Month: ágúst 2005

Alice Cooper

Kaplakriki 13 ágúst 2005

Dr.Spock, Dimma, Brain Police og Sign

Þegar ég gekk inní krikann þá var Sign að gera sig klára til spilunar. Var þetta í fyrsta sinn sem ég sé sveitina spila eftir að Silli (bassi) og Arnar G (gítar) komu inní sveitina. Fyrsta lagið þeirra sýndi það að Sign er orðin gjörbreytt sveit. Þeir voru all svakalega þungir og þéttir. Nýju strákarnir smellpassa alveg inní sveitina.  
Heyrðist mjög vel á laginu “Fyrir ofan himininn”. Því það lag hljómaði mun þyngra enn ég hafði áður heyrt. Brillijant upphitunarsveit. Þeir tóku 4 lög. 
 
Næst sá ég Brain police, og verður að segjast að ég sá þá fyrst 1999 og fannst mér þeir þá alveg geggjaðir, þungir og þéttir. Enn síðan hefur leiðin bara legið niður á við.  
Þetta var það sama með þá og Sign að ég var að sjá þá í fyrsta sinn síðan þeir fengu nýjan gítarleikara. Og þá var svosem hægt að gefa þeim séns. Þeir spiluðu 5 lög, og mér satt að segja drulluleiddist, hugsaði bara ” fer þetta ekki að vera búið hjá þeim”.  
Mjög svo slöpp sveit. 
 
Alice Cooper var ekkert að láta mikið bíða eftir sér, flott þegar þeir komu inná, Cooperinn birtist við hliðina á trommusettinu og allt varð vitlaust í salnum. Það var mikið fjör og miklu hent útí fjöldann. Perlufestum var hent í laginu Dirty Diamonds. Dollurum var hent í laginu “Billion Dollar Babies”. Risastórum blöðrum var skellt yfir liðið. Og kanski hvað merkilegasta sem var hent voru tveir stafir sem hann notaði, og annar þeirra var stafur sem hann var með þegar hann gekk inná sviðið. 
Annars kom hann mér skuggalega á óvart með hversu vel hann söng kallinn.  
Spilamennskan hjá félugum hans var mjög góð, trommarinn var sá eini sem fór ekki af sviðinu nema þegar uppklappið var. Því hann var einn eftir á sviðinu um tíma og tók fínasta trommusóló fyrir okkur.  
Alls tók kallin 24 lög, og var ég nokkuð ánægður með útkomuna þegar þessu lauk. Showið hans var mjög flott, og það var ekki að sjá að þarna færi 57 ára gamall maður á ferð.  
Flottir tónleikar enn hefði viljað sjá Sign spila meiri lög. 
 

Gísli R

Nevermore

Nýja platan með Nevermore “This Godless Endeavor“ hefur verið að gera góða hluti og hefur hafnað á topp 100. á opinberum listum í þessum Evrópulöndum:
Þýskaland: 26. sæti
Ítalía: 51. sæti
Sviss: 63. sæti
Holland: 73. sæti
Nevermore fara í tónleikaferðalag í haust með Dew-Scented og Mercenary.

Hatesphere

Hljómsveitin Hatesphere hefur lokið upptökum á nýju plötunni “The Sickness Within.” Platan verður masteruð af Tue Madsen seinna í vikunni, en von er á gripnum 27. september næstkomandi. Á plötunni verður að finna eftirfarandi lög:
01. The White Fever
02. The Fallen Shall Rise In A River Of Blood
03. Reaper Of Life
04. Sickness Within
05. Murderous Intent
06. The Coming Of Chaos
07. Bleed To Death
08. Heaven Is Ready To Fall
09. Seeds Of Shame
10. Chamber Master
11. Marked By Darkness

Glassjaw

Svo virðist að tilvonandi tónleikaferðalag hljómsveitarinnar Glassjaw sé í hættu, sökum veikinda söngvara sveitarinnar, en söngvari sveitarinnar þjáist að Crohns sjúkdómnum, sem einkennist að bólgum í þörmum sem gerir ferðalög nánar ömuguleg fyrir sjúklinginn. Hljómsveitin hefur samt samið ný lög og er komin með nýtt meðliðaskipan, en allar nánari upplýsingar er að finna á heimnasíðu sveitarinnar www.glassjaw.com

The Rites

THE RITES (USA)
Innvortis,
Big Kahuna,
Bölvun(opinberun)

Hvar? 
Hvenær? 2005-08-19
Klukkan? 00:00:00
Kostar?  kr
Aldurstakmark? 

 

Kaffi hljómalind,
Föstudaginn 19. ágúst
frá klukkan 18:30
600 Kr. inn

Event:  
Miðasala: 

Deftones

27. september næstkomandi er von á nýjum disk frá hljómsveitinni Deftones. Þetta er enginn venjulegur diskur þar sem diskurinn mun innihalda samansafn af sjaldgæfum lögum sveitarinnar, en í viðbót við það fylgir disknum DVD diskur.

Every Time I Die

Hægt er að hlusta á 3 ný lög af tilvonandi geislaplötu hljómsveitarinnar Every Time I Die, en platan hefur fengið nafnið “Gutter Phenomenon”. Efnið er hægt að nálgast á heimasíðu ferret, nánar tiltekið: http://www.ferretstyle.com/gutter/ en platan verður gefin út í lok ágúst.