Month: september 2006

Nýtt lag með Deftones

Nýtt lag með hljómsveitinni Deftones er nú að finna á myspace heimasíðu sveitarinnar. Lagið er tekið af tilvonandi plötu sveitarinnar “Saturday night Wrist” sem gefin verður út í lok mánaðarins. Á plötunni verður að finna eftirfarandi lög:
01 – “Hole In The Earth”
02 – “Rapture”
03 – “Beware”
04 – “Cherry Waves”
05 – “Mein” (Feat. Serj Tankian)
06 – “u,u,d,d,l,r,l,r,a,b,select,start”
08 – “Xerces”
09 – “Rats! Rats! Rats!”
10 – “Pink Cellphone” (Feat. Annie Hardy)
11 – “Combat”
12 – “The Earth”
13 – “Riviere”
http://www.myspace.com/deftones

Wacken open air 2006

Wacken í N- Þýskalandi 5-7 ágúst 2006

Opeth, Fear factory,Emperor, Carnivore, Finntroll, Morbid angel, Motorhead, Nevermore, Arch enemy, Soulfly ofl.

Jæja þá fór maður á Wacken en einu sinni ( 5ta skiptið mitt) með heilum herskara af Íslendingum, aldrei fleiri eða um 52, minnir mig. Veður lék við Frónbúa sem og 40 þúsund metalhausa á meðan festivalið stóð yfir. Einn skitinn rigningarskúr kom en spáð var rigningu I bland við sólskin allan tímann. Það seldist upp á festivalið að þessu sinni.
Stemningin á campinu íslenska var sem aldrei fyrr og var framhjáröltandi Svíum slátrað inni í partítjaldinu okkar. Heilir 8 að þessu sinni lágu í valnum af hendi Bakkusar og íslenskra metalhausa. En nóg um röfl af tjaldstemningu í bili.

Michael Schenker group
Eitt fyrsta bandið til að spila á fimmtudegi. Ég leit þarna við og skemmti mér mjög vel nema þegar söngvarinn byrjaði að syngja en hann var með of true háa rödd. Sem betur fer var spileríið allmikið instrumental og það fínasti headbanging runkmetall. Ég man sérstaklega eftir bassaleikaranum spilfima og sköllótta með þessa einu fléttu sem hann sveiflaði títt.
Scorpions
… voru ekki að gera það fyrir mig. Frekar mikið miðjumoð. Allt í lagi rokk en ekki að gera sig til lengdar hjá mér. Gamlingjar að reyna að vera töff og hressir en hljómuðu ávallt eins. Ég þraukaði um 7-10 lög og náði því ekki slögurunum Wind of change og Rock you like a hurricane sem þeir hafa eflaust tekið í endann. Hafði ekki slíka biðlund.

Gekk framhjá Mystic circle snemma á föstudegi sem var leiðinlegt blackmetalbrjálæði. Svo yfir á partístage og sá einhver lög með þýska bandinu End of Green. Þeir voru mjög misjafnir og gátu ekki ákveðið sig hvort þeir ætluðu að vera stoner, goth, numetal eða melódískt rokk. Þegar söngvarinn rámmælti fór að syngja um beibí fór ég.
Á Wintersun fannst mér bara æðislegt. Jari Sarenpää gítarleikari/söngvari hljómsveitarinnar( fyrrum aðalmaður Ensiferum) er algjör snillingur. Hann spilar óskeikult og flókið og syngur eins og ári og öskrar skrækjótt þess á milli. Ekki skemmdi fyrir að sándið var mjög gott þar sem ég stóð. Þeir tóku flest lögin af þeirra einu plötu. Tónlistin er blanda af black/death, thrashi og melódísku þjóðlegu metali. Tók eftir því að hljómborðkaflar voru spilaðir af backtracki. Það fer örlítið í taugarnar á mér.
Legion of the damned myndi ég kalla groove death metal. Ég vissi lítið um bandið áður en ég kynnti mér þá spila. Mér þótti þeir gott live band og kjörinn slammmetal. Því miður entist ég ekki á þeim þvi ég fór að sjá eitthvað annað eða sinni líkamlegum þörfum.
Six Feet under
Ég er enginn aðdáandi þessa band neitt sérstaklega en þekki eitthvað í gegnum Vést1 frænda. Mér finnst þeir lala á plasti og ég verð að segja enn betri live. Victim of the Paranoid og fleiri slagarar héldu manni alveg við efnið. Kíkti á meira en nokkur lög hjá þeim. Kom aftur í endann á settinu þeirra og þá tóku þeir TNT með ACDC!
Nevermore tóku einungis lög af síðustu 3 plötum og það mjög góð lög. Þetta er í þriðja sinn sem ég sé þá á Wacken og þeir voru mun betri en 2004 þegar mér fannst þeir ekki í nógu miklu stuði og sándvesen var. Þetta jafnaðist á við 2001 giggið. Sándið var fínt nema einstaka sinnum heyrði maður ekki nógu vel í Dane söngvara. I voyager og Enemies of reality, River ragon has come, Narcosynthesis, Dead heart in a dead world, Engines of hate
This godless endevour( 10 mínútna lag), Medicated nation, Final product tóku þeir. Fólk söng með í vel völdum viðlögum. Dane hvatti fólk til crowdsurfs og lét út úr sér: Bring more bodies! Honum varð að ósk sinni og í endann streyndi fólk í átt að sviðinu. Jeff Loomis gítarleikari var þroskaheftur sem ævinlega í spilamennsku. Hinn gítarleikarinn var fenginn að láni frá Jag Panzer þar sem Steve Smyth er með nýrnasjúkdóm sem háir honum. Chris Broderick minnir mig að hann heitir.
Opeth
Tróð mér fremst á Opeth ásamt valinkunnum íslenskum köppum sem ég rambaði á. Mér fannst trommurnar mixaðar einum of hátt þannig að Martin Axenrot var í yfirgnæfandi bongóstuði allavega til að byrja með. Uhm hittarinn Grand conjuration var tekinn. Síðasta lagið var Deliverence titillag samefndrar plötu. Ég var sélega ánægður með það enda sannkallað eyrnakonfekt. Eitt lag af Damnation spiluðu þeir sem ég man ekki hvað var en fannst það fjara of lengi út í endann. Einnig tóku þeir Leper affinity og the Amen corner og líklega eitthvað annað. Gaur aðþjótandi ofan á vindsæng kom með anticlimax tónleikanna.
Mikael Åkerfeldt er orðinn frontmaður með mikið sjálftraust í að hafa samskipti við skarann. Hann reytti brandara milli laga T.d. ,, Blackwater park was a huge success for us, I bought two castles in Switzerland for the money I received from it… Soilwork they are playing over there. They come from the south of Sweden, all the people there are farmers”
Soilwork
Sá í skottið á þeim, þ.e. síðasta lagið en þeir voru að spila á sama tíma og Opeth sem var leiðinlegur árekstur fyrir mig.
Arch enemy
Hmm… já ég var að drekka bjór hjá einhverjum sölu bás hlustandi á lagið My Apocalypse og var að fíla mig. Einhvern veginn nennti ég ekki að fara mjög nálægt sviðinu enda troðið og ég veit það ekki.. hef ekki mikinn áhuga að slamma við AE á festivali þó mér hafi þótt þau alveg fín. Ravenous og We will rise m.a. tekið.
Fear factory
Burton C . Bell mætti til leiks í röndóttum bol sem mér fannst ekki nógu metal. Bandið var tussuþétt og Bell stóð sig nokkuð vel. Dálítið erfitt að kreista úr sér þessi löngu og háu viðlög stundum. Á tímum heyrðist ekki nógu vel í söngnum. Lög eins og
Replica, Self bias destructor, Edgecrusher, Archetype, Linchpin voru tekin. Það kom mér á óvart að fólk virtist syngja með nýrra efninu sem ég kannast ekki nógu mikið við. Bandið heiðraði Dimebag nokkurn með því að taka stutta útgáfu af Walk með PanterA og svo Gítarleikara FF Christian með afmælissöng þar sem áhorfendur tókun undir.
Morbid angel
Ég sá svona 20-25 mínútur af MA og líkaði það sem ég sá. Flottir gæjar og tékkið á tónleikunum á youtube! En því miður vildi ég líka sjá
Orphaned land á Party stage sem er ísraelskt band sem spilar dauðarokk blandað við melódískan metal og miðausturlandatónlist. Norra el norra fékk áhorfendur til að hoppa og skoppa. Vel spilandi band. Tók eftir því að söngvarinn var ekki alveg að meika það að taka einn hraðan dauðarokkspart og stoppaði í miðjum klíðum. Stóð sig samt vel.
Soulfly
Gekk inn á festivalsvæðið þegar þeir voru að taka Roots og var ég vel stemmdur. Max Cavalera hefur staðnað í tónlist en jú það var gaman að heyra hann taka nokkur Sepulturalög. Hvort þau voru 4 eða 5 man ég ekki en örugglega fjórðungur af settinu. Vafasöm lög eins og Jumpdafuckup og Primitive virkuðu ágætlega live og fólk virtist skemmta sér. Komu nokkuð á óvart.
Carnivore
Pete Steele, djöfull er maðurinn ógeðslega risavaxinn! Gítarinn lítur út eins og stunguskófla í ehndi hans. Allir voru meðlimirnir klæddir í einhvern rauðlitan fatnað. Spaugsemin var ekki langt undan og Steele fékk sér vínglas og þurkaði sér rækilega með handklæði milli laga. Man eftir lögum eins og Male supremacy og Carnivore. Afar góðir!
Því miður þurfti ég að fara að tékka á bandinu á party stage og aldrei hefur það svið staðið betur undir nafni… bandið var Korpiklaani: Folk metal í allri sinni dýrð, Harmonikkuleikari og fiðluleikari, söngvar um óbyggðir og öl. Lög eins og Voice of the wilderness og Beer beer. Ég sá glitta í hanakamba tvo en þar voru þeir Pétur öltröll og Viktor Aeon sem voru í miklum pitti þar sem stiginn var hringdans með miklum ákafa. Aðalgaurinn í bandinu söngvari / gítarleikarinn stjórnaði áhorfendum algerlega og lét þá öskra í mörgum taumum og atti þá áfram. Þvílíkt stuuuð!
Eftir þá tónleika sá ég á skjánum stóra að Carnivore voru komnir með topplausar stúlkur í endann á gigginu sínu. Fín leið til að enda tónleika…
Emperor
Þekki þá ekkert svo vel og fíla þá ekkert sérstaklega en fannst þeir nokkuð góðir og þá sérstaklega efni af Prometheus.
Motörhead
Ég sá byrjunina á Motörhead en var of þreyttur til að megna meira heyrði aðallega í þeim þegar ég lagði mig í tjaldinu. Þeir voru allt í lagi. Man eftir No class.
Finntroll
Brugðust ekki. Ég kom dauðþreyttur á Blackstage eftir lúr í tjaldinu. En ég hresstist við! Þeir voru með ungan nýjan söngvara sem var að vísu 50 kílóum léttari en sá síðasti en hann song alltröllalega og skilaði sinu vel. Ný lög Urdjupet og Hexan fengu að hljóma. Svo voru góðkunn lög eins og Svartberg og Trollhammaren á settlistanum. Stemning og léttur dans í myrkrinu eftir miðnætti.
Ministry
Ég var dáleiddur á Ministry. Hef lítið hlustað á þá en það var eins og að vera í öðrum heimi með alla þessa ofurtakta og mekaník þrumandi á sig. Skjár var líka á sviðinu með m.a. stríðsmyndum og Bush til að efla upplifunina. Gott efni!
Suidakra
Fínt band. Nennti ekki alveg að sjá þá samt. Tékkaði á nokkrum lögum og fór. Folkdeathmetal.
Whitesnake
Heyrði í þeim á tjaldsvæðinu. Þekkti Here I go again og einhverja ballöðu. Hef ekki kynnt mér þá nóg og þurfti að hvíla mig
Atheist: Fór fremst á þá og fannst þeir fínir. Klikkaður bassaleikari en ekki alltof skemmtilegur söngvari. Fínt.

Það sem nokkrir Wacken farar sögðu á Wacken þræðinum á taflan.org =

Hjalti:

Góð ferð, ég er sáttur. Celtic frost voru GEÐVEIKIR án efa besta bandið sem ég sá. Emperor og Motörhead voru líka ofar öllum vonum, Og Morbid angel voru góðir þrátt fyrir skíta sánd sem virtist plaga þá. Ministry komu lang mest á óvart, og ég keypti mér disk með þeim daginn eftir, komu kannski bara á óvart því ég hafði aldrei hlustað á þá áður.
Danko Jones var fyndið stuff, hálf kjánalegt að sjá manninn á sviði, en samt fullur af húmor. Fínt rokk og Ról, SuidAkra komu mér ekki til, En Vreid voru hreint útsagt magnaðir. Versta bandið á Wacken var án efa Scorpions, ég fór eftir heil 3 lög með ælu í kokinu, og ekki af bjórdrykkju. Caliban fannst mér ekki góðir, en sándið var heldur ekki gott hjá þeim, í raun afspyrnu slakt.
Carnivore hefðu toppað allt hefðu þeir sleppt því að koma aftur á svið eftir að gítartech gaurarnir stóðu þarna og Peter Steele kom fram, spiluðu í 10 sec og svo sagði maðurinn með öfugu skeifuna Danke Shun og fór út, svo létu þeir bíða eftir sér í korter og tónlistin sem kom eftir það var ekki að ná mér. Six feet under voru fínir, en ég hef aldrei verið aðdáandi, eins með Aborted, fannst þeir í raun allveg ágætir, en aldrei hlustað á þá .
Opeth fannst mér standa fyrir sínu, en hrikalegt sánd sem þeir fengu allavega til að byrja með. Nevermore voru jafn leiðinlegir live og á plötu,
Annars magnað Wacken, vona að ég komi næst líka, fer eftir hljómsveitum og peningi

Viktor:

Aborted: góðir
Amon Amarth: fínir
Atheist: góðir, Tony Choy er hands down besti metalbassaleikarinn í bransanum, punktur!
Caliban: komst að því mjög snemma að ég er bara orðinn þreyttur á þessu bandi.
Emperor: vonbrigði helgarinnar. ömurlegt sánd, Ihsahn er með leiðinlegri sviðsframkomu en Burt Bacharach, og við fórum nokkur þarna eftir 5 lög.
Fear Factory: fínir
Finntroll: frábærir, samt skemmtilegra að sjá þá á litlu sviði í fyrra, enda er þetta fylleríisband.
Fleshgore: komu mér á óvart, enda þekkti ég þetta ekki neitt. Þarf að tjekka betur á þeim
Korpiklaani: Toppurinn á helginni. Þvílíkt stuð og hálfvitaháttur. Og nú sitja eftir þónokkrar laglínur eftir í hausnum á mér sem ég get ekki losnað við. Salom Korpiklaani!!!
Legion of the Damned: voru ágætir. Varð samt fljótt þreyttur á þeim.
Morbid Angel: geðveikir. MA og Korpiklaani voru langbestu böndin á hátíðinni. Mikið djöfull er David Vincent flottur frontari.
Nevermore: frábærir. Jeff Loomis er teh shite.
Opeth: góðir. furðulegt, en gott lagaval.
Vreid: fannst þeir vera fínir. black n’ roll og stuð. komu mér á óvart.
Wintersun: önnur vonbrigði. skítasánd, Kai Hahto að kúka á sig og hljómborðið 10 númerum of hátt.
All in all… GEÐVEIK HELGI!

Ari:

Nevermore varð fyrir nokkrum vonbrigðum með þá, sándið var ekki 100% og svo fannst mér bara byrjunin af settinu aðallega spennandi, þeir tóku of mikið af þeirra leiðinlegri lögum, en mér finnast þeir eiga mjög góð lög og svo líka leiðinleg lög, þetta er hljómsveit sem mér finnst geta verið bæði góð eða leiðinleg.
Korpiklaani komu á óvart, mjög skemmtilegir
Opeth voru æði en ég er kannski ekki dómbær, of mikill aðdáandi.
Ministry dístroíjd wacken sklru. Jörgensen for el presidente
Fear factory voru góðir
Soulfly mun betri en ég hélt, komu á óvart, en samt einhæfir. Soulfly voru mun betri fyrst, komu á óvart. Tóku góðar útgáfur af Roots… og Refuse/resist og svo bestu lögin af fyrstu plötunni sem er einmitt þeirra besta. En svooo urðu þeir bara þreyttir og leiðinlegir, það er rétt. Svo fór ég því á Atheistsem voru helvíti góðir, maður nennti ekki að sjá allt m. sumum því maður hafði séð sumt áður og nennti ekki að horfa á allt en fannst það alveg fínt eða ágætt eins og Amon Amarth, Finntroll & Arch enemy
hljóðið í Emperor dró miig ekki til þeirra frá tjaldsvæðinu
Hélt að Wintersun væru skemmtlegri en þeir voru alltílæ.
það sem ég sá og heyrði frá Morbid angel var gott. COB.. æi svo sem alltílæi en nennti ekki á þá, heyrði hvernig þeir voru frá tjaldsvæðinu… eins og Motorhead
Carnivore fannst mér helvíti skemmtilegir.
Sá lítið af Celtic frost, bara dæmigert oldschool death metal.
Orphaned land voru fínir líka.
Motörhead – finnst mér hrikalega þreytt hljómsveit, spila af gömlum vana og hljóma alltaf eins, mega bara fara að hætta þessu… en þeir halda sennilega áfram þar til Lemmy deyr.

Gísli

Þetta er það sem ég sá á Wacken:
Victory: Verulega slæmir.
Malefactor: Vissu ekkert hvernig metal þeir ætluðu að spila og voru frekar leiðinlegir.
Mortal Sin: Fínt thrash band. Hafði gaman af þeim.
Scorpions: Kom sjálfum mér á óvart hvað ég hafði gaman af þeim, voru bara hin fínasta skemmtun.
Mystic Circle: Slappir.
End of Green: Úff. Alveg ótrúlega leiðinlegt band.
Wintersun: Ekkert sérstakir og soundið skemmdi mikið fyrir þeim.
Legion of the Damned: Ágætis band en dálítið þreytandi til lengdar.
Born From Pain: Ágætis hardcore band, fannst þeir samt betri á Hellfest.
Danko Jones: Æðislegt band. Ekki alveg jafn góðir og á Hellfest en soundið var aðeins að skemma fyrir þeim. Samt frábærir tónleikar.
Six Feet Under: Fínir, betri en á plasti.
Nevermore: Alveg jafn leiðinlegir live eins og á plötunum.
Opeth: Góðir, leiðinda sound samt framanaf. Voru betri á Hellfest.
Fleshgore: Helvíti hressandi brutal death metal.
Vreid: Góðir.
In Extremo: Nei takk.
Carnivore: Ágætis nostalgíufílingur hérna. Gaman af þeim.
Korpiklaani: Ég skil ekki polka metal og hafði núll gaman af þessum.
Children of Bodom: Fínir.
Celtic Frost: Þrælgóðir, ég varð fyrir vonbrigðum með þá á Hellfest en þarna voru þeir eins og önnur og mun betri hljómsveit.
Despairs Ray: Leiðinlegir.
Ministry: Klárlega surprise helgarinnar. Magnaðir tónleikar.
Amon Amarth: Skemmtilega mikið show hjá þeim en soundið var ekki að hjálpa þeim. Voru samt alveg ágætir.
Primal Fear: Entist ekki lengi þar sökum leiðinda.
Aborted: Góðir.
Arch Enemy: Mjög fín, samt betri á Hellfest.
Fear Factory: Fínir, sérstaklega þegar þeir tóku eldri lögin.
Morbid Angel: Magnaður andskoti! Hápunktur helgarinnar fyrir mér. David Vincent er awesome frontari!
Gamma Ray: Frekar leiðinlegir.
Atheist: Frábærir, Tony Choy er allt of góður.
Whitesnake: Allt í lagi svosum, gaman að gömlu slögurunum en bandið var ekkert frábært.
Emperor: Fínir. Soundið hefði mátt vera betra.
Die Apokalyptischen Reiter: Frekar óspennandi.
Motörhead: Frábærir eins og alltaf. Lemmy klikkar ekki.
Finntroll: Áttu ágætis spretti en ekki beint mitt kaffi.
Rose Tattoo: Frekar óspennandi.
Overall fín helgi.

Kristján

Scorpions – Heyrði meira en ég sá, en að heyra Coast To Coast var sáðfalls virði.
Mystic Circle – Allt of dæmigert „við viljum vera voða harðir“ black metal band. Leiðinlegir.
End Of Green – Að hafa söngvara sem lítur út eins og Ville Valo (Him) og syngur svo til skiptis eins og Pete Steele (Type O Negative, Carnivore) og Ville Laihiala (Sentenced) er ekki gott. Slakt band.
Monster Joe – Ekki gott band þannig lagað, en bættu það svo sannarlega upp með líflegri sviðsframkomu og skondnum textum. Ég skemmti mér hið besta.
Wintersun – Ekkert sérstakir. Finnst bara eitt lag með þeim gott, og því var illa skilað og sándið týndist þar að auki.
Danko Jones – Snilldargaur og snilldarband. Fimmta sæti.
Six Feet Under – Sá þá úr fjarska. Virkuðu mun betur live en á plasti. Hljómuðu barasta eins og þeir hefðu æft svolítið – eitthvað sem þeir virðast ekki gera fyrir upptökur. Góð tilraun, en samt = leiðinlegir.
Nevermore – Gæsahúð. Warrel Dane var samt ekki jafn góður frontari og ég hafði búist við. Hvað er málið með að vera með derhúfu á sviði? Fjórða sæti.
Opeth – Góðir, en virka betur heima í stofu. Sá þá ’98 í London og þar voru þeir skemmtilegri.
Soilwork – Sá í endann á settingu þeirra þar sem ég yfirgaf Opeth. Virkuðu mjög sannfærandi og góðir þrátt fyrir að Stabbing The Drummer ætti að vera flokkuð sem slæmt umhverfisslys. Gaman að sjá Peter Wildoer (Darkane) á trommunum.
In Extremo – Sá þá ekki, en flúði þegar ég sá að það var búið að byggja skipsandskota á sviðinu. Heyrði til þeirra og það hljómaði afskaplega ósannfærandi í mínum eyrum.
Carnivore – Sá þá úr fjarska sökum þreytu og kjánagangs, og sé eftir að hafa ekki verið nær. Virkuðu vel á mig, kraftmiklir og sannfærandi. Hvernig getur hljómsveit verið annað en góð þegar hún hefur tíu berbrjósta konur með sér á svið?
Celtic Frost – Afar sterkir og sannfærandi. Hafa alltaf virkað voðalega leiðinlegir á plasti, en svei mér þá ef ég tékka ekki betur á þeim eftir þetta.
Ministry – VÁ!!! Djöfull sem þeir komu mér á óvart! Óaðfinnanlegt sánd (eitthvað sem engin önnur hljómsveit á hátíðinni gat státað af), frábær sviðsframkoma og gífurlga góð spilamennska. Annað sæti.
Amon Amarth – Frekar slakir. Reyndar ekki öfundsvert að spila næst á eftir Ministry. Algjörlega ónýtt sánd og krafturinn sem var líklega í gangi uppi á sviði náði engan veginn til áheyrenda.
Primal Fear – Ósannfærandi. Náðu ekki að fanga athygli mína.
Aborted – Góðir, en einhæfir. Að taka Heartwork var ágætis leikur, en fékk mann bara til að langa að sjá Carcass sjálfa.
Arch Enemy – Helvíti fín. Virkuðu þó ekki eins kraftmikil og ég hafði átt von á. Býst fastlega við að sjá þau á Wacken aftur eftir eitt eða tvö ár, þar sem aðsóknin á þau var gífurleg!
Fear Factory – Komu mér á óvart. Átti von á að þeir yrðu í meðallagi, en þeir skiluðu sínu afar vel. Sorglegt samt að hugsa til þess að fyrstu þrjár plöturnar þeirra munu alltaf vera þeirra bestu.
Morbid Angel – Shit… Sándvandræði í fyrstu tveimur lögunum, en svo var sett í manndrápsgírinn. Óaðfinnanleg spilamennska, frábært lagaval, og einn allra besti frontmaður sem ég hef séð. Þriðja sæti.
Gamma Ray – Alveg ofsalega leiðinlegir. Kai Hansen hefði líklega bara átt að vera áfram í Helloween…
Atheist – Mjög góðir, en sökum þekkingaskorts á efninu þeirra fannst mér þeir ekki mjög skemmtilegir. Tony Choy bitchslappaði Steve DiGiorgio í hverju einasta lagi og ætti að fá verðlaun fyrir ómannlega spilahæfileika.
Soulfly – Drullufokkingleiðinlegir. Gott band spilalega séð, en það er bara kominn tími til að Max átti sig á því að 1996 er liðið og kemur aldrei aftur. Hysjaðu upp um þig helvítis kúkabuxurnar og farðu að spila almennilega tónlist!
Whitesnake – Alls ekki góðir. Coverdale nálægt því að vera raddlaus, og tókst að skemma hvert lagið á fætur öðru fyrir mér með píkuskrækjum og fölskum nótum. Virkileg vonbrigði.
Emperor – Komu mér algjörlega á óvart! Mér hefur alltaf fundist þeir hræðilega leiðinlegir (nema Prometheus, sem er líka meira death en black), en þarna spörkuðu þeir fast í rassinn á mér.
Motörhead – Óaðfinnanlegir. Lemmy. Þarf að segja meira? Já, gaman að sjá Moa Holmsten (Meldrum) syngja Killed By Death með Lemmy. Hún er hot. Fyrsta sæti.
Finntroll – Góðir, en alls ekki minn tebolli. Ég varð syfjaður

Gunnar:
Scorpions= Hef ekkert hlustað á þá en þeir enduðu fyrsta alvöru tónleika kvöldið með miklum sóma og voru mjög góðir, flott trommusóló og Hermann Rarebell og Uli Jon Roth og Micheal Schenker voru helvíti góðir með þeim
Wintersun= Sá þá smá og var ekki heillaður
Legion of the Damned= Ágætir á köflum en samt ekki mikið spes.
Born from Pain=Lala….
Cadaveric Crematorium= Sæmilegt band, fínn söngvari
Six Feet Under= Gaman að sjá og heyra í Chris Barnes live, annars er þetta ekki spennandi band
Nevermore = Frábærir! ..”We are the enemies of reality” Gæsahúð! Geðveikur gítarleikari og söngvarinn stóð fyrir sínu .
Opeth = Loksins sá maður meistarana, ég er það mikill aðdáandi þeirra að ég get ekki mikið dæmt um soundið og performancið en ég var alveg að missa mig yfir þeim, voru alveg frábærir og ég var hæst ánægður með lagalistann og showið. Hefði viljað lengri tónleika en ég ætla að fara á tónleika með þeim síðar.
Carnivore = Heyrði í þeim fyrst nokkrum mínútum fyrir tónleikana þegar Þórir setti þá á fóninn. Annars fannst mér þeir mjög góðir, sá meirihlutann af þeim og maður var bara slefandi yfir stelpunum sem komu á sviðið í endann.
Korpiklaani = Þvílíkt partý og skemmtun, allir dansandi og hoppandi og menn með Víkingahorninn á lofti , mjög góðir
Vreid=Mjög góðir, sá seinni hlutann af þeim
Children of Bodom =Shit, crowdið var klikkað og maður var heppinn að sleppa með nokkur ör og bólgna tá eftir pittinn, annars náði ég að forða mér aðeins aftar þegar helmingurinn var búinn og ég skemmti mér vel enda voru Bodom gæjarnir mjög góðir.
Celtic Frost = Komu mér mest á óvart, þvílíkt live band vá! Voru geðveikir allan tímann og hápunktur þegar að þeir tóku “Into the crypts of Rays” og “Circle of the Tyrants”.
Amon Amarth = Var að sjá þá í þriðja skiptið en þeir voru samt mjög góðir og víkingasjóvið var ansi hresst.
Aborted = Hress byrjun á degi, Aborted á hádegistónleikum. Þeir voru ágætir og tóku svo Heartwork vel í endann.
Caliban= Ekkert spes, var líka bíðandi fremst á Black stage. Mjög fyndið þegar að hljóðið datt út hjá þeim, en það var bara fínt.
Arch Enemy= Var fremst á þessum tónleikum, ágætis live band. Angela var ógeðslega sexy á sviðinu og ekki spillti það að hún var í Morbid Angel bol .
Morbid Angel(Ang Hell)= TOPPURINN Á HÁTÍÐINNI. Maður bara með gæsahúð allan tímann, og við vorum 7 íslendingar fremst ásamt fólki frá El Salvador. Geðveikir tónleikar og David Vincent alveg rosalegur og þeir allir. Djöfull var geðveikt þegar þeir tóku God of Emptiness.
Atheist= Helvíti góðir, geðveikur bassaleikari og sviðið hélt honum í þetta sinn.
Whitesnake= Ekkert spes…
Emperor= Mjög góðir og ágætt show
Motörhead= Sá tvö lög og þeir voru rosalegir, Lemmy!
Finntroll= Helvíti góðir og nýji söngvarinn mjög góður, mætti kannski vera tröllvaxnari, væri til í að sjá þá aftur.
Fyrsta Wacken hátíðin staðreynd og hún var frábær í alla staði og Íslenski hópurinn var alveg frábær og mjög hress, Viktor, Pétur og Tóti seinasta kvöldið

Þorsteinn
Fyrir mér stóðu Orphaned Land uppúr. Nevermore fannst mér líka mun betri núna en 2004. Finntroll hálf missti ég af vegna távandræða (og vegna þess að ég fór í sturtu áður og var alltof lengi (en það var vel þess virði)). Ég náði nokkrum lögum en vegna fótsins hætti ég mér ekki of nálægt. Ég fílaði þá betur í fyrra á party-stage. Nýi söngvarinn er góður, en gamli söngvarinn hafði ákveðið charisma sem erfitt er að leika eftir. Hann var hálfgert tröll sá og hentaði bandinu alveg fullkomlega.

berserkur