Month: september 2009

Alice in chains tribute

FLYTJENDUR
Söngur: Jens Ólafsson (Brain Police)
Söngur: Kristófer Jensson (Lights on the Highway)
Gítar: Franz Gunnarsson (Dr. Spock / Ensími)
Gítar: Bjarni Þór Jensson (Cliff Clavin)
Trommur: Þórhallur Stefánsson (Lights on the Highway)
Bassi: Jón Svanur Sveinsson (Númer Núll)

Hvar? Sódóma
Hvenær? 2009-10-01
Klukkan? 22:30:00
Kostar? 1000 kr
Aldurstakmark? 18

 

DAGSKRÁIN
Á þessum tónleikum verða flutt öll helstu lög þessarar goðsagnakenndu sveitar. Tónleikarnir skiptast í tvo hluta. Í fyrri hlutanum verða lög Alice In Chains leikin á órafmögnuð hljóðfæri en síðan eftir stutt hlé mun allt verða sett í botn í rokkgleði og munu hárin rísa á tónleikagestum. Söngvararnir verða saman á sviðinu allan tímann og skipta með sér sönglínum. Arnar Eggert Thorodssen mun fara stuttlega yfir sögu sveitarinnar.

ALICE IN CHAINS
Alice In Chains var stofnuð í Seattle borg í Bandaríkjunum árið 1987 af þeim Layne Staley söngvara og Jerry Cantrell gítarleikara. Sveitin er ein af þeim upphafssveitum gruggsenunnar sem trollreið öllu á níunda áratugnum. Þrátt fyrir að vera nefnd grugg sveit þá var hún mun fjölbreyttari og á ættir að rekja í þungarokkssenuna ásamt því að sýna ljúfa hlið með akústískum lögum.

Alice In Chains gáfu út þrjár stórar plötur ásamt þrem litlum plötum áður en forsöngvari sveitarinnar Layne fannst látinn í apríl 2002 eftir að hafa tekið of stóran skammt af fíkniefnum. Sveitin hefur á sínum ferli verið tilnefnd til sjö Grammy verðlauna og tveggja MTV verðlauna. Alice In Chains gefur út langþráða plötu þann 29. September og ber hún heitið Black Gives Way To Blue.

Event:  
Miðasala: 

Sameinuðuþjóðirnar

Hljómsveitin United Nations (sem inniheldur meðlimir Thursday, Convere og Glassjaw) áætlar að send frá sér EP plötu á næstunni. Platan hefur fengið nafnið “Never Mind the Bombings, Here’s Your six Figures” og verður gefin út af Deathwish útgáfunni. Búast má við að efnið verði gefið út sem 7″ vínil plata og einnig sem netútgáfa.

Hatebreed

Hljómsveitin Hatebreed býður nú aðdéndum sínum að hlusta á sýnishorn af nýju plötunni sinni á heimasíðunni youtube. Platan sjálf verður gefin út í lok september mánaðar og verður gefin út í fullt af útgáfum: netúgáfa, venjulegur geisladiskur, ofurútgáfu geisladiskur (með auka dvd disk) og einnig á vínil. Á plötunni verður að finna eftirfarandi lög:

01. Become The Fuse
02. Not My Master
03. Between Hell And A Heartbeat
04. In Ashes They Shall Reap
05. Hands Of A Dying Man
06. Everyone Bleeds Now
07. No Halos For The Heartless
08. Through The Thorns
09. Every Lasting Scar
10. As Damaged As Me
11. Words Became Untruth
12. Undiminished
13. Merciless Tide
14. Pollution Of The Soul
15. Escape (New Diehard Edit)

Umtalað Youtube sýnishorn má sjá hér:

Alice in Chains

Hljómsveitin Alice In Chains býður nú aðdáendum sínum og öðru áhugasömu fólki að hlusta á nýjustu plötu sína “Black Gives Way To Blue” á netinu. Platan sjálf er væntanleg í búðir núna á mánudaginn, en þeir sem ekki geta beðið eftir að heyra diskinn er hægt að gera það hér: www.alice-in-chains.net

We Made God kynnir nýtt efni

We Made God
In samsara
Husband

Hvar? Annað
Hvenær? 2009-10-08
Klukkan? 22:00:00
Kostar? 0 kr
Aldurstakmark? 

 

We Made God mun kynna nýtt efni af væntanlegri plötu.

We Made God Alternative, ambient rock
http://www.myspace.com/wemadegod

In samsara Metal core af nýja skólanum
Því miður no link.

Husband – Súr psychedelic kaffihúsa stemming http://www.myspace.com/husbandmusik

Hitt Húsið
fimmtudaginn 8.okt
kl.20:00
Frítt inn

We Made God presents songs of the forthcoming album

with Husband and In samsara

Hitt húsið
Free show

Event:  
Miðasala: