Month: apríl 2009
Fear factory – Remanufactured
Fear factory er komin aftur á kreik. Dino Cazares stofnmeðlimur hefur snúið aftur. Einnig er Gene Hoglan( Strapping young lad, Death o.fl) kominn í trommarastólinn. Bandið ætlar að túra í sumar og taka upp nýja plötu á árinu. Burton C. Bell og Cazares höfðu eldað grátt silfur saman á tímabili sem varð til þess að Cazares var rekinn. En þeir hafa náð sáttum í dag.
Borknagar
Norsku framúrstefnu post-blackmetal listamennirnir í Borknagar eru að ljúka upptökum á nýrri plötu, Universal.
Forkólfur sveitarinnar, Öystein Brun segir plötuna þá best pródúseruðu sem þeir hafi verið viðriðnir. Platan verður gefin út í september á Indie recordings útgáfunni. Fyrrum söngvari sveitarinnar, Simen Hestnæs/ Vortex (Dimmu borgir) gestar á einu laga plötunnar.
Sveitin hefur fengið aftur til liðs við sig Jens Ryland gítarleikara og Tyr bassaleikara. Auk þess sem nýr trommari, David Kinkade,(Arsis)er kominn í hópinn eftir að Asgeir Mickelson hætti.
Bandið spilar á Wacken í ár en hyggst bæta einhverjum öðrum festivölum líka til viðbótar.
Diabolus
Sveitin Diabolus hefur ákveðið að leggjast í dvala í óákveðinn tíma en stefnir á að koma saman aftur undir árslok. Piltarnir spila því ekki á Sódóma næsta laugardag.
Beneath sigurvegari Wacken Metal Battle
Fyrr í kvöld fór fram undankeppni íslenskra hljómsveita fyrir Wacken hátíðina á Dillon Sportbar í Hafnarfirði og hlaut hljómsveitin Beneath fyrsta sæti og þar með spilatíma á Wacken á þessu ári.
Efstu þrjár sveitir:
1. Beneath
2. Celestine
3. Severed Crotch
Að auki tóku þátt sveitirnar Diabolus, Perla, Gone Postal og Wistaria.
Devin Townsend
Í bígerð
Devin Townsend hefur verið að bauka með nýtt verkefni sem heitir…The Devin Townsend project. Hann hyggst gefa út 4 plötur af efni og sú fyrsta í röðinni er platan Ki(lífsorka), sem kemur út 25. maí. Sú plata verður ekki svo þung en úr ýmsum stílum. Flest efni af plötunni er tekið upp sem lifandi tónlist og gítarinn er meira clean en áður.
Hljómsveit
Trommarann fyrir plötuna fann Devin á blúsbar í Norður-Kanada. Hann er á sjötugsaldri en getur víst spilað allt( spilaði í 80’s böndum, m.a. Heart og Jefferson Starship). Bassaleikarann fann hann í bassaverslun. Sá kappi hefur spilað á skemmtiferðaskipum í mörg ár. Dave Young sem var í Devin Townsend band spilar á hljómborð.
Tónleikar
Townsend hefur áhuga á að spila einstaka tónleika á klúbbum um víða veröld en hann fékk sig fullsaddan af tónleikaferðalögum fyrir um 3 árum.
Lög af plötunni eru sem hér segir:
01. A Monday
02. Coast
03. Disruptr
04. Gato
05. Terminal
06. Heaven Send
07. Ain’t Never Gonna Win…
08. Winter
09. Trainfire
10. Lady Helen
11. Ki
12. Quiet Riot
13. Demon League
Kitlara af plötunni má finna hér:
http://www.myspace.com/devintownsenddtb
Nýr Chimaira diskur
Nýi diskurinn með drengjunum í Chimaira er kominn á myspace síðuna hjá þeim, en hann verður á síðunni í dag, 17. apríl.
Diskurinn heitir The Infection og kemur út 24. apríl næstkomandi.
Beneath
Hljómsveitin Beneath setti nýverið tónleikaupptöku af laginu Rebirth á myspace síðuna sína. Lagið var tekið upp á 10 ára afmælistónleikum Dordingull.com 27. mars síðastliðinn, þar sem sveitin spilaði ásamt hljómsveitunum Dys, Andláti, Changer og Logni. Sveitin undirbýr sig þessa dagana fyrir hljómsveitakeppnina Wacken Metal Battle sem fram fer laugardaginn 18. apríl. Nánari upplýsingar um keppnina er að finna hér: http://www.hardkjarni.com/gigs/gig.php?n_id=1284
Hægt er að hlusta á upptökur sveitarinnar hér: http://www.myspace.com/beneathdeathmetal
Metal á Sódóma
Bastard
Carpe Noctem
Diabolus
Infected
Manslaughter
Hvar?
Hvenær? 2009-04-25
Klukkan? 00:00:00
Kostar? kr
Aldurstakmark?
Sódóma Reykjavík (Tryggvagötu 22) laugardaginn 25. apríl.
Byrja kl 22.30 (húsið opnar kl 22)
1.000 kr inn
20 ára aldurstakmark
Event:
Miðasala:
Nýtt lag með Zao á netinu!
Það styttist í nýja breiðskífu hljómsveitarinnar Zao en skífan “Awake?” verður gefin út í byrjun maí mánaðar. Sveitin skellti nýverið laginu “Entropica” á netið og má heyra nokkra breytingu hjá bandinu með þessu lagi en þetta er annað lagið af nýju plötunni sem sveitin setur á netið. Lögin er að finna hér: www.myspace.com/zao