Month: júlí 2007

Hróarskelda 2007

5. – 8. Júlí 2007

Red Hot Chili Peppers, Björk, Basement Jaxx, Klaxons, Beastie Boys, The Killers, Peter, Bjorn & John, Muse, Arcade Fire, Mika… fleira

Langar að vera með smá umfjöllun um Hróarskeldu

Ég kom á miðvikudeginum og hefði því átt að ná öllum böndum fimmtudagsins en veðrið var ógeðslegt og hafði mikil áhrif á hvað ég sá. Fór á fyrstu tónleikana kl 6 á fimmtudeginum og sá þar Arcade Fire, kom aðeins of seint því Ari og Stebbi keyptu sér mest krípi regnkápur sem ég hef á ævinni séð. Stebbi leit sérstaklega út eins og morðingi!

Arcade Fire, þekki eitt lag með þeim en þetta var hresst. Allavega náðu þeir að halda athygli minni að mestu leyti þrátt fyrir að ég væri skjálfandi af kulda og rennandi blaut
Man ekki hvað ég gerði eftir þessa tónleika en ég hlýt að hafa farið aftur niður í camp að “ekki vorkenna okkur” vorum að hamast við að detta í það og vera hress. Því ég sá ekkert annað þetta kvöld nema Björk.

Björk var góð á því og fólk virtist alveg vera að gúddera þetta. Þekkti flest lögin hennar og ég er ekki frá því að mér finnist þau nýju betri en áður. Nema reyndar Declare Independence, ég er ekki nógu hress með hversu súrt það er, á eftir að heyra það á plötunni

Svo kom föstudagur, vaknaði langseinust og hélt það væri rigning. Neitaði að stíga út úr tjaldinu í langan tíma en fattaði svo að það var búið að stytta upp og því yfirgaf ég tjaldið um kl 12 eða e-ð og fór upp á svæði að hitta liðið en kom akkúrat þegar Musicians of the Nile voru að klára og missti því alveg af þeim. Heyrði að þeir hefðu verið geðveikir.

Sleppti Katatonia því ég meikaði ekki að vera meira kalt, sé eftir því núna því Ari vill meina að þeir hafi verið frábærir, ég held hann segi það bara til að gera okkur hin afbrýðissöm.

Ok kannski kominn tími á að tala um það sem ég náði að sjá á föstudeginum, mætti loks á réttum tíma að sjá Beastie Boys á stærsta sviðinu. Ég var kannski of spennt fyrir þessum tónleikum en ég var ekki alveg að meika þá. Var að fíla að þeir spiluðu dáldið mikið af pönk efninu sínu, en ekki marga slagara. Mikið af dúllerí á milli laga og drap það alla stemmningu sem náði að myndast einstaka sinnum. Hjálpaði þeim ekki þegar hljóðkerfið virtist detta út í smá stund og ekkert heyrðist í þeim. Enda var fólkið fljótt að byrja að “búa” á þá þegar það gerðist.

Eftir Beastie Boys beið ég við Orange sviðið eftir Queens of the Stone Age, en við Rut skelltum okkur aðeins framar, vorum í aftara boxinu sem var ekki nærri því fullt. Það kom mér mjög á óvart reyndar að það skyldi ekki vera pakkað á þeim. Ég skemmti mér konunglega á QOTSA, stemmningin á þeim var samt dáldið skrýtin, fólk e-ð voða furðulegt á því, kannski bara öll þessi rigning og stígvél á tónleikum (eitt mesta rugl sem ég veit um er að standa á stígvélum svona lengi). Þeir spiluðu gott úrval af efni fannst mér, en ég veit ekkert hvað þeir tóku af hvaða plötu, er eins og áður sagði vonlaus í namedroppum.

Þrátt fyrir að boxin hafi ekki verið full á QOTSA vorum við endalaust lengi að finna hópinn okkar aftur en eftir að það tókst loksins fór ég með Atla og Geira á Peter Bjorn and John. Ég bjóst ekki við neinu þar, langaði bara að tékka á þessu og guð góður hvað mér fannst þeir leiðinlegir. Kannski því ég þekki ekkert af efninu þeirra nema þetta eina lag sem var svosum ágætt nema einhver stráklingur söng það. Voru margir með þeim á sviðinu en helvítin töluðu bara sænsku svo ég veit ekkert hvað var að gerast þegar aðalagið, young ones, var spilað.

Fórum þaðan að sjá Lee Scratch Perry & Adrian Sherwood. Veit að margir fíluðu þetta en eina sem ég hef um þetta að segja er: hasslykt, spes reggí, stórfurðulegur maður að mála myndir. Ég fór að sofa eftir stutta viðkomu þarna.

Byrjaði laugardaginn á Strike Anywhere, ótrúlegt en satt ekki minn kaffibolli. Fílaði samt að sjá liðið sem var samankomið þarna. Ég sem var svo viss um að ég hefði einhvern tímann hlustað á þá. Þekkti ekki eitt lag. Gekk þaðan að sjá Machine Head. Bjóst ekki við neinu af þeim því þegar ég sá þá 2002 voru þeir alveg endalaust leiðinlegir. Þeir voru miklu hressari í ár. Tónlistarlega séð voru þeir ekkert stórfenglegir en Robert Flynn (ok ég man nafnið hans af einhverjum ástæðum!) kom með línur eins og “SECURITY, LET THEM HAVE FUN.” Svo bað hann fólk líka svona 15 sinnum um að “sýna hornin” frekar lúðalegt en gaman.

Heyrði í BigBang þar sem ég gekk fram hjá Orange, mér fannst þetta allt í lagi. Er víst eitt vinsælasta bandið í Noregi þessa dagana. Myndi segja að þessi tónlist myndi alveg halda athygli fólks á fyllerí á ellefunni.
Sá líka smá af Flaming Lips, man ekkert gríðarlega mikið eftir þeim sem segir kannski sitt. Vegna þess að við stoppuðum við það misstum við af Soulsavers.
Átum og mættum aftur að sjá e-ð af Gojira, sé að þeir eru góðir en heilla mig ekki.

Á þeim tímapunkti ákvað ég að fara að pissa, gafst upp á röðinni eftir 10 mínútur og hugðist fara þegar The Who spiluðu. Stór mistök, eyddi 30 mínútum af spilunartíma Who í klósettröð. Það litla sem ég sá af þeim var samt eiturhresst, söngvarinn sveiflandi míkrófóninum um eins og táningur og allir hoppandi og skoppandi um sviðið.
Fórum í campið og ég ákvað að hrynja í það sem var eins gott því ég hefði sennilega dáið annars úr leiðindum á Red Hot Chili Peppers. Serbneska þjóðlagabandið Kal var milljón sinnum hressara. Margir á sviðinu og þeir voru kátir að útskýra hvað lögin þýddu fyrir liðinu sem var flest í svipuðu ástandi og ég. RHCP fær falleinkunn hjá mér.
Síðasta sem ég sá á laugardagskvöldinu var hinsvegar með því sem stóð hvað mest upp úr hjá mér. Þetta var bandið Dream of an Opium Eater mjög flott, ótrúlega flott blandað við stuttmyndirnar sem þau voru með. Ætlaði að ná mér í e-ð efni með þeim þegar ég kom heim en sá þá að þetta var e-ð one off dæmi.

Ég ætlaði að sjá Strung Out en svaf yfir mig og sá því ekkert fyrr en ég fór á Seun Kuti & Egypt ´80. Ég veit ekki hvað ég var að spá að þykjast vera svona alþjóðleg, þetta er afrískt jazz/funk og ég meikaði það engan veginn. Alls ekki slæmt samt, ágætis sviðsframkoma, 16 manns á sviðinu í einu ef ég man rétt, dansarar og læti.

Svo voru það Arctic Monkeys á Orange. Það var loksins búið að þorna e-ð svo ég sat á þessum tónleikum. Þeir eru ekki eftirminnirlegir er það eina sem ég hef um það að segja.
Kíkti næst á Pelican, hafði hlustað á þá e-ð áður og ekki fílað en fílaði þá mun betur live. Skemmdi ekki að bassaleikarinn þeirra er fjallmyndarlegur. Fór snemma af þeim til að sjá Against Me (og pissa!). Tróð mér eins framarlega og ég gat og sé ekki eftir því. Þessir tónleikar voru algjört tjúll. Djöfull voru þeir hressir. Að mínu mati langbestu tónleikarnir á Hróa, þó ekki væri nema bara vegan þess hversu augljóst var að þeir skemmtu sér vel sjálfir.

Síðasta bandið sem ég sá svo var Muse, þeir spiluðu vel og náðu fólkinu vel með sér en áttu ekkert í Against Me og því var ég ekki alveg með-heilluð.

Til að setja þetta saman í e-ð.
Stóð upp úr: Against Me, Dream of an Opium Eater og Björk
Var ekki að standa sig: Red Hot Chili Peppers og Beastie Boys

Cold War Kids fá svo skammarverðlaun fyrir að beila og gefa enga útskýringu á því.

Birna Rún Sævarsdóttir

Roskilde 2007

byrjun júlí

Ýmislegar

Ferðasagan…

Mætti í flug seint á miðvikudagskvöldi sem olli því að við félagarnir lentum í Danmörku árla morguns. Við fórum rakleitt til Roskilde til að smokra okkur uppá festivalspladsen. Það rigndi örlítið þennan fimmtudagsmorgun. Við komumst svo að því að félagar okkar höfðu tjaldað á svæði F, en það er syðst á öllu tjaldsvæðinu og í talsverðri labbfjarlægð. Eftir mikla þrautargöngu komumst við loks á áfangastað sem var vel merkur með fána Kópavogsbæjar.

Þegar við vekjum íbúa á campinu, rumska nokkrir fram úr og fara strax á fyllerí með okkur, klukkan 9 um morguninn, gamanið varð heldur grátt þegar ég komst að því að þeir tjölduðu ekki tjaldinu mínu vegna plássleysis og ætluðust til þess að ég og félagi minn svæfum í fortjaldi. Ég fór þá og rölti örlítið um svæðið og komst að því að enn sunnar væri hálfur fermetri laus á einum endanum, á svæðinu sem ég kalla “south of heaven”. Fékk sérstakt leyfi frá vaktmönnum tjaldsvæðisins að tjalda þarna.

Eftir að það reddaðist fór maður á blússandi skrall og ákvað síðan að drepast um 15.00 leytið, þá helst úr þreytu. Ég vaknaði svo í tjaldinu við að Björk væri byrjuð að þenja raddirnar sínar. Heyrði á lagalista hennar að hún var ekkert að tvínóna með einhvern grænlenskan barnakór, hún lét slagarana vaða, þar á meðal lagið “Army of me” sem ég hef nú gaman af. Hinsvegar munaði bara 30 min á Björk og Mastodon þannig að ég dreif mig uppá Arenasviðið í úrhellisrigningu. Ég var í regnstakk sem var alltof lítill þannig að buxurnar mínar voru ekkert varðar. Varð gegnblautur á 3 min. Mætti á Mastodon þegar þeir voru búnir með nokkur lög, náði megninu af settinu hjá þeim. Var ósáttur með mixið, þar sem bassi og botn var of hátt stilltur og því svolítill glundroði í soundinu. Þeir tóku eiginlega bara efni af Blood Mountain og þótti mér það skila sér heldur illa á sviðinu, það er eins og gítarleikarinn höndli ekki sönginn. En aftur á móti tóku þeir slagara eins og Blood and Thunder og virkuðu mjög góðir. Mastodon fengu því ekki nema meðaleinkunn hjá mér fyrir þetta show. Dreif mig síðan strax heim aftur í ofur-rigningunni, en einmitt á meðan lét síminn minn lífið í vasanum vegna bleytunnar. Fór síðan uppá camp í blússandi ofurfyllerí með félögum af Kópavogscampinu.

Daginn eftir vaknaði ég alveg frekar hress en samt þokkalega kaldur. Gerði mest lítið þann daginn, en þó hafði það stytt upp, reyndar kom smá skúr í 1 klukkutíma, en meira var það ekki. Reif mig upp til að sjá Katatonia á Odeon, sem er 3. stærsta sviðið og eiginlega mitt uppáhalds. Ég hafði nú ekki heyrt mikið með Katatonia nema diskinn Viva Emptiness, en þrátt fyrir að vera frumhlusta á flest lögin – þá voru öll lögin góð og manni leiddist ekki eina sekúndu. Mjög ánægður með Katatonia. Næst var ferðinni heitið niður á Orange, sem er stærsta sviðið, þar voru In Flames að spila, komumst í öryggishólf fremst. In Flames voru dúndur góðir með sitt á hreinu. Þekkti flest lögin, tóku mikið af gömlu efni. Mjög gott liveband verður að segjast, réðu vel við að vera á stærsta sviðinu – eitthvað sem Morbid Angel og Meshuggah tókst ekki árið 2004. Eftir að In Flames kláruðu, röltum við félagarnir á Pavillion sviðið, sem er svið fyrir eflaust 1-2000 manns, ekki meira. En þar voru Boris að spila. Það vakti mína athygli að annar gaurinn var með tvöfaldan gítar nema annar var bassi og hinn gítar. Þau byrjuðu mjög rólega í gömlu efni, sem ég er nú ekki mjög hrifinn af, en í þriðja laginu tóku þau vel á því og keyrðu upp showið með efni af plötunni Pink. Showið var tryllt og það endaði með því að trommarinn stökk fram og crowdsurfaði (eitthvað sem er stranglega bannað á Roskilde).

Aftur var rölt uppá Orange, þar voru Beastie Boys byrjaðir, alveg ótrúlegt hvað þeir eru gamlir og gráhærðir, MikeD er samt með alveg sömu röddina og þegar hann byrjaði. Tóku helstu slagarana en þó ekki fight for your right sem ég var soldið ósáttur með. Hinsvegar voru lög eins og no sleep to brooklyn, intergalactic og body movin á dagskránni. Þeir stóðu sig með ágætum, en fengu drull yfir sig í Roskildepressunni. Beið á Orange, sleppti því að sjá CSS, sé reyndar eftir því núna þegar ég rita þetta því bandið sem ég beið eftir var Queens of the stone age. Þeir tóku eiginlega bara efni af nýju plötunni sem mér þykir persónulega vera leiðinleg. Tóku bara 2 lög af gömlum slögurum. Sá þá líka þarna 2003 með gamla mannskapnum og ég verð að segja að þetta er ekkert sama bandið og þegar Nick Oliveri var á bassanum. Það vantar allann kraft í QOTSA. Josh ætti að gera þetta að sólóverkefni hjá sér, þetta er bara ekki eins og varð ég því miður fyrir vonbrigðum með þá. En já á öllum tónleikunum sem ég hafið farið á þennan daginn var minnst á að Mika hafði cancellað og Mustasch komið í staðinn. Það var alltaf fagnað gífurlega að mika hefði cancellað. Hinsvegar nennti ég ekki að tékka á Mustasch þar sem ég hafði séð þá áður, reyndar heyrði ég ekkert nema góða dóma um þá. Beilaði snemma á camp-fyllerí þetta kvöldið og sleppti Hatesphere og Brian Jonestown massacre.

Eftir allt fyllerísruglið svaf ég eiginlega yfir mig, leit á klukkuna og sá að hana sló 13:00 á síma vinar míns. Hinsvegar gerði ég ekki grein fyrir því að það var íslenskur tími þannig að Machine Head voru byrjaðir og ég hafði misst af þeim – helvíti svekkjandi. Sá þess í stað The Flaming Lips – hundleiðinleg tónlist finnst mér en djöfullinn hvað þeir voru sprækir á sviðinu með fólk í actionfigure búningum, risa blöðrur. Söngvarinn crowdsurfaði í einhverskonar risablöðru til að byrja með. Síðan voru þeir með svona ofur-innibombur sem skjóta allskonar pappírsrusli sem fauk með vindinum – helvíti gaman að sjá en helvíti leiðinlegt að hlusta. Tékkaði síðan á The Who sem voru bara Roger Daltrey og Pete Townsend með session gaurum. Þeir voru hressir, allavega miklu hressari en flest bönd sem hafa spilað þarna. Til að mynda hoppaði Townsend um sviðið með gítarinn, ekki amalegt af eldri borgara. Ég rölti snemma yfir á Arena sviðið sem er næststærsta sviðið á svæðinu. Þar trylltu Gojira upp. Hefði nú haldið að þeir væru of litlir fyrir þetta svið sem tekur örugglega 20þús manns, reyndar var tjaldið ekki fullt, býst við svona 10-12þús manns en þeir voru KLIKKAÐIR. Spilagleðin skein af þeim, þeir hlupu um allt sviðið og voru samt svo überþéttir og góðir að það náðri engri átt. Klárlega eitt besta atriði festivalsins. Eftir drullugott Gojira show fór maður á Odeon sviðið til að tékka á Cult of luna. Ekki hafði mig grunað að þeir væru með 3 gítarleikara. Semsagt, 3 gítarar, 1 bassi, 1 hljómsborð og effektar og 1 trommari ooog einn söngvari líka. 7 mannaband. Með allan þennan mannskap hljómuðu lögin (reyndar sá ég bara 6-7 lög) mjög lík hvor öðru. Byrjuðu á rólegum melódíum sem stigmögnuðust uppí ákveðið climax, svona ISIS fílingur í þeim það leyndi sér ekki, enda svipuð gítarpæling á þeim bæjum 1 gibson lessa og fender telecaster, kryddað með Thunderbird gítar. Cult of luna eru svakalega góðir í að gera breik og kicka aftur inn af ofur þunga. Ég missti athygli örlítið augnablik þegar slíkt gerðist og varð mjög bilt við. Algjör hamarshögg, enda er þetta skuggalega þétt band – en mætti vera meira creatívara í lagasmíðum. Fínt show annars. Á leiðinni heim ákvað maður að reyna tékka á Red hot chilli peppers. Fíla það band ekkert svakalega mikið, en mikið crowd og lög af stadium arcadium létu mig stoppa stutt í heyrði samt í þeim megnið af leiðinn heim, tóku ekkert af slögurum og voru bara mega slappir, Anthony Kiedis með kvef þannig að Flea og Frusciente djömmuðu svakalega mikið saman sem var hápunkturinn á þeirra showi – en í heildina léleg frammistaða. Aðal númerið var flopp. Á heimleiðinni ákvað maður að stoppa í Arenatjaldinu þar sem annað eins dæmi var komið upp. DJ Tiesto , heimsins frægasti trance dj. Sviðið var með ca 15x10m ljósaskjá/skilti. Gaurinn lagði mikið uppúr ljósashowi og trance tónum. Bassinn var reyndar alveg í botni og hamaðist ört í öflugum græjum. Þetta var eins og einhver væri að slá mann létt á kassann, slíkur var bassinn. Ég var nú ekki alveg í glowstick stemmningu en fólkið sem var þarna var svo sannarlega að skemmtasér með glowsticks og þvíumlíkt. Annað heillandi var að myndavélarnar á skjáunum til hliðar sýndu dj borðið og hvernig hann vann við sitt. Hann virtist alltaf vera upptekinn þannig að það var forvitnilegt að sjá hvernig DJ’ar starfa í svona stórum venue’s.

Sunnudagurinn, já …sól.. já það var sólskin – leðjan byrjuð að þorna og harðna. Var á röltinu og heyrði í einhvejru reggí með einhverjum dude frá Fílabeinsströndinni, heitir að ég held Alpha blondy – Ég veit ekki með ykkur en mér finnst allt reggí hljóma eins. Ekkert merkilegt en fínt tjill. Tékkaði á Wilco, alls ekki músikin fyrir mig en í þessu bandi er merkielgur gítarleikari. Hann gerði fullt af funky stuffi, kom mér annars á óvart hversu miðaldra þetta band er. Hoppaði síðan uppá Odeon. Þar voru Zyklon að spila. Það heyrðist sama og ekkert í bassanum og of hátt í trommunum. Þannig að basicly heyrði maður bara í trommum og söng. Semsagt svipaður fílingur og þegar maður setur hjólsög í gang og sagar í gegnum timbur. Maður heyrði einstaka riff sem voru góð – en almennt séð finnst mér eða fannst mér þetta vera mjög leiðinlegt. Zyklon fengu því falleinkunn fyrir sitt show. Ég bjargaði mér frá Zyklon yfir á Orange, en ekki tók betra við þar Arctic Monkeys. Oj, hvernig stendur á því að fólk fílar þetta? Viðurstyggilega leiðinlegt, nánast sama bassalínan, sömu 3 gripin og sami takturinn. Eina sem breytist er textinn í söngvaranum, sem var reyndar svo illskiljanlegur að hálfa væri nóg. Þeir virtust líka stressaðir og keyrðu hratt í gegnum programmið. Voru víst búnir með 15 lög áður en maður vissi af, fannst eins og þetta væri eitt lag á repeat. Verulega slæmt!
Sem betur fer leið ekki langur tími og Pelican byrjuðu. Voru heldur fáir þegar þeir byrjuðu og þeir virkuðu pínu feimnir. Var þokkalega ánægður með showið þeirra, lögin virkuðu samt eins og virðist tíðkast með post-rock-blabla tónlist að hún verður einsleit, en engu að síður stóðu þeir sig með prýði. Birna virtist í spreng með að vera fremst á Against Me!, það virtist borga sig því þeirra show var geðveikt. Þvílíka riotið sem myndaðist, meira segja áður en þeir spiluðu, þá var fólkið að chanta nafn hljómsveitarinnnar, það virtist setja mikinn eldmóð í strákana því þeir voru ofur hressir á sviðinu og spiluðu af mikilli innlifun. Mér fannst þeir vera töluvert betri Á roskilde heldur en hérna heima, og síðan komu lög sem voru bara virkilega góð, veit ekki hvort það sé nýtt eða gamalt en defó ekki Reinv.AxlRose efni. Fólk var líka duglegt að vera með riot á meðan showinu stóð og crowdsurfuðu amk 20 manns, en crowdsurf er stranglega bannað á Roskilde og veldur því að það er klippt á armbandið hjá manni. Gæslan réði samt ekkert við æstan múginn sem einnig heimtaði aukalög í uppklappi en fengu ekkert. Sem er reyndar slæmt þar sem klukkutími var í næstaband á svið. Við það urðu áhorfendur reiðir, þegar kynnirinn gekk inná sviðið til að þakka AgainstMe! fyrir sitt framlag var kastað vatnsglasi í átt að henni. Hún rétt náði að dodge’a það en árás númer 2 kom af hliðinni sem hæfði í hana. Eitt eftirminnilegasta show sem ég hef séð með hljómsveit. Against Me! Stóðu uppúr. Eftir það tékkaði ég síðan á Muse og ekkert merkilegt að segja frá því. Fínt festival.

Haffeh