5. – 8. Júlí 2007
Red Hot Chili Peppers, Björk, Basement Jaxx, Klaxons, Beastie Boys, The Killers, Peter, Bjorn & John, Muse, Arcade Fire, Mika… fleira
Langar að vera með smá umfjöllun um Hróarskeldu
Ég kom á miðvikudeginum og hefði því átt að ná öllum böndum fimmtudagsins en veðrið var ógeðslegt og hafði mikil áhrif á hvað ég sá. Fór á fyrstu tónleikana kl 6 á fimmtudeginum og sá þar Arcade Fire, kom aðeins of seint því Ari og Stebbi keyptu sér mest krípi regnkápur sem ég hef á ævinni séð. Stebbi leit sérstaklega út eins og morðingi!
Arcade Fire, þekki eitt lag með þeim en þetta var hresst. Allavega náðu þeir að halda athygli minni að mestu leyti þrátt fyrir að ég væri skjálfandi af kulda og rennandi blaut
Man ekki hvað ég gerði eftir þessa tónleika en ég hlýt að hafa farið aftur niður í camp að “ekki vorkenna okkur” vorum að hamast við að detta í það og vera hress. Því ég sá ekkert annað þetta kvöld nema Björk.
Björk var góð á því og fólk virtist alveg vera að gúddera þetta. Þekkti flest lögin hennar og ég er ekki frá því að mér finnist þau nýju betri en áður. Nema reyndar Declare Independence, ég er ekki nógu hress með hversu súrt það er, á eftir að heyra það á plötunni
Svo kom föstudagur, vaknaði langseinust og hélt það væri rigning. Neitaði að stíga út úr tjaldinu í langan tíma en fattaði svo að það var búið að stytta upp og því yfirgaf ég tjaldið um kl 12 eða e-ð og fór upp á svæði að hitta liðið en kom akkúrat þegar Musicians of the Nile voru að klára og missti því alveg af þeim. Heyrði að þeir hefðu verið geðveikir.
Sleppti Katatonia því ég meikaði ekki að vera meira kalt, sé eftir því núna því Ari vill meina að þeir hafi verið frábærir, ég held hann segi það bara til að gera okkur hin afbrýðissöm.
Ok kannski kominn tími á að tala um það sem ég náði að sjá á föstudeginum, mætti loks á réttum tíma að sjá Beastie Boys á stærsta sviðinu. Ég var kannski of spennt fyrir þessum tónleikum en ég var ekki alveg að meika þá. Var að fíla að þeir spiluðu dáldið mikið af pönk efninu sínu, en ekki marga slagara. Mikið af dúllerí á milli laga og drap það alla stemmningu sem náði að myndast einstaka sinnum. Hjálpaði þeim ekki þegar hljóðkerfið virtist detta út í smá stund og ekkert heyrðist í þeim. Enda var fólkið fljótt að byrja að “búa” á þá þegar það gerðist.
Eftir Beastie Boys beið ég við Orange sviðið eftir Queens of the Stone Age, en við Rut skelltum okkur aðeins framar, vorum í aftara boxinu sem var ekki nærri því fullt. Það kom mér mjög á óvart reyndar að það skyldi ekki vera pakkað á þeim. Ég skemmti mér konunglega á QOTSA, stemmningin á þeim var samt dáldið skrýtin, fólk e-ð voða furðulegt á því, kannski bara öll þessi rigning og stígvél á tónleikum (eitt mesta rugl sem ég veit um er að standa á stígvélum svona lengi). Þeir spiluðu gott úrval af efni fannst mér, en ég veit ekkert hvað þeir tóku af hvaða plötu, er eins og áður sagði vonlaus í namedroppum.
Þrátt fyrir að boxin hafi ekki verið full á QOTSA vorum við endalaust lengi að finna hópinn okkar aftur en eftir að það tókst loksins fór ég með Atla og Geira á Peter Bjorn and John. Ég bjóst ekki við neinu þar, langaði bara að tékka á þessu og guð góður hvað mér fannst þeir leiðinlegir. Kannski því ég þekki ekkert af efninu þeirra nema þetta eina lag sem var svosum ágætt nema einhver stráklingur söng það. Voru margir með þeim á sviðinu en helvítin töluðu bara sænsku svo ég veit ekkert hvað var að gerast þegar aðalagið, young ones, var spilað.
Fórum þaðan að sjá Lee Scratch Perry & Adrian Sherwood. Veit að margir fíluðu þetta en eina sem ég hef um þetta að segja er: hasslykt, spes reggí, stórfurðulegur maður að mála myndir. Ég fór að sofa eftir stutta viðkomu þarna.
Byrjaði laugardaginn á Strike Anywhere, ótrúlegt en satt ekki minn kaffibolli. Fílaði samt að sjá liðið sem var samankomið þarna. Ég sem var svo viss um að ég hefði einhvern tímann hlustað á þá. Þekkti ekki eitt lag. Gekk þaðan að sjá Machine Head. Bjóst ekki við neinu af þeim því þegar ég sá þá 2002 voru þeir alveg endalaust leiðinlegir. Þeir voru miklu hressari í ár. Tónlistarlega séð voru þeir ekkert stórfenglegir en Robert Flynn (ok ég man nafnið hans af einhverjum ástæðum!) kom með línur eins og “SECURITY, LET THEM HAVE FUN.” Svo bað hann fólk líka svona 15 sinnum um að “sýna hornin” frekar lúðalegt en gaman.
Heyrði í BigBang þar sem ég gekk fram hjá Orange, mér fannst þetta allt í lagi. Er víst eitt vinsælasta bandið í Noregi þessa dagana. Myndi segja að þessi tónlist myndi alveg halda athygli fólks á fyllerí á ellefunni.
Sá líka smá af Flaming Lips, man ekkert gríðarlega mikið eftir þeim sem segir kannski sitt. Vegna þess að við stoppuðum við það misstum við af Soulsavers.
Átum og mættum aftur að sjá e-ð af Gojira, sé að þeir eru góðir en heilla mig ekki.
Á þeim tímapunkti ákvað ég að fara að pissa, gafst upp á röðinni eftir 10 mínútur og hugðist fara þegar The Who spiluðu. Stór mistök, eyddi 30 mínútum af spilunartíma Who í klósettröð. Það litla sem ég sá af þeim var samt eiturhresst, söngvarinn sveiflandi míkrófóninum um eins og táningur og allir hoppandi og skoppandi um sviðið.
Fórum í campið og ég ákvað að hrynja í það sem var eins gott því ég hefði sennilega dáið annars úr leiðindum á Red Hot Chili Peppers. Serbneska þjóðlagabandið Kal var milljón sinnum hressara. Margir á sviðinu og þeir voru kátir að útskýra hvað lögin þýddu fyrir liðinu sem var flest í svipuðu ástandi og ég. RHCP fær falleinkunn hjá mér.
Síðasta sem ég sá á laugardagskvöldinu var hinsvegar með því sem stóð hvað mest upp úr hjá mér. Þetta var bandið Dream of an Opium Eater mjög flott, ótrúlega flott blandað við stuttmyndirnar sem þau voru með. Ætlaði að ná mér í e-ð efni með þeim þegar ég kom heim en sá þá að þetta var e-ð one off dæmi.
Ég ætlaði að sjá Strung Out en svaf yfir mig og sá því ekkert fyrr en ég fór á Seun Kuti & Egypt ´80. Ég veit ekki hvað ég var að spá að þykjast vera svona alþjóðleg, þetta er afrískt jazz/funk og ég meikaði það engan veginn. Alls ekki slæmt samt, ágætis sviðsframkoma, 16 manns á sviðinu í einu ef ég man rétt, dansarar og læti.
Svo voru það Arctic Monkeys á Orange. Það var loksins búið að þorna e-ð svo ég sat á þessum tónleikum. Þeir eru ekki eftirminnirlegir er það eina sem ég hef um það að segja.
Kíkti næst á Pelican, hafði hlustað á þá e-ð áður og ekki fílað en fílaði þá mun betur live. Skemmdi ekki að bassaleikarinn þeirra er fjallmyndarlegur. Fór snemma af þeim til að sjá Against Me (og pissa!). Tróð mér eins framarlega og ég gat og sé ekki eftir því. Þessir tónleikar voru algjört tjúll. Djöfull voru þeir hressir. Að mínu mati langbestu tónleikarnir á Hróa, þó ekki væri nema bara vegan þess hversu augljóst var að þeir skemmtu sér vel sjálfir.
Síðasta bandið sem ég sá svo var Muse, þeir spiluðu vel og náðu fólkinu vel með sér en áttu ekkert í Against Me og því var ég ekki alveg með-heilluð.
Til að setja þetta saman í e-ð.
Stóð upp úr: Against Me, Dream of an Opium Eater og Björk
Var ekki að standa sig: Red Hot Chili Peppers og Beastie Boys
Cold War Kids fá svo skammarverðlaun fyrir að beila og gefa enga útskýringu á því.
Birna Rún Sævarsdóttir