðan gestirnir tvístrast út í nóttina.

Aðgangseyrir er 0 krónur

Fram koma:

MANSLAUGHTER
KRAKKKSLAUGHTER
KRAKKKBOT
AMFJ
Oberdada von BRÛTAL
AUXPAN

DJ DJAMMHAMMAR leikur tónlist af hljómplötum milli atriða.

Hverjir eru FALK að þessu sinni?

AuxPan er þekktur og dáður um allan heim sem einn áhugaverðasti raf- og óhljóðatónlistarmaður sinnar kynslóðar.
Hann hefur komið fram á hljómleikum og hátíðum í að minnsta kosti tveimur heimsálfum og hlotið mikið lof fyrir. Lög eftir AuxPan hafa komið út á erlendum safnplötum við góðan orðstír. AuxPan hnýtir saman svipmyndum úr ýmsum áttum, afbyggir þær og endurbyggir í senn.

AMFJ tekst á ljóðrænan og fallegan hátt á við vandamál hins vinnandi manns í magnþrungnum samruna orða og tónlistar.  Hann hóf göngu sína um sumarið 2008 og gaf út ári síðar hljóðsnælduna Itemhljóð & Veinan sem var vel tekið hvarvetna og fæst hún enn í báðum betri tónlistarverslunum landsins (Havarí og Smekkleysu) og víðar. Um þessar mundir er hann að undirbúa sig fyrir hljóðver og stefnir á útgáfu með vorinu.

Oberdada von Brûtal er mörgum að góðu kunnur sem stjórnandi Big Band Brútal auk þess sem hann hefur ljáð Stórsveit Nix Nolte rödd sína.
Oberdada von Brûtal er sannkallaður söngmeistari og hefur fólk um allan heim fallið í stafi yfir þeim ólýsanlega galdri sem hann vefur með söng sínum, óhljóðatónlist og líkamstjáningu.[kannski best ef Blaldur bæti einhverju við hérna]

KRAKKKBOT hefur samið raftónlist í fjölda ára bæði einsamall sem og í hljómsveitum (meðal annara Snatan:Últra). KRAKKKBOT hefur flutt tónlist sína víðs vegar í norður- og austur-evrópu.
Hugleiðingar um raunverulegan gang heimsmálanna blandast hinum hreina tóni rafmagnsins í tónlist Krakkbots.

MANSLAUGHTER er samansafn valinkunnra metalhausa sem spila hráa, harða og hraða tónlist sem hefur hjálpað mörgum atvinnuleysingjanum og mannhataranum að drekkja sínum sorgum.
Þeir róa nú öllum árum að því að koma út frumburði sínum FUCK LIFE, CHOOSE DEATH sem er væntanleg innan skamms og má segja að titillinn lýsi hljóðheimi þeirra vel.

KRAKKKSLAUGHTER er svo samvinnuverkefni KRAKKKBOTs og MANSLAUGHTER þar sem krakkreykt og rafmögnuð óhljóð blandast hrárri og hrörnandi heimsmynd mannaslátraranna.
KRAKKKSLAUGHTER komu fram á síðustu menningarnótt og voru þeir sem upplifðu þá tónleika vart samir á eftir.

DJ Djammhammar er fjölhæfur lagablandari sem hefur þeytt skífum í fjöldamörgum einkapartýum, lokuðum klúbbum og öllum FALKkvöldum sem haldin hafa verið í gegnum tíðina.

Hvað í ósköpunum er þetta FALK?

FALK er Félag Alskonar Listamanna- og Kvenna. Félagsskapurinn beitir sér fyrir hvers kyns listgerningi á borð við tónleika sem þessa, gjörningakvöld, bókaútgáfa (Baldur Björnsson – The God Bok), tónlistarútgáfa (AMFJ – Itemhljóð & Veinan).

Það er afar sjaldgæft að allir FALKlimir séu á landinu á sama tíma og því mikilvægt að missa ekki af þessum viðburði.

On friday the 7th of january there will be a concert at Sódóma – Reykjavík courtesy of FALK.
The FALK concert will start at 9pm when DJ Djammhammar will present interesting records till 10pm when AUXPAN takes the stage, followed by Oberdada von BRÛTAL. Then AMFJ will dominate the crowd until KRAKKKBOT takes over for a while before morphing into the beast that is KRAKKKSLAUGHTER. In the end MANSLAUGHTER will commence their slaying of the night. Between acts and at the very end DJ Djammhammar will play recordings of things.

Admission 0 kr.

Who play?

MANSLAUGHTER
KRAKKKSLAUGHTER
KRAKKKBOT
AMFJ
Oberdada von BRÛTAL
AUXPAN

DJ DJAMMHAMMAR

But who are these people?

AUXPAN is known and loved throughout the civilized world as one of the more interesting electronic musicians of his generation.

AMFJ deals with the struggle of the working man in a uniquely poetic and beautiful way weaving a sumptuous tapestry of word and sound.

Oberdada von BRÛTAL is a true master of both bass and vocals, wherever he touches down, audiences are awestruck by the magick and majesty of his musical stylings.

KRAKKKBOT unveils the true history of the world in a musical and nonmusical mixture that engulfs the listener in the purity of electrical sound.

MANSLAUGHTER is comprised of heavy hitters in heavy music, embodying the waste and uselessness of the wreck that is humanity, they can only wish for total death.

KRAKKKSLAUGHTER is the collaboration of KRAKKKBOT and MANSLAUGHTER where the electrical cracksmoke mixes with the stench of rotting crust. A match made in Heaven and struck in Hell.

DJ DJAMMHAMMAR is a multifaceted deejay of legendary talent who only plays the most exclusive of parties.

What the hell is this FALK?

FALK stands for Fuck Art Let’s Kill and is dedicated to the promulgation of all sorts of art related activities and such.
It is not common for the FALKpeople to be on the same Time/Space coordinates so it is vitally important to not miss this event.

Event:  
Miðasala: