Month: janúar 2010

Þungatrú – Defenders of the faith 2010-11

Gamli jálkurinn Bill Byford, söngvari breska bandsins Saxon er sérlegur erinDreki fyrir herferð í Bretlandi í samráði við Metalhammer tímaritið um að koma þungarokki sem trúarbrögðum í manntali(census) fyrir 2011.

Ritstjóri Metalhammer, Alexander Milas, er vongóður þar sem rúmlega 400.000 manns í England, Wales og Skotlandi skráðu sig sem ,,Jedi”( riddara úr Starwars) í manntalinu 2001 í kjölfar herferðar á veraldarvefnum og urðu þar með fjórði stærsti trúarhópurinn í landinu á eftir kristni, islam og hindúisma. Skutu Jedi-riddararnir gamalgrónum trúarbrögðum eins og búddisma og gyðingdómi ref fyrir rass og töldu 0,8% þjóðarinnar. Nú sé tilvalinn tími fyrir þungarokkara að sýna sinn mátt.

Byford mun vekja athygli á þessari hávaðasömu trúarlegu hefð með því að vísítera borgir og bæi mánaðarlega í Bretlandi sem hafa gefið af sér ríkulega á altari undirheimanna og fagna arfleifð þeirra. Byford segir að þungarokkið hafi verið stofnað í Bretlandi og það hljóti að vera þungmálmserfðaþáttur í genalaug þjóðarinnar. Þungarokkið hafi verið mjög vinsælt þar á 9. áratugnum og því hafi vaxið ásmegin síðustu ár.

Í netpistli enska blaðsins The Guardian er hugmyndin sögð aðlaðandi en að hún myndi ekki virka vegna innri klofnings:

“Any attempt to show a united front would soon descend into petty, factionalist squabbling. The grindcore fans would gang up on the sludge-metal fans. The stoner fans would call everyone else “pussies”…

dordingull.com á rás 2

Útvarpsþátturinn dordingull.com hefur göngu sína á Rás tvö miðvikudaginn 3. febrúar eftir miðnæturfréttir. Í þættinum fjallar Valli dordingull (Sigvaldi Ástríðarson) um þungarokk, pönk og allskyns harðkjarna tónlist. Stefna þáttarins er að kynna íslenskum rokk hundum fyrir því nýjasta sem er að gerast í harðkjarna heiminum, hvort sem það er hérlendis eða erlendis. Valli mun að vanda leggja áherslu á að kynna íslenskt efni og fá góða gesti í heimsókn til að taka púlsinn á Íslensku rokk lífi.

Fyrsti þáttur dordingull.com verður miðvikudagskvöldið 3. febrúar og gestur þáttarins er Aðalbjörn Tryggvason, söngvari og gítarleikari hljómsveitarinnar Sólstafa. Sólstafir hafa verið að gera það gott nýverið og munu meðal annars spila á Hróarskeldu núna í ár í viðbót við aðrar tónleikahátíðir á borð við Ragnarök Festival , Summer Breeze Open Air og hinu magnaða Wacken festivali. Nýjasta breiðskífa sveitarinnar, Köld, hefur fengið gríðarlega góðar viðtökur um allan heim og munum við spila efni af plötunni í viðbót við eldra efni.

Pungdrullu rokk 6. feb

Severed Crotch
Celestine
Plastic Gods

Hvar? GrandRokk
Hvenær? 2010-02-06
Klukkan? 22:00:00
Kostar? 1000 kr kr
Aldurstakmark? 20

 

Laugardagurinn 6. febrúar halda dauðarokkararnir í Severed Crotch tónleika á skemmtistaðnum Grand Rokk. Á tónleikunum mun hljómsveitin spila gamla slagara í bland við nýlegt og glænýtt efni! Þetta eru fyrstu tónleika klofsins(og líka plastic og celestine) í langan tíma, Um að gera að mæta og skemmta sér!

On february 6th Severed Crotch are putting on a heavy show at Grand Rokk! Plastic Gods and celestine will also appear and it is the first time in a long while that all three bands have played a show so there is plenty reason to show up and have a great time!

Event:  
Miðasala: 

Lokatónleikar SHOGUN

SHOGUN
Endless Dark
We Made God
Gordon Riots

Hvar? GrandRokk
Hvenær? 2010-01-30
Klukkan? 22:00:00
Kostar? 1000 kr
Aldurstakmark? 20

 

Skráður þann: 06 Ágú 2004
Innlegg: 1065

InnleggInnlegg: Sun Jan 24, 2010 7:31 pm Efni innleggs: Lokatónleikar Shogun – 30.jan – Grand Rokk Svara með tilvísun Breyta/Eyða þessu innleggi
Þá er komið að lokatónleikum hljómsveitarinnar SHOGUN. Við höfum eignast fullt af góðum vinum og kunningjum, og spilað á flestum stöðum landsins og á flestum stórtónleikum sem eru á Íslandi, Iceland Airwaves, Músiktilraunum og einnig á stóra sviðinu á 17. júní. Við viljum einnig þakka öllum sem hafa staðið við bakið á okkur.

Höfum við þá gefið út eina breiðskífu sem ber titilinn Charm City og erum afar ánægðir með hana.

Tónleikarnir verða haldnir á Grand Rokk Laugardaginn 30. janúar 2010.

Það kostar 1000 kr. inn og fylgir einn bjór með eða þá að þið borgið 1500 kr. og fáið einn bjór og plötuna “Charm City” í kaupbæti.

Með okkur spila svo vinahljómsveitirnar okkar, Gordon Riots, We Made God og Endless Dark.

Event:  
Miðasala: 

Félagsmiðstöðvatúr Kimi Records

kimono – Morðingjarnir – Me, The Slumbering Napoleon

Hvar? Tían (Ársel) – Árbæ
Hvenær? 2010-02-03
Klukkan? 19:30:00
Kostar? 0 kr
Aldurstakmark? 0

 

Dagana 27. janúar til 3. febrúar ætla þrjár þriggja manna hljómsveitir að taka sig til og heimsækja félagsmiðstöðvar á höfuðborgarsvæðinu og spila ókeypis tónleika handa ungmennum borgarinnar. Sveitirnar gáfu allar út plötur á vegum Kimi Records í haust við prýðis viðtökur.

Hljómsveitunum finnst tími til kominn til að lífga upp á tónleikamenninguna í félagsmiðstöðvum sem var vinsælt á tíunda áratug síðustu aldar. Þeim finnst að krakkarnir eigi skilið að fá að sjá góða tónleika, sem þeir gætu annars ekki fengið að sjá sökum aldurstakmarkanna á tónleikastöðum borgarinnar.

Félagsmiðstöðvartúrinn heimsækir 6 miðstöðvar: Frostaskjól, Hitt húsið, Miðberg, Tónabæ, Engyn og Tíuna.

Sudden Weather Change munu svo einning spila með í Frostaskjóli, Miðbergi og Tónabæ.

Túrplan:
Mið. 27. jan – Frostaskjól, Vesturbæ
Fim. 28. jan – Hitt húsið, Miðbæ
Fös. 29. jan – Miðberg, Breiðholti
Mán. 1. feb – Tónabær, Austurbæ
Þri. 2. feb – Engyn, Grafarvogi
Mið. 3. feb – Tían, Árbæ

Event:  
Miðasala: 

UNICEF / Haítí

Morðingjarnir
Ourlives
kimono
Bloodgroup
13

Retro Stefsons dj’s

Hvar? Sódóma
Hvenær? 2010-01-28
Klukkan? 20:30:00
Kostar? 1000 kr
Aldurstakmark? 20

 

Sódóma Reykjavík og gogoyoko
í samstarfi við UNICEF á Íslandi:

Tónleikar til styrktar hjálparstarfi barnahjálpar Sameinuðu Þjóðanna, UNICEF, á Haítí
Sódóma Reykjavík, fimmtudaginn 28. janúar kl 20:30

Fram koma:

Bloodgroup
kimono
Morðingjarnir
Ourlives
13
Retro Stefson dj’s

Miðaverð er 1000 kr og allur afrakstur miðasölunnar rennur í hjálparstarf UNICEF á Haítí.
Einnig verður tekið á móti frjálsum framlögum á www.unicef.is og á tónleikunum.

Event:  
Miðasala: 

Mike IX Williams (Eyehategod) – Örviðtal

Whats happening with Eyehategod these days?.
Lots of gigs and travelling lately and I’m glad. Good to meet the people and have a drink or twelve.

I see you guys are planning a tour through Europe, why not stop in Iceland also?
Funny you say that because its a possibility. We are talking with our booking agent about Iceland. I would LOVE to go to your country, even if it was just by myself but obviously with EHG would be ace.

You have been known for more work than just Eyehategod, what other projects are you also involved with?
Alot of stuff. Arson Anthem will have our second release out soon – 17 fast furious hardcore punk tunes with me singing, Phil Anselmo on guitar and Hank III on drums, The Guilt Of… is an electronics/noise duo I have and are doing some splits this year including one with Merzbow, Outlaw Order is doing Roadburn this year, my book Cancer as a Social Activity in its second print and I have more books written Im editing, I have a spoken word noise 7″ almost sold out on Chrome Peeler records and god knows what else….

What is the difference between Outlaw Order and Eyehategod?
The music is totally different, of course it gets comparisons because of the members but I believe 00% is faster and has lead guitar riffs and no feedback. The vibe is just different. People should just get the records and judge themselves. The 00% LP is called Dragging Down the Enforcer. Get it people.

Is there a change that we will see a new Eyehategod album anytime soon?
Hopefully very soon, but I’m tired of this question. Its up to Jimmy and them to write enough songs. I would go in the studio tomorrow if they were ready. We do have new songs, but we need a bunch more.

What is the best way for a kid in Iceland to get your poetry and music?
Well there are a variety of websites and places to get stuff, but you can go to www.thehousecorerecords.com for some things, like Arson Anthem and my book. It depends on what they want as to where you can go. Some things are available directly form me so write me at my Myspace page at www.myspace.com/nolanine and ask. I try and write everyone back. I’m very interested in the punk/metal scene in Iceland, really any underground music at all thats from there.

Whats next on the agenda for you Mike?
Touring and writing. Touring and writing.