Month: júní 2006

More Than A Thousand

Hljómsveitin More Than A Thousand er þessa dagana stödd í Svíþjóð, nánar tiltekið Umea, ásamt pródúserunum Pelle Henricsson, Eskil Lovstrom (sem meðal annars hafa unnið með Refused, Poison the Well, Hell is for Heroes, In Flames, …).

Hljómsveitin kom saman árið 2000 undir áhrifum Bjarkar, Sigur Rósar og Nine Inch Nails, en að viðbættum kröftugum gítar og mögnuðum öskrum.

Von er á því að ný plata sveitarinnar “The Hollow: Vol.2” verði gefin út seinna á þessu ári. Hægt er að hlusta á eldra efni sveitarinnar á myspace heimasíðu sveitarinnar, sem finnst má hér: http://www.myspace.com/morethanathousand

Noise, Lokbrá, Touch og Hugsýki á Gauknum

Noise, Lokbrá, Touch og Hugsýki

Hvar? 
Hvenær? 2006-06-23
Klukkan? 00:00:00
Kostar?  kr
Aldurstakmark? 

 

Noise munu spila efni af væntanlegri plötu, sem kemur út á næstunni. Lokbrá og Touch munu einnig spila efni af væntanlegum plötum.
500kr. inn.
Húsið opnar 22 og tónleikarnir hefjast um 23.

Event:  
Miðasala: 

Sepultura

Igor Cavalera trommari bandsins frá upphafi hefur yfirgefið bandið. Hann segist vera útbrunninn með bandinu og ekki hafa sömu hugmyndir og hinir meðlimir bandsins. Igor mun áreiðanlega gera eitthvað annað í framtíðinni.

Rock Am Ring 2006.

2-4 júní. Þýskalandi

Alice in chains, Guns’n roses, Opeth, Korn, Deftones ofl.

Hér er smá umfjöllun um mína upplifun af Þetta er í annað sinn sem ég fer á þessa hátíð (fór einnig 2005) og þó að hátíðin í ár hafi ekki verið með eins gott lineup og í fyrra þá voru margar góðar hljómsveitir og fínt festival. Eina sem skemmdi var að það var ekki eins gott veður og síðast en maður lætur það ekki á sig fá.

Föstudagurinn 2.júní

Alice In Chains
Hátíðin byrjaði með látum. Maður var vel skeptískur á að AIC myndu vera góðir þar sem
Layne Staley var svo stór hluti af bandinu og að þeir skuli vera byrjaðir að spila aftur án hans
fannst manni eins og tromma án handleggja. En annaðkom nú í ljós.
Söngvarinn sem er með þeim núna (var víst að spila með Cantrell í sólódótinu hans) er bara alveg þrusugóður. Hann náði ótrúlega vel öllum lögunum og fannst mér ég vera á “alvöru” AIC tónleikum.
Síðan var skemmtilegt hjá þeim að fá Hetfield syngja með þeim “Would?”.

Stone Sour
Ég hef alltaf verið með soft spot fyrir Stone Sour og þeir ollu mér engum vonbrigðum. Mjög góðir live og er Corey Taylor alveg ótrúlegur frontmaður.

Deftones
Nú var maður að fara sjá Deftones í fyrsta sinn og verð að játa að maður var ótrúlega spenntur.
Síðan kom höggið, Chino mætir og þybbnari en ég hef séð áður og þvílíkt lélegt sánd og allt ömurlegt.
Ég var orðinn ótrúlega fúll þar til eftir 3-4 lagið þeirra og þá náðu sándmennirnir að lagfæra það sem var í
ólagi og þá komu hinu einu sönnu Deftones fram. Þeir voru ótrúlega hressir og skiluðu sínu bara mjög vel!

Korn
Þegar Korn átti að byrja var fólkið mitt orðið frekar þreytt og ákvaðum við að taka því rólega meðan
Korn spiluðu en ég náði ca. 3 lögum og skiluðu Korn þeim bara mjög vel. Korn virðast hafa þann eiginlega að ná ótrúlega góðu sándi alltaf Live. Mjög þéttir og ég náði ekki að sjá að það væri annar gítarleikari með þeim í stað Head.

Tool
Jæja núna kom að ástæðunni af hverju ég fór á þessa hátíð í ár, TOOL! Ég vissi að Tool myndu ekkert nota stóru skjáina eins og flest bönd gera svo að fólkið aftast geti séð þá, þannig að ég fór með mínu fólki mjög framarlega á aðalsviðið til að sjá meistarana.
Þeir voru duglegir að láta fólk bíða á meðan þessi rosalega bassasánd var í gangi…
við biðum eflaust í 20 mín áður en en þeir loks stigu á svið og var það svo sannarlega þess virði!! Tool eru algjörir meistarar og voru þetta bestu tónleikar hátíðarinnar! Þeir voru duglegir að taka lög af nýju plötunni, 5 lög af 10.000 days
(Vicarious, Jambi, The Pot, Rosetta Stoned og Right in Two) og svo auðvitað klassík eins og Ænima, fortysix&2, parabola og Sober.
Ef þið hafið möguleika á að sjá Tool, ekki missa af því tækifæri! Munið bara að vera framarlega til að sjá.

Guns And Roses
Eftir Tool var ég orðinn svo ótrúlega þreyttur í löppunum að ég ákvað að fara aftur á tjaldsvæðið áður
en lappirnar mínar myndu hreinlega deyja, en vinur minn ákvað að vera eftir og sjá Guns ´n´ Roses.
Hann sagði að þeir hefðu verið góðir en að Bumblefoot hefði alveg stolið senunni með þvílíkum gítarleik.

Laugardagurinn 3.júní

Strapping Young Lad
SYL , Tool og In Flames voru böndin sem ég hlakkaði mest til að sjá á RAR svo að maður var orðinn vel spenntur að sjá hvernig SYL hljóma live þegar þeir loks byrjuðu. Þeir eru alveg ótrúlega töff live og Devin Townsend einn skemmtilegasti performer á sviði sem ég hef séð. Ótrúlega skemmtilegur karakter og skiluðu þeir sínu bara mjög vel. Mjög sáttur við SYL.

Avenged Sevenfold
Breyting kom á skipulagi næst stærsta sviðsins þannig að ég gat farið með vini mínum á Avenged Sevenfold sem vinur minn alveg dýrkar. Vinur minn varaði mig við því að þessir tónleikar gætu farið á tvo mismunandi vegu. Annaðhvort yrðu þeir hræðilegir (ef þeir spiluðu mikið af nýja efninu) eða frábærir (spila gamla efnið). Síðan fór það þannig að þeir spiluðu mest nýja efnið hehe.
Eini skemmtilegi punkturinn var að þeir tóku Walk með Pantera og myndaðist mjög góð stemning við það.
Annars mjög mikið lala band að mínu mati.

Opeth
Hérna verð ég að bölva skipuleggjendum þessarar hátíðar því þeir breyttu aftur tímasetningunni þegar Opeth átti að byrja þannig að ég missti nánast alveg af þeim á meðan ég var að hlusta á Avenged Sevenfold.
Ég kom alveg í endann á Opeth og náði Grand Conjuration og Deliverence. Þeir voru alveg frábærir live og fór ég reiður frá þessum tónleikum því ég missti af nánast öllu með þeim.

Cradle Of Filth
Ég hef aldrei fílað COF en ákvað að sjá hvernig þeir eru live og get ég bara sagt… ÚFFF….
Þetta var alveg hræðilegt! Lélegt sánd, leiðinleg tónlist og bara allt ömurlegt! Reyndi að hlusta á 3-4 lög en ég gat ekki þolað þetta.

Soulfly
Því miður þá lentu Soulfly í miklu sándveseni þannig að það var ekkert sérstaklega gaman að sjá í fyrsta sinn Cavalera á sviði. Þeir voru góðir en sándið skemmdi þetta alveg fyrir þeim.

Soil
Eftir að ég fór af Soulfly þá kíkti ég aðeins á Soil sem spiluðu á sama tíma á minnsta sviðinu og þeir virkuðu
bara þrusu góðir. Mikið margmenni í kringum þá, frábært sánd og þeir þrusu hressir. Þarf að tjekka á meiru með þeim.

The Darkness
Meðan ég var á Opeth þá fór vinur minn á Darkness og sagði að þeir voru góðir.

In Flames
Jæja síðasta stóra bandið fyrir mig, ég beilaði Metallicu til þess að sjá In Flames í annað sinn.
Í fyrra voru þeir alveg frábærir og í ár var enginn munur nema að þeir spiluðu á stærra sviði núna.
In Flames svíkja mann ekki þegar þeir spila live, ótrúlega þéttir og skemmtilegir. Mæli öllum með að sjá þá ef þeir hafa tækifæri til þess!
Eini ókosturinn var að 2 bönd voru á eftir þeim þannig að þeir fengu ekki eins langan tíma og ég hefði viljað.

Bloodhound Gang
BG voru bara því miður ekki að virka þarna.
Ég hef alltaf hlegið vel að þessu bandi en þeir voru bara lítið skemmtilegir núna.
Hefði frekar viljað að þeir hefðu spilað á undan In Flames en ekki eftir.

Sunnudagurinn 4.júní
Sunnudagurinn var frekar slappur þannig að ég sá bara Depeche mode.
Ég hef alltaf fílar depeche mode frekar vel og voru þeir mjög fínir á stóra sviðinu.
Eina sem fór mikið í pirrurnar á mér var lagavalið þeirra. Þeir tóku t.d. ekkert lag af Ultra og
ekkert skemmtilega gamalt eins og “just can´t get enough”. Þeir voru þar af leiðandi bara allt í lagi.

Ellioman

berserkur

Mercenary

Danska bandið Mercenary gefur út nýja plötu í lok ágúst “The Hours That Remain” . Bandið segir þetta sterkasta efnið sitt hingað til. Það hefur fengið nýjan bassaleikara
Jacob Hansen pródúseraði og Travis Smith sá sá um artworkið.
Lögin:
“Redefine Me”,
“Year Of The Plague”,
“My World Is Ending”,
“This Eternal Instant”,
“Lost Reality”,
“Soul Decision”,
“Simplicity Demand”,
“Obscure Indiscretion”,
“My Secret Window”
“The Hours That Remain”.

Slayer

Koverið af nýju Slayer plötunni ku vera hér: http://images.warner.de/images-artists/WEA/Slayer/627127/1149435.jpg
Hlustið á lagið Cult á http://www.slayer.net