Month: desember 2010

PORQUESI í Hemmi og Valdi

PORQUESI
Andvari
Vigri

Hvar? Annað
Hvenær? 2010-12-30
Klukkan? 21:30:00
Kostar? Frítt / Free show kr
Aldurstakmark? 16+

 

PORQUESI…

PORQUESI gaf nýverið út sína fyrstu breiðskífu, This is forever. Þeir hafa þó ekki alla eilífð til að fylgja plötunni eftir og nota því hvert tækifæri til að stíga á stokk. Sveitina skipa hinir alræmdu Birmingham Bad Boys, Jonathan og Russell, auk Vesturbæjarbræðranna Egils og Skúla. Tilfinningaríkt instrumental rokk brýst út úr hljóðfærum strákanna sem hljóma þó ekkert eins og jöklarnir.

Andvari…

Hljómsveitin Andvari varð óvænt til á Iceland Airwaves hátíðinni árið 2009. Tónlistinni þeirra hefur verið lýst sem lágstemmdu síð-rokki og er bandið þessa dagana að undirbúa upptökur á frumburði sínum sem verður tekin upp í Febrúar í Sundlauginni.

PORQUESI…

The British/Icelandic instrumental rock band known as PORQUESI, recently released its debut album, This is Forever, after a year and a half of late night garage jam sessions and coffee shop concerts. The band consists of the Vesturbær Bro’s, Skúli and Egill and the Birmingham Bad Boys, Russell and Jonathan. PORQUESI plays melodic instrumental rock which apparently sounds nothing like glaciers.

Andvari…

Andvari was unexpectedly formed at Iceland Airwaves festival 2009. Their music has been described as lo-fi post-rock and the band is at the moment preparing to record their debut album which will be recorded in February in Sundlaugin.

Event:  
Miðasala: 

Eistnaflug 2011

Úr vinnubúðum Eistnaflugs er allt gott að frétta. Kurdor er búinn að lagfæra stafsetningarvillurnar í jólakortunum sem honum voru send, Guðný er að leggja lokahönd á jólasushi-ið sitt og Stebbi er enn í óða önn við að þrífa upp hland og skít eftir nýja hundinn sinn. Einhvers staðar í miðjum jólaundirbúningnum gafst þessu fólki nú samt tími til að ræða við meðlimi rúmlega þrjátíu hljómsveita sem ætla að spila á Eistnaflugi 2011, er haldið verður í Egilsbúð í Neskaupstað dagana 7. til 9. júlí. Það þótti skemmtileg hugmynd að gefa þungarokkurum á Íslandi smá jólagjöf og hér er hún – tilkynning um tíu hljómsveitir sem munu stíga á svið í Egilsbúð á næsta Eistnaflugi.

Sólstafir
Sólstafir eiga heima á Eistnaflugi og ætla að sjálfsögðu að kíkja heim til sín í sumartörninni sinni til að sýna fólki hvernig á að gera þetta.

Ask the Slave
Ask the Slave eru þekktir fyrir kraftmikla sviðsframkomu og sérstakan stíl. Nýlega vakti athygli myndband þeirra við lagið Sleep Now, af plötunni The Order of Things sem kom út fyrr á árinu.

Trassar
Trassar hafa starfað frá 1987 með mörgum og mislöngum hléum, en snúa nú enn og aftur í breyttri mynd: upphaflegi trommarinn, Jónas Sigurðsson, sest aftur á stólinn, Maddi grípur í bassann og enginn annar en Magni Rockstar Ásgeirsson sér um sönginn.

Beneath
Dauðatæknitröllin í Beneath ætla að spila fyrir okkur í Neskaupstað eftir langt hlé, sökum búsetu annars gítarleikarans þeirra. Þeir eru nýbúnir að landa samningi við Unique Leader Records og eflaust þyrstir í að stíga aftur á svið.

Atrum
Hið mikilfenglega og dimma andrúmsloft, sem þeir eru þekktir fyrir, mun ríkja í Egilsbúð þegar Atrum stíga á stokk. Í ársbyrjun 2011 er von á 6 laga EP plötu frá þessum myrkrahöfðingjum.

Momentum
Það var sannarlega tekið eftir breiðskífu þessara drengja sem kom út á þessu ári: Fixation, at rest. Skriðþungi þeirra mun væntanlega jarða mannskapinn (tjah, eða að minnsta kosti skvetta smá bjór úr glösunum) þegar á sviðið er komið.

Skálmöld
Þessi hljómsveit spilaði sem fyrsta sveit Eistnaflugs 2010 og gerði nær alla sem á þá hlýddu agndofa. Hafa þeir frá því verið hratt rísandi stjarna og eru t.a.m. að fara að spila á Wacken stuttu eftir Eistnaflug. Platan þeirra, Baldur sem gefin var út á Tutl, á fáa sína líka í íburði og metnaði.

Offerings
Þessi hljómsveit frá Akureyri var stofnuð árið 2009 af fyrrum meðlimum Iblis og Provoke. 6 laga EP plata er væntanleg frá þeim í janúar 2011.

Eiríkur Hauksson
Langþráður draumur er í höfn: Svalasti sonur Íslands, sjálfur Eiríkur Hauksson, spilar á Eistnaflugi 2011. Mun hann þar flytja nokkra vel valda slagara og fær til liðs við sig meðlimi úr HAM, Innvortis og Skálmöld til að spila undir.

The Monolith Deathcult
Hollendingarnir í The Monolith Deathcult eru vinsælir á Íslandi. Má til marks um það nefna að plata þeirra frá 2008, Triumvirate, skoraði hátt á Árslista Töflunnar og Harðkjarna, og að í aðdáendahópi þeirra á Facebook eru fleiri Íslendingar en Hollendingar! Þessi prúðmenni munu ausa sínum dauða og djöfulskap yfir okkur í Neskaupstað.

Við vonum að þessi forsmekkur að því sem koma skal sé fyrir sem flestum áhugaverður og spennandi. Við hlökkum til að sjá ykkur í Neskaupstað og viljum nota tækifærið til að þakka kærlega fyrir okkur, á þessu ári sem nú er að líða. Eistnaflug 2010 var frábært og gestirnir sýndu af sér þá samstöðu og það bróðerni sem Eistnaflug snýst um. Við fáum vart neitt nema góð viðbrögð frá ykkur og fyrir það þökkum við innilega. Eitthvað hljótum við að vera að gera rétt. Takk fyrir samveruna, takk fyrir hjálpina, takk fyrir árið. Gleðileg jól. Sjáumst í Neskaupstað 7. júlí.

Stefán Magnússon
Guðný Lára Thorarensen
Haukur Dór Bragason

————

Nú hafa því 12 sveitir verið tilkynntar í heildina og eru þær:

ASK THE SLAVE
ATRUM
BENEATH
EIRÍKUR HAUKSSON
MOMENTUM
OFFERINGS
SECRETS OF THE MOON
S.H. DRAUMUR
SKÁLMÖLD
SÓLSTAFIR
THE MONOLITH DEATHCULT
TRASSAR

Þið fáið svo næsta glaðning frá okkur í nýársgjöf.

The Heavy Experience í Havarí

The Heavy Experience

Hvar? Annað
Hvenær? 2010-12-22
Klukkan? 20:00:00
Kostar? 0 kr
Aldurstakmark? 0

 

THE HEAVY EXPERIENCE ætla að leika nokkur lög í HAVARÍ miðvikudagskvöldið 22. desember kl. 20:00. Tilefnið er ærið en út er komin 10″ stuttskífa samnefnd hljómsveitinni. Platan fæst einmitt í Havarí.

Rokksveitin The Heavy Experience hefur sent frá sér tíu tommu stuttskífu samnefnda sveitinni á vegum útgáfufélagsins Kimi Records. Platan inniheldur lögin Bad Temper, Bloody Sun og Morningstone og má lýsa tónlistin sem þungri og tilraunakenndri rokktónlist undir áhrifum frá EARTH, Black Sabbath, Ennio Morricone og John Coltrane. The Heavy Experience stefnir á að taka upp og gefa út breiðskífu á árinu 2011 en það þykir nokkuð ljóst að hljómsveitin á framtíðina fyrir sér.

Það er opið til 22 í Havarí!

//////////////////////////

Icelandi heavyweight rockers of THE HEAVY EXPERIENCE will perform a few songs in HAVARÍ on wednesday evening December 22nd at 20:00. They just released a self titled 10″ EP on Kimi Records.

The Heavy Experience sound can be described as Heavy experimental drone rock under influence from EARTH, Black Sabbath, Ennio Morricone og John Coltrane. Don’t miss out on great event in these last few days before christmas.

It’s open till 22:00 in Havarí!

Event:  
Miðasala: 

Stór-Jólatónleikar Kimi Records (BAKKUS – FRÍTT)

The Heavy Experience
kimono
Miri (dj sett)
Orphic Oxtra
Prinspóló
Retro Stefson
Reykjavík!
Stafrænn Hákon
Sudden Weather Change.

Hvar? Annað
Hvenær? 2010-12-17
Klukkan? 21:30:00
Kostar? 0 kr
Aldurstakmark? c.a. 20 ár

 

RISA MEGA JÓLATÓNLEIKAR KIMI RECORDS
BAKKUS, FRÍTT INN, FÖSTUDAGUR 17. DES KL. 21:00

Íslenska útgáfufélagið Kimi Records ætlar að halda jóla- og útgáfufögnuð föstudaginn 17. desember með stórtónleikum á tónleikastaðnum Bakkus við Tryggvagötu. Miðaverð er ekkert!

Þær hljómsveitir sem koma fram á tónleikunum hafa allar gefið út efni árinu hjá útgáfunni en þær eru:
The Heavy Experience
kimono
Miri (dj sett)
Orphic Oxtra
Prinspóló
Retro Stefson
Reykjavík!
Stafrænn Hákon
Sudden Weather Change.

tímasetningar tilkynntar síðar

Hús opnar kl. 21:00 og tónleikar hefjast stundvíslega kl. 21:30. Kimi Records verður með plötur hljómsveitanna til sölu á staðnum á frábæru verði ásamt öðrum varningi tengdum hljómsveitunum.

event-hlekkur á facebook: http://www.facebook.com/event.php?eid=167691416600476

KIMI RECORDS MEGA CONCERT
BAKKUS, NO ENTRY FEE, 17TH DEC AT 21:00

The Icelandic label Kimi Records will have their annual christmas concert on friday 17th of December in a place called Bakkus. Most of the bands releasing this year with kimi records will perform and it’s free.
The bands that will perform are:
The Heavy Experience, kimono, Miri (dj sett), Orphic Oxtra, Prinspóló, Retro Stefson, Reykjavík!, Stafrænn Hákon and Sudden Weather Change

Event:  
Miðasala: 

Metall, Rokk & Pönk í Hfj

Askur Yggdrasils
Alchemia
Drulla

Hvar? Gamla bókasafnið
Hvenær? 2010-12-09
Klukkan? 20:00:00
Kostar? 0 kr
Aldurstakmark? 0

 

Askur Yggdrasils – http://www.myspace.com/askuryggdrasils
Folk Metall úr Keflavík með sitt fyrsta gigg eftir miklar meðlimabreytingar. Frumsýning á 3 nýjum meðlimum. Söngvara, Hljómborðsleikara og Trommara

Alchemia – http://www.myspace.com/albulamusic
Rock N’ Roll úr Hafnafirðinum

Drulla – http://www.myspace.com/drullamusik
Fyllibyttuskítapönk úr Hafnafirðinum

Event:  
Miðasala: 

Skálmöld á Wacken 2011

Íslenska víkingametalsveitin Skálmöld mun leika á stærstu þungarokkshátíð heims, Wacken Open Air, næsta sumar. Aðstandendur hátíðarinnar tilkynntu þetta á heimasíðu Wacken, www.wacken.com, snemma í morgun [*þriðjudag*], en tilkynningin er liður í einskonar jóladagatali það sem nýr gluggi opnast daglega og ljóstrar uppi um eina hljómsveit sem koma mun fram. Skálmöld leyndist eins og áður sagði bak við glugga númer 7, en áður höfðu t.d. birst hljómsveitirnar Sepultura og Knorkator.

Wacken Open Air fer fram í Þýskalandi 4. til 6. ágúst og búist er við að um 80.000 manns sæki hana. Skálmaldarliðar, sem eru á leið í tónleikaferð til Svíþjóðar, eru að vonum hæstánægðir með þennan heiður, en þeir feta þarna í fótspor íslenskra hljómsveita á borð við Sólstafi, Beneath og Wistaria.

Hljómsveitin Skálmöld var stofnuð á haustmánuðum árið 2009. Sveitin spilar melódískt þungarokk í víkingastíl, og sækir innblástur í sagnaarfinn og goðafræðina, hefðbundinni bragfræði er gert hátt undir höfði og vandað er til verka. Meðlimir hafa verið lengi að í íslenskri tónlist og hafa verið viðloða hljómsveitir á borð við Ampop, Hraun, Klamedíu X, Innvortis og Ljótu hálfvitana, hér heyrast þó þyngri tónar en frá fyrri böndum. Fyrsta plata Skálmaldar hefur hlotið nafnið „Baldur“ og rekur sögu víkings, allt frá því áður en hann missir allt sitt í árás, fjölskyldu, bú og land, til dauða og reyndar enn lengra. Eftir þessar raunir hefur hann aðeins eitt markmið, að hefna fyrir vígin og voðaverkin og fylgjum við honum eftir í þeim aðgerðum. Hvert lag plötunnar er því ómissandi hluti sögunnar og textarnir mjög svo mikilvægir. Enda þótt sagan um Baldur sé í raun ný skáldsaga eru í henni margar tilvísanir og minni í ætt við fornsögurnar og hina fornu goðafræði.

Platan Baldur kemur út 15. desember, og það er færeyska útgáfufyrirtækið Tutl sem gefur hana út.

uplos, Markús, LjósvBRAK kvöld: Fist Fokkers, Quadraki, Loji

Fist Fokkers
Quadruplos
Markús & the Diversions Sessions
Ljósvaki
Loji

Hvar? Faktorý
Hvenær? 2010-12-09
Klukkan? 22:00:00
Kostar? 0 kr
Aldurstakmark? 

 

Neðanjarðarfélagið BRAK Hljómplötur ætlar að halda BRAK tónleikakvöld í tilefni afmælis Tre Cool, trommara Green Day, en hann er 37 ára þann 9. desember.

Tónleikarnir byrja kl. 21:30 og það er frítt inn og rokna stuð.

Fram koma:

FIST FOKKERS (ný plata á brak væntanleg)

LJÓSVAKI (ný plata væntanleg á brak einhverntímann)

LOJI (búinn að gefa út hina stórkostlegu Skyndiskyssur hjá Brak)

MARKÚS & THE DIVERSION SESSIONS (gaf út hina mikilfenglegu Now I Know einhverntímann)

QUADRUPLOS (gáfu út sjálfnefnda skífu á Brakinu síðasta vor)

Event:  
Miðasala: 

Beneath

Íslensku dauðarokkararnir í hljómsveitinni Beneath hafa gert útgáfusamning við dauðarokks útgáfuna Unique Leader Records um útgáfu á tilvonandi breiðskífu sveitarinnar. Útgáfan hefur gefð út efni með hljómsveitum á borð við: Decrepit Birth, Disgorge, Spawn of Possession, Unmerciful, Vile, Deeds of Flesh, og Hour of Penance.

Sveitin hefur núþegar lokið upptökum á plötunni og var hún hljóðblönduð af Daniel Bergstrand (meshuggah, Behemoth, In Flames, Dark Funeral ofl.) í Dug Out hljóðverinu í Uppsölum í Svíþjóð. Þessi nýja breiðskífa inniheldur 9 lög og verður gefin út fljótlega á næsta ári.

Söngvari sveitarinnar hafði þetta að segja um samninginn:
“Þetta er frábært, stórt stökk fyrir okkur. Þetta er dauðarokks útgáfufyrirtæki þannig að okkur finnst við eiga mjög vel heima þarna.”

Hljómsveitin hefur áður gefið út þröngskífuna Hollow Empty Void, sem hægt er að versla nálgast á: www.mordbrannmusikk.com/order.html og hægt er að kynnast sveitinni betur með því að kíkja á heimasíðu sveitarinnar www.beneathmetal.com og upplýsingar um útgáfuna er að finna hér: www.uniqueleader.com