Year: 2009

Tveir metalhausar hafa dáið um jólin.

Trommari AVENGED SEVENFOLD, James Owen Sullivan (The Rev) fannst látinn á heimili sínu mánudaginn 28. desember.

Sama dag fannst söngvari hardcore/metal hljómsveitarinnar Download látinn á heimili sínu eftir að hafa verið skotinn. Bróðir hans slasaðist líka alvarlega.

R.I.P

http://www.roadrunnerrecords.com/blabbermouth.net/news.aspx?mode=Article&newsitemID=132645

http://www.roadrunnerrecords.com/blabbermouth.net/news.aspx?mode=Article&newsitemID=132646

Duplex # 3

Dikta
Sin Fang Bous
Kimono
Hudson Wayne
Rökkurró
Sunday Parlours
Foreign Monkeys
For a Minor Reflection

Hvar? Sódóma + Batteríið
Hvenær? 2010-01-02
Klukkan? 00:00:00
Kostar? 1500 kr
Aldurstakmark? 20

 

Þriðju tónleikarnir í Duplex röðinni. Miðaverð er 1500 krónur og fyrir þær færðu armband sem gildir inná báða staðina.

Event:  
Miðasala: 

Pönk á Grand

Saktmóðigur, Deathmetal Supersquad

Hvar? GrandRokk
Hvenær? 2010-01-07
Klukkan? 22:00:00
Kostar? 0 kr
Aldurstakmark? 

 

Fyrstu tónleikar Saktmóðigur á tuttugasta starfsári þessara sígrænu fífla ásamt Deathmetal Supersquad og etv fleirum.
Giggið er á Grandrokk, húsið opnar kl. 10 og öllum hent út kl 1.

Event:  
Miðasala: 

Swords of Chaos // BAKKUS // annan í jólum!

Swords of Chaos og Johnny Stronghands

Hvar? Annað
Hvenær? 2009-12-26
Klukkan? 22:00:00
Kostar? 0 kr
Aldurstakmark? 

 

Swords of Chaos spilar, kannski í síðasta skipti þangað til 2011!, á Bakkus annan í jólum, 26. desember.

Plata á þröskuldi fullkomunnar en hljómsveitameðlimir þurfa að flýja land eftir áramót og því líklegt að um síðustu tónleikana sé að ræða í langan tíma…

Frítt inn, Johnny Stronghands (myndarlegur blúsbojj) spilar með, byrjar 22:00

Swords of Chaos play Bakkus. Probably last show for 365 days… It’s free. It’s going to be awesome. Johnny Stronghands opens up.

See you there.

Event:  
Miðasala: 

Black Sheep í Kaupfélaginu

Cosmic Call
Blúsbandið Magnús
og Black Sheep

Dj Róbert mun svo halda uppi partýinu eftir á.

Hvar? Kaupfélagið á Akranesi
Hvenær? 2009-12-19
Klukkan? 22:00:00
Kostar? 0 kr
Aldurstakmark? 18

 

Laugardaginn 19.des munu hljómsveitirnar
Cosmic Call
Blúsbandið Magnús
og Black Sheep
skemmta Akurnesingum á Gamla Kaupfélaginu

18 ára aldurstakmark og frítt inn.

Dj Róbert mun svo halda uppi partýinu eftir á.

Heyrst hefur að einn Black Sheep bjór verði á svæðinu og mun hann líklegast enda í maga eins heppins áhorfenda.

Event:  
Miðasala: 

Ghost Aircraft

Ný íslensk hljómsveit hefur lítið dagsins ljós að nafni Ghost Aircraft. Hljómsveitin samstendur af fyrrum meðlimum hljómsveitarinnar Veru. Söngvari og gítarleikari sveitarinnar, Eiður Steindórsson, var áður í hljómsveitunum Snafu og Future Future, á meðan bassaleikari sveitarinnar vann áður að sólóverkefni í viðbót við aðrar minni sveitir.

Hljómsveitin er unnin úr rótum hljómsveitarinnar Veru í viðbót við trommu leikarann Andra sem áður var í hljómsveitinni Shogun og er einnig meðlimur hljómsveitarinnar For a minor reflection. Til að kynnast sveitinni nánar er hægt að hlusta á efni sveitarinnar á eftirfarandi myspace síðu: http://www.myspace.com/ghostaircraft

HAM

Sigurjón Kjartansson söngvari (og gítarleikari) hljómsveitarinnar Ham heur staðfest það við fréttablaðið (og um leið vísi.is) að ný breiðskífa sé væntanleg hjá sveitinni. Sigurjón sagið meðal annars „Þetta verður fyrsta alvöru HAM-platan síðan Buffalo Virgin kom út fyrir tuttugu árum. Við getum kannski kallað Dauður hestur heilsteypt verk þó að það sé samansafn. Svo eru þetta bara læfplötur.”við þetta bæti hann En ég vildi allavega vilja sjá okkur taka plötuna upp á næsta ári hvort sem við gefum hana út þá eða 2011. Hmmm…? Jú, það er aldrei að vita nema við verðum með meistarastykkið á næsta ári.”

Jæolasteik Kimi Records

Retron
Sudden Weather Change
Morðingjarnir
Kimono
Me, the Slumbering Napoleon

Hvar? Sódóma
Hvenær? 2009-12-12
Klukkan? 21:00:00
Kostar? 1000 kr
Aldurstakmark? 20

 

Kimi Records fagna góðu útgáfuári á Sódóma þann 12. desember. Þar munu öll böndin sem Kimi Records hefur unnið með á árinu í útgáfu koma fram og spila hressandi tónlist sem á eftir að fá ykkur til að hlæja, gráta, missa heyrn (aðeins tímabundið) og sjálfsögðu dansa.

Húsið opnar kl. 21, tónleikar hefjast um 22

Uppröðun er óráðin en hér eru böndin í útgáfuröð:
Sudden Weather Change
Retrön
Me, The Slumbering Napoleon
Morðingjarnir
kimono

Plötur og bolir verða á glamúr verði og því tilvalið að detta í það og kaupa jólagjafir.

Event:  
Miðasala: