Month: ágúst 2006

DIO

Amager bio Kaupmannahöfn 28. ágúst og 29 ágúst Train í Árósum

Dio

Skellti mér á afa metalsins sem kalla mætti, þ.e. Ronnie James Dio sem gerði garðinn frægan með Rainbow( þar sem Ritchie Blackmoore ex- Deep purple gítarleikarinn leiddi), Black Sabbath og svo sínu eigin bandi frá ’83 sem ber það hógværa nafn Dio. Það þýðir einmitt guð á ítölsku en kappinn er bandaríkjamaður af þriðju kynslóð ítalskra innflytjenda í Bandaríkjum. Þess má geta að kaþólsk amma hans kenndi honum djöflahornahandmerkið sem við öll könnumst við á rokktónleikum en það var einmitt Dio sem popúlíseraði það. En nóg um söguþvaður.
Ég lét mér það ekki eftir liggja að mæta á þessa tónleika og aðra til þar sem ég var aukinheldur með fría gistingu hjá félaga í Árósum. Sá Dio fyrst á Wacken 2004 og kolféll fyrir honum og ekki varð aftur snúið.
Bjórsötur var úti í garði fyrir framan venuið Amager bio var fyrir tónleikana og meðan að leiðindaupphitunarband spilaði. Þar var talað við hardcore Dio aðdáenda; Svía og Finna( það var einmitt einn Finni sem kvaðst hafa séð Dio 83 sinnum frá ’87!). Héldu 4 Íslendingar inn í salinn sem sem rúmar nokkuð hundruð og var nokkuð þéttsóttur. Mjög skemmtilegt og mátulegt venue þar sem bönd eru í mikilli snertingu við áhorfendur og sést vel á sviðið frá öllum hornum.
Dio byrjaði á Children of the sea sem rosalega epískt lag af tíð Dio með Black Sabbath. Sá var í stuði og hélt því til loka tónleikana. Hann tók í hendur áhorfenda og þar á meðal mína( ég hef snert Guuuuuð heheh!), sparaði ekki þakkarorðin eftir góðar viðtökur og brosti reglulega fram í skarann. Skálaði líka öli við félaga minn.
Gypsy er með dálítinn ACDC filing finnst mér í söngnum og skemmst er frá því að minnast ákveðins göngulags Dio með því lagi á Holy Diver DVDinu sem kom út nýlega. Þar þrammar hann stórum skrefum með illan svip fram og til baka. Sem hann og gerði núna. Þess má einnig geta að Simon Wright trommari Dio frá 90 var áður með ACDC. Hann stóð sig vel nema mikið andskoti var trommusólóið hans tilþrifalítið. Craig Goldy gítarleikari var í góðu stuði og gerði flest rétt. Fannst hins vegar sólóið í Holy Diver dálítið stirt hjá honum. Hann fór vel með Rainbow og Sabbath lögin. Rudy Sarzo bassaleikari er mikill ærslabelgur og eiginlega á jafnmiklu iði og Dio. Skilst á félaga mínum að hann hafi klúðrað einhverri bassalínu í Sunset superman en það er eitthvað sem ég tók ekki mikið eftir. Scott Warren hljómborðsleikari er hálfgerður botnlangi í bandinu enda eru ekki endalausir keyboardkaflar til að moða úr. Hann fékk að spreyta sig með einu sólói einn og var það frekar súrt og á tímabili hljómaði hann eins og úr Scooter lagi. En áfram með giggið…
Heaven and hell er hrikalegt lag og eitt af þessum singalong lögum. Dio lengir lagið talsvert live miðað við studio og bætir inn evil millikafla( þar sem aðeins rautt ljós er varpað á andlitið hans) og lokahnykk og jú byrjunarkórkafla fyrir múginn ooooo…ooooo ooooo…ooooo!!! . Nokkrir góðir singalong kaflar fyrir áhorfendur í því lagi. Dio segir: it goes on and on on and on it’s…áhorfendur: Heaven and Hell!! Sama gilti um Long live rock & roll þar sem goðið segir: I say long live rock n’ roll og beinir hljóðnemanum að áhorfendum sem segja hvað annað en… Long live Rock n’ roll!!
Nýjasta lagið sem bandið tók var I frá ’92 af Dehumanizer með Sabbath. Sannkallað hamarshögg það stykki. Speed at night var algjör þrumufleygur og meðal minna uppáhaldslaga af Last in line plötunni. Stand up and shout er annar slíkur en Dio passar sig að syngja ekki úr sér lungun eins og á studio útgáfunni en lagið er alveg kröftugt samt sem áður. Af fyrstu plötu Rainbow frá ’74 voru tekin Man on the silver mountain og viti menn …stuttar útgáfur af Catch the rainbow og Temple of the king sem eru einar bestu ballöður í geimi! Það var frábært en mikið andskoti hefði ég verið til í að heyra viðlagið í Catch the rainbow. En það hlaut skjótan endi áður en haldið var í næsta lag. Holy Diver uppskar mikil fagnaðarlæti eins og búast mátti við. Rainbow in the dark er hoppuppíloftlag og stemmari. Um miðbik tónleikanna kom nokkuð óvænt númer,
This song is about taking you clothes of, not that I recommend it to you… Og þá kom eitt mesta ostalag af Dream evil plötunni Naked in the rain. En góður ostur er það!
Önnur lög af þeirri plötu léku við eyrun; Sunset superman og All the fools sailed away
sem eru dýrðarlög. Vissi reyndar að bandið hafði spilað þau nýlega.
Helst var að sakna Don’t talk to strangers sem er lag sem Dio tekur oft live. En mér fannst það bara í fínasta lagi þar sem það var bætt upp með gullmolum eins og Kill the king sem ég hafði ekki séð á lagalistum sem póstaðir höfðu verið á netið á þessu ári. Þvílíkur kraftur í þeirri neglu! Uppklöppslögin voru We rock og Last in line Dio: You’re the last in, you’re the last in.. liiine og bendir á áhorfanda.
Sami lagalisti var í Árósum en mér fannst heyrast örlítið betur í rödd Dio þar. Venuið var minna en samt alveg fjör. Auðvitað er skemmtilegra á tónleikum sem maður fer fyrst á og ég fékk svona déjà vu tilfinningu á tímabili en þetta var mjög fínt gigg af hálfu hljómsveitarinnar. Ég hugsaði bara með mér hmm..Vá, þetta er Dio og hann syngur æðislega og bandið er þétt og ég er svona nálægt honum. Hmmm.. ætti ekkert að leiðast. Hélt meira aftur að mér í skrílslátum en eipaði í nokkrum lögum. Ég gaf Dio einmitt eitt stórt devilhorn með báðum höndum og hann gaf mér eitt slíkt til baka.
Dio er 64 ára gamall en syngur enn eins og unglamb eða ótamið óargadýr í blóma lífsins. Hann leggur allt í þetta og er á fullri hreyfingu, baðandi út höndunum gefandi merki, andlitsgeiflur,grand lokaöskur og alls konar söngútúrdúra. Ég hef nú séð einhverja gamla rokkara spila og á tónlistarmynddiskum en engan hef ég séð jafn ferskan og njóta sín eins mikið og Dio. Hann jarðar þetta lið og deyðir dreka!!!!

berserkur

JAMMFEST 2006 1. sept og 2. sept.

Hljómsveitirnar eru jafn margar og þær eru fjölbreyttar, þar má nefna
XXX Rottweiler hundar,
Brain Police,
Búdrýgindi,
Johnny Sexual,
Jan Mayen,
Lokbrá,
Coral,
Ælu,
Morðingjana,
Dóra Dna,
Bent,
Original Melody,
Noise,
Koja,
Telepathetics,
I Adapt

og fleiri.

Hvar? 
Hvenær? 2006-09-01
Klukkan? 00:00:00
Kostar?  kr
Aldurstakmark? 

 

JammFest 2006 er tónlistarveisla sem skemmtistaðurinn Broadway í samstarfi við Rás 2 ætlar að standa fyrir helgina 1. og 2. september næstkomandi. Hátíðin er haldin í fyrsta skipti í ár en ætlunin að gera þetta að árlegum viðburði.

Tilefnið er gríðarleg gróska í íslensku tónlistarlífi þessa daganna. Tónleikarnir munu ná yfir tvö kvöld, sem og það verða tvö svið í notkun allan tímann.
Sérstaða þessar tónleika er að bæði kvöldin munu enda á svokölluðu djammsessjóni eða bræðingi á stóra sviðinu en þar er ætlunin er að hræra upp í böndunum og mun láta reyna á óákveðna dagskrá. En þá munu hljómsveitameðlimir sem hafa áhuga hoppa uppá svið og spreyta sig með meðlimum annara banda láta ljós sitt skína. Útkoman verður eitthvað sem hefur líklega ekki sést hér áður og er án efa eitthvað sem enginn sannur tónlistarunnandi má missa af.
Miðaverð á kvöldið er aðeins 1.000 krónur en hægt er að kaupa miða á bæði kvöldin fyrir 1.600 krónur. Aldurstakmarkið er 18 ára.

Húsið opnar klukkan 20.00 og byrja tónleikarnir stundvíslega korteri seinna. Hljómsveitirnar munu svo koma fram hver af annarri og um eitt leytið mun hefjast djammsessjón. Hátíðin mun svo standa til klukkan þrjú bæði kvöldin.
www.broadway.is

Event:  
Miðasala: 

Converge

Hljómsveitin Converge mun senda frá sér plötuna “No Heros” 24. október næstkomandi og er það Epitaph útgáfan sem gefur út diskinn í þetta skiptið. Á plötunni má eiga von á því að finna eftirfarandi lög:
01 – “Heartache”
02 – “Hellbound”
03 – “Sacrifice”
04 – “Vengeance”
05 – “Weight Of The World”
06 – “No Heroes”
07 – “Plagues”
08 – “Grim Heart / Black Rose”
09 – “Orphaned”
10 – “Lonewolves”
11 – “Versus”
12 – “Trophy Scars”
13 – “Bare My Teeth”
14 – “To The Lions”

Andlát!

Andlát
Momentum
Gavin Portland
+ óstaðfest band

Hvar? 
Hvenær? 2006-08-20
Klukkan? 00:00:00
Kostar?  kr
Aldurstakmark? 

 

Gamla bókasafnið í Hafnarfirði
500 kall inn

Event:  
Miðasala: 

Blóðfjallið

Tilvonandi hljómplata hljómsveitarinnar Mastadon, sem fengið hefur nafnið “Blood Mountain” verður gefin út 12. september næstkomandi, og mun innihalda eftirfarandi lög:
01 – “The Wolf Is Loose”
02 – “Crystal Skull” (ásamt Scott Kelly – Neurosis)
03 – “The Sleeping Giant”
04 – “Capillarian Crest”
05 – “Circle Of The Cysquatch”
06 – “Bladecatcher”
07 – “The Colony Of Birchmen” (ásamt Joshua Homme – Queens Of The Stone Age)
08 – “Hunters Of The Sky”
09 – “Hand Of Stone”
10 – “This Mortal Soil”
11 – “The Siberian Divide” (ásamt Cedric Bixler-Zavala – The Mars Volta)
12 – “Pendulous Skin”