Gamli jálkurinn Bill Byford, söngvari breska bandsins Saxon er sérlegur erinDreki fyrir herferð í Bretlandi í samráði við Metalhammer tímaritið um að koma þungarokki sem trúarbrögðum í manntali(census) fyrir 2011.
Ritstjóri Metalhammer, Alexander Milas, er vongóður þar sem rúmlega 400.000 manns í England, Wales og Skotlandi skráðu sig sem ,,Jedi”( riddara úr Starwars) í manntalinu 2001 í kjölfar herferðar á veraldarvefnum og urðu þar með fjórði stærsti trúarhópurinn í landinu á eftir kristni, islam og hindúisma. Skutu Jedi-riddararnir gamalgrónum trúarbrögðum eins og búddisma og gyðingdómi ref fyrir rass og töldu 0,8% þjóðarinnar. Nú sé tilvalinn tími fyrir þungarokkara að sýna sinn mátt.
Byford mun vekja athygli á þessari hávaðasömu trúarlegu hefð með því að vísítera borgir og bæi mánaðarlega í Bretlandi sem hafa gefið af sér ríkulega á altari undirheimanna og fagna arfleifð þeirra. Byford segir að þungarokkið hafi verið stofnað í Bretlandi og það hljóti að vera þungmálmserfðaþáttur í genalaug þjóðarinnar. Þungarokkið hafi verið mjög vinsælt þar á 9. áratugnum og því hafi vaxið ásmegin síðustu ár.
Í netpistli enska blaðsins The Guardian er hugmyndin sögð aðlaðandi en að hún myndi ekki virka vegna innri klofnings:
“Any attempt to show a united front would soon descend into petty, factionalist squabbling. The grindcore fans would gang up on the sludge-metal fans. The stoner fans would call everyone else “pussies”…