Month: nóvember 2010

PRÓFLOKASLAMM Á KAFFISTOFUNNI

Logn
Muck
Gone Postal
World Narcosis

Hvar? Kaffistofan
Hvenær? 2010-12-17
Klukkan? 19:30:00
Kostar? 800 kr
Aldurstakmark? 0

 

Þann 17. desember munu fjórar af öfgafyllstu öfgasveitum landsins í dag koma saman á tónleikum og byrja jólafríið með trompi, beint eftir próf. Tilvalinn vettvangur til að hrista úr sér prófastressið.

LOGN:
Landsins grimmasti kvartet með íhugandi texta. Crust, grind og metall sem hefur slípast með aukinni reynslu bandsins á sama tíma og tónlistin hefur orðið opnari og ákafari.

MUCK
hefur á skömmum tíma orðið óútreiknanlegasta öfgasveit landsins. Áfergjan, sjálfseyðingarhvötin og vægðarleysið er hratt og órólega að finna sinn hljóðheim.

GONE POSTAL
halda áfram að opna nýjar dyr og fikra sig inn á nýjar slóðir á sínum eigin tíma og á sínum forsendum. “Nýja” lænöppið meira sannfærandi með hverju gigginu, meiri sorti og drungi en áður en ávallt brútal dauðarokk.

WORLD NARCOSIS:
Powerviolence og mulningsmetall sem á engan sinn líkan á Íslandi. Blast beats, örvænting og sjúkasti vókall sem heyrst hefur í háa herrans tíð.

Tónleikarnir verða haldnir á Kaffistofunni á Hverfisgötu 42 og kostar 800 krónur inn.
Húsið opnar klukkan 19:30 og mun fyrsta hljómsveit stíga á svið klukkan 20:00.
Einnig verða kökur og kakó í boði fyrir klink.

Hljómsveitirnar eru allar á fullu að vinna í útgáfum sem eru væntanlegar á fyrri hluta næsta árs og munu þær flytja efni af þessum útgáfum en það er aldrei að vita nema það heyrist eitthvað ennþá nýrra, jafnvel áður óheyrt efni. Ágóðinn af þessum tónleikum fer upp í útgáfukostnað sveitanna.

nýtt frá World Narcosis: http://worldnarcosis.bandcamp.com/
nýtt frá Muck: http://www.reverbnation.com/muckiceland
nýlegt frá Gone Postal: http://www.myspace.com/gonepostalmetal
nýtt frá Logn: http://www.logn.bandcamp.com

Event:  
Miðasala: 

M – Útgáfutónleikar

MALNEIROPHRENIA
Narko Nilkovsky

Hvar? Slippsalurinn, NemaForum (við hliðina á Búllunni)
Hvenær? 2010-12-18
Klukkan? 19:00:00
Kostar? 1000 kr
Aldurstakmark? 0

 

Malneirophrenia samanstendur af píanói, sellói og bassa (enginn söngur) og leikur nokkurs konar blöndu af nýklassík, kvikmyndatónlist og rokki (“kammerpönk”, ef svo má að orði komast). Sveitin hefur spilað saman í tíu ár, án þess að gefa út plötu, en fagnar loks frumburðinum: “M” er sjálfútgefin plata í fullri lengd og verður til sölu á tónleikunum.

Malneirophrenia verður með tvöfalda efnisskrá: annars vegar mun s…veitin flytja nýútgefna plötu í heild sinni og hins vegar mun hún heiðra nokkra helstu áhrifavalda úr heimi kvikmyndatónlistar með stuttu prógrammi (leikin verða m.a. verk eftir Ennio Morricone, Nino Rota og Philip Glass).

Hljóðlistamaðurinn Narko Nilkovsky mun halda uppi dularfullri stemningu í kringum tónleikana, frá því að salurinn opnar. Malneirophrenia stígur á stokk klukkkan 20:00 stundvíslega.

Hægt er að hlusta á tóndæmi frá Malneirophreniu hér: www.myspace.com/malneirophrenia

Nánari upplýsingar um NemaForum og miðasölu hér:
http://nemaforum.web.is/products/4508-18-desember-kl-20-30-malneirophrenia

Album release concert for Malneirophrenia.

More info about the band: www.myspace.com/malneirophrenia

More into about the venue and tickets: http://nemaforum.web.is/products/4508-18-desember-kl-20-30-malneirophrenia

Event:  
Miðasala: 

Swords of Chaos og Loji á Hemma & Valda

Swords of Chaos
Loji

Hvar? Hemmi & Valdi
Hvenær? 2010-11-18
Klukkan? 22:00:00
Kostar? 0 kr
Aldurstakmark? 

 

SWORDS OF CHAOS halda skynditónleika á Hemma & Valda fimmtudaginn 18. nóvember!!!!

Snillingurinn LOJI mun hita upp!!!

Frítt inn og tónleikarnir hefjast á slaginu 22:00!!

Plötur og bolir verða til sölu á spottprís!

Event:  
Miðasala: 

Sólstafir

Sólstafir, XIII, Stafrænn Hákon & Skálmöld

Sólstafir & XIII ásamt Stafrænn Hákon sem fer á svið á slaginu 00:00 og svo ætla Skálmöld að loka kvöldinu með alvöru íslensku víkinga metali!
1000 kr inn

Hvar? Sódóma
Hvenær? 2010-11-13
Klukkan? 23:00:00
Kostar? 1000 kr
Aldurstakmark? 18

 

Event:  
Miðasala: 

Sólstafir

Sólstafir & XIII All Ages

Sólstafir & XIII munu leika fyrir alla aldurshópa kl 16:00 að degi til á Sódómu Reykjavík laugardaginn 13. nóvember. Aðgangseyrir verður litlar 500 kr

Hvar? Sódóma
Hvenær? 2010-11-13
Klukkan? 16:00:00
Kostar? 500 kr
Aldurstakmark? 0

 

Sólstafir and XIII will play an all ages gig on saturday 13th November

Event:  
Miðasala: 

L´esprit du Clan - Sódóma

L´esprit du Clan – Sódóma

L’esprit du Clan – www.myspace.com/lespritduclan
Changer – www.changer-metal.com
Skálmöld – www.myspace.com/skalmold
Angist – www.myspace.com/angisttheband

Hvar? Sódóma
Hvenær? 2010-11-20
Klukkan? 23:00:00
Kostar? 1500 kr
Aldurstakmark? 18

 

Tónleikarnir hefjast klukkan 23:30, en húsið opnar klukkan 22. 18 ára aldurstakmark og það kostar 1500 kr. inn.

Franska hljómsveitin L´esprit du Clan spilar tvenna tónleika í Reykjavík dagana 19 og 20 nóvember.

Event:  
Miðasala: 

L´esprit du Clan - Sódóma

L´esprit du Clan – Hellirinn (TÞM)

L’esprit du Clan – www.myspace.com/lespritduclan
Changer – www.changer-metal.com
Angist – www.myspace.com/angisttheband

Hvar? TÞM
Hvenær? 2010-11-19
Klukkan? 22:00:00
Kostar? 1500 kr
Aldurstakmark? 0

 

Í Hellinum – TÞM. – Tónleikarnir hefjast klukkan 20:30, en húsið opnar hálftíma fyrr. Ekkert aldurstakmark og það kostar 1500 kr. inn.

Franska hljómsveitin L´esprit du Clan spilar tvenna tónleika í Reykjavík dagana 19 og 20 nóvember.

Event:  
Miðasala: