Month: maí 2005

Maiden Upphitun

TÞM, 26, maí 2005

Severd Crotch, Brothers Majere, Mercenary, Maiden Aalborg

Það er nú orðin nokkur langur tími síðan ég skellti mér á tónleika, enn nú var ástæða til. MERCENARY voru að koma til að spila.

Ég og félagi minn komum í lokin á SEVERED CROTCH, og verður að segjast að ég mér fannst þeir þrusugóðir. Flott dauðarokk, söngvarinn frábær. Og ansi magnað hversu vel þeir voru vaxnir til hársins, því allir voru með hár vel niður á bak, reyndar sást ekki mikið í söngvarann í þeim lögum sem ég sá þá í, enn engu að síður flott band.

BROTHERS MAJERE voru næstir og byrjuðu þeir vel, með löngu innspili inní sitt fyrsta lag. Þeir spiluðu 4 lög, öll frekar löng, kanski of löng því t.d í einu laginu þá skellti söngvarinn sér bara niður af sviðinu og leyfði sveitinni að einum út lagið sem var þonokkur tími. Fínast söngvari, enn spurning hvort hefði ekki átt að þétta lögin með því að minnka spilin án söngvara.

MERCENARY voru næstir. Ég var búinn að heyra í nokkrum lögum í sveitinni og er því mestmegnis að þakka honum Úlfi snillingi á Radíó Reykjavík 104,5, enn hann hafði mikið dálæti á sveitinni og spilaði hana óspart í þætti sínum, og á hann miklar þakkir fyrir að kynna, í það minnsta mér fyrir sveitinni. Því hún rokkaði mjög feitt. Lag númer 3 “seize the night”, er náttúrulega alger snilld. Hljómar vel á diski enn þvílíkt hvað það hljómaði vel þarna. Flott að hafa tvo söngvara, og í rauninni þá voru þeir 4 sem gáfu raddir sínar, því hljómborðsleikarinn og trommarinn gáfu raddir sínar líka í showið. Snilldartónleikar.

Kvöldið endaði svo á MAIDEN AALBORG, og var sami söngvari í MERCENARY og MAIDEN sveitinni. Ásamt því að trommarinn í MAIDEN var að mér sýndist hljómborðsleikarinn í MERCENARY. Enda sagði söngvarinn að það tæki á að vera í tveimur sveitum, enda skiljanlegt því ansi mikill hiti var kominn í húsið þarna þegar þeir stigu á svið. Þeir stóðu sig ansi vel og fannst mér bassaleikarinn nokkuð líflegur, var í því að sýna á sér tunguna í sí og æ. Enduðu á Fear of the Dark. Borið saman við sjálfa IRON MAIDEN ( sem ég er víst að fara að sjá í 3ja sinn núna í sumar), þá voru útgáfurnar þeirra mun þyngri og hraðari enn hjá sjálfum IRON MAIDEN strákum.

Enn mjög gott kvöld, og þótt að nokkuð sé síðan ég hafði komið í TÞM þá eru breytingarnar sem hafa verið gerðar á tónleikasalnum mjög góðar, og var hljómburður mjög góður þetta kvöld.

Gísli R

R.A.M.B.O.

Willemeen, Arnhem, Hollandi 6. maí 2005.

R.A.M.B.O. og Gilgamesh

Það var slök mæting í Willemeen, veit ekki afhverju. Allir vita að RAMBO er hörkuband. Gilgamesh byrjuðu, hollenskir rokkandi hardcore strákar sem hafa einhverntímann hlustað á Refused. Gott stöff nema að söngvarinn er alveg eintóna screamo dúddi.

RAMBO tóku yfir sviðið og höfðu gaman af. Börðu sig í gegnum sitt thrashmetalblandaða hardcorepönk (þeir fíla Bolt Thrower eh!) af krafti og kímni. Það er mikilvægur eiginleiki að taka sig ekki of alvarlega. Stundum poppa upp í lagasmíðunum hreinir death metal kaflar áður en skellt er aftur í pönkkeyrslu. Snögg innskot frá söngvaranum, Tony Pointless, til áhorfenda þar sem hann spurði hvort margir anarkistar væru í salnum. Sagði svo að hollendingar þyrftu ekki anarkí þar sem þeir lifðu í paradís, gætu verið skakkir alla daga. Áður en þeir skelltu í “If our leaders are impotent only the people can rise” sagði hann frá því að þeir hefðu verið að spila í Belgrad og séð byggingarnar sem enn voru í tætlum eftir sprengjuárásir NATO. Hann sagði það fáránlegt að sprengja íbúa einhvers lands vegna þess að þau búa við sturlaða leiðtoga.

Eitthvað af fólki hoppaði um í hamingju yfir pönkrokkinu en mestmegnis var enginn æsingur í mannskapnum. Nema í restina þegar þeir smelltu í “Young till I die” frá 7 Seconds. Alþjóðlegur pönkóþjóðasöngur. Kærastan mín keypti sér nýju plötuna “Bring It” sem er massíf. “Wall of Death the System” er góð en þessi er heilsteyptari, þéttari, hraðari og brjálaðri. Enda tekin upp af Kurt Ballou (Converge eh!). Fyndnasta DVD ever fylgir með. RAMBO á tónleikaferðalögum um allar heimsálfur. Ég gekk að distro borðinu og hæ og blablabla íslandbráðum blablabla? og lenti á hálftíma spjalli við Tony og fleiri úr bandinu um heimshornaflakk. Þeir eru afar spenntir fyrir klakanum og ætla að gramsa í náttúrunni í viku. Höfðu heyrt um hið stórhættulega ÖxE crew og spurðu hvort þetta væri satt!! Ég hélt það nú.

Góða skemmtun

Siggi Pönk

Siggi Pönk

Obituary

Flórídajálkarnir hafa nefnt endurkomuplötu sína Frozen In Time með eftirfarandi lögum:
1. Redneck Stomp
2. On the Floor
3. Insane
4. Blindsided
5. Back Inside
6. Mindset
7. Stand Alone
8. Slow Death
9. Denied
10. Lockjaw

Platan kemur út í júlí.

In Flames

Nýja IF platan er heitið Crawl through knives og eru Svíarnir búnir að taka upp 8 af 13 lögum á henni. Hljóðblöndun verður kláruð í þessum mánuði í Umeå, Norður Svíþjóð. Meðal lagatitla eru: Crawl Through Knives, Dead End, “Leeches”, Surrender?, Reflect the Storm, Take This Life. Að sögn Anders Fridén söngvara er efnið góð blanda af því sem IF stendur fyrir.

Lamb of god

21 júní gefa LOG út
DVD sem heitir Killadelphia. Hann inniheldur rúmlega 75 mínútna tónleika og slatta af baksviðsbrölti í Philadelphia. Bandið er aðalnúmerið í Sounds Of The Underground túrnum vestra þar sem 14 önnur hardcore/metal bönd túra með þeim.

Seasons In The Abyss

Þegar Valli hafði samband við mig fyrir jól og bað mig að skrifa um einhverja plötu þá bjóst ég við einhverjum gríðarlegum vangaveltum um hvaða plötu ég gæti tekið fyrir. Ég er nefnilega alltaf að finna nýja tónlist sem allt á sinn þátt í að móta og breikka tónlistarsmekk minn.

Lesið nánar

Metallica – Master of Puppets

okok ég ætla að segja ykkur frá minni uppáhaldsplötu ætla nú ekkert að vera með einhverja fræðigrein hérna neitt og bara skrifa eitthvað smá. Alveg frá því að ég var pínkulítill þá hef ég hlustað á þungarokk því það var bara ekkert annað á mínu heimili ég á 3 eldri bræður sem hlustuðu ekki á neitt annað auðvitað í áranna rás þá hefur orðið breyting, Twisted sister og álíka hljómsveitir er ekki mikið þungarokk meðað við það sem ég hlusta á í dag en það er önnur saga. Semsagt bræður mínir létu mig hlusta á allt frá Scorpions til slayer þar á meðal voru bönd eins og iron maiden black sabbath og fleiri snillingar.

Lesið nánar