Month: apríl 2010

Peter Steele

Hinn einstaka manngerð Pete Steele er nú látinn, 48 ára að aldri. Hann stofnaði hljómsveitina Type O Negative í New York árið 1989 þar sem hann söng, spilaði bassa og var aðallagasmiður. Einnig var hann í hljómsveitunum Carnivore og Fallout. Banamein hans var hjartaáfall. Er það kaldhæðnislegt að því leyti að hann hafði lagt sukklíferni sitt á hilluna. Steele hét réttu nafni Petrus T. Ratajczyk og var af pólskum, rússneskum, skoskum og íslenskum ættum. Síðasta plata TON, Dead again kom út árið 2007.

Hatebreed

Metalcore hljómsveitin Hatebreed hefur eftir nokkuð þref látið undan öskunni í Eyjafjallajökli og hefur nú frestað tónleikum sínum í norður- Evrópu nú í lok apríl.

Sólarsamba 2010

LIGHTS ON THE HIGHWAY
Feldberg
Jan Mayen
Pascal Pinon

Hvar? Sódóma
Hvenær? 2010-04-21
Klukkan? 22:00:00
Kostar? 1000 kr
Aldurstakmark? 18

 

Sólarsamba 2010
síðasta vetrardag/fyrsta sumardag
miðvikudaginn 21. apríl kl 22:00

Lights on the Highway
Feldberg
Jan Mayen
Pascal Pinon

1000 kr / 18 ára aldurstakmark

Sódóma í samstarfið við Lights on the Highway boða komu sumars til stranda landsins og bjóða að því tilefni til gnægtarborðs bragðgóðra og upplífgandi tóna frá fjölbreyttum hópi hljómsveita. Dansað verður og sungið fram á rauða nótt, herlegheitin hefjast 2 tímum fyrir áætlaða komu sumarsins en móttökuathöfn verður svo á miðnætti þar sem þess verður freistað að semja frið við náttúruöflin svo sumarið geti verið sem gæfuríkast fyrir landsmenn til sjávar og sveita. Tónlistin mun þó vera í aðalatriði þetta kvöld og hafa liðsmenn LOTH fengið með sér 3 frábærar sveitir til að þóknast sumargyðjunni fögru.

Lights on the Highway hafa fyrir löngu skapað sér sess sem ein allra besta tónleikasveit landsins. Plötur sveitarinnar hafa ekkert þótt síðri, sbr. tilnefningu til hinna Íslensku Tónlistarverðlauna fyrir plötu ársins nú í mars sem og úrvalslista Kraums. Aðdáendur LOTH eru vandlátir og láta ekki bjóða sér hvað sem er enda vita þeir vel að kraftur sveitarinnar á sviði er magnaður í meira lagi. LOTH eru á leið til Lundúna í byrjun maí en hinir hjátrúarfullu Ljósbrautungar vilja freista þess að færa náttúruöflunum tónlistarfórn svo himnar megi opnast fyrir ferð þeirra yfir hafið. Í Lundúnum stendur til að halda þrjá prívat showcase tónleika fyrir áhugasamar útgáfur þar í landi og eru tónleikarnir liður í fjármögnun ferðarinnar.

Feldberg skaut hratt upp á stjörnuhiminn árið 2009 og kom það fáum á óvart enda einvala lið hæfileikafólks sem fer fyrir sveitinni; Einar Tönsberg aka Eberg og Rósa Birgitta Ísfeld oft kennd við Sometime. Lagið Dreamin’ sem hefur tröllriðið öllum miðlum undanfarna mánuði var valið lag ársins á nýliðnum Tónlistarverðlaunum og leynist engum að þar fer lag sem mun lifa um ókomin ár. Svo vill til að Feldberg eru líka á leið til Lundúna að halda showcase tónleika og því sameiginlegir hagsmunir þeirra og LOTH að það semjist við áðurnefnd náttúröfl.

Meðal skemmtilegustu rokksveita landsins má ávalt finna Jan Mayen, sveit sem hefur verið starfandi síðan 2003 og sent frá sér 2 frábærar skífur, Home of the Free Indeed árið 2004 og So Much Better Than Your Normal Life árið 2007. JM spila grípandi og sálarbætandi gítar-rokk ala Sonic Youth, The Strokes og Liars, hefur látið lítið á sér bera undanfarin misseri og setið við lagasmíðar. Þeir ætla að færa öflunum fórn í formi nýrra laga og ætti það að seðja maga dýrsins.

Hinar kornungu en hæfileikaríku indie-popp-prinsessur í Pascal Pinon hafa verið að geta sér afar gott orð undanfarið og þótt bera mikinn vott um staðfestu þegar þær kusu að gera allt í kringum sveitina sjálfar, hvort sem það er að taka upp, bóka tónleika eða gefa sjálfar út sína tónlist. Frumburð þeirra, samnefndur sveitinni, situr í 2. sæti topplista gogoyoko þegar þessi orð eru rituð og dagljóst að þær stöllur vita alveg upp á hár hvað þær eru að gera.

Uppröðun hljómsveita verður kynnt nánar hér þegar líður á vikuna.

Sódóma presents: SÓLARSAMBA 2010

LIGHTS ON THE HIGHWAY
Feldberg
Jan Mayen
Pascal Pinon

Last day of winter/first day of summer
Wednesday April 21st
10pm / 1000 kr / 18 years and older

Celebrate the arrival of summer with some of the best bands around.

Event:  
Miðasala: 

Tristram (UK) + Rökkurró+ Miri + Nolo.

Tristram (UK)
Rökkurró
Miri
Nolo

Hvar? Sódóma
Hvenær? 2010-04-17
Klukkan? 21:00:00
Kostar? 1000 kr
Aldurstakmark? 20

 

Laugardaginn 17. apríl heldur OkiDoki sitt sextánda tónleikakvöld á skemmtistaðnum Sódóma.

Meðal þeirra sem fram koma eru:
Tristram (UK), Rökkurró, Miri og Nolo.
18 ára aldurstakmark er inn á tónleikana og er miðaverð litar 1000 krónur.

– Fréttatilkynnig –

Tónlistarmaðurinn Tristram kemur alla leiðina frá London til að leika fyrir Íslendinga.
Hann gaf nýverið út sína fyrstu plötu, stuttskífuna Someone Told Me A Poem.
Tristram framreiðir þjóðlagaskotið popp og hefur
fengið mikið lof fyrir einlægar lagasmíðar og ótrúlega söngrödd.
Kappanum hefur gjarnan verið líkt við meistara á borð við Nick Drake
og Conor Oberst og ætti landinn ekki að vera svikinn af Tristram.

Lítið hefur verið um tónleikahald hjá krökkunum í Rökkurró enda hefur bandið unnið hörðum höndum
undanfarna mánuði að sinni annarri breiðskífu.
Platan var tekin upp í samstarfi við upptökustjórann Alex Somers í Sundlauginni,
upptökuveri Sigur Rósar, og er væntanleg í búðir í sumar.
Bandið snýr því tvíelft úr hljóðverinu með
fullan poka af nýjum og ferskum tónsmíðum. Kvintettinn stefnir á tónleikaferðalag
í lok sumars og þarf því að hita vel upp áður en land verður lagt undir fót.

Strákarnir í Nolo gáfu út sína fyrstu breiðskífu í lok síðasta árs á vegum útgáfufélagsins Braks.
Nolo hefur vakið töluverðra athygli fyrir litríkar og skemmtilegar tónsmíðar og hressilega sviðsframkomu á tónleikum.
Nolo vinnur nú að lagi ásamt Sudden Weather Change sem prýða mun sumarplötu Kimi Records sem kemur út innan skamms.

Ásamt þeim Nolo, Tristram og Rökkurró ætla strákarnir í Miri að trylla lýðinn. Þeir eru þessa daganna að undirbúa
útgáfu á sinni fyrstu breiðskífu sem heimildir herma muni bera nafnið Okkar.
Einnig hafa strákarnir að austan verið í samvinnu við Restro Stefsson við smíðar á lagi fyrir sumarplötu Kimi Records.

Húsið opnar klukkan 21:00 og hefjast tónleikarnir stundvíslega klukkan 21:30.
Plötur og annar varningur frá hljómsveitunum verður til sölu á tónleikunum á gjafaprís.

– G.V.

Event:  
Miðasala: 

Perla – Momentum – Hoffman á Sódama 24.april

Perla – http://www.myspace.com/musicperla

Momentum – http://www.myspace.com/momentumtheband

http://www.momnetum.bandcamp.com

Hoffman – http://www.myspace.com/hoffmanis

Hvar? Sódóma
Hvenær? 2010-04-24
Klukkan? 23:00:00
Kostar? 1000 kr
Aldurstakmark? 20

 

Svo sannarlega tónleikar fyrir þá sem vilja fjölbreytt úrval af gæða rokk/þungarokki. Engin þessara hljómsveita hafa spilað saman áður svo ekki láta þetta framhjá ykkur fara.

A clear choice for those who want a diverse mix of rock and metal on a live show. None of these bands have played together before so don’t miss out.

Perla
Momentum
Hoffman

Starts at 23:00 at Sódóma Reykjavík 24th of april 1000 IKR entrance

Event:  
Miðasala: