Month: mars 2005

ISIS

ISIS (USA)
Kimono
Drep

Hvar? 
Hvenær? 2005-04-18
Klukkan? 00:00:00
Kostar?  kr
Aldurstakmark? 

 

TÞM:Hellirinn
(Tónlistarþróunarmiðstöðin)
Hefst klukkan 20:00 – 2000 kr. inn

Event:  
Miðasala: 

dordingull.com 6 ára í dag

Í dag er 6 ára afmæisdagur heimasíðunnar dordingull.com og öllu sem henni fylgir. Í tilefni afmælisins verða haldnir tónleikar með hljómsveitinni ISIS frá bandaríkjunum, en tónleikarnir verða haldnir 17. apríl næstkomandi. Nánari upplýsingar um bandið og tónleikana varða gefnar upp síðar.

ISIS til Íslands

Vænta má að hljómsveitin ISIS kíki við hér á klakanum til að spila mánudaginn 18. apríl næstkomandi. Tónleikar sveitarinnar eru haldnir í tilefni að heimasíðan dordingill.com er 6 ára nú í ár og var ákveðið að halda upp á þetta með stæl. Nánari upplýsingar um tónleika sveitarinnar, tíma, miðaverð og upphitun verður birt hér á næstu vikum.

Xfm 91.9 kynnir Iron Maiden Partý á Bar 11 föstudaginn 18. mars

Xfm 91.9 ætlar að halda sérstakt Iron Maiden partý nú á föstdag á Bar 11. Ellefan opnar klukkan 20:00 frítt er inn fyrir alla sem mæta merktir Iron Maiden á ein eða annan hátt. Það sem verður á dagskrá er m.a: Sérstakt Iron Maiden “Pub Quiz” þar sem miðar á tónleika Iron Maiden verða gefnir, Maiden happadrætti, þar sem hægt verður að vinna t.d: Allar breiðskífur Iron Maiden, boli frá Ósóma, Maiden á DVD og margt fleira.

Bar 11 verður skreytt ala Iron Maiden, dúetinn Friskó ( Franz Ensími, Kristó Lights On The Highway) koma fram, Iron Maiden Dj frá Xfm 91.9 og Bjössi Mínus sér svo um að engin fari leiður heim.

Dream Theater

Proggararnir í Draumaleikhúsinu gefa út nýja plötu Octavarium þann 7 júní
Hér eru lögin á henni:
1. The Root Of All Evil
2. The Answer Lies Within
3. These Walls
4. I Walk Beside You
5. Panic Attack
6. Never Enough
7. Sacrificed Sons
8. Octavarium

Nevermore

Nevermore er að taka upp í Bretlandi plötuna This Godless Endeavor með Andy Sneap. Gítarleikarinn Steve Smyth (ex-Testament) verður hér hið fyrsta sinn með köppunum. Platan kemur út í sumar með m.a. þessi lög:
“This Godless Endeavor”,
“The Psalm Of Lydia”,
“Killing Time For The Pretty Ones”,
“Sentient 6”
“Final Product.”
“Bittersweet Feast”.

Nevermore gefa út síðustu plötu Enemies of reality remixaða af Andy Sneap í sumar. Þeir eru einnig að taka upp Ozzy lagið “Revelation (Mother Earth)”. Ekki kemur fram hvar þar endar. Kannski á Ozzy tribute plötu?

Thyrfing

Loksins er eitthvað að gerast í herbúðum Thyrfing en bandið hefur verið í dvala síðustu misseri. Piltarnir hafa gert samning við sænsku útgáfuna Regain Records fyrir næstu plötu sem koma á út í september en síðasta plata, Vansinnesvisor kom út árið 2002. Bandið spilar á Sweden rock festivalinu í júní.

SOAD

System of a down gefa út tvöfaldan disk í ár sem heitir Mezmerize/Hypnotize. Fyrri hlutinn kemur að vísu út í maí en seinni í haust. Svo er væntanlega hægt að fá hann í einu setti. Alls telur þetta um 30 lög. Pabbi gítarleikarans Darons Malakian sá um artworkið á plötunni.
Meðal laga á Mesmerize eru:
Radio Video
Old School Hollywood
Cigaro
Lost in Hollywood
Question
Vicinity of Obscenity
Revenga