Month: september 2010

108

söngvari hljómsveitarinnar 108, sem hætti í sveitinni á afar dramatískan hátt fyrr á árinu, er nú gengin aftur til liðis við bandið. Fréttir um þetta hafa borist heimasíðunni lambgoat og var haft eftir útgáfufyrirtæki sveitarinnar: “Yes, Rob is back in 108 and they have some shows planned.”

Útgáfutónleikar Momentum

Momentum
Muck
Gone Postal

Hvar? GrandRokk
Hvenær? 2010-10-02
Klukkan? 23:00:00
Kostar? 1000 kr
Aldurstakmark? 20

 

Laugardagskvöldið 2. október verða útgáfutónleikar Momentum haldnir á Faktorý(áður Grand Rokk) Tilefnið er langþráður fögnuður sveitarinnar á nýjustu útgáfu sinni ‘Fixation, at Rest’, en hún kom út 14.maí síðastliðin. Momentum mun flytja skífuna í heild sinni og koma einhverjir af “gesta-spilurum” af plötunni einnig fram á tónleikunum. Um upphitun sjá svo hljómsveitirnar Gone Postal og Muck. Sveitin mun að sjálfsögðu vera með eintök af plötunni á staðnum sem og boli. Einnig verður í boði, efni það sem Molestin Records býður upp á.

Release concert for Momentum\’s \’Fixation, at Rest\’.
Support by Muck & Gone Postal.
Doors at 22:00
Show at 23:00.
Entrance 1000 IKR.

Event:  
Miðasala: 

Ask the Slave útgáfutónleikar

Ask the Slave
Malneirophrenia

Hvar? GrandRokk
Hvenær? 2010-09-25
Klukkan? 22:00:00
Kostar? 500 kr
Aldurstakmark? 18

 

Útgáfutónleikar Ask the Slave verða haldnir á Faktorý (gamla GrandRokk), laugardagskvöldið 25. september.
Efri hæðin opnar kl. 22
Tónleikar hefjast kl. 23
Aðgangseyrir er 500 kr.

Laugardaginn 25. september heldur hljómsveitin Ask the Slave útgáfutónleika á Faktorý til að fagna útgáfu af sinni annari breiðskífu, The Order of Things.
Ask the Slave hefur frá fæðingu sinni 2004 fundið sér heimili í íslenskri þungarokkssenu og öðlast þar góðan orðstír fyrir frumleika og kraftmikla sviðsframkomu.
Undanfarið ár hefur Ask the Slave einbeitt sér að gerð plötunnar og ekkert spilað opinberlega. Mikil eftirvænting ríkir því eftir þessum tónleikum meðal íslenskra rokkhunda.
Um upphitun sér hljómsveitin Malneirophrenia.

Event:  
Miðasala: 

Austin Lucs – Íslands Túr

Austin Lucas
Árstíðir
Svavar Knútur
Woodcraft

Hvar? Kaffi Rósenberg
Hvenær? 2010-09-30
Klukkan? 21:00:00
Kostar? 1000.kr kr
Aldurstakmark? 18

 

http://www.myspace.com/austinlucas1

http://www.facebook.com/#!/event.php?eid=147911451908941&ref=ts

Event:  
Miðasala: 

Austin Lucas Ísland Túr

Austin Lucas
Árstíðir
Svavar Knútur
Woodcraft

Hvar? Dillon Rockbar
Hvenær? 2010-10-01
Klukkan? 22:00:00
Kostar? 500 kr
Aldurstakmark? 18

 

http://www.myspace.com/austinlucas1

http://www.facebook.com/#!/event.php?eid=147911451908941&ref=ts

Event:  
Miðasala: 

AMUSEMENT PARKS ON FIRE (UK)

AMUSEMENT PARKS ON FIRE
For a Minor Reflection

Hvar? Sódóma
Hvenær? 2010-09-16
Klukkan? 21:00:00
Kostar? 1200 kr
Aldurstakmark? 18

 

X977 og Sódóma kynna:

AMUSEMENT PARKS ON FIRE (UK)
For a Minor Reflection

Sódóma Reykjavík
…Fimmtudaginn 16. september 2010
kl 21:00 / 1200 kr

Það er óhætt að segja að breska indie-art-rock-shoegaze sveitin Amusement Parks on Fire sé sannkallaður hvalreki fyrir íslendinga, en eins og flestir hafa tekið eftir þá hefur heimsóknum erlendra gæðasveita fækkað dramatískt síðustu misseri. APoF hefur verið starfandi síðan 2004, gefið út 5 EP plötur og 2 stórar hljóðversplötu en sú þriðja, Road Eyes, er við það að koma út hjá Filter US í Bandaríkjunum. Fyrsta plata APoF kom út hjá Invada Records, úgáfu í eigu Geoff Barrow úr Portisthead. Önnur platan kom svo út hjá V2, útgáfu sem Richard Branson stofnaði þegar hann seldi Virgin Records á sínum tíma.

Sveitin kemur hér við á leið til Bandaríkjanna, en þangað heldur sveitin í stóra tónleikaferð til að kynna nýjustu plötuna, Road Eyes.
Það er útvarpsstöðin X-ið 977 sem á veg og vanda að komu Amusement Parks on Fire til landsins í samstarfi við Sódóma Reykjavík.

linkar:
http://www.amusementparksonfire.com/
http://www.myspace.com/amusementparksonfire
http://en.wikipedia.org/wiki/Amusement_Parks_on_Fire

Event:  
Miðasala: 

BLACKLISTED (USA) í Norðurkjallara M.H.

Blaclisted
Momentum
Muck

Hvar? Norðurkjallari M.H.
Hvenær? 2010-09-19
Klukkan? 18:00:00
Kostar? 1000 kr
Aldurstakmark? 0

 

Framsækna harðkjarna bandið Blacklisted spila í Norðurkjallara M.H. Sunnudaginn 19. september ásamt Momemtum og Muck

Hardcore band Blacklisted play in M.H. sunday 19th september with Momentum and Muck

Event:  
Miðasala: 

Changer

Þungarokks hljómsveitin Changer mun gefa út nýjann hljóðdisk sem ber heitið Darkling 10 september. Á Darkling mun hljóma 8 ný lög ein ábreiða og eitt endurunnið lag af smáskífu sveitarinnar Inconsistecy sem gefin var út fyrir all mörgum árum síðan.

Trommari og stofnandi Changer Kristján B Heiðarsson startaði bandinu aftur með seint 2008 eftir að hljómsveitin hafði hætt skyndilega 2007. Með honum í dag í Changer eru Haraldur Anton Skúlason (söngur), Arnar M.Ellertson (bassi), Rob D (gítar) ásamt gömlum félaga úr Changer Hörður Halldórsson(gítar)

Á þessum 2 árum hafa strákarnir verið uppteknir í stúdíóiog tónleikaferðum hér heima og erlendis.

Hljómsveitin vill taka það fram að Darkling er ekki dauðarokksplatan sem átti að taka upp 2007 heldur hefur verið tekið stefnu í átt að hefðbundara þrass-rokki og hamagangs af gamla skólanum.

Platan var tekin upp af Silla Geirdal og Jakobi Þór Guðmundssyni,Birgir Örn Árnason hljóblandaði efnið og Slawek og Wojtek Wieslawski í Hertz Studio í Póllandi sáu svo um masteringu á gripnum.

Lagalistinn er eftirfarandi:
01. Four
02. Too Many Scars
03. Keepers Of The Lies
04. Affliction
05. Avoid The Winds
06. Misanthropy
07. [ábreiða] 08. Feelings: Deleted
09. The Darkling
10. Reality: The End

Í kjölfar útgáfu Darkling mun Changer ásamt Vicki og Morðingjarnir taka tónleikaþrennu á TÞM Paddy‘s og Sódomu 16-18 september, ásamt því að fara í stuttann túr til Evrópu í lok Nóvember.

Næstu helgi mun Changer spila á Akureyri Rokkar og eru lokabandið á seinni degi 11.sept.

dordingull á rás 2

Ask the slave í dordingull á rás 2 í kvöld
Meðlimir hljómsveitarinnar Ask the slave eru væntanlegir í hljóðver í þættinum dordingull í kvöld. Farið verður yfir nýjustu breiðskífu sveitarinnar í viðbót spjall um sveitina í held sinni. Í viðbót við þetta verður að finna 2 ný lög af nýju breiðskífu hljómsveitarinnar Helmet, plús lög með Burzum, Pro Pain og Cephalic Carnage.

A næstu vikum er svo von á Changer, Black Earth og fleiri böndum í viðtal (í viðbót við einhvern fróðlegan Dauðarokks special).