Month: mars 2010

Sódóma Burns

Sódóma Burns

SORORICIDE
SÓLSTAFIR
IN MEMORIAM
BASTARD

Hvar? Sódóma
Hvenær? 2010-04-09
Klukkan? 22:00:00
Kostar? 1800 kr
Aldurstakmark? 18

 

Sódóma Reykjavík
09. Apríl Anno Bastardi 2010
22:00 1800kr inn og 18 ára aldurstakmark.

Langafar íslenzks dauðarokks eru risnir uppúr óvígðum gröfum sínum!
Sororicide og In Memoriam snéru til baka frá dauðum til dauða á seinasta ári og hafa aldrei verið sterkari!
Sólstafir hafa brýnt sverð sín í 15 ár um þessar mundir og Bastard eru kannski nýir, en þeir eru samt ofsalega reiðir!

Rétt eins og Sódóma Reykjavík er réttnefni eru Sororicide, Sólstafir, In Memoriam og Bastard hið fullkomna sándtrakk við eldgos, stórbruna og almenna eyðileggingu á þessum seinustu og verstu tímum!

Event:  
Miðasala: 

Korn á Roadrunner

Hljómsveitin Korn hefur gert útgáfusamning við Roadrunner útgáfana, en von er á nýjundu breiðskífu sveitarinnar núna í sumar. Nýja skífan hefur fengið nafnið Korn III – Remember Who You Are og er eins og fyrstu tvær breiðskífur sveitarinnar pródúseruð af Ross Robinson. Sveitin heldur því fram að eins og í upphafi ætli sveitin að hætta tilraunastarfsemi og halda sig við hráleikann.

Helmet

Von er á nýrri breiðskífu hljómsveitarinnar Helmet í lok júní mánaðar núna í ár. Platan hefur fengið nafnið Seeing Eye Dog og telst sem 7. breiðskífa sveitarinnar. Í þetta sinn er það Working song útgáfan í samvinnu við Vagrant útgáfunna sem gefur út plötuna, en Working song er útgáfa í eigu söngvara og gítarleikara sveitarinnar, Page Hamilton, og tónlistarmannsins Joe Henry.

FAR

Hljómsveitin FAR hefur tilkynnt að ný útgáfa sveitarinnar,“At Night We Live”, verður gefin út 25. maí núna í ár, en það er Vagrant útgáfan sem gefur út plötuna.

Blacklisted

Hljómsveitin Blacklisted hyggur á útgáfu um miðjan apríl mánuð. Efnið sem sveitin sendur frá sér í þetta skiptið er platan “No One Deserves To Be Here More Than Me”, en platan kom fyrst út á vínil plötu í fyrra. Til viðbótar á disknum verður einnig að finna á sama disk allt efni Eccentrichnine 7″ plötunnar. Lagalisti plötunnar mun líta svona út:
01 – “Our Apartment Is Always Empty”
02 – “Everything In My Life Is For Sale”
03 – “J.M.N.” (Interlude)
04 – “No One Deserves To Be Here More Than Me”
05 – “G.E.H.” (Interlude)
06 – “The P.I.G. (Problem Is G.)”
07 – “I’m Trying To Disappear”
08 – “Palisade”
09 – “Skeletons”
10 – “I Am Extraordinary”
11 – “S.M.F.” (Millispil)
12 – “Stones Throw” (aukalag)
13 – “D.J.W.” (Millispil) (aukalag)
14 – “Eccentrichine” (aukalag)

Soulfly

Hægt er að hlusta á nýtt lag hljómsveitarinnar Soulfly á heimasíðu Roadrunner http://www.roadrunnerrecords.com/riseofthefallen/ – með sveitinni í þessu lagi syngur söngvari hljómsveitarinnar The Dillinger Escape Plan, Greg Puciato.

Lagið er að vinna á tilvonandi breiðskífu sveitarinnar Omen, en von er á skífunni í búðir 25. maí. Sérstök útgáfa af plötunni verður einnig gefin út þar sem bæði verður að finna auka lög og tónleikaupptökur á DVD mynddisk.

