jæja þá er stundin runnin upp, 23. mars fyrir 8 árum ákvað ég að stofna þetta blessaða fyrirbæri sem dordingull.com. Upphaflega var að koma á stað samskiptastöð íslenskra rokkara í kjölfar þess að koma íslenskri rokk tónlist á netið (sem lítið var um þá). Taflan og harðkjarni hafa verið hluti af þessu öllu frá byrjun og vill ég þakka öllum sem stutt mig hafa í þessu alla þessa tíð, bæði með fjárstyrkjum og almennum stuðningi kærlega fyrir þetta allt saman. Ég vildi óska að ég gæti haldið upp á þetta almennilega, með svakalegum tónleikum og húllum hæ, en það verður því miður örugglega lítið um það. Samt vona ég að fólk gleymdi ekki síðunni sem startaði þessu öllu.. (það er til meira en bara taflan!)
Harðkjarni er í algjörri endurvinnslu og verður kominn á full skrið í nsæta mánuði… vonandi með vítamínsprautu og næringu í æð. Ég er alltaf að leita af fólki til að aðstoða með viðhald og vinnslu þannig ef þið hafið áhuga endilega hafið samband við mig (valli@dordingull.com). Að lokum vill ég endurtaka þakklæti mitt til allra sem hafa stutt dordingull.com hvort sem er frá byrjun eða frá því í gær..
kveðja og ósk um góðar stundir.
valli