Jæja nú er komið að enn einum Topp listanum.
Vinir okkar hjá Roadrunner tóku saman lista yfir 50 bestu metal frontmenn allra tíma, og póstuðu honum á síðuna sína í gær. Við hjá Harðkjarna höldum að þeir hafi verið á lyfjum þegar þeir tóku saman þennan lista. Phil Anselmo og Lemmy ekki á topp 20?
#1 Robert Plant
Frábær söngvari, en miðað við tónleika upptökur þá er hann langt frá því að vera besti frontmaður sögunnar.
#2 Bruce Dickinson
Frábær á sviði, mikil orka og mikil læti í honum, á heima á topp 20.
#3 Ronnie James Dio
Dio er Dio, þori ekki að dissa hann.
#4 Axl Rose
Á heima á topp 10, þrátt fyrir að vera snarbilaður, þá er hann öflugur á sviði.
#5 James Hetfield
Hetfield á að mínu mati heima á topp 15.
#6 Angus Young
Gítarleikari sem ekki syngur. Frontmaður? líklega já, en á ekki heima á þessum lista.
#7 Alice Cooper
Engin rifrildi um þennan.
#8 Steven Tyler
Metal?
#9 David Lee Roth
Þeir kölluðu hann ekki Diamond Dave fyrir ekkert.
#10 Ozzy Osbourne
.Erum við að tala um manninn sem étur leðurblökur á sviði? Getum ekki beðið um betri frontmann. En við þurfum líka að hugsa um restina af ferli hans á sviði, þessi Ozzy sem pissar í sig á sviði, og þarf Zakk Wylde til að hjálpa sér að muna textana….
#11 Mike Patton
Ábyggilega margir sem eru sammála því að hann sé á topp 15, en ég er ekki einn af þeim.
#12 Gene Simmons
Tungumaðurinn ógurlegi, klárlega frontmaður… Ég meina hvaða gaur er þetta með stjörnurnar við hliðina á honum?
#13 Dee Snider
I WANNA ROCK!
#14 HR
Ekki hugmynd hver þetta er.
#15 Rob Halford
Legend, en ekkert mjög spes á sviði.
#16 Sebastien Bach
Þessi var öflugur þessi 2 ár sem hann var að gera eitthvað af viti, en prímadonnustælar eru ekki kúl á tónleikum…
#17 Iggy Pop
Ekki metal, en fínn frontmaður
#18 Henry Rollins
Þetta meikar bara ekki sens…
#19 Marilyn Manson
Fyrstu árin var hann rosalegur, rífandi biblíur og skerandi sig, en núna er hann bara gaur með gervibrjóst.
#20 Serj Tankian
Fýla SOAD, en að Serj sé betri en Phil Anselmo? eða Maynard? ekki séns.
#21 Phil Anselmo
Bíddu bíddu hvaða rugl er þetta?? Klárlega á topp 3 yfir öflugustu frontmenn sögunnar.
#22 Lemmy
Einsog ég sagði, þeir sem settu þennan lista saman hafa verið á einhverjum sterkum lyfjum.
Þeir sem vilja skoða meira af þessum rugl lista geta gert það hér.