Agent Fresco
We Made God
Muck
Morri
Hvar?
Hvenær? 2008-10-10
Klukkan? 00:00:00
Kostar? kr
Aldurstakmark?
Hvar: Belly’s Hafnarstræti
Hvenær: 10. Október 2008
Klukkan hvað: nánar síðar
Hvað kostar: ekkert
Event:
Miðasala:
Agent Fresco
We Made God
Muck
Morri
Hvar?
Hvenær? 2008-10-10
Klukkan? 00:00:00
Kostar? kr
Aldurstakmark?
Hvar: Belly’s Hafnarstræti
Hvenær: 10. Október 2008
Klukkan hvað: nánar síðar
Hvað kostar: ekkert
Event:
Miðasala:
Þriðja myndbandflagan af upptökuferli hljómsveitarinnar Deftones á plötunni “Eros” er komin á netið. Þetta myndbrot sýnir svipað mikið og fyrri myndbrot (ekki mikið), en er samt sem áður skemmtileg sýn inn í ferlið á bakið upptökurnar. “Eros” er væntanlega núna í vetur, en þangað til er hægt að fylgjast með ferlinu hérna: http://vids.myspace.com/index.cfm?fuseaction=vids.individual&videoid=43587553
Svo virðist vera að ég hafi verið ansi fljótur á mér að tilkynna nýja liðskipan Limp Bizkit um daginn, en gítarleikarinn Terry Balsmo er víst ekki genginn í bandið, en hann er að vinna að verkefni með Sam Rivers (bassaleikari Limp) að öðru verkefni… þannig við getum öll tekið því rólega og slappað af, eins og stendur þá er kexið ekki að koma saman aftur.
Hljómsveitin Psyopus hefur fengið söngvarann Brian Woodruff til að taka við hlutverki söngvara sveitrainnar. Ekki alls fyrir löngu tilkynni sveitin annan mann sem nýjan söngvara, en það enditst afar stutt, sem varð til þess að Brian fékk starfið.
Kurt Ballou mun aðstoða hljómsveitina (og ekki má gleyma íslandsvinina) The Hope Convergence við upptökur á sinni næstu plötu. Platan er smáplata (eða EP) og verður hún gefin út á næstu mánuðum. Það er að Deathwish útgáfan sem gefur út plötu þessa.
GLEÐIFRÉTTIR! Limp Bizkit eru komnir saman aftur og hafa þeir fengið Terry Balsamo (Evanescence/Cold) til að spila á gítar… afhverju er ég að segja ykkur þetta… mér fokkin leiðist.
Hljómsveitin Walls Of Jericho er þessa dagana að vinna að myndbandið við lagið “The American Dream” sem er að finna af samnefndri plötu.
Næsta breiðskífa hljómsveitarinar er væntanleg í janúar á næsta ári. Trommari sveitarinnar, Brann Dailor, staðfesi að Scott Kelly úr hljómsveitinni Neurosis verði í gestahlutverki á umræddri plötu, en hann var einnig á plötunum Blood Mountain og Leviathan.
Hljómsveitin Hellmouth er í hljóðveri að taka upp plötuna “Destroy Everything. Worship Nothing.” þessa dagana. Platan verður gefin út af Ferret útgáfunni og er þetta fyrsta útgáfa sveitarinnar hjá útgáfunni.
Meðlimir hljómsveitarinnar Bury Your Dead lentu í alvarlegu bílslysi nýverið, en flestir meðlimir sveitarinnar sluppu nokkuð vel, fyrir utan gítarleikari sveitarinnar Brendan MacDonald lenti verst í því og þarf að fara uppskurð á fæti. Bæði bíll sveitarinnar og tengivagn gjöreyðilögðust í þessu slysi.