Month: mars 2006

Hann á afmæli í dag…

Dordingull.com varð til í mars 1999 og var áætlunin að aðstoð við íslenskar þungarokks/harðkjarna hljómsveitir að koma sér á framfæri. Áætlunin var ávalt að hafa dordingull.com sem þungamiðju íslenskrar rokk tónlistar, stað sem hægt væri að nálgast upplýsingar um tónleika og íslenskt rokk í heild sinni.

Í dag er dordingull.com miklu meira en bara einföld heimasíða, því út frá dordingull.com voru strax í upphafi stofnaðar síður sem voru tileinkaðar íslensku rokk senuninni og sinna þær því hlutverki enn þann dag í dag. dordingull.com er líka útvarpsþáttur og var í byrjun ársins haldið upp á 3 árið og í loftinu, en í upphafi var þátturinn á útvarpstöðinni Xið 977, en er í dag á útvarpstöðunni XFM (alla miðvikudaga frá klukkan 22 til miðnættis.

Á síðum Dordingulls, harðkjarna og töflunnar er hægt að að tjá sig um atburði líðandi stundar eða einfaldlega til að létta á hjartanu þar það er ekkert alltaf auðvelt að vera rokkari. Hægt er að nálgast fréttir, plötudóma, og allskonar upplýsingar sem mikilvægt er að hafa aðgang að í rokkheiminum og að sjálfsögðu á íslensku.

Kær kveðja
Sigvaldi Jónsson (Valli Dordingull)
dordingull.com – hardkjarni.com – taflan.org

nevolution

Fyrsta plata nevolution “music to snap by”kemur í búðir um mánaðarmótin mars/apríl
Hægt er að hlusta á eitt lag af plötunni (Evil Among Us) á www.myspace.com/nevolution og http://www.rokk.is/default.asp?Flytjandi_ID=419&sida=um_flytjanda
Einnig mun kom upp ný heimasíða fljótlega
www.thenevolution.com

hér fyrir neðan er síðan lagalisti plötunar:

1. Split
2. Evil among us
3. Blood sweat and tears
4. Beyond the void
5. Song to snap by
6. Down came the rain
7. Die for anything
8. Apeshit
9. Survival
10. Bullshit
11. The left hand of god
12. Forgiven not forgotten

Rokk á bar 11

THINGTAK. (Sveitin hét áður Alþingi.)
HOSTILE
MORÐINGJARNIR

Hvar? 
Hvenær? 2006-03-24
Klukkan? 00:00:00
Kostar?  kr
Aldurstakmark? 

 

Tónleikar verða á Bar 11 föstudagskvöldið 24.mars.
Fjörið byrjar kl 22.
Ókeypis inn!

Event:  
Miðasala: 

Nýtt efni með Sick of it All

Sick of it All eru búnir að skella inn lagi sem kemur út á nýju plötunni þeirra á Abacus útgáfunni. Platan hefur hlotið nafnið Death To Tyrants og kemur út 18 aðríl. Dean Baltulonis pródúseraði, hann hefur einnig unnið með böndum eins og Bouncing Souls, Give Up The Ghost og Most Precious Blood.

Þú getur hlustað á Take The Night off ð á Myspace síðu þeirra sem er http://www.myspace.com/sickofitallny

Nýtt Jesu Ep væntanlegt.

Von er á nýrri Ep plötu frá Jesu þann 11. apríl næstkomandi, sem mun kallast “Silver”. Maðurinn á bak við þessa snilld er Justin K. Broadrick, og af þessum hljóðdæmum á neðan að dæma, þá mun hann ekki valda okkur vonbrigðum. Jesu má flokka sem ambient band, og rís uppi úr ösku hljómsveitarinnar Godflesh, -eitthvað sem allir ættu að kannast við.
Þetta má ekki fara framhjá neinum.

Hljóðdæmi; http://www.myspace.com/jesujesu

Mastodon

Upptökum á bæði bassa og trommum fyrir nýju Mastadon plötuna “Blood Mountain” er lokið. Hljómsveitin er þessa dagana í hljóðveri ásamt Matt Bayles (Isis, Norma Jean) og er stefnt á að gefa út plötuna í seinni hluta sumarsins, en platan verður fyrsta útgáfa sveitarinnar hjá nýja útgáfurisanum Warner Records.