Dillon 23. júlí 2005
Lights On The Highway, The Giant Viking Show
Á fallegum degi getur oft verið ljíft að hlusta á lifandi tóna utandyra. útvarpsstöðin xfm skapaði slíkt tækifæri og bauð gestum sínum einnig upp á veitingar.
The Giant Viking Show hóf leikinn. Heiðar Botnleðja er hæfileikaríkur og hefur margt til bruns að bera og getur vel haldið tónleika eins síns liðs. Textarnir eru frábærir og tónlistin ágæt sem slík. Samt vantar fjölbreyttara og meira krefjandi gítarspil frá honum til að skilja hann að frá öllum þessum einmanna trúbódúrum sem virðast vera málið í dag.
Drengurinn var samt hress og fullur sjálfstrausts. Þarf bara að búa til meira edge svo hann gleymist ekki.
Lights On The Highway komu vel út. Ekki oft sem svona hæfir einstaklingar koma saman og ná að láta taka mark á sér á svona skömmum tíma. Fyrsta plata þeirra er komin út og lofar góðu. Tónleikarnir í dag voru í un-plugged deildinni og fórst það vel.
Þeir voru hrikalega þéttir, góð lög og hljómurinn var frábær. Alvöru hljómsveit en engin sérstök tónleikaupplifum.
Assistez