Month: ágúst 2009

Dimmu borgir

Samkvæmt innleggi á myspacesíðu Mustis, hljómborðsleikara Dimmu borga eru hann og ICS Vortex (hreinar raddir og bassaleikur) hættir í bandinu. Ekki er alveg ljóst hvort þeir hafi hætt eða verið reknir en einhvers konar ósætti hafði gerjast síðustu ár milli þeirra og hljómsveitarinnar. Frekari yfirlýsingar verður að vænta frá sveitinni á næstunni.

Beneath

Íslenska þungarokksveitin Beneath hefur fengið boð um að spila á Death Feast Open Air hátíðinni í Þýskalandi. Hátíðin verður haldin í júní árið 2010. Meðal annarra sveita sem nú þegar eru skráðar á hátíðina eru Waco Jesus, Vomitous, The Sickening, Ingrowing, Inferia, Human Rejection, Disavowed, Deranged, Carnivore Diprosopus, Amputated og Abysmal Torment.

Nánari upplýsingar um hátíðina er að finna hér: www.deathfeast-openair.de

Tóleikar í tilefni af opnun Gamla bókasafnsins

The Fusion Factory
Black Carbis Kuru
ásamt öðrum gestum

Hvar? Gamla bókasafnið
Hvenær? 2009-08-27
Klukkan? 20:00:00
Kostar? 0 kr
Aldurstakmark? 16

 

Tónleikar í tilefni þess að Gamla bókasafnið opnar aftur eftir sumarlokun

The Fusion Factory
Black Carbis Kuru
ásamt öðrum gestum

Tónleikarnir hefjast kl: 20:00
Aðgangur ókeypis

Nú eru starfsmenn að týnast inn í hús til vinnu. Allir eru velkomnir hingað á skrifstofutíma á daginn eða frá 8:00 til 16:00.

Við opnum húsið formlega núna á fimmtudag 27. ágúst með tónleikum sem hefjast upp úr 20:00 og lýkur þeim um 23:00. Ókeypis er inn og eru þeir sem eru búnir í grunnskóla velkomnir.

Vetraropnun verður svona:

Mánudaga frá morgni til 23:00

Þriðjudagar – mömmumorgnar

Miðvikudagar – hópastarf

Fimmtudagar frá morgni til 23:00

Föstudagar frá morgni til 23:00

Síðan um helgar hafa allskyns hópar notað húsið í allskonar hópastarf eins og að læra saman, lana, fylgjast með íþróttum, taka upp tónlist osfr.

Event:  
Miðasala: 

Viðtal

Var að bæta við viðtali við hljómsveitina Plastic Gods sem Kristinn Helgason tók fyrir vefritið Gúlagið. Eitthvað gekk illa að birta viðtalið og því var Harðkjarni næstur í röðinni. Hægt er að lesa viðtalið með því að smella á safnið eða með því að smella á Plastic Gods hnappinn hér til hliðar.

Gavin Portland, Logn og Muck í Hljómalind

Gavin Portland
Muck
Logn
Manslaughter

Hvar? Kaffi Hljómalind
Hvenær? 2009-08-24
Klukkan? 19:30:00
Kostar? 0 kr
Aldurstakmark? 0

 

Gavin Portland
Muck
Logn
Manslaughter
spila í Kaffi Hljómalind á Laugavegi 23 kl 19:30 á morgun.

neðsta band byrjar

Gavin Portland
Muck
Logn
Manslaughter

are gonna be playing a concert in Kaffi Hljómalind, laugavegur 23 tomorrow at 19:30
reverse order

Event:  
Miðasala: 

ROKK Á LJÓSANÓTT

Venus Vomit
Compulsive Psychosis
Papírus
At Dodge City
Kilo
Narfur
Nutra Sweet
Reason To Believe
Keanu
Lifun

Hvar? Frumleikhúsið (Leikfélag Keflavíkur) stendur við Vesturbraut 17 – 230 Keflavík
Hvenær? 2009-09-03
Klukkan? 20:00:00
Kostar? 0 kr
Aldurstakmark? 0

 

Nánar hér: http://www.taflan.org/viewtopic.php?t=44614

Event:  
Miðasala: 

Ozzy og nýr gítarleikari

Ozzy Osbourne hefur sagt skilið við gítarleikara sinn Zakk Wylde að öllum líkindum. Í viðtali í júní við Classic Rock tímaritið sagðist Ozzy vera með gítarleikara í prufu frá Grikklandi. Sagði hann að Zakk Wylde sem hefur spilað með honum í yfir 20 ár hefði nóg með sitt band að gera, Black label society, og að sólóefni sitt væri farið að líkjast BLS um of. Þörf væri á tilbreytingu.

Randall fyrirtækið sem selur magnara hefur nú tilkynnt að styrkþegi þeirra, gríski gítarleikarinn Gus G., ( Firewind, Dream Evil, Arch enemy, Nightrage) muni koma fram með Ozzy á næstunni.

Zakk Wylde er ekki alls kostar hress með Ozzy eins og kom fram í nýlegu útvarpsviðtali. Hann sagði að Ozzy hefði ekki einu sinni hringt í hann til að tilkynna um samstarfsslit.

Dioramic

Nýjasta fórnarlamb Lifeforce útgáfunnar er þýska tríóið Dioramic og er ætlunin að gefa út nýja breiðskífu sveitarinnar snemma á næsta ári. Fyrir ykkur sem ekki þekkið til bandsins (sem er væntalega meiri hlutinn af ykkur) þá er hægt að tékka nánar á bandinu hérna: www.myspace.com/dioramic