Month: október 2005

Kalmah aftur á kreik

Finnsku melódauðametalhausarnir í Kalmah eru komnir í stúdíó og farnir að semja efni fyrir næstu plötu. Kapparnir hafa verið fremur óvirkir að undanförnu en þetta nýja efni er að sögn þeirra besta efni þeirra til þessa. Hljómborðsleikari bandsins er hættur og því þori ég ekki að fullyrða hvort eitthvað glamur verði á plötunni.

Judas priest

Ellismellirnir í Judas Priest gefa út DVDið ‘Rising In the East’´um miðjan nóvember. Þar eru sýndir tónleikar bandsins í Japan á þessu ári. Playlisti tónleikanna inniheldur efni frá 74-04. Bandið gaf út live plötuna ‘Unleashed In The East(Live In Japan)’ einmitt árið 1979.

Miðasala á tónleika The White Stripes

Miðasala á tónleika The White Stripes í Laugardalshöll hefst föstudaginn 4. nóvember. Miðaverð er 4.500 krónur í stæði og 5.500 krónur í stúku, auk miðagjalds, og fer miðasala fram í verslunum Skífunar og á Midi.is. Tónleikarnir munu fara fram sunnudagskvöldið 20. nóvember. Það er Hr. Örlygur sem stendur að komu The White Stripes til Íslands.

The White Stripes þykir ein skemmtilegasta tónleikasveit samtímans. Koma hennar til Íslands er liður tónleikaferð sveitarinnar um heiminn sem farin er í kringum útgáfu á fimmtu breiðskífu The White Stripes, Get Behind Me Satan, sem fengið hefur einróma lof gagnrýnenda. Fyrstu tvö smáskífulög plötunnar – “Blue Orchild” og “My Doorbell” – hafa notið mikilla vinsælda á Íslandi sem og annarstaðar, en nýtt smáskífulag “The Denial Twist” kemur út viku fyrir tónleika þeirra í Reykjavík.

The White Stripes samanstendur af Jack White (gítar/söngur) og Meg White (trommur). Hún var stofnuð í Detroit árið 1997 og vakti mikla athygli fyrir sína fyrstu breiðskífu samnefnd sveitinni árið 1999. Í kjölfarið fylgdu skífurnar De Stijl (2000), White Blood Cells (2001) og Elephant (2003) sem með lögum á borð við “Seven Nation Army”, “The Hardest Button to Button” og “I Just Don’t Know What To Do With Myself” kom The White Stripes í röð vinsælustu hljómsveita heims.

Black flag tribute diskur

Von er á endurútgáfu Black On Black: A Tribute To Black Flag plötunnar en með nokkið mikið af auka efni. Á disknum verður að finna eftirfarandi hljómsveitir að spila þeirra útgáfur af þekktum Black flag lögu:
01 – Zao – “Black Coffee”
02 – Bleeding Through – “My War”
03 – Remembering Never – “Spray Paint The Walls”
04 – Most Precious Blood – “Rise Above”
05 – Black Dahlia Murder – “I’ve Heard It Before”
06 – Drowningman – “Loose Nut”
07 – Give Up The Ghost – “Depression”
08 – Anodyne – “Life Of Pain”
09 – Burnt By The Sun – “Drinking And Driving”
10 – Coalesce – “Jealous Again”
11 – Converge – “Annihilate This Week”
12 – Dillinger Escape Plan – “Damaged”
13 – The Hope Conspiracy – “Nervous Breakdown”
14 – Planes Mistaken For Stars – “Police Story/Gimme Gimme Gimme”
15 – Playing Enemy – “Six Pack”
Diskurinn er væntanlegur um miðjan febrúar mánuð.

Smashing Pumpkins tribute

Ákveðið hefur verið að Smashing Pumpkins tribute diskurinn, “The Killer In You: A Tribute To Smashing Pumpkins”, verður loksins gefinn út í lok janúar á næsta ári. Áður en að því verður verður væntanlega hægt að downloada lögum af plötunni hjá flestum mp3 download þjónustum og má búast við einhverju gjaldi fyrir hvert lag.Á plötunni er að finna Smashing Pumkins lög í útfærslum Poison The Well, Vaux, Eighteen Visions og fleirri þekktra sveita.

Deicide

Deicide hefur bætt inn tveimur nýjum meðlimum og eru þeir ekki af verri kantinum: Jack Owens (Ex-CANNIBAL CORPSE) & Ralph Santolla (Ex-DEATH, ICED EARTH).
Deicide eru að fara í Evróputúr þar sem þeir spila 23 tónleika á 23 dögum. Einnig vinna þeir að nýju efni sem ku vera það þyngsta síðan platan Legion kom út.

Demon Hunter

Lag með hljómsveitinni Demon Hunter hefur verið skellt á netið, og verður það lag að finna á tilvonandi plötu sveitarinnar “The Triptych” sem gefin verður út í dag 25. október af Solid State útgáfunni. Lagið er að her: http://www.purevolume.com/demonhunter

Bleeding Through

Tískukongarnir í Bleeding Through ætla að senda frá sér DVD disk sem ber nafnið “Wolves Among Sheep” um miðjan næsta mánuð. Hljómsveitin lætur ekki þar við sitja því að von er á nýrri plötu í byrjun næsta árs. Platan hefur fengið nafnið “the Truth” og er það að sjálfsögðu Trustkill útgáfan sem gefur út efni sveitarinnar. Á plötunni verður að finna eftirfarandi lög:
01 – “Love In Slow Motion”
02 – “Tragedy Of Empty Streets”
03 – “For Love And Failing”
04 – “Kill To Believe”
05 – “She’s Gone”
06 – “Confession”
07 – “Line In The Sand”
08 – “The Painkiller”
09 – “Dearly Demented”
10 – “Return To Sender”
11 – “Hollywood Prison”
12 – “The Truth”