Dordingull.com varð til í mars 1999 og var áætlunin að aðstoð við íslenskar þungarokks/harðkjarna hljómsveitir að koma sér á framfæri. Áætlunin var ávalt að hafa dordingull.com sem þungamiðju íslenskrar rokk tónlistar, stað sem hægt væri að nálgast upplýsingar um tónleika og íslenskt rokk í heild sinni.
Í dag er dordingull.com miklu meira en bara einföld heimasíða, því út frá dordingull.com voru strax í upphafi stofnaðar síður sem voru tileinkaðar íslensku rokk senuninni og sinna þær því hlutverki enn þann dag í dag. dordingull.com er líka útvarpsþáttur og var í byrjun ársins haldið upp á 3 árið og í loftinu, en í upphafi var þátturinn á útvarpstöðinni Xið 977, en er í dag á útvarpstöðunni XFM (alla miðvikudaga frá klukkan 22 til miðnættis.
Á síðum Dordingulls, harðkjarna og töflunnar er hægt að að tjá sig um atburði líðandi stundar eða einfaldlega til að létta á hjartanu þar það er ekkert alltaf auðvelt að vera rokkari. Hægt er að nálgast fréttir, plötudóma, og allskonar upplýsingar sem mikilvægt er að hafa aðgang að í rokkheiminum og að sjálfsögðu á íslensku.
Kær kveðja
Sigvaldi Jónsson (Valli Dordingull)
dordingull.com – hardkjarni.com – taflan.org