Month: janúar 2009

djöfla samkoman á vínil!

Prosthetic útgáfan hefur ákveðið að gera heiminum þann greiða að gefa út tvær breiðsífur hljómsveitarinnar Testament á vínil. Hér um að ræða plöturnar Demonic og The Gathering og er áætlað að gripir þessir verði tilbúnir til sölu frá byrjun næsta mánaðar.

Coalesce

Hljómsveitin Coalesce hefur lokið upptökum á nýrri breiðskífu sem fengið hefur nafnið “Ox”. Skífa þessi er væntanleg í búðir frá og með apríl eða maí og mun innihalda 14 ný lög. Í tilefni útgáfunnar er sveitin byrjuð að vinna að tónleikaferðalagi sem gæti jafnvel fært sveitina nær okkur eyjaskeggjum (sko til evrópu eða eitthvað svoleiðis).

Psyopus

Hljómsveitin Psyopus tók nýveirð upp myndband við lagið “The Burning Halo” og ætla í kjölfarið að bjóða netverjum að horfa á myndbandið 10. febrúar næstkomandi. Í viðbót við myndbandið er einnig komið að nýrri plötu frá sveitinni og er hún væntanleg aðeins viku eftir frumsýningu myndbandsins á netinu. Það er Metal blade útgáfan sem gefur út efni sveitarinnar, en umtalað lag er hægt að hlusta á hér: www.myspace.com/psyopus

Húðstofan

Hljómsveitin Skinlab er þessa dagana að taka upp nýtt efni ásamt Juan Urteaga, en hann hefur meðal annars áður unnið með hljómsveitum á borð við Testament, Van Halen, Exhumed, Vile Sadus og Skinlab sjálfum! Hljómsveitin er til viðbótar að taka upp smá vefþætti fyrir aðdáendur sína, em hægt er að skoða þau myndbrot hérna:

Cranium kynnir: Veisla til heiðurs Íslensku dauðarokki

CRANIUM KYNNIR
VEISLA TIL HEIÐURS ÍSLENSKU DAUÐAROKKI
LAUGARDAGINN 31 JANÚAR 2009 Í NÝLISTASAFNINU
Nýlistasafnið er staðsett að Laugavegi 26 (Grettisgötumegin) og er frítt inn.

SVO AUÐS VERÐI GÆTT

Verk myndlistarmannsins Sigurðar Guðjónssonar „SVO AUÐS VERÐI GÆTT” verður flutt í Nýlistasafninu laugardagskvöldið 31.janúar kl. 20:00-23.00.

Verkið samanstendur af röð frumsamdra og kjötmikilla athafna sem rannsaka dauða, drauma og heilagleika. Undirtóninn eru hræringar í íslensku dauðarokkssenuni sem listamaðurinn hefur verið virkur þátttakandi í síðastliðinn 20 ár, m.a sem liðsmaður hljómsveitarinnar Cranium. „SVO AUÐS VERÐI GÆTT” er unnið í nánu samstarfi við ýmsa þekkta íslenska listamenn og munu m.a aðilar úr dauðarokkssveitunum Sororicide, Strigaskóm Nr.42, Cranium og Severed Crotch koma fram sem ásamt Biogen, Ófeigi Sigurðrssyni, Bjarna Grímssyni, Magnúsi Árnasyni. Úlfi Hanssyni, Bjarna Klemenz og fleirum.

Þetta kvöld í Nýlistasafninu er fyrsti kaflinn í þessu verkefni Sigurðar en aðrir hlutar munu eiga sér stað á Vogum á Vatnsleysuströnd og Bergen í Noregi. Verkefnið verður svo sýnt í heild sinni í Reykjavík í lok árs 2010.

Nýlistasafnið er staðsett að Laugavegi 26 (Grettisgötumegin) og er frítt inn.

Nýlistasafnið/The Living Art Museum
Laugavegi 26
101 Reykjavík
Tel:+354 551-4350
www.nylo.is

Hvar? 
Hvenær? 2009-01-31
Klukkan? 00:00:00
Kostar?  kr
Aldurstakmark? 

 

Hvar:Nýlistasafnið
Hvenær: Laugardagskvöld 31 janúar kl 20
Klukkan hvað: 20
Hvað kostar: FRÍTT
Aldurtakmark: 0
Annað: Dauðarokk

Deathless

Event:  
Miðasala: 

Despised Icon

Montreal Assault, nýji tónleika DVD diskur ofbeldismetalsveitarinnar Despised Icon mun ekki koma út á tilsettum tíma, heldur hefur honum verið frestað um óákveðinn
tíma sökum “framleiðslutafa”.
Upprunalega átti gripurinn að koma út 27.Janúar hjá Century Media.

En þangað til gripurinn kemur út, hefur hann verið gerður fáanlegur til kaupa á ITunes, en þó einungis hljóðskráin af tónleikunum.
Við færum ykkur frekari fréttir af útgáfunni um leið og þær berast.

EDIT:

Nú er sagan sú að gripurinn komi út 24.Mars, þannig að bíðið spennt!

Kreppukvöld X-sins á Bar 11

What about
Swive
Sing for me Sandra

Hvar? 
Hvenær? 2009-01-29
Klukkan? 00:00:00
Kostar?  kr
Aldurstakmark? 

 

Hvar: Bar 11 á laugarvegi 11
Hvenær: Fimmtudaginn 29. jan
Klukkan hvað: 22:00
Hvað kostar: Frítt
Aldurtakmark: 20 ára
Annað: 400 kall bórinn, skotið og einfaldur í gos ! Hvað viljiði meir?

Where: Bar 11 at laugarvegur 11
When: Thursday, Jan. 29th
Time: 10 p.m.
Cost: Free
Minimum age: 20
Other: Beer, shots and single longdrinks for 400 kr. each !

Event:  
Miðasala: