Month: júlí 2005

Xfm grillveisla

Dillon 23. júlí 2005

Lights On The Highway, The Giant Viking Show

Á fallegum degi getur oft verið ljíft að hlusta á lifandi tóna utandyra. útvarpsstöðin xfm skapaði slíkt tækifæri og bauð gestum sínum einnig upp á veitingar.

The Giant Viking Show hóf leikinn. Heiðar Botnleðja er hæfileikaríkur og hefur margt til bruns að bera og getur vel haldið tónleika eins síns liðs. Textarnir eru frábærir og tónlistin ágæt sem slík. Samt vantar fjölbreyttara og meira krefjandi gítarspil frá honum til að skilja hann að frá öllum þessum einmanna trúbódúrum sem virðast vera málið í dag.
Drengurinn var samt hress og fullur sjálfstrausts. Þarf bara að búa til meira edge svo hann gleymist ekki.

Lights On The Highway komu vel út. Ekki oft sem svona hæfir einstaklingar koma saman og ná að láta taka mark á sér á svona skömmum tíma. Fyrsta plata þeirra er komin út og lofar góðu. Tónleikarnir í dag voru í un-plugged deildinni og fórst það vel.
Þeir voru hrikalega þéttir, góð lög og hljómurinn var frábær. Alvöru hljómsveit en engin sérstök tónleikaupplifum.

Assistez

Megadeth

Nasa 27 Júní

Megadeth og Drýsill

Því miður þá náði ég einungis einu lagi með Drýsil. Því miður segi ég vegna þess að það lag var mjög þungt og ég vona að ég fái tækifæri til að sjá þá aftur, því þungir og þéttir voru þeir.
Nasa var kjaftfullur þegar Megadeth byrjuðu. Eftir að þeir höfðu spilað 7 lög þá fyrst spjallaði Dave við liðið og sagði að hann talaði ekki mikið á tónleikum og ef við vorum að vonast eftir mikið talandi söngvara þá værum við á kolvitlausum stað. Snilldarlega orðað. Því þeir létu bara tónlistina ráða ríkjum. Spilamennskan hjá þeim var frábær, og þrátt fyrir að Dave sé nú heilin á bakvið sveitin þá dró hann sig oft til baka og leyfði hinum að vera í aðalljósinu t.d í sóloum eða milliköflum.
Alls spiluðu þeir 23 lög á 2 tímum og verður það að teljast rosalega gott, því þeir tóku engan pásu. Stemminginn var svakalega. Oft hefur verið talað um að þak rifni af húsinu þegar hljómsveit spili eitthvað þekkt lag. Enn með Megadeth þá rifnaði þakið af strax í fyrsta lagi og kom ekki aftur á fyrr enn þeir voru búnir 23 lögum síðar.
Frábærir tónleikar

Gísli R

Iron Maiden og Nevolution

Egilshöll 7 Júní

3ja sinn sem ég sé Iron Maiden, ekki það að ég sé einhver rosa fan á þá, heldur má segja að þetta hafi bara atvikast þannig að ég var að fara í 3ja sinn að sjá þá.

Þegar ég kom í Höllina þá var upphitunarsveitin Nevolution að spila, og þvílík spilamennska. Þeir sánduðu svakalega vel, heyrðist vel í bassa og trommum. Tóku eitt Anubis lag og var það og eitt Metaillcu cover lag. Ég varð mjög hrifin af sveitinni og mun pottþétt fara á aðra tónleika við fyrsta tækifæri.

Iron Maiden komu síðan eins og við var að búast hlaupandi á sviðið, sem virðst vera þeirra einkenni, enn mikil ósköp var þetta skeflilegt. Því það má segja að fyrstu 4 lögin hafi runnið saman í bull því það hljóðið ar skelfilegt, heyrðist ekkert í Bruce, og bassinn og trommurnar voru þarna enn heyrðist lítið sem ekkert í því.
Það kom mér nokkuð á óvart að þeir spiluðu Run to the Hills sem lag númer 7. Enn hingað til þá hafa þeir oftast endað á því lagi. Alls spiluðu þeir 18 lög. og þrátt fyrir að þeir sögðust einungis spila lög af fyrstu 4 plötunum þá hefði ég persónulega vilja t.d Dream of Mirrors af Brave new world plötunni( sem mér finnst besta lagið á þeirri plötu). Og Fear og the Dark.
Stemminginn var svo sem í lagi.
Enn þessir tónleikar skildu nú svo sem ekkert mikið eftir. Nema Nevolution sem voru frábærir.

Gísli R