Month: febrúar 2005

Punk Rock Hljómalind

INNVORTIS
JERICHO FEVER
HR MÖLLER HR MÖLLER
THE BEST HARDCORE BAND IN THE WORLD
GAVIN PORTLAND
S.T.F.

Hvar? 
Hvenær? 2005-02-26
Klukkan? 00:00:00
Kostar?  kr
Aldurstakmark? 

 

KLUKKAN 19:30 (HÁLF ÁTTA) Kaffi Hljómalind, laugavegi 21

FRÍTT INN – Frjáls framlög vel þegin, til að halda þessum stað gangandi, allur auka peningur fer til góðgerðamála

Innvortis snúa nú aftur, hressari en nokkurtíman áður og ekki veitir af, því fólk er búið að vera bíða eftir þessum höfðingjum að taka sig til og spila. Ásamt þeirra verður fjöldi nýrra banda sem munu leysa þau gömlu af og fara vel í það. Coreið er í uppsiglingu, börnin góð

EKKERT ALDURSTAKMARK

Event:  
Miðasala: 

Miezko finnst látinn

Lík söngvara og gítarleikara Nasum, Miezko Talarczyk hefur verið fundið og borið kennsl á. Miezko hefur verið saknað síðan flóðin áttu sér stað í Asíu 26. desember 2004. Heimasíðu Nasum verður lokað nú á næstu dögum og segir segir í fréttatilkynningu á heimasíðu Nasum, að þeir vilji núna fá tíma fyrir sig. Miezko var ekki síður frægur fyrir vinnu sína sem stúdíó pródúser og hefur hann unnið með fjölmörgum böndum með góðum árangri.

R.I.P. Miezko

Fyrrum Pestilence meðlimir koma saman aftur

Fyrrum Pestilence meðlimirnir Martin Van Drunen (söngur) og Jeroen Paul Thesseling (bassi) eru komnir saman með nýtt band sem nefnist Project Tabun. Bandið var upprunalega stofnað af Niels Drieënhuizen (King Locust & Thesseling) og tóku þeir upp nýlega í Het Lab stúdíóinu í Schaarsbergen í Hollandi. Vefsíða bandsins er í smíðum og vænta má fleiri frétta af þessu bandi fljótlega.

Lamb of god

Lamb of god var um daginn meinað að spila á tónleikastaðnum The Forum í Los Angeles, en eigendur staðarins eru The Faithful Central Bible Church. Ekki eru þeir par hrifnir af núverandi nafni bandsins sem og fyrra heiti þess( Burn the priest) LOG eru nú á túr með Slipknot.

AIC

Jerry Cantrell, Mike Inez og Sean Kinney sem eru leyfarnar af Alice in Chains spila saman í Seattle þann 18. febrúar í fyrsta sinn síðan 1996. Tilefnið er góðgerðarsöfnun fyrir fórnalömb flóðbylgjunnar í Asíu. Gestasöngvari verður Pat Lachman( Damageplan, Halford).

Nile

Nile hafa lokið upptökum á nýrri skífu Annihilation of the Wicked. Neil Kernon var upptökustjóri. Alls eru 10 lög og þar af tvö instrumental. Heildartími: 65 mínútur. Að sögn Karl Sanders forstöðumanns Nile er þetta þeirra sterkasta efni fyrr og síðar. Karl gaf út plötuna Saurian meditation í fyrra sem má lýsa sem atmospheric og instrumental, rólegu köflunum sem finna má í Nile.

Sentenced R.I.P.

Sentenced ætla að gera plötuna ”The Funeral Album” og svo setjast í helgan stein. Ákvörðunin var gagnkvæm innan bandsins. Þeir ætla að spila á nokkrum tónleikum/festivölum í Evrópu á árinu og gefa út DVD disk. Platan kemur út í maí og er með þessi lög:
1. May Today Become the Day
2. Ever-Frost
3. We Are But Falling Leaves
4. Her Last 5 Minutes
5. Where Waters Fall Frozen
6. Despair-Ridden Hearts
7. Vengeance Is Mine
8. A Long Way To Nowhere
9. Consider Us Dead
10. Lower The Flags
11. Drain Me
12. Karu
13. End Of The Road.

Darkane

Sænsku ofur-thrashararnir í Darkane eru að leggja lokahönd á nýrri plötu Layers of lies. Ætla þeir að taka upp myndband við lagið ‘Secondary effect’. Nokkrir lagatitlar eru komnir á hreint:
Secondary effect
Fading dimensions
Organic canvas
The creation insane
Layers of lies