Month: maí 2010

Kid Twist,Tamarin/Gunslinger,Luv,Caterpillarmen@Venue 27.maí

Caterpillarmen
Kid Twist
Luv
Tamarin/Gunslinger
Luv

Hvar? Venue
Hvenær? 2010-05-27
Klukkan? 21:00:00
Kostar? 0 kr
Aldurstakmark? 20

 

Snilldar tónleikar fimmtudaginn 27. maí á Venue, heitasta stað landsins, þar sem allir geta slammað! Fram koma Kid Twist, Tamarin/Gunslinger, Luv og Caterpillarmen! Bönd af ekki verri endanum og það kostar 0kr.

Event:  
Miðasala: 

MSN, Logn og Hylur @Hemma & Valda

Me, the Slumbering Napoleon
Logn
Hylur

Hvar? Nýlenduvöruverslun Hemma & Valda
Hvenær? 2010-06-02
Klukkan? 20:00:00
Kostar? 0 kr
Aldurstakmark? 

 

Miðvikudaginn 2. júní mun hljómsveitin Hylur spila sína fyrstu tónleika ásamt hljómsveitunum Logn og Me, the Slumbering Napoleon í Nýlenduvöruverslun Hemma & Valda.
Fjörið hefst upp úr átta og mun Hylur byrja kvöldið.

www.myspace.com/hylurband
www.myspace.com/slumberingnapoleon
www.myspace.com/lognmusic

Event:  
Miðasala: 

ROCK/DOOM/GRIND á DILLON!

ASHTON CUT
MANSLAUGHTER
SLEEPING GIANT

Hvar? Dillon Rockbar
Hvenær? 2010-05-21
Klukkan? 23:00:00
Kostar? 500 kr
Aldurstakmark? 20

 

Ashton Cut er að fara spila á tónleikum á ítalíu og er að safna saman smá styrktar aur. Hljómsveitirnar Sleeping Giant og MANSLAUGHTER hjálpa strákunum!

Fund raiser for Ashton Cut’s upcoming shows in Italy. MANSLAUGHTER and Sleeping Giant help their boys out!

Event:  
Miðasala: 

Bjartir dagar í Gamla bókasafninu

Ourlives
Cliff Clavin
We Made God
Endless Dark
Vulgate
Örför

Hvar? Gamla bókasafnið
Hvenær? 2010-06-06
Klukkan? 19:00:00
Kostar? 0 kr
Aldurstakmark? 16

 

Gamla bókasafnið fagnar hækkandi sól á Björtum dögum um leið og það kveður fyrir sumarlokun…

Dagskráin er alls ekki af verri endanum í ár…. sumir myndu jafnvel ganga svo langt að segja að hún sé stórglæsileg þetta árið!

Við hefjum leika fimmtudaginn 3. júní með trúbadorakeppninni okkar sívinsælu, en hún heppnaðist með eindæmum vel í fyrra og ekki er búist við minna af keppendum þessa árs….

Skráning fer fram á gamlabokasafnid@gmail.com eða í síma 565-5100

Ætlast er til að keppendur flytji þrjú frumsamin lög eða tvö frumsamin og eina ábreiðu.

Föstudaginn 4. júní verður svo GEGGJUÐ GRILLVEISLA!!!! Gamla bókó býður gestum uppá grillaðar pylsur og fáránlega mikið fjör!

Þá verður líka formlega opnun á listasýningu þar sem ungu listamennirnir Ingimundur Vigfús Eiríksson, Iona Sjöfn Huntingdon-Williams og Sara Jóhannesdóttir sýna ljósmyndir og verk.

LOKATÓNLEIKAR SUNNUDAGINN 6. JÚNÍ….SJÓMANNADAG!
síðustu tónleikar fyrir sumarlokun Gamla bókasafnsins verða með glæsilegasta móti í ár! Nokkrar eldheitar hljómsveitir stíga á svið og halda uppi rugl góðri stemmingu allt kvöldið!!!

Hljómsveitirnar sem fram koma eru…

Ourlives
Cliff Clavin
We Made God
Endless Dark
Vulgate
Örför

Húsið opnar kl: 19:00

FRÍTT INN Á ALLA VIÐBURÐI!!!

Jebb ég sagði það…. núll kr inn alla dagana!!!

Event:  
Miðasala: 

Ronnie James Dio – 1942-2010

Ronnie James Dio einn áhrifamesti söngvari þungarokks fyrr og síðar er látinn 67 ára að aldri. Dio hafði greint frá því í haust að hann hafði greinst með magakrabbamein. Hann lést morguninn 16. maí umkringdur sínum nánustu.

Ronald James Padavona fæddist í Portsmouth, New Hampshire en flutti ungur að árum til New York fylkis og hefur ævinlega litið á sig sem NY búa þrátt fyrir að hafa búið í Los Angeles seinni part ævinnar.

Ferill Dios spannar meira en 50 ár en hann byrjaði í skólahljómsveitum þar sem hann þandi röddina með trompeti og spilaði bassa ásamt því að syngja. Stóra stökkið kom hins vegar þegar Roger Glover bassaleikari Deep Purple sá hann spila á kynningartónleikum með hljómsveit sinni Elf í Bandaríkjunum og bauð þeim að hita upp fyrir Deep Purple þar vestra. Ritchie Blackmore gítarleikari Deep purple sá að mikið efni var í Dio og bauð honum að syngja með sér á smáskífu. Þessi skífa varð víst að plötu og Blackmore yfirgaf Purple til að einbeita séð að nýju verkefni: Rainbow.

Dio átti nokkur mjög góð ár með Rainbow og tók upp 3 breiðskífur með þeim. Eftir listrænan ágreining við Blackmore ákváð Dio að hann vildi ekki vera lengur innan Rainbow þar sem það endurspeglaði ekki hans manngerð að syngja væmin popplög eins og Blackmore vildi snúa sér að.

Sama ár og Ozzy Osbourne var rekinn úr Black Sabbath, 1979, stakk Don Arden( faðir Sharon Osbourne) upp á Dio sem söngvara við hljómsveitina. Úr því varð.

Dio hjálpaði Sabbath að rísa upp úr öskustónni og platan Heaven and hell varð ein af þeirra vinsælustu stykkjum. Ronnie kom með öðruvísi stílbrigði og notaði óspart fantasíukennda texta og látbragð á tónleikum( djöflahornin).

Þó að vel hafi farið með þeim í upphafi myndaðist einhver núningur milli Geezer og Tony annars vegar og Dio og Vinnie(trommara) hins vegar. Líklega allt byggt á misskilningi og særðu stolti. En niðurstaðan úr því varð að Dio og Vinnie hættu og stofnuðu bandið… DIO, sem hefur verið meira og minna virkt fram á þessa daga. Í millitíðinni (1991-1993) var þó endurkoma Dio í Sabbath með plötunni Dehumanizer og svo aftur nú nýlega sem Heaven and Hell (2006-2010).

Síðasta hljómplata hans kom út nú á síðasta ári, platan The Devil you know með Heaven and Hell. En þó skildi Dio eftir sig eitt lag með bandinu sínu Dio, fyrir fáum vikum, Electra heitir það og kom á box-setti með endurútgefnu efni nýlega. Hér til áhlustunar. www.youtube.com/watch?v=4btjzRcbuyA Dio auðnaðist því miður ekki að gera breiðskífurnar Magica II og III sem voru í bígerð.

Ronnie lætur eftir sig eiginkonuna Wendy( af bresku bergi brotin) sem stóð með honum í gegnum sætt og súrt og var umboðsmaður hans lengi vel.

O.D. Avenue – Hoffman – Morgan Kane

O.D. Avenue – Hoffman & Morgan Kane spila á Dillon Rock Bar, fimmtudaginn 13.maí. Skrallið byrjar uppúr 21:30. Frítt inn! Ekki láta þetta fram hjá þér fara!

Hvar? Dillon Rockbar
Hvenær? 2010-05-13
Klukkan? 21:30:00
Kostar? 0 kr
Aldurstakmark? 20

 

http://www.facebook.com/odavenue

O.D. Avenue – Hoffman & Morgan Kane @ Dillon Rock Bar, 13th of May, and the fun starts around 21:30. Show yourself!

Event:  
Miðasala: 

Tónleikar í Deigluni á Akureyri.

Offerings
Atrum http://www.myspace.com/atrumiceland
Beneath http://www.myspace.com/beneathdeathmetal
Gruesome glory http://www.myspace.com/gruesomeglory

Hvar? Annað
Hvenær? 2010-05-21
Klukkan? 21:00:00
Kostar? 500 kr
Aldurstakmark? 0

 

Fyrir þá sem ekki vita þá er Deiglan staðsett í listagilinu á Akureyri.

Event:  
Miðasala: 

Fist Fokkers snúa aftur – m/ Dlx Atx og Tamarin/(Gunslinger)

Fist Fokkers
Dlx Atx
Tamarin/(Gunslinger)

Hvar? VENUE
Hvenær? 2010-05-12
Klukkan? 22:00:00
Kostar? 0 kr
Aldurstakmark? 18

 

Fist Fokkers hafa snúið aftur!!!

Í heilt ár hefur íslenska tónlistarsenan solltið. En það er kominn tími til að binda enda á þessa hungursneyð!
Já það er rétt! Fist Fokkers eru mættir aftur til leiks eftir árs langa pásu og það er cool!

Fist Fokkers munu troða upp á VENUE miðvikudaginn 12. maí, en til aðstoðar upprisu þeirra munu hin frábæru bönd DLX ATX og Tamarin/(Gunslinger) einnig spila.

ATH!! Tónleikarnir eru EKKI 13. maí. Þeir eru MIÐVIKUDAGINN 12. MAÍ!

Tónleikarnir hefjast klukka 22:00 og er FRÍTT INN!!

Ekki missa af endurkomu Fist Fokkers, þeir eru fínt band!!

Event:  
Miðasala: 

Heaven & Hell

Heaven & Hell, útgáfan af Black Sabbath með Ronnie James Dio með hljóðnemann hefur ákveðið af aflýsa sumartónleikaferðalagi sínu um Evrópu sökum heilsufars Dios. Eins og glöggir þungarokksspekúlantar vita greindist Dio með magakrabbamein snemma í ár en hann lét ekki deigan síga og staðfesti sig á tónleikaferðalag þrátt fyrir sjúkdóminn. Mikil harðfylgni í þeim gamla.
Einnig hafa Tony Iommi gítarleikari og Vinny Appice undirgengist aðgerðir á annars vegar hönd og hins vegar öxl á síðustu misserum.