Month: júní 2005

AGAINST ME!

AGAINST ME (usa) – www.againstme.net
innvortis
gavin portland
+1 óstaðfest

Hvar? 
Hvenær? 2005-07-09
Klukkan? 00:00:00
Kostar?  kr
Aldurstakmark? 

 

Grand Rokk
1000kr inn
20 ára aldurstakmark
húsið opnar 23:00

Event:  
Miðasala: 

Tónleika Umfjallanir á Harðkjarna!

Núna er auðveldara að skrifa tónleika umfjallanir á harðkjarna vefnum, ég var að bæta við nýrri aðgerð á umfjöllunar síðuna. Þar er hægt að smella á Skrifa Umfjöllun hnappinn, og þar er hægt að fylla út á auðveldan hátt umfjöllun um tónleika. Það er allt í lagi að það sé búið að skrifa um tónleikana áður, þar sem skoðanir manna eru margar og ólíkar. Eftir að umfjöllun hefur verið send inn bíður hún samþykkis umsjónarmanns síðunnar. Ferlið getur tekið frá nokkrum mínútum upp í þrjá sólarhringa. Núþegar er þetta hægt á fréttasíðunni og einnig á tónleika síðunni. Möguleiki er að þessu verði einnig bætt við Greina síðuna í framtíðinni. Vonandi verður vel tekið í þetta.

Rock am Ring

Þýskaland

Slayer, Iron Maiden, In Flames, Meshuggah, Lamb of God, Slipknot o.fl.

Dagur 1

Weezer = Main Stage
Mjög slappir. Alveg eins og þeir nenntu ekki að vera þarna. Þeir spiluðu sín lög og fóru eins fljótt og þeir gátu.
Mikil vonbrigði með Weezer.

Killswitch Engage = Alternastage
Jæja fyrsta bandið sem ég hlakkaði til að sjá. Síðan þurfti auðvitað það dæmigerða að gerast… við fórum á tjaldsvæðið
eftir Weezer til að ná okkur í áfengi og losa okkur við dót sem hafði verið
keypt á svæðinu og þegar við komum aftur var svo löng biðröð í gegnum hliðið og allt virtist tefja okkur. Ég gat heyrt í þeim á leiðinni og sándið
sem ég var að heyra var frábært. Ég komst loks fyrir framan sviðið þegar
næstseinasta lagið var í spilun og náði seinasta laginu. Samkvæmt því
sem ég heyrði frá Smára Tarf og fleirum þá voru þeir víst alveg æðislegir.
Ég verð bara að reyna sjá þá bráðlega….

Incubus = Main Stage
Ég hef alltaf verið með smá soft spot fyrir Incubus vegna SCIENCE
plötunnar sem var alveg frábær og svo Make yourself sem hafði nokkur
góð lög (þ.a.m. besta lagið þeirra “the Warmth”. En því miður voru
Incubus bara allt í lagi… Þeir spiluðu mest af nýjasta efninu og það
er bara ekki það sem ég hafði áhuga á að heyra. Smá vonbrigði með Incubus.

Lamb Of God = Talent Forum
Jæja þá kom að bandinu sem ég hafði mestan áhuga á að sjá á RockamRing.
Ég var með þvílíkan kvíða yfir því hvort þeir myndu valda mér vonbrigðum þar sem ég var ekki að gera neinar litlar kröfur til þeirra .
Það sem ég get sagt um Lamb of God er = VÁ!!!! Án Efa besta bandið þarna á RockamRing!!
Þeir voru að taka mest að Ashes of The wake og því miður voru fáir
á tónleikunum með þeim en það gaf mér bara tækifæri til að vera nær sviðinu og sjá snillingana spila!! Ótrúlega ánægður með LOG og er ég enn meiri aðdáandi þeirra fyrir vikið.

Slipknot = Alternastage
tjahhh… ég var að vona eftir skemmtilegu sjói þar sem ég fílaði nýju
plötuna mjög vel en sándið var alveg hræðilegt hjá þeim og það hreinlega
skemmdi allt fyrir mér. Ég fór í miðju setti til að koma mér á góðan stað
þegar In Flames myndu byrja.
Mikil Vonbrigði með Slipknot.

In Flames = Talent Forum
Ég er búinn upp á síðkastið að vera reyna koma mér betur inní In Flames , sérstaklega þar sem hinir meðlimir Hostile eru þvílíkir In Flames aðdáendur hehe, og eftir þessa tónleika mun ég væntanlega fara kaupa nokkra diska með þeim.
Ofur svalir og frábært sánd á þeim. Skemmtilegir live og flott show!
Mjög ánægður með Inflames!

Þar með endaði fyrsti dagurinn og ég fór sáttur og ölvaður að sofa.

Dagur 2
Því miður vorum við eitthvað löt að koma okkur af stað svo að ég missti af Helmet sem er synd þar sem ég hef heyrt góða hluti og mig langaði að sjá Tempesta tromma með þeim. Allt sem ég ætlaði að sjá þennan dag var á Main stage.

Slayer = Main Stage
Loksins fékk maður að sjá eitt af sínum uppáhaldsböndum. Slayer eru fucking brutal og það breyttist ekkert þarna.
þeir komu á sviðið og það tók þá ekki 3 sekúndur að byrja fyrsta lagið “discipline” … Því miður var sándið að trufla þá. Það virkaði eins og þeir
fengu ekki að sándtjekka almennilega eins og var með hin böndin og það
kom illilega í bakið á þeim. þeir voru brutal en sándið því miður að klikka.
Síðan var soldið skondið að sjá Araya þar sem hann leit nákvæmlega eins út og Saddam Hussein í fangelsinu hehe.
Ágætlega sáttur með Slayer.

Mötley Crue = Main Stage
Jæja… ekki ætla ég að segja það að ég sé mikill Mötley aðdándi en maður
varð nú að sjá þá úr því að tækifærið gafst. Við skulum bara orða það þannig að ég var ekkert að fíla þá mikið en gaman að sjá Strippara á sviðinu þegar “Girls Girls Girls” lagið kom. Gerði engar kröfur til Mötley þannig að ég fór bara sáttur.

Marylin Manson = Main Stage
Eins og með Mötley þá er ég ekki mikill aðdáandi en gaman að geta sagst
hafa séð kallinn live. Manson stóð vel fyrir sínu, gott show og fínt sánd.

Iron Maiden = Main Stage
Gömlu kallarnir í Maiden rúlluðu upp degir nr.2. Frábærir Live og þvílík stemning í fólkinu! Að sjá Dickinson þjótast um allt sviðið og hafa þvílíkt gaman af hlutunum
ásamt hinum, það sást bara að þeir hafa ennþá ótrúlega gaman af spila
fyrir fólkið og allir áhorfendurnir voru á sömu nótum! Frábærir tónleikar og frábær endir á laugardeginum

Dagur 3

Jæja nú rann upp seinasti dagurinn og nokkur bönd sem mig hefur langað að sjá lengi áttu að spila þennan dag.

Mudvayne = Main Stage
Ég hef verið ágætis Mudvayne aðdáandi sérstaklega þar sem trommarinn
er frábær en þegar þeir byrjuðu áttaði ég mig á því að stjarna þessa bands
var ekki trommarinn, söngvarinn eða gítarleikarinn…. Bassakvikindið í
Muvayne er ótrúlegt!!! Hann var með sömu orku og Dickinson, hlaupandi
útum allt og það sem hann gerði á bassann var magnað!! Þeir stóðu sig mjög vel og því miður var engin ofur mæting á þá og þeir
spiluðu ekki sum af mínum uppáhalds lögum. Mjög ánægður með Mudvayne og minnkaði ekki áhugi minn á þessu bandi.

Billy Idol = Main Stage
Jæja nú var maður að fara sjá goðsögnina Live og kallinn var bara mjög
fínn, gaman að sjá gamla manninn syngja slagarana. Ég ákvað samt að
fara eftir 30 mín til að sjá Shadows Fall.
Ágætlega sáttur við idolið…

Shadows Fall = Talent Forum
Þetta band er víst búið að fá góða dóma útúm allt og ég hafði áhuga á
að sjá trommarann þar sem hann kom í Modern Drummer og á víst
að vera mjög fær. Ég hafði bara séð eitt lag með þeim áður en ég fór á
RockamRing og fannst mér það satt að segja hundleiðinlegt.
En þetta var án efa Suprise bandið hjá mér, þeir voru bara einfaldlega
frábærir live!!! góð stemning, sándið gott og þeir góðir! Trommarinn var ofurhress og með skemmtilegri sem ég hef séð á sviði.
Mjög gaman að sjá Söngvarann slamma með sína Dredda sem ná niðrá hné….
Ótrúlega ánægður með Shadows Fall!!!

Lacuna Coil = Talent Forum
Ég náði fyrir langa löngu 4-5 lög með Lacuna Coil og voru þau í dágóðan
tíma í hlustun hjá mér, þó aðallega vegna þess að mér fannst söngkonan
helvíti góð. Því miður fannst mér þetta band ekkert skemmtileg á sviði.

Mastodon = Talent Forum
Nú kom að skemmtilegri hluta dagsins. Ég missti af Mastodon þegar þeir
spiluðu hérna og núna fékk ég tækifæri á að sjá þá. Þeir voru eiturhressir
og mun ég án efa versla mér nokkra diska með þeim! Mjög gaman þegar
einn hjá þeim sagði að næsta lag fjallaði um Ísland og ég ásamt nokkrum
Íslendingum öskruðum og fólk horfði í áttina til manns hehe…
Mjög ánægður með Mastodon.

Meshuggah = Talent Forum
Loksing loksins fékk maður tækifæri á að sjá trommuguðinn Thomas Haake
á sviði… Ég hef alltaf haft áhuga á að sjá Meshuggah þar sem Haake er
að gera svo ótrúlega hluti bakvið settið og þeir ullu mér engum vonbrigðum. Stórskemmtilegir á sviði og án nokkurns vafa með LANGBESTA
sándið á þessu festivali!
Mjög sáttur við Meshuggah!

Síðan var komið að því sem allir biðu eftir… Hvað var leynibandið á RockamRing 2005??
Næstum allir gestirnir komnir fyrir framan Main Stage og að deyja úr spennu yfir því hverjir skyldu nú vera að fara spila…Sumir töluðu um System of A Down aðrir um Black Sabbath….svo fór tjaldið niður og þá voru það Die Toten Hosen….
vonbrigðin leyndu sér ekki á mér og vinum mínum og fór ég eftir eitt lag hehe.

En það er langt síðan ég hef skemmt mér svona vel og ef það verður
jafn gott lineup á næsta ári getið þið bókað að ég mun vera þarna með bjór í hendi 😉

Ellioman

dordingull.com í kvöld

Munið að hlusta á þáttinn dordingull.com í kvöld, þar sem ég spila efni með hljómsveitum sem spila á MOTU festinu. Í viðbót við það þá spila ég einnig nýtt efni með Biohazard í viðbót við tónleikaupptökur með Rage Against the machine frá því árið 1993 í Reykjavík.