Year: 2007

Bestu plötur ársins 2006

í boði Hardkjarni.com

Um áramótin 2006/2007 var í fyrsta skipti tekinn saman árslisti Harðkjarna, en sá listi var unninn úr einstökum listum notenda Töflunnar. 35 tóku þátt í að skapa þennan lista og kann ég þeim öllum miklar þakkir. 10 bestu plötur ársins 2006 eru eftirfarandi:

10. sæti:
Enslaved – “Ruun”
Norsku svartmálms meistararnir í Enslaved gerðu plötu sem þótti framúrskarandi á árinu og er meðal þeirra tíu besta platna sem komu út árið 2006. Framúrstefnuleg og virkilega vel samin er platan “Ruun”, og á þennan heiður svo sannarlega skilinn.

9. sæti:
Slayer – “Christ Illusion”
Þrátt fyrir að vera löngu búnir að sanna sig og gott betur komu Slayer menn með plötu sem þótti með þeirra betri á þessum síðustu og verstu. Dave Lombardo var blessunarlega kominn aftur á bak við settið og var þetta mati mann og kvenna Töflunnar ein af betri útgáfum ársins.

8. sæti:
Belphegor – “Pestapokalypse VI”
Sjötta breiðskífa hinna þaulreyndu austurrísku black metal hermanna skilaði þeim áttunda sætinu á þessum góða lista. Jan Finly [Terrorizer Magazine] hafði þetta um plötuna að segja: “the band tear into some of the most well-constructed hyperspeed death/black metal that they’ve ever produced with a fanatical destructive zeal that can equal any of the band’s many rivals within the genre.”

7. sæti:
Unearth – “III: In the Eyes of Fire”
Einn af betri dauðakippum metalcorsins var klárlega fjórða breiðskífa Unearth. Mönnum þótti mikið til koma þessi reiði og þessi kraftur og það hlýtur að teljast gott að enda ofar en fyrrnefndar sveitir á þessum lista.

6. sæti:
Decapitated – “Organic Halucinosis”
Decapitated áttu að margra mati death metal plötu ársins. Hrikalega plata frá þessum pólsku risum og death metall með stóru déi, fyrir karla með belli og konur með kjark.

5. sæti:
Converge – “No Heroes”
Með dyggan aðdáendahóp hérlendis áttu Converge menn í litlum vandræðum með eiga eina af tíu bestu plötum ársins á Harðkjarna, en platan “No Heroes” er einstaklega vel gerð og hitti greinilega í mark hjá mörgum.

4. sæti:
Lamb of God – “Sacrament”
Lamb of God svíkja engan og spila að jafnaði no bullshit metal sem gerir manni erfitt fyrir að halda hausnum kyrrum. “Sacrament” er að margra mati besta plata Lamb of God síðan “New American Gospel”. Naumlega í fjórða sæti en á það klárlega skilið.

3. sæti:
Tool – “10.000 Days”
Úr því að vera skrítin framúrstefnuleg í það að vera hálfpartinn mainstream án þess þó að selja sig hafa Tool liðar ávallt staðið fyrir sínu. Með vinsælli og umtöluðust plötum ársins þóttu Tool vera sniðugir með þrívíddar gleraugum og flottu artworki, og eitthvað hefur verið varið í tónlistina líka því platan endar ofarlega á þessum lista.

2. sæti:
Isis – “In the Absence of Truth”
Fyrsta plata Isis í nokkur ár þar sem titillinn er meira en eitt orð. Ég efast um að það hafi skipt miklu máli enda hér á ferðinni virkilega vel samin og góð plata frá þessum “íslandsvinum” sem héldu hér eftirminnilega tónleika um árið. Annað sætið er þeirra.

1. sæti:
Mastodon – “Blood Mountain”
Besta plata ársins að mati Taflverja, og segir það vafalítið meira en mörg orð. Fjórða breiðskífa þessara miklu meistara sigraði hug og hjörtu málm og harðkjarna unnenda landans, og hlýtur Mastodon að teljast meðal betri metal hljómsveita samtímans.

Listi yfir bestu plötu ársins 2007 er væntanlegur og verður líklega jafn góður, ef ekki betri, leiðarvísir fyrir það besta og áhugaverðasta í tónlist á líðandi ári.

Jóa

Jólakveðja dordingull.com

Hin árlega jólakveðja dordingull.com vefsetursins er loksins komin í pósthólfið þitt og vona ég jólin verði sem hátíðlegust hjá ykkur. Á komandi vikum mun ég loksins ljúka vinnslu á nýjum harðkjarna vef, og í kjölfarið verður forsíða dordinguls einnig tekin í gegn. Með von um að jólin verði góð, hvort sem þið séuð harð krisin eða and kristin (já eða eitthvað þar á milli).

Gleðileg Jól og farsælt komandi ár.

Valli
dordingull.com
hardkjarni.com
taflan.org

Deicide

Þessa dagana er Glen Benton gamli að taka upp “söng” (hahah) fyrir næstu plötu hljómsveitarinnar Deicide. Platan hefur fengið nafnið “Till Death Do Us Part”, og virðist kallinn gera þessa plötu með allt öðru hugarfari en áður. Glen er edrú þessa dagana og er þetta búið að opna nýjar víddir hjá kallinum og er hann nokkuð ánægður með árangurinn í þetta skiptið. Ekki er enn búið að ákveða hvenær platan verður gefin úr, en vænta má að það verði í fyrri hluta ársins 2008.

Nýja Testamentið

Hinir einu og sönnu Testament senda frá sér nýja plötu í lok apríl á næsta ári. Platan hefur fengið nafnið “The Formation Of Damnation”. Í hljómsveitinni þetta árið eru þeir Chuck Billy (söngur öskur og það allt), Alex Skolnick og Eric Peterson sjá um hetjutóna gítaranna, and Greg Christian á bassa, og hinn fjölhæfi trymbill Paul Bostaph sér um það eina sem hann er þekktur fyrir. . Það er Nuclear Blast Records sem gefur út efni sveitainnar og var það meistari Andy Sneap sem pródúsaði efnið í þetta sinn.

Út og suður

Hljómsveitin Down ætlar að eyða janúar og febrúar mánuði í tónleikaferðalag um bandaríkin norður ameríku. Hefst túrinn í Birmingham og endar í Nashville, samkævmt núverandi plani, en búast má við að nokkrar breytingar verði á eins og gengur og gerist í þessum branasa.

Er þér alvara?

Hljómsveitin Dead to fall skellti nýlega fimmta myndbandinu af “Staying In The Fade” myndbanda seríunni á netið. Í þessarri myndbandaseríu heldur hljómsveitin áfram að sýna frá upptökum á nýju plötunni “Are You Serious?” sem er pródúseruð af Brian McTernan (The Bled, Snapcase) og Mike Schleibaum (gítarleikara Darkest Hour). Platan er væntanleg í búðir 19. febrúar og er það Victory útgáfan sem gefur út efni sveitarinnar.

Hjómsveitin I ADAPT hættir störfum

Ekki batnar það, ekki nóg með að hljómsveitin Changer hafi hætt stöfum fyrir viku síðan, heldur er nú komið að hljómsveitinni I adapt að segja skilið við vora senu og hér að neðan má lesa það sem hljómsveitin hafði um málið að segja:

Búnir að fara víða um völl og smakka’ða hér og þar… Þetta föruneyti fer ekki lengra.
Við viljum þakka öllum sem lögðu hönd á plóginn og gerðu okkur kleyft að spila okkar tónlist fyrir aðra hér og þar og all staðr, mögulega allt of oft við hinar og þessar aðstæður. Botnlausar þakkir til fyrrverandi meðlima. Takk fyrir að mæta, tala við oss, headbanga, slamma, syngja með eða bara hlýða og góna á. Takk fyrir að deila þessu með okkur og taka þátt. Takk fyrir endurgjöfina. Við vonum að við höfum fært eitthvað á borð ykkar sem var þar ekki fyrir og vonandi blómstra einhverjir afleggjarar upp frá allri þessari vitleysu. Vinna okkar var sannarlega þess virði. Takk fyrir minningarnar og augnablikin.

Við gætum farið í a gera langa runu með nöfnum þeirra sem lagt hafa lóð á vogaskálarnar, umfram það sem eðlilegt þykir en við gerum það ekki í dag. Mögulega síðar. Þið vitið hver þið eruð og þið vitið hvað þið gerðuð.

Síðustu bartónleikarnir verða annað kvöld.
Mögulega verður eitt all ages show í viðbót…. auðvitað verður eitt all ages show í viðbót I Adapt style… we put that shit on da map!

Heyrumst

i.a.

ISIS

Smáskífa frá hljómsveitinni ISIS við lagið Holy Tears er væntanleg í búðir 12 febrúar næstkomandi, á meðan smáskífa við lagið “Not In Rivers, But In Drops” verður gefin út aðeins viku síðar. Aukefni með smáskífunum verða meðal annars tónleikaupptökur, endurhljóðblöndur og myndbandsupptökur.