Month: maí 2009

Nagli í kistu klassísku Black sabbath?

Ozzy Osbourne, söngvari, hyggst fara í mál við Tony Iommi gítarleikara Black Sabbath vegna þess að hann hefur sölsað undir sig nafnið á bandinu. Iommi keypti einkaréttinn á nafninu á sínum tíma og hefur krafist þess að tekjur sem fást fyrir sölu á vörum undir því vörumerki skili sér til hans. Á þessum áratug fór hann til að mynda í mál við Livenation vöruframleiðandann. Ozzy heldur því fram að Iommi hafi gert lítið úr bandinu með því að túra sem Black Sabbath á árunum 1980-1996 og að hin sígilda, vinsæla liðskipan sé hin eina sanna. Hann vill nú helming í vörumerkinu. Kannski undarlegt þar sem það voru líka bassaleikari og trommari í bandinu.

Katatonia

Sænska hljómsveitin Katatonia heldur í hljóðupptökuver í byrjun júní samkvæmt Anders Nyström, gítarleikara bandsins. 11-12 lög enda á komandi plötu og ku efnið vera fjölbreyttasta efni þeirra hingað til. Platan kemur út á Peaceville í október. Drengirnir munu halda uppi stúdíódagbók og gefa fólki smjörþef af plötunni þegar nær dregur.

Reykjavík! + Sudden Weather Change + ENDLESS DARK á Grundarfirði

Reykjavík!
Sudden Weather Change
ENDLESS DARK

Hvar? 
Hvenær? 2009-05-21
Klukkan? 00:00:00
Kostar?  kr
Aldurstakmark? 

 

Hvar: Kaffi 59, Grundarfirði
Hvenær: 21.05. 2009
Klukkan hvað: 21
Hvað kostar: 0
Aldurtakmark:
Annað:

Where: Kaffi 59, Grundarfjörður
When: 21.05.2009
Time: 21:00
How Much: 0 ISK
Age limit: n/a
Other:

Event:  
Miðasala: 

Immortal

Norsku pandasvartmálmsguttarnir í Immortal luku upptökum á nýrri afurð, All shall fall í Noregi og Svíþjóð rétt í þessu. Þetta er þeirra fyrsta plata síðan 2002 en þeir komu saman aftur árið 2006 eftir nokkurra ára hlé. Nuclear Blast gefur út.

Hatebreed

Hljómsveitin Hatebreed sem nýverið gaf út coverlagadisk er þessa dagana stödd í hljóðveri ásamt Zeuss við upptökur á nýrri breiðskífu. Hljómsveitin hefur ekki enn staðfest hvaða útgáfa muni gefa út þessa skífu en von er á henni í september eða október á þessu ári.

Anthrax

Þessa dagana er verið að hljóðblanda nýjustu breiðskífu hljómsveitarinnar Anthrax en plata þessi er fyrsta plata sveitarinnar með söngvaranum Dan Nelson. Platan hefur fengið nafnið “Worship Music” og er hún í hljóðvinnslu hjá Dave Fortman sem var á sínum tíma meðlimur hljómsveitarinnar Ugly Kid Joe en hefur meðal annars hljóðunnið plötur fyrir bönd á borð við Superjoint Ritual, Mudvayne, Soilent Green, Eyehategod og fleiri. Von er á plötunni í október og er það Nuclear Blast sem sér um að gefa út.

Tónleikar á Akureyri

Völva, Buxnaskjónar, Deathmetal Supersquad og Tim Holehouse

Hvar? 
Hvenær? 2009-05-30
Klukkan? 00:00:00
Kostar?  kr
Aldurstakmark? 

 

Hvar: Populus tremula,
Hvenær: 30. maí
Klukkan hvað: 20:30
Hvað kostar: Ekkert
Aldurtakmark: Ekkert
Annað: Malpokar leyfðir

Populus tremula, Akureyri. May 30th. Free entrance. All-ages. Paper bags allowed.

Event:  
Miðasala: 

Gogoyoko og Grapevine á Grand Rokk

Gogoyoko í samstarfi við Grapewine kynna:

Kimono,
Rökkurró
Me, The Slumbering Napoleon

Á Grand Rokk 29. Maí.

Kimono þarf vart að kynna fyrir rokkþyrstum íslendingum enda eitt skemmtilegasta og frambærilegasta band á Íslandi í dag. Með nýtt efni í fararbroddi munu þeir rokka úr ykkur framtennurnar.

Rökkurró eru að leika á Íslandi í fyrsta skipti eftir gífurlega vel heppnaða Evrópureisu og munu leika lög af nýrri plötu sem þau stefna á að senda frá sér í byrjun næsta árs í bland við gömul lög.

Me, The Slumbering Napoleon er með efnilegri böndum á landinu í dag og leika bjagað gítarrokk í anda Polvo og fleiri frábærra sveita.

Hvar? 
Hvenær? 2009-05-29
Klukkan? 00:00:00
Kostar?  kr
Aldurstakmark? 

 

Hvar: Grand Rokk
Hvenær: Föstudaginn 29. Maí
Klukkan hvað: 22:00
Hvað kostar: 1000 íslenskar krónur
Aldurtakmark: 20 ár

Gogoyoko and Grapewine present:

Kimono, Rökkurró og Me, The Slumbering Napoleon will be playing at Grand Rokk 29. Maí.
Show starts at 22:00 and the entrance fee is 1000 krónur.

There will most definitely be partístuð!

Event:  
Miðasala: 

Varg Vikernes frjáls maður

Í viðtali í Dagbladet í Noregi við Varg Vikernes kemur fram að honum hafi verið sleppt úr fangelsi. Vikernes sem var í hljómsveitinni Burzum var dæmdur fyrir 16 árum fyrir morðið á gítarleikara Mayhem, Öystein Aarseth í ágúst 1993. Vikernes hafði verið á reynslulausn síðustu ár.

Amorphis

Finnsku melódísku metalhausarnir í Amorphis eru um þessar mundir að gefa út níundu breiðskífu sína, Skyforger. Þetta er þriðja plata Tomi Joutsen söngvara sem kom sterkur inn árið 2005. Smáskífan Silver Bride fór á toppinn á finnska listanum í apríl og gert var myndband við lagið í byrjun maí. Plötuna er hægt að heyra á http://www.myspace.com/amorphis þangað til 27. maí.