Month: ágúst 2010

kimono + formaður dagsbrúnar @ Faktorú

kimono

formaður dagsbrúnar

Hvar? Faktorý
Hvenær? 2010-08-28
Klukkan? 22:00:00
Kostar? 1000 kr
Aldurstakmark? 20

 

Love/Obey kynnir:

kimono
+
Formaður Dagsbrúnar

Faktorý (áður Grand Rokk)
Smiðjustíg 6
Laugardaginn 28. ágúst
22:00 / 1000 kr

kimono eru á leið í tónleikaferð til Evrópu í lok ágúst til að fylgja eftir útgáfu plötunnar Easy Music For Difficult People en hún kemur í hillur evrópskra hljómplötuverslanna í byrjun september með fulltyngi Kimi Records. Eins og venja hefur skapast fyrir þá mun sveitin hefja tónleikaferðina í Reykjavík, en hjátrúarfullum meðlimum kimono þykir það boða mikla gæfu að færa eina tónlistarfórn í heimahögunum áður en lagt er í hann. Því verður blásið til tónleika á Faktorý laugardaginn 28. ágúst og hefur Formaður Dagsbrúnar verið fenginn til spila með, en sveitin er leidd af Þormóði Dagssyni sem margir þekkja sem trommara mætra sveita eins og Hudson Wayne, Skakkamanage og Jeff Who? Formaðurinn hefur tónleikana kl 23:00 og kimono taka svo við upp úr miðnætti. Húsið opnar aftur á móti kl 22:00.

kimono fer ásamt hljómsveitinni Seabear í áðurnefnda tónleikaferð, en spilað verður í öllum stærstu borgum Þýskalands, Austurríki og Sviss (München, Vín, Lucerne, Zürich, Frankfurt, Bremen, Hannover, Hamburg, Chemnitz, Berlín) og endað á Berlin Festival, þar sem m.a. Gang of Four, Hot Chip, The Morning Benders, Tricky, Peaches, Wedding Present, Lali Puna og We Have Band koma líka fram. Ríkir sérstaklega mikil tilhlökkun fyrir þeim tónleikum í herbúðum kimono, en þeir bjuggu um hríð í borginni 2005-2006 og þekkja því vel til.

Hér má hlusta á allar plötur kimono frítt: www.gogoyoko.com/kimono

Event:  
Miðasala: 

Rokk PunK MeTall

Changer
Morðingjarnir
Vicky

Hvar? TÞM
Hvenær? 2010-09-16
Klukkan? 20:00:00
Kostar? 1000 kr
Aldurstakmark? 0

 

Blendnir tónleikar af Rokki Pönki og MEtal
Útgáfu tónelikatúr Changer þar sem að þeir eru að gefa út 3. breiðskífu sína Darkling

Event:  
Miðasala: 

Rokk PunK MeTall Keflavík

Changer Morðingjarnir Vicky

Hvar? Annað
Hvenær? 2010-09-17
Klukkan? 22:00:00
Kostar? 1000 kr
Aldurstakmark? 18

 

Tónleikar í Reykjanesbæ
Paddys Irish pub
Hafnargata 38
Keflavík, Iceland
Blendnir tónleikar með böndum sem ávallt hafa getið af sér gott orð fyrir kraftmikla og eftirminnilega tónleika

Event:  
Miðasala: 

Seabear á Sódóma á Menningarnótt

Seabear
Munnfylli af Galli

Hvar? Sódóma
Hvenær? 2010-08-21
Klukkan? 23:00:00
Kostar? 1000 kr
Aldurstakmark? 18

 

Sódóma kynnir:

Miðnæturtónleikar SEABEAR á Menningarnótt

laugardaginn 21. ágúst kl 23:00
ásamt Munnfylli af Galli
18 ára aldurstakmark / 1000 kr

Hljómsveitin Seabear hefur svo sannarlega verið að gera það gott undanfarin misseri, eftir óteljandi tónleikaferðir um Evrópu og Bandaríkin.
Nýjasta plata sjömenningana, We Built a Fire, kom út hjá Morr Music í mars á þessu ári og allar götur síðan hefur sveitin vakið mikla athygli fyrir töfrandi tónleika víða um lönd.
Lög Seabear hafa hljómað í mörgum þekktustu og vinsælustu sjónvarpsþáttum vestanhafs, eins og Gossip Girl og Gray’s Anatomy auk þess sem hljómsveitin hefur verið eftirsótt á tónlistarhátíðir. Mun sveitin leggja aftur í hann í lok ágúst, þegar stefnan er sett á tónleikaför með kimono um Þýskaland, Austurríki og Sviss. Í október verður svo farið í aðra ferð um gjörvöll Bandaríkin þannig að ekki sitja þau Sindri, Dóri, Kjartan, Örn Ingi, Sóley, Guggí og Inga auðum höndum.

Tækifæri til tónleikahalds hér á landi hafa verið fá, ef frá eru taldir útgáfutónleikar í Iðnó og Inspired By Iceland tónleikar í Hljómskálagarðinum
Seabear vilja gera bragarbót á þessu, og því verður blásið til tónleika á Sódóma Reykjavík á Menningarnótt, laugardaginn 21. ágúst. Mun sveitin stíga á svið á miðnætti, þegar formlegri dagskrá í miðbænum er lokið. 18 ára aldurstakmark er á tónleikana og kostar litlar 1000 kr inn.

Hlekkir:
www.seabearia.com
www.myspace.com/seabear

Seabear play Sódóma on Culture Night,
Saturday August 21st at 11pm

Sódóma is located on Tryggvagata 22
101 Reykjavík

Event:  
Miðasala: 

Dark Harvest á Café Amsterdam

Dark Harvest

Hvar? Café Amsterdam
Hvenær? 2010-08-07
Klukkan? 23:30:00
Kostar? 1000 kr
Aldurstakmark? 20

 

Dark Harvest heldur tónleika á laugardagskvöldið 7. ágúst, á Café Amsterdam, til fjáröflunar fyrir hljóðverskostnað á nýrri plötu hljómsveitarinnar sem er fyrirhugað að komi út á næsta ári. Platan hefur ekki fengið nafn ennþá, en gengur undir vinnuheitinu “Blúsplatan” eða einfandlega “Blúsharvest”.

Aldurstakmark er 20 ár.
Húsið opnar 22:00.
Tónleikarnir hefjast 23:30.
Aðgangseyrir 1000 kr.

Hljómsveitina skipa

Gulli Falk (Exizt, Gildran, ofl)
Kristján (Changer, Bootlegs, Shiva, ofl)
Maddi (Forgarður Helvítis, In Memoriam, Múspell, ofl)

http://myspace.com/darkharvestonline

Dark Harvest are

Gulli Falk (Exizt, Gildran, etc)
Kristján (Changer, Bootlegs, Shiva, etc)
Maddi (Forgarður Helvítis, In Memoriam, Múspell, etc)

http://myspace.com/darkharvestonline

Event:  
Miðasala: 

Faktorý á fimmtudaginn

Two Tickets To Japan eru búnir að rísa hratt á stuttum tíma og eru virkilega kraft og stuðmiklir á sviði.
MySpace – http://www.myspace.com/twoticketstojapan

At Dodge City hafa verið að semja nýtt efni undanfarið og munu frumflytja eitt nýtt lag og spila tvö önnur nýleg í bland við gamalt.
MySpace – http://www.myspace.com/atdodgecity

BOB eru búnir að vera semja nýtt efni fyrir komandi plötu og eru þetta þeirra fyrstu tónleikar síðan í apríl ef ég er með heimildir mínar á hreinu. http://www.myspace.com/bobisnow

Hvar? Faktorý, Smiðjustíg 6 (Gamli Grand Rokk)
Hvenær? 2010-08-05
Klukkan? 22:00:00
Kostar? 0 kr
Aldurstakmark? 20

 

Fimmtudaginn 5 ágúst næstkomandi munu hljómsveitirnar At Dodge City, Two Tickets To Japan og BOB leiða saman hesta sína og leika fyrir dansi.

Tónleikarnir fara fram á Faktorý, Smiðjustíg 6 (Gamli Grand Rokk)

Húsið opnar kl 21:00 og byrja tónleikarnir stundvíslega kl 22:00.

Frítt verður inn og er aldurstakmark eftir áfengislögum.

Event:  
Miðasala: