Month: júlí 2006

Slayer

Nýja Slayer platan “CHRIST ILLUSION” kemur út 8 ágúst í betri búðum.
Löhin eru:
1. Flesh Storm
2. Catalyst
3. Eyes Of The Insane
4. Jihad
5. Skeleton Christ
6. Consfearacy
7. Catatonic
8. Black Serenade
9. Cult
10. Supremist

Tónleikaröð The Reykjavík Grapevine og Smekkleysu

GAVIN PORTLAND,
RETRON
DEATH METAL SUPERSQUAD

Hvar? 
Hvenær? 2006-07-20
Klukkan? 00:00:00
Kostar?  kr
Aldurstakmark? 

 

Tónleikaröðin er í samvinnu við Rás 2 og Thule. Tvennir tónleikar verða: á Café Amsterdam og í Gallerí Humar eða frægð að Laugavegi 59.

Tónleikarnir eru eftirfarandi:

Hvar: Gallerí Humar eða frægð
Hvenær: 20. júlí 2006 kl. 17
Hverjir: Gavin Portland
Hvað kostar: ókeypis

Hvar: Cafe Amsterdam
Hvenær: 20. júlí 2006
Hverjir: Gavin Portland, Retron & Death Metal Supersquad
Hvað kostar: 500 kr.

Tóndæmi:
www.myspace.com/gavinportland
www.myspace.com/thedeathmetalsupersquad
www.myspace.com/retron

Event:  
Miðasala: 

Deicide

Það varð allt brjálað á Deicide giggi í Texas þann 14. júlí. Giggið var stoppað eftir að 12 lögreglubílar komu á staðinn. Ekki er alveg ljóst hvað varð til þessa. Eitthvað var Glen Benton ósáttur við promoterana fyrir giggið og tjáði það á tónleikunum. Ralph Santolla gítarleikari henti dósum í lögguna.

Dillon

VERA
Finnegan
Fortuna

Hvar? 
Hvenær? 2006-07-27
Klukkan? 00:00:00
Kostar?  kr
Aldurstakmark? 

 

Fimmtudaginn 27. júlí klukkan 21:00
20 ára aldurstakmark

Event:  
Miðasala: 

Þungarokk gegn þungiðju

ÞÓRIR
THE DEATHMETAL SUPERSQUAD
OAK SOCIETY
THE BEST HARDCORE BAND IN THE WORLD
(gæti verið að bönd muni bætast við)

Hvar? 
Hvenær? 2006-07-18
Klukkan? 00:00:00
Kostar?  kr
Aldurstakmark? 

 

Þriðjudaginn 18. júlí Kaffi Hljómalind kl. 19
frítt inn en söfnunarbaukur verður á staðnum til að safna fyrir mat handa mótmælendum í búðunum við Kárahnjúka.

Event:  
Miðasala: 

Týr

Færeysku rokkararnir í Týr gefa út þriðju plötu sína Ragnarok í september. Platan var tekin upp í Danmörku og kemur út á Napalm records.

Hróarskelda 2005

í lok júní byrjun júlí

Sabbath, Audioslave, Fantomas, MAstodon, Velvet revolver ofl.

Skeldan var vel heppnuð í alla staði. Lenti á C campi sem er nálægt öllu(matur, bjór, sturta, festival svæði) með hressu liði. Maður kom á sunnudegi á campið og fór 8 dögum síðar . Aldrei hef ég dvalið eins lengi á festivali/tjaldsvæði. Veðrið lék um mannskapinn. Kvef og hálsbólga setti smá strik í reikninginn. Á einu og sama kvöldinu var gubbað fyrir framan tjaldið mitt og dottið á það og það flatt út. Sem betur fer var ekki svona mikið stuð eftir þá atburði í námunda við tjaldið. Mikið úrval er af mat á Roskilde og ánægður er ég með ferska ávexti sem maður finnur t.a.m. ekki á Wacken. Gott að mygla ekki úr skyndifæði. Útlitið á kvenfólkinu á Hróarskeldu er þannig að það má segja að önnur hver kona sé gella. Hasshausarnir við hliðina á mér áttu góðan ghettoblaster og 90% tímans var spilað stoner rock sem var ágætt. Ég var þekktur sem powermetal gaurinn á campinu því ég blastaði nokkur skipti Manowar, Majesty, Dio ofl. Í viðkomu-bjórkaup-stoppi í Roskilde bænum var slegið saman í William Hung ( kínverski gaurinn sem var best of worst of American Idol) diskinn Inspiration . I believe I can fly í flutningi hans var eitt mest um beðna óskalagið.

Fyllerísruglsferðir voru reglubundinn atburður flestar nætur . T.d. óvissuferðir á báða enda tjaldsvæðanna; B og J camp. Á J fór ég eitt sinn einn og var skorað á mig í glímu af Svíum. Að sjálfssögðu bar ég sigurorð… Fyndið með Svía þegar þeir vita að maður er Íslendingur segja þeir: Vá maður, víkingamálið! Hrafninn flýgur! Talaðu íslensku: (eitthvað sagt) Vá! Töff! B- Camp var híbýli Svía sem félagi Raggi þekkti sem og íslensks trúbadors sem samdi frumsamda slagara eins og festival sluts og önnur óviðurkvæmileg lög.

Fór á mánudegi og þriðjudegi til Köben og kíkti í tívólí og á gigg með

… AND YOU WILL KNOW US BY THE TRAIL OF DEAD (US) **í Kristjaníu. Mér fannst þeir ná góðum köflum þegar allir í bandinu voru í singalongi en annars bara meðalmennska

Miðvikudagur

BRÚÐARBANDIÐ (ISL)***
Náðu merkilega góðri stemningu(hm.. bara Íslendingar hmm..). Fílaði þær ágætlega.

Fimmtudagur

ATHLETE (UK) **1/2
Ambient ballöðurokk frá Bretlandi. Ljúf stemming og nokkrir grípandi “húkkar”.

FLOGGING MOLLY (US)***

Þetta band er að ég held af írskum rótum en amerískt og spilar folk-punkrokk. Hresst. Tileinkuðu eitt lag Gogga Bush sem hét lygamörður eða eithvað álíka. Atli sem fylgdi mér á þetta gigg var ekki eins ánægður og sagði þeta vera aðeins rokkaða útgáfu af the Riverdance

VELVET REVOLVER (US ) ***1/2
Velvet eiga fáa slagara en viðhalda stuðrokki út í gegn. Þeir voru nokkurn tíma að koma sér í gang. Scott Weiland fór beint í meðferð eftir þessa tónleika. Gaf sig mikið í þetta magri maðurinn sá. Slash var ævinlega með pípuhatt og sígó. Þeir tóku Mr. Brownstone með GNR og eitthvað Stone temple pilots lag.

SONIC YOUTH *
gerði tilraun til að fíla þá enda heyrt margt gott um það band. En þetta hljómaði eins og lyfturokk með ó-inspireruðum söng.

KENT (S)***
Merkilegt að ég keypti 2 plötur með Kent (sem eru eins konar Maus Svíþjóðar) svo rétt gekk ég framhjá tónleikum þeirra…

MASTODON (US) ****
Frábærir tónleikar. Skrapp í mospittinn með Haffeh og Sigga. Sándið leið aðeins fyrir það hvað ég var framarlega. Skemmtilegt að heyra nýja efnið. Brann Dailor er með topp 5 trommurum sem ég hef eyru ljáð! Tóku Melvins og Thin Lizzy cover.

Föstudagur

MAHALA RAÏ BANDA (ROM) **1/2
Dillaði mér við blásturshljóðfæri og harmonikku sígaunabandsins frá Rúmeníu. Alltaf gaman að bregða útaf vananum og flippa á folkmusic giggi. Tók hringdans með Ragga félaga.

THE PONYS (US)
Heyrði í þessu bandi er ég borðaði Caribbean borgara og hroðalegur var söngvarinn! Ekkert merkileg spilamennska heldur.

MUGISON (ISL) ***1/2
Fíla rólegu lögin hans best. Svo tók hann eitt Tom Waits-legt rokklag sem var töff. Er mishrifinn hvernig hann notar raftónlistina. Hann hljóðritaði fuck yeah! hróp frá áhorfendum og notaði það sem undirspil í eitt lag.

THE HAUNTED (S) **
Komnir alltof mikið í metalcore átt fyrir mig svo var enginn bassaleikari(veikur eða e-ð..?). Sá því um 5 lög . 4 skiptið sem ég sé þá.

ENSLAVED (N) ****1/2
Progressive black metal fra Norge. Flottar taktpælingar og yfirvegaður clean söngur ásamt brjálaðri keyrzlu inn á milli. Einn af þeim tónleikum sem ég skemmti mér best á.

SNOOP DOGG (US)**
Gekk framhjá kauða sem var með bitches og 3 metra lífverði á sviðinu. Eitt lag var á þessa leið I miiiiss uuu Tupac. Snoop náði vel til mannskarans með því að segja throw ya handz ina aiira og viðlíka rappklisjur. Maður þekkti nú nokkra hittara. Ég er vaxinn upp úr þessu *hóst*

AUDIOSLAVE (US) ****
Eitt af þeim böndum sem kom mér inn í hard rokkið. Söngvari hinnar sálugu Soundgarden ásamt Rage a.t.m. köllunum. Stórskrýtið að sjá Cornell taka Killing in the name of og 1-2 önnur Rage lög. Hann var aðeins ryðgaður í raustinni og náði ekki að skipta almennilega milli raddsviða. En hvað með það… Ég skemmti mér og tróð mér fremst. Outshined og Black hole sun( Cornell með kassagítar) gerðu mikla lukku. Sum Audioslave lögin eru aðeins meðallög en önnur rokka betur. Tom Morello brilleraði með sína gítareffekta.

THE TEARS (UK) *****
Ég ætlaði að kíkja á þetta band þeirra early-Suede liða og mæta síðan á Sabbath en ég missti mig á þessu tónleikum varð hugfanginn af frammistöðu þeirra. Brett Anderson söngvar var mjög metrosexual á sviðinu og sveiflaði sér hýrlega, svipti sig ofanklæðum, hljóp í skarann, lá á sviðinu og song um elskendur á flótta. Gott sánd og frábær söngur. Ástarrokk af bestu gerð.

BLACK SABBATH (UK) *****
Svartklæddir og töff. Ozzy með svartan eyeliner! Crunchy og tært gítarsánd hjá Tony Iommi. Vá hvað maðurinn er æðislegur gítarleikari. Ótrúlega vel spilandi band allir saman og veikasti hlekkurinn nú til dags Ozzy stóð sig vel. Ég hafði heyrt slæma hluti um frammistöðu hans síðustu ár en ég var nokkuð sáttur við hann. Ozzy var hlaupandi, hokinn fram og aftur og ófá skipti sagði hann we love you! Hálfgerður trúður en það er bara skemmtilegt! Það kom mér mest á óvart hvað Bill Ward sem var hjartveikur fyrir nokkrum árum stóð sig vel. Kallinn byrjaður að safna hári líka á ný!
Ég er svo mikill Sabbath aðdáandi að ég hripaði niður lögin sem þeir spiluðu:
After Forever, Dirty Women,War pigs, Electric funeral,NIB, Fairies wear boots, Iron man, Into the void( úff bjóst ekki við þeirri snilld) Black Sabbath, The Wizard( þar sem Ozzy mundaði munnhörpu með glæsibrag!) Paranoid og Children of the grave. Svo tóku þeir lagasyrpu með nokkrum bútum af m.a. þessum lögum: Symptom of the universe(grrr.. hvað ég hefði viljað heyra það í heild sinni), Sweet leaf, Sabbath bloody sabbath.
Himinlifandi að hafa séð eitt uppáhaldsbandið mitt áður en þeir hætta eða hrökva upp af.

MALDOROR (JAP/US) *
Stutt review: Japanskur maður með sólgleraugu bakvið laptop tölvu og Mike patton að runka hljóðnema og ýtandi á takka = Ærandi hávaði. Patton söng afar lítið. Þetta var bara rafprump og blístur.

Laugardagur

TOUMANI DIABATÉ (ML) ***
Einn maður frá Mali, Afríku sem spilaði á 21 strengja hljóðfæri sem á víst langa sögu í ættbálki hans. Mjög flott að heyra hann spila 2 melódíur samtímis með sitt hvorri hendi. Hljómaði eins og klassískur gítar og öhm… Harpsíkord. Hann kann þetta svarti maðurinn!

PETER SOMMER (DK)*
Bubbi Morthens þeirra Dana… *hóst* kíkti á eitt lag og heyrði flödeskum i rödgröd je det er dejligt, farfar drikker södmælk… hoohroofodbrod!!!

FANTÔMAS (US) ****
Mike Patton var eins og hljómsveitarstjóri á sinfóníutónleikum og gaf merki og handasveiflur og andlitsgeiflur til hljóðfæraleikaranna( sem innihélt m.a. Terrio Bozio sem spilaði með Zappa og hann var með rosalegt trommusett!). Mjög kaótískt og schizo ásamt rólegum köflum. Það sem hann Patton getur notað talfærin í !?!

JIMMY EAT WORLD (US) 1/2
Gekk framhjá og varð óneitanlega hugsað til American Pie og Blink 182: Óbjóður

DESORDEN PUBLICO (VEN) *
Eithvað latino popp. Kíkti á eitt lag og fór út hugsandi um Enrique Iglesias…

FOO FIGHTERS (US) ****
Endalust flip milli trommarans og Grohl. Hinir spilararnir voru eins og postulínsdúkkur hins vegar. Tóku meira en 10 mínútna djamm-session eins og í Laugardalshöllinni forðum. Fullmikið af því þó. Grohl sagði brandara og gekk milli hólfanna( eftir 2000 slysið dugar ekkert annað, þetta býður upp á skemmtilega möguleika fyrir bönd sem vilja komast í snertingu við vifturnar( the fans hnöhahah)) í áhorfendaskaranum. Up in arms og This is a call glöddu, enda af fyrstu 2 plötunum.

GREEN DAY (US) ****
Ég kíkti á Grændag í um hálftima og hafði gaman að sem er merkilegt því ég hef aldrei fílað söngvarann neitt spes. En þeir hljómuðu miklu petur live en á plasti. Missti því miður af því þegar þeir drógu fólk á svið til að spila með sér.

PATTON/RAHZEL (US) ***
Rahzel ( sem var á síðustu Bjarkarplötu)er þekktur sem Human beatbox og getur framkvæmt þvílíkt bummbumm-tiss bassa með raddböndunum að maður heldur að það sé verið að plata mann. Patton( sem spilaði hér í 4 skipti á festinu) var með snilldar-garg inn á milli.

DURAN DURAN (UK) ****
OK. Ég viðurkenni að ég fíla Duran ágætlega. Lögin View to a kill og Ordinary world eru frábær lög. Keypti mér best of disk með þeim og kannaðist að sjálfssögðu við eitthvað fleira. Hallæris 80’s diskófílingur er á sumum þeirra en það er bara eitthvað sem hægt er að dilla sér við og hlæja. Góðir tónlistarmenn og söngvari.

SKAMBANKT (N) **
Þeir syngja á norsku og voru með stoner-punk blöndu. Man lítið annað en ég tékkaði á þeim og fannst þeir verri en ég heyrði á netinu

Sunnudagur

KAADA/PATTON (N/US) ****1/2
Eins konar horror soundtrack músík blandað við lalala söng og tenórköflum. Mike Patton í P-inu sínu! Kaada er norskur náungi sem semur allt efnið. Dáleiðandi Stöff!

TURBONEGRO (N) ****
Þessir Norðmenn taka allar rokkklisjur sem til eru og búa til glys-stoner- ACD- Kiss-skítugt sukk rokk. Stuttu áður en þeir byrjuðu hrópuðu áhorfendur: I´ve got erection! (nokkuð af stelpum þarna) sem er víst með vinsælli lögum þeirra. En þeir klæða sig svona: Einn er sjóliði, einn hommi, einn evil corpse paint sado-masó og einn jakkafatatöffari. Mikið stuð-gigg!

MERCENARY (DK) ***
Fínasti melodic metall sem blandar clean og dauðasöng. Rembingur í söngvaranum getur verið einum of. Þrusu sólógítarleikari.

THE FUTUREHEADS (UK) **
Eitthvað indie dót. Át enn einn borgarann fyrir utan Odeon sviðið þegar ég hlýddi á þá. Fannst þeir svona lala fyrst en svo jóx þeim ásmegin og voru með góða ehm…dansiballastemningu

BRIAN WILSON (US) *1/2
Beach boys kallinn. A blast from the past! Grípandi lög sum en alls ekki mitt kaffi af tónlist. Of mikið sykurpopp. Good Vibrations, Surfing California og það dót. Var furðu lostinn þegar kallinn ákvað að taka jólalag. Merkilegt hvað Wilson er með mikinn fýlusvip miðað við hversu hress og kát músíkin hans er.

Juan Luis Guerra (DOM. REP.) ***
brjáluð salsa veisla með 30 manns á sviðinu. Svosem gaman eftir 5-8 lög en rennur út í eitt þegar á líður.

berserkur

Iron maiden

Ný plata með öldungunum A Matter of Life And Death lítur dagsins ljós 5. september á Sanctuary Records. Smáskífan “The Reincarnation of Benjamin Breeg” kemur út 14.ágúst.
Bandið er ánægt með útkomuna og verða lögin í epískum stíl.
Lög:
1. “Different Worlds” Smith/Harris (4:17)
2. “These Colours Don’t Run” Smith/Harris/Dickinson (6:52)
3. “Brighter Than a Thousand Suns” Smith/Harris/Dickinson (8:44)
4. “The Pilgrim” Gers/Harris (5:07)
5. “The Longest Day” Smith/Harris/Dickinson (7:48)
6. “Out Of the Shadows” Dickinson/Harris (5:36)
7. “The Reincarnation of Benjamin Breeg” Murray/Harris (7:21)
8. “For The Greater Good of God” Harris (9:24)
9. “Lord Of Light” Smith/Harris/Dickinson (7:23)
10. “The Legacy” Gers/Harris (9:20)

Plötukoverið:
http://www.ironmaiden.com/media/images/IID00002173.JPG

Gigantour DVD/CD

Í fyrra var haldið festivaltúrinn Gigantour, skipulagður af Dave Mustaine (Megadeth). Nú á að gefa út tvöfalt DVD og CD af þessum atburði. Nokkuð af aukaefni verður á DVDinu.
CD 1: ( 50:10 mín.)
1. Panic Attack – Dream Theater 7:07
2. Glass Prison – Dream Theater 13:10
3. Caught in a Mosh – Anthrax 5:02
4. I Am The Law – Anthrax 6:44
5. The Day He Died – Life of Agony 3:17
6. Love to Let You Down – Life of Agony 3:33
7. Lost – Dry Kill Logic 2:31
8. Paper Tiger – Dry Kill Logic 3:48
9. Better Than Me – Bobaflex 2:29
10. Medicine – Bobaflex 2:29

CD2: ( 42:32 mín)
1. She Wolf – Megadeth 3:35
2. A Tout Le Monde – Megadeth 4:31
3. Kick The Chair – Megadeth 4:08
4. Transgression – Fear Factory 4:55
5. Archetype – Fear Factory 4:40
6. Born – Nevermore 4:59
7. Enemies of Reality – Nevermore 4:51
8. Inferno – Symphony X 5:12
9. of Sins and Shadows – Symphony X 5:41