Month: október 2009

Eðal Rokktónleikar

Eðal Rokktónleikar

Missing
Nögl
Dynamo Fog
Two tickets to Japan

Hvar? Sódóma
Hvenær? 2009-10-30
Klukkan? 22:00:00
Kostar? 1000 kr
Aldurstakmark? 20

 

Þann 30. Oktober nk. verða haldnir eðal rokktónleikar á Sódómu Reykjavík.
Fram koma hljómsveitirnar Nögl, Missing, Two Tickets To Japan og Dynamo Fog.
Húsið opnar kl. 22:00 og fyrsta band fer á svið upp úr 22:30, það kostar litlar
1000 kr inn.
Einnig má til gaman geta að hin 5 mánaða Missing var að koma úr Danmerkur túr
með nýju “Ep” plötunna sína og verða vonandi með einhver eintök á tónleikunum,
fyrstir koma fyrstir fá. Vonandi láta sem flestir sjá sig enda boðið upp á
eitraða stemmningu.

Event:  
Miðasala: 

Anthrax

Það er ljóst að John Bush, fyrrum söngvari Anthrax(’92-’05) syngur á nýrri plötu, Worship music. Hljómsveitin hafði áður tekið plötuna upp með Dan Nelson (’07-’09) en af ótilgreindum ástæðum braust út ósætti og hann var látinn fjúka. Svo virðist sem Bush verði áfram með Anthrax.

DEATHMETALL Í TÞM 30. Október!!

Severed Crotch ( www.myspace.com/severedcrotch )
Gruesome Glory ( www.myspace.com/gruesomeglory )
Discord ( www.myspace.com/discordiceland )
Wistaria ( www.myspace.com/wistariatheband )
The Vulgate

Hvar? TÞM
Hvenær? 2009-10-30
Klukkan? 20:00:00
Kostar? 500 kr
Aldurstakmark? 0

 

Hús Opnar 19:30

Event:  
Miðasala: 

Útgáfutónleikar Bróðir Svartúlfs (feat. Múgsefjun og Agent Fresco)

Bróðir Svartúlfs (Fönkað rappþungarokk), Múgsefjun (fólkað indípopp) og Agent Fresco (starðfræðiskotinn öfgajazzmetall)

Hvar? Sódóma
Hvenær? 2009-10-31
Klukkan? 22:00:00
Kostar? 500 kr
Aldurstakmark? 20

 

Alveg frá því að Bróðir Svartúlfs sigraði Músíktilraunir í mars á þessu ári
hafa tónlistarunnendur á Íslandi (og víðar) beðið með hjartað í buxunum
eftir plötu frá bandinu. Strákarnir hafa unnið dag og nótt að því að klára
frumburðinn, sem er samnefndur sveitinni. Platan er 6 laga stuttskífa og
var tekin upp að mestu í Sundlauginni, en eitt lag í Tankinum á Flateyri. Í
tilefni af því að skífan er nú loksins, loksins tilbúin ætla Svartúlfur og
bræður hans að heiðra Reykvíkinga með nærveru sinni. Þeir munu spila á
Sódóma Reykjavík, laugardaginn 31.október ásamt Múgsefjun og Agent Fresco.

Bróðir Svartúlfs blandar saman rappi og þungu rokki á frumlegan og
kraftmikinn hátt. Rapparinn Arnar Freyr spýtir út 400 orðum á mínútum af
ljóðrænni áfergju og tilfinningahita á meðan ein þéttasta groddarokksveit
landsins rokkar af lífi og sál á bakvið. Frábærir hljóðfæraleikarar í
hverri stöðu hrista saman hljómana í magnaðan tilraunarokkrapp-kokteil með
smá dass af fönki. Tónleikar sveitarinnar eru hálfgert intellektjúal slamm
með vænum skammti af fiðrildum í maganum.

Múgsefjun spila gáfumannapopp án nokkurrar tilgerðar né fíflaláta.
Undurfallegar melódíur, góðir íslenskir textar og fjölbreytileiki í
fyrirrúmi. Fyrsta plata Múgsefjunar, Skiptar Skoðanir, kom út í fyrra og
vakti strax mikla athygli gagnrýnenda og má svo sannarlega segja að þetta
glaðlega fólk-indípopp hafi slegið í gegn hjá íslendingum. Sveitin fékk
m.a. mikla spilun á Rás2.

Agent Fresco þarf vart að kynna, enda löööngu búin að sanna sig sem ein
allra besta rokksveit landsins í dag. Stærðfræðiskotinn öfgajazz-metall í
öðru veldi. Heyrn er sögu ríkari.

Húsið opnar klukkan 22:00 og hefjast hljómleikarnir stuttu seinna,
aðgangseyrir er litlar 500 krónur og verður platan að sjálfsögðu til sölu á
útsöluprís.

www.myspace.com/brodirsvartulfs
www.myspace.com/agentfresco
www.myspace.com/mugsefjun
www.okidoki.is

Event:  
Miðasala: 

Halloween upphitun

Severed Crotch
Cranium

Hvar? TÞM
Hvenær? 2009-10-30
Klukkan? 20:30:00
Kostar? 0 kr
Aldurstakmark? 0

 

Severed Crotch munu spila í rotnuðum vinnuskúr fyrir utan Hugmyndahús Háskólanna Grandagarði 2. Föstudaginn 30 oct 2009 Einnig verður flutt nýtt draugaverk unnið upp úr gömlum upptökum hljómsveitarinnar Cranium. Hefst veislan kl 20:30 og munu Severed Crotch blasta skúrinn um kl 21:00 Atburðurinn er í tengslum við verk Sigurð Guðjónsson meðlim dauðarokkssveitarinnar Cranium. Mætum með kippu og sullum í okkur í Napalm Death rútunni sem verður á staðnum.

Það væri heiður að sjá sem flesta dauðarokkara á svæðinu.

Event:  
Miðasala: 

We Made God, Chino o.fl í Molanum

Chino – http://www.myspace.com/chinoiceland

We Made God – http://www.myspace.com/wemadegod

Itchyblood – http://www.myspace.com/itchybloodband

Two Tickets to Japan – http://www.myspace.com/twoticketstojapan

Hvar? Molinn Kópavog
Hvenær? 2009-10-29
Klukkan? 22:00:00
Kostar?  kr
Aldurstakmark? 

 

Poster: http://profile.ak.fbcdn.net/object2/1745/64/n160396844373_7205.jpg

Event:  
Miðasala: 

Grape vine Reykjavík Grassroots Muck, Plastic Gods og Catterpillarman!

Muck, Plastic Gods og Catterpillarman!

Hvar? Hemmi og Valdi
Hvenær? 2009-10-23
Klukkan? 22:00:00
Kostar? 0 kr
Aldurstakmark? 

 

Reykjavík Grapevine verða með tónleika á Hemma og valda á föstudaginn 23 Október.

Fram koma:

Muck
Plastic Gods
Caterpillarman.

Held að það sé frítt inn og opnar húsið 22:00.
Er ekkert alveg klár á því hvenar þetta byrjar en það er öruglega bara rétt upp úr tíu.

Endilega mætið og látið sjá ykkur.

Gamla kaggi hljómalind! hversu sweeeet!!!!!!!

Event:  
Miðasala: 

Decapitated

Eftir tveggja ára hlé hefur pólska dauðarokkssveitin Decapitated boðað endurkomu sína. Hljómsveitin lenti í bílslysi árið 2007 með þeim afleiðingum að trommari hljómsveitarinnar lést og söngvarinn, Covan, hefur verið í dái síðan. Vogg, gítarleikari og stofnmeðlimur bandsins og bróðir Viteks sem lést, tók þessa ákvörðun.

Hljómsveitin er á leið í Ástralíutúr á næsta ári og ætlar að spila á sumarfestivölum í Evrópu einnig. Liðskipan verður tilkynnt í desember mánuði.