Meðal efnis á Omen verða eftirfarandi lög:
01 – “Bloodbath & Beyond”
02 – “Rise Of The Fallen”
03 – “Great Depression”
04 – “Lethal Injection”
05 – “Kingdom”
06 – “Jeffrey Dahmer”
07 – “Off With Their Heads”
08 – “Vulture Culture”
09 – “Mega-Doom”
10 – “Counter Sabotage”
11 – “Soulfly VII”
12 – “Four Sticks” (Led Zeppelin lag) (aukalag)
13 – “Refuse/Resist” (Sepultura lag) (aukalag)
14 – “Your Life, My Life” (Excel lag) (aukalag)

Mynddiskurinn verður veglegur og mun meðal annars innihalda upptökur frá Full Force hátíðinni í þýskalandi frá árinu 2009. Í viðbót við það verður myndband við lagið unleasch og eitthvað viðbótar gotterí:
01 – “Blood Fire War Hate”
02 – “Sanctuary”
03 – “Prophecy”
04 – “Back To The Primitive”
05 – “Seek ‘N’ Strike”
06 – “Living Sacrifice”
07 – “Enemy Ghost”
08 – “Refuse/Resist”
09 – “Doom”
10 – “L.O.T.M.”
11 – “Molotov”
12 – “Drums”
13 – “Warmageddon”
14 – “Policia”
15 – “Unleash”
16 – “Roots Bloody Roots”
17 – “Eye For An Eye”

Konungsdæmi Sorgarinnar

Hljómsveitin Kingdom Of Sorrow (sem inniheldur meðlimi hljómsveitanna Hatebreed og Crowbar(já og Down) hefur ákveðið nýja platan beri nafnið “Behind The Blackest Tears”. Það er enginn annar en Zeuss sem mun hljóðblanda gripinn en Nick Bellmore sá um upptökur. Von er á því að platan verði gefin út 8. júní næstkomandi af Relapse útgáfunni.

Momentum – Fixation, at Rest – Ný plata tilbúin

Momentum hafa lokið við gerð sinnar nýjustu plötu. Platan ber nafnið ‘Fixation, at Rest’. Hún inniheldur 9 lög og spannar rúmlega 50 mínútur.

Platan var tekin upp í Island Studios í Vestmannaeyjum í júlí 2009. Upptökur voru í höndum Axel “Flex” Árnasonar. Hluti af plötunni var einnig tekin upp af Momentum í Stúdíó Njallinn (ef stúdio mætti kalla ) Platan var mixuð og masteruð í Stúdío ReFlex, einnig af honum Flex. Um 2 ár eru liðin frá því að fyrst var farið að semja efni á plötuna og því ekki hjá því komist að við strákarnir brosum fram að eyrum þessa dagana. Á næstunni koma einhverskonar hljóðdæmi á netið ásamt einhverju “studiofootage” og þess háttar.

Að svo stöddu getum við hins vegar ekki tjáð hvenær gripurinn verður gefinn út. Nánari upplýsingar síðar. Góðar stundir!

Jarðskjálfti 2010

Reason To Believe
WeMadeGod
Nögl

Hvar? Dillon Rockbar
Hvenær? 2010-03-25
Klukkan? 22:00:00
Kostar? 500 kr
Aldurstakmark? 18

 

Hljómsveitirnar Reason To Believe,WeMadeGod og Nögl ætla að troða upp á Dillon
Rock Bar næsta Fimmtudag. Tónleikarnir byrja kl. 10 og kostar littlar 500
krónur inn og er 18 ára aldurstakmark

Reason To Believe er lítið þekkt nafn en eru á uppleið. Þeir hafa verið iðnir
við að spila og koma sér á framfæri undanfarna mánuði. Þar að auki voru þeir
valdir hljómsveit fólksins á Rokkstokk 2010, og eru þeir að vinna í sinni
fyrstu plötu eins og er sem þeir stefna á að gefa út í enda þessa árs,
aðspurðir útí tónlistarsstefnu segjast þeir spila
Alternitive-Melódískt Rokk á heimsklassa

Nögl gáfu út sína fyrstu plötu í september síðastliðinn sem ber heitið “I
proudly Present” Þar að auki túruðu þeir einnig um Flórídafylki í Bandaríkjunum
í ágúst á seinasta ári og hafa verið með 4 lög í útvarpsspilun á x-inu
Aðspurðir útí tónlistarstefnu segjast þeir spila Rokk í bland við popp

We Made God er hljómsveit sem hefur verið starfandi í þónokkur ár núna, Þeir
gáfu út sína fyrstu plötu árið 2008 sem ber heitið “As We Sleep” og hafa verið
mikið í umræðunni undanfarið, þar að auki túruðu þeir um England seinasta
haust.
Aðspurðir útí tónlistarstefnu segjast þeir spila Ambient-Hugsunartónlist í
bland við Rokk.

Concert at Rock Bar Dillon, laugarvegur 30. 500 kr.

Reason To Believe
Nögl
WeMadeGod

Event:  
Miðasala: