Month: febrúar 2009

Smá-Kjarni á Skank FM 89,0 frá 19:00 – 22:00 (Sunnudag)

Skank FM er árleg útvarpsstöð Fjölbrautarskólans í Breiðholti. Hún er kominn í loftið á tíðninni 89,0

Á sunnudaginn 1 mars verður þátturinn Smá-Kjarni á dagskrá, í honum verður spilað allt það harðasta sem fyrir finnst í þungarokki. Endilega stillið inn á sunnudag og njótið góðs af.

Vil svo minna á símann 5577890 ef þið viljið heyra eitthvað sérstakt.

The Melvins

Hárprúða Ameríska sveitin The Melvins fagna 25 ára starfsafmæli sínu á þessu ári, og ætla að fagna því á margvíslegann hátt.
Meðal atburða sem sveitin mun standa fyrir verða tónleikar þar sem þeir munu spila Houdini plötuna í heild sinni.
Trevor Dunn mun sjá um bassann á þessum tónleikum, og upprunalegi trommarinn Mike Dillard mun einnig vera með, en þeir félagar eru að leysa af Jared Warren og Coady Willis, sem eru uppteknir með hinu bandinu þeirra, Big Business.

Einnig munu þeir spila eitthvað af Mangled Demons tímabilinu, sem verður fullkomnað með Dale Crover á bassanum.

Ef einhver á leið um Ameríku þá geta þeir skellt sér á einhvern eftirfarandi tónleika:

May 15th New York City, NY – Webster Hall
May 16th Boston, MA – Paradise
May 18th Chicago, IL – Double Door
May 20th Austin, TX – Emo’s

Emmure

Deathcore boxararnir í Emmure hafa nú samið helling af efni fyrir nýja plötu, og stefna á hljóðver í Júní.
Segja strákarnir að “Ef þú elskaðir Goodbye To The Gallows og The Respect Issue, eða meirað segja þó þú hafir ekki gert það, þá verður þessi þægilega óvænt. Augljóslega segja allar hljómsveitir þetta, en við ætlum okkur að koma út með þyngstu og orkumestu plötu ársins 2009″.

Þetta eru stór orð, og nú verður fróðlegt að sjá hvort þeir taki ekki aðeins of stórt upp í sig.

Í tengdum fréttum er það helst að Emmure tóku nýverið upp nýtt myndband við lagið “False Love In Real Life”, og var leikstjóri enginn annar en Frankie Nasso(Hatebreed), en myndbandið kemur út í næsta mánuði.

Skurkur í Reykjavík

Norðlenska helfararsveitin SKURK eru nú að rembast á netinu við að koma sveitinni á framfæri, eftir 16ára pásu.

Sveit þessi inniheldur m.a. Hödda(x-changer), og mun þetta vera fyrsta alvöru bandið sem hann spilaði í.

Áhugasamir geta kynnt sér sveitina nánar á facebook síðu þeirra.

Á síðunni má m.a. sjá blaðagreinar um tónleikalífið á Akureyri á þessum tíma, og er athyglivert að sjá hvað mörg bönd voru aktíf í þessum útnára landsins.

Einnig er þar að finna flest lög sveitarinnar, sem eru old-school Thrashmetal.

Anaal Nathrakh

Breska black metal tvíeykið Anaal Nathrakh eru komnir með stórann plötusamning við Candlelight records, sem hafa á sínum snærum ekki ómerkari sveitir en Emperor, Obituary og Zyklon.
Þetta verður að teljast stór áfangi fyrir sveitina, því útgáfufyrirtækið er með útibú í USA, og nær sveitin því til mun breiðari hlustendahóps.

Þeir félagar vinna nú að nýrri plötu sem mun bera heitið In the constellation of the Black Widow og mun líklega koma út síðla þessa árs.

Faith No More!

Þá er það staðfest að meðlimir hljómsveitarinnar Faith No More í þessarri endurlífgun sveitarinnar verða Mike Bordin (trommur), Roddy Bottum (hljómborð), Billy Gould (Bassi), Jon Hudson (gítar) og að sjálfsögðu Mike Patton (söngur). Sveitarmeðlimir segjast loksins geta horft til fortíðar með réttum augum og gengið frá ágreiningi sínum án vandamála. Eins og stendur eru einu áform sveitarinnar að fara á tónleikaferðlag um evrópu.

Blindir af reiði

Hljómsveitin Blinded By Anger heldur til hljóðvers í byrjun maí til að taka upp nýtt efni. Það er enginn annar en Billy Graziadei sem sér um að pródúsera efni sveitarinnar í þetta skiptið, þið sem þekkið ekki til bandsins getið bætt úr því hér: www.myspace.com/blindedbyanger

Útbreiðsla Haturs!

Hljómsveitin Hatebreed skellti sýnishorni af þeirra útgáfu lagins Suicidal Maniac (upprunalega með Suicidal Tendencies), en sveitin sendir frá sér plötuna For the Lions í byrjun mars mánaðar. Á plötu þessarri verður aðeins að finna lög eftir aðra listamenn, þar á meðal Slayer, Metallica, Sepultura, Misfits og fleira. www.myspace.com/hatebreed

Bestu metal frontmenn allra tíma?

Jæja nú er komið að enn einum Topp listanum.
Vinir okkar hjá Roadrunner tóku saman lista yfir 50 bestu metal frontmenn allra tíma, og póstuðu honum á síðuna sína í gær. Við hjá Harðkjarna höldum að þeir hafi verið á lyfjum þegar þeir tóku saman þennan lista. Phil Anselmo og Lemmy ekki á topp 20?

#1 Robert Plant
Frábær söngvari, en miðað við tónleika upptökur þá er hann langt frá því að vera besti frontmaður sögunnar.

#2 Bruce Dickinson
Frábær á sviði, mikil orka og mikil læti í honum, á heima á topp 20.

#3 Ronnie James Dio
Dio er Dio, þori ekki að dissa hann.

#4 Axl Rose
Á heima á topp 10, þrátt fyrir að vera snarbilaður, þá er hann öflugur á sviði.

#5 James Hetfield
Hetfield á að mínu mati heima á topp 15.

#6 Angus Young
Gítarleikari sem ekki syngur. Frontmaður? líklega já, en á ekki heima á þessum lista.

#7 Alice Cooper
Engin rifrildi um þennan.

#8 Steven Tyler
Metal?

#9 David Lee Roth
Þeir kölluðu hann ekki Diamond Dave fyrir ekkert.

#10 Ozzy Osbourne
.Erum við að tala um manninn sem étur leðurblökur á sviði? Getum ekki beðið um betri frontmann. En við þurfum líka að hugsa um restina af ferli hans á sviði, þessi Ozzy sem pissar í sig á sviði, og þarf Zakk Wylde til að hjálpa sér að muna textana….

#11 Mike Patton
Ábyggilega margir sem eru sammála því að hann sé á topp 15, en ég er ekki einn af þeim.

#12 Gene Simmons
Tungumaðurinn ógurlegi, klárlega frontmaður… Ég meina hvaða gaur er þetta með stjörnurnar við hliðina á honum?

#13 Dee Snider
I WANNA ROCK!

#14 HR
Ekki hugmynd hver þetta er.

#15 Rob Halford
Legend, en ekkert mjög spes á sviði.

#16 Sebastien Bach
Þessi var öflugur þessi 2 ár sem hann var að gera eitthvað af viti, en prímadonnustælar eru ekki kúl á tónleikum…

#17 Iggy Pop
Ekki metal, en fínn frontmaður

#18 Henry Rollins
Þetta meikar bara ekki sens…

#19 Marilyn Manson
Fyrstu árin var hann rosalegur, rífandi biblíur og skerandi sig, en núna er hann bara gaur með gervibrjóst.

#20 Serj Tankian
Fýla SOAD, en að Serj sé betri en Phil Anselmo? eða Maynard? ekki séns.

#21 Phil Anselmo
Bíddu bíddu hvaða rugl er þetta?? Klárlega á topp 3 yfir öflugustu frontmenn sögunnar.

#22 Lemmy
Einsog ég sagði, þeir sem settu þennan lista saman hafa verið á einhverjum sterkum lyfjum.

Þeir sem vilja skoða meira af þessum rugl lista geta gert það hér.

Tónlistarhátíðir sumarsins pt.2

Metalhátíð númer 2 sem ég ætla að taka fyrir heitir Graspop Metal Meeting og er haldin í Dessel, Belgíu.

Þetta er hátíð sem ekki margir Íslendingar sækja(eftir því sem ég best veit), en þó veit ég af c.a. 12 manns sem fóru héðan í fyrra, þar á meðal ég sjálfur.
Þessi hátíð byrjaði sem einskonar fjölskylduhátíð árið 1986 og var breytt í metalhátíð árið 1996 og hefur síðan þá stækkað allsvakalega, en um 110þús. manns létu sjá sig í fyrra.

Sveitir sem hafa bókað komu sína eru eftirfarandi:

Mötley Crue
Marilyn Manson
Slipknot
Heaven&Hell
Hatebreed
Trivium
Papa Roach
Lacuna Coil
Anthrax
Epica
Devildriver
Sacred Reich
Eths
God Forbid
Scar Symmetry
August Burns Red
Dream Theater
Down
Blind Guardian
W.A.S.P.
Exodus
Pestilence
Laaz Rockit
The Gathering
Samael
Jon Olivias Pain
Firewind
Taake
Volbeat
Mastodon
Gojira
Parkway Drive
Legion Of the Damned
Black Stone Cherry
Kataklysm
Wolves In The Throne Room
Dagoba
Negura Bunget
Keep Of Kalessin