Month: febrúar 2006

Nýr vefur fyrir tónlistarfólk lítur dagsins ljós

Nú á dögunum var opnaður vefurinn Hljomsveitir.is sem ætlaður er tónlistarfólki á Íslandi. Þar er hægt að leita að hljóðfæraleikurum og hljómsveitum og geta notendur skráð sína eigin auglýsingu og hverju þeir eru að leita að.

Leitarvél vefsins er hönnuð með það í huga að sem einfaldast sé að finna það sem verið að leita að og er vonin sú að þetta muni auðvelda og auka samstarf tónlistarfólks á landinu.

Jón Dal Kristbjörnsson, ábyrgðarmaður og hugmyndasmiður, segir hugmyndina hafa komið til sín eftir að hafa kynnst fjölmörgum tónlistarmönnum og hljómsveitum í leit hvort að öðru en ekki vitað hvar skuli hefja leitina. Hann segist vona að Hljomsveitir.is leysi þetta vandamál og að eftir því sem notendum á vefnum fjölgi muni skapast þar samfélag tónlistarfólks úr öllum áttum.

dEUS

dEUS

Hvar? 
Hvenær? 2006-04-06
Klukkan? 00:00:00
Kostar?  kr
Aldurstakmark? 

 

Belgíska rokksveitin dEUS heldur tónleika í Reykjavík þann 6. apríl á NASA við Austurvöll. Tónleikarnir eru liður í tónleikaferð sveitarinnar sem farin er kjölfarið á útgáfu fjórðu breiðskífu dEUS; Pocket Revolution. Forsala aðgöngumiða hefst fimmtudaginn 23. febrúar. Miðaverð er 2.500 krónur (auk 200 kr. miðagjalds). Miðasala fer fram í verslunum Skífunnar og á Midi.is.

Event:  
Miðasala: 

Dimmu borgir

Kapparnir vinna hörðum höndum að næstu plötu sem kemur út í byrjun 2007 líklega. Samkvæmt Silenoz gítarleikara fjallar platan um mann sem uppi er á miðöldum og reynir að finna Guð og færa sönnur fyrir tilvist hans en ekki gengur það sem skyldi og fólk fer að halda að hann sé í slagtogi við djöfulinn.

Sleater-Kinney

Sleater-Kinney

Hvar? 
Hvenær? 2006-04-06
Klukkan? 00:00:00
Kostar?  kr
Aldurstakmark? 

 

leater-Kinney er þríeyki stúlkna sem sl. 10 ár hafa heillað tónlistaráhugamenn út um allan heim. Ferskar og hráar frá Norðvesturströnd Bandaríkjanna, nánar tiltekið Portland Oregon, og krafturinn er ómótstæðilegur. Þær hafa gefið út 7 plötur á sl. 10 árum og sú nýjasta The Woods hlaut einróma lof gagnrýnenda og var á topp 10 listum víða um heims um síðustu áramót sem besta plata ársins. Hér er ekki verið að skreyta tónlistina með miklu bara tveir gítarar, raddir og trommur. Þær þykja einkar skemmtilegar á tónleikum og hafa komið fram með Pearl Jam og U2 svo einhverjir séu nefndir.

Sveitin er á hljómleikaferð um Evrópu til að kynna The Woods og verða síðustu tónleikarnir í ferðinni hér á landi.

Verð: 2500 kr

Event:  
Miðasala: 

Cannibal Corpse

2 lög eru fáanleg hér af nýju plötunni Kill: www.metalblade.de/cc_player
Cannibal Corpse hættu á dögunum við það að spila á Wacken festivalinu vegna túrs sem þeir ætla í um Bandaríkin.