Month: janúar 2008

Útvarpsþátturinn Hrynjandi

Útvarpsþættirnir dordingull.com og babýlon hafa verið sameinaðir í eina sæng undir nafninu Hrynjandi. Þátturinn verður í loftinu öll sunnudagskvöld frá klukkan 19:00 til 22:00. Þáttastjórnendur, þeir Egill Geirsson og Sigvaldi Ástríðarson (Valli dordingull), hafa að undanförnu undirbúið sameiningu þáttanna með miklum dugnaði. Búast má við að þátturinn verði nokkuð fjölbreyttur en að sjálfsögðu verður megin þemi þáttarins þungt rokk, hvort sem um er að ræða pönk eða svartmálm (og allt þar á milli). Nokkrar breytingar eru á fyrirkomulagi þáttarins miðað við fyrri þætti. Þátturinn Hrynjandi verður í heila 3 klukkutíma og verður honum skipt upp í þrjá meigin hluta. Í fyrsta hluta þáttarins sér Valli dordingull um lagavalið en þeim þriðja tekur Egill við lagavalinu. Í öðrum hluta þáttarins sameina þeir krafta sína og verða með ýmsa fasta liði. Þátturinn er í boði Tattoo 69, laugavegi 69 og dordingull.com

Atriði til að muna:
Nafn; Hrynjandi
Stöð; Xið 977 (fm 97,7) og xid977.is (net hlustun)
Tími: Sunnudagar frá 19:00 til 22:00

Lífrænn hernaður kominn saman á ný?

Hljómsveitin Biohazard hefur skellt auglýsingum á Myspace vef sinn að sveitin ætli að spila saman á þessu ári í tilefni af 20 ára afmæli sveitarinnar. Það sem er samt merkilegast við þessa frétt er að Bobby Hampell fyrrum gítarleikari sveitarinnar (sá sem var rekinn um árið) er í sveitinni að þessu sinni og er þetta því upprunaleg hljóðfæraskipan sveitarinnar. Þá er bara spurning.. hvar kemur sveitin saman og er þetta eitthvað sem sveitin hefur áhuga á að halda áfram með?

Eld hrækja

Hljómsveitin Spitfire er tilbúin með nýja plötu sem fengið hefur nafnið Cult Fiction. Platan verður gefin út af Goodfellow útgáfunni í lok marsmánaðar, en fyrir ykkur sem ekki getið beðið er hægt að hlusta á tóndæmi hér: http://www.myspace.com/spitfirerock

Dauðir munu falla

Nýtt lag hljómsveiarinnar Dead to Fall er hægt að husta á heimasvæði sveitarinnar (myspace). Lagið verður að finna á tilvonandi breiðskífu sveiarinnar “Are our Serious?” sem gefin verður út 19 febrúar næstkomandi af Victory Records útgáfunni.

Meshuggah

Hljómsveitin Meshuggah mun taka upp myndband við lagið Bleed sem vinna má á tilvonandi plötu hljómsveitarinnar. Platan, sem fengið hefur nafnið “obZen”, verður gefin út 11. mars næstkomandi og er það Nuclear Blast útgáfan sem stendur að útgáfunni sem fyrr.

Hátíð í Helvíti

Hinn stórgóða tónlistarhátíð “Hellfest” tilkynnti nýverið nýjar hljómsveitir sem spila munu á hátíðinni núna í ár. Nýjar sveitir í listanum eru meðal annars: 7 Seconds + Alchemist + Arkhon Infaustus + Ava Inferi + Baroness + Belphegor + Coalesce (Date Unique En Europe!) + Comeback Kid + The Dillinger Escape Plan + Dimmu Borgir + Dying Fetus + Evile + Himsa + In Flames + Job For A Cowboy + Madball + Marduk + Mayhem + Municipal Waste + Necrophagist + Nofx + Obituary + Opeth + Origin + Primordial + Rotten Sound + Satyricon + Sodom + Today Is The Day + The Ocean + Treponem Pal + Ultra Vomit + Watain og Year Of No Light.

Í viðbót við þetta hafa eftirfarandi hljómsveitir einnig boðað komu sína á hátíðina: Anathema + Anaal Nathrakh + Angra + At The Gates + Benighted + Born From Pain + Carcass + Cult Of Luna + Eluveitie + Forbidden + Ghost Brigade + Legion Of The Damned + Meshuggah + Ministry + My Dying Bride + Paradise Lost + Septic Flesh + Shining + Sick Of It All + Sonata Arctica + Testament + The Old og Dead Tree.

Hátíðin er haldin í Frakklandi frá og með 20.júní til 24. Fyrir áhugasama er hægt að fá nánari upplýsingar um hátíðina á eftirfarandi vefslóð: www.hellfest.fr

Vatn

H2o hafa gert útgáfu samning við hardcore útgáfuna Bridge 9. Þetta þýðir að sjálfsögðu að það er væntanleg plata frá sveitinni, en það þykir ansi merkielgt að Chad Gilbert un pródúsera gripinn, en hann var á árum áður meðlimur hljómsveitarinnar Shai Hulud, en er þekktastur fyrir að vera meðlimur hljómsveitarinnar New Found Glory.