TÞM, 26, maí 2005
Severd Crotch, Brothers Majere, Mercenary, Maiden Aalborg
Það er nú orðin nokkur langur tími síðan ég skellti mér á tónleika, enn nú var ástæða til. MERCENARY voru að koma til að spila.
Ég og félagi minn komum í lokin á SEVERED CROTCH, og verður að segjast að ég mér fannst þeir þrusugóðir. Flott dauðarokk, söngvarinn frábær. Og ansi magnað hversu vel þeir voru vaxnir til hársins, því allir voru með hár vel niður á bak, reyndar sást ekki mikið í söngvarann í þeim lögum sem ég sá þá í, enn engu að síður flott band.
BROTHERS MAJERE voru næstir og byrjuðu þeir vel, með löngu innspili inní sitt fyrsta lag. Þeir spiluðu 4 lög, öll frekar löng, kanski of löng því t.d í einu laginu þá skellti söngvarinn sér bara niður af sviðinu og leyfði sveitinni að einum út lagið sem var þonokkur tími. Fínast söngvari, enn spurning hvort hefði ekki átt að þétta lögin með því að minnka spilin án söngvara.
MERCENARY voru næstir. Ég var búinn að heyra í nokkrum lögum í sveitinni og er því mestmegnis að þakka honum Úlfi snillingi á Radíó Reykjavík 104,5, enn hann hafði mikið dálæti á sveitinni og spilaði hana óspart í þætti sínum, og á hann miklar þakkir fyrir að kynna, í það minnsta mér fyrir sveitinni. Því hún rokkaði mjög feitt. Lag númer 3 “seize the night”, er náttúrulega alger snilld. Hljómar vel á diski enn þvílíkt hvað það hljómaði vel þarna. Flott að hafa tvo söngvara, og í rauninni þá voru þeir 4 sem gáfu raddir sínar, því hljómborðsleikarinn og trommarinn gáfu raddir sínar líka í showið. Snilldartónleikar.
Kvöldið endaði svo á MAIDEN AALBORG, og var sami söngvari í MERCENARY og MAIDEN sveitinni. Ásamt því að trommarinn í MAIDEN var að mér sýndist hljómborðsleikarinn í MERCENARY. Enda sagði söngvarinn að það tæki á að vera í tveimur sveitum, enda skiljanlegt því ansi mikill hiti var kominn í húsið þarna þegar þeir stigu á svið. Þeir stóðu sig ansi vel og fannst mér bassaleikarinn nokkuð líflegur, var í því að sýna á sér tunguna í sí og æ. Enduðu á Fear of the Dark. Borið saman við sjálfa IRON MAIDEN ( sem ég er víst að fara að sjá í 3ja sinn núna í sumar), þá voru útgáfurnar þeirra mun þyngri og hraðari enn hjá sjálfum IRON MAIDEN strákum.
Enn mjög gott kvöld, og þótt að nokkuð sé síðan ég hafði komið í TÞM þá eru breytingarnar sem hafa verið gerðar á tónleikasalnum mjög góðar, og var hljómburður mjög góður þetta kvöld.
Gísli R