Bróðir Svartúlfs (Fönkað rappþungarokk), Múgsefjun (fólkað indípopp) og Agent Fresco (starðfræðiskotinn öfgajazzmetall)
Hvar? Sódóma
Hvenær? 2009-10-31
Klukkan? 22:00:00
Kostar? 500 kr
Aldurstakmark? 20
Alveg frá því að Bróðir Svartúlfs sigraði Músíktilraunir í mars á þessu ári
hafa tónlistarunnendur á Íslandi (og víðar) beðið með hjartað í buxunum
eftir plötu frá bandinu. Strákarnir hafa unnið dag og nótt að því að klára
frumburðinn, sem er samnefndur sveitinni. Platan er 6 laga stuttskífa og
var tekin upp að mestu í Sundlauginni, en eitt lag í Tankinum á Flateyri. Í
tilefni af því að skífan er nú loksins, loksins tilbúin ætla Svartúlfur og
bræður hans að heiðra Reykvíkinga með nærveru sinni. Þeir munu spila á
Sódóma Reykjavík, laugardaginn 31.október ásamt Múgsefjun og Agent Fresco.
Bróðir Svartúlfs blandar saman rappi og þungu rokki á frumlegan og
kraftmikinn hátt. Rapparinn Arnar Freyr spýtir út 400 orðum á mínútum af
ljóðrænni áfergju og tilfinningahita á meðan ein þéttasta groddarokksveit
landsins rokkar af lífi og sál á bakvið. Frábærir hljóðfæraleikarar í
hverri stöðu hrista saman hljómana í magnaðan tilraunarokkrapp-kokteil með
smá dass af fönki. Tónleikar sveitarinnar eru hálfgert intellektjúal slamm
með vænum skammti af fiðrildum í maganum.
Múgsefjun spila gáfumannapopp án nokkurrar tilgerðar né fíflaláta.
Undurfallegar melódíur, góðir íslenskir textar og fjölbreytileiki í
fyrirrúmi. Fyrsta plata Múgsefjunar, Skiptar Skoðanir, kom út í fyrra og
vakti strax mikla athygli gagnrýnenda og má svo sannarlega segja að þetta
glaðlega fólk-indípopp hafi slegið í gegn hjá íslendingum. Sveitin fékk
m.a. mikla spilun á Rás2.
Agent Fresco þarf vart að kynna, enda löööngu búin að sanna sig sem ein
allra besta rokksveit landsins í dag. Stærðfræðiskotinn öfgajazz-metall í
öðru veldi. Heyrn er sögu ríkari.
Húsið opnar klukkan 22:00 og hefjast hljómleikarnir stuttu seinna,
aðgangseyrir er litlar 500 krónur og verður platan að sjálfsögðu til sölu á
útsöluprís.
www.myspace.com/brodirsvartulfs
www.myspace.com/agentfresco
www.myspace.com/mugsefjun
www.okidoki.is
Event:
Miðasala: