Year: 2005

Blind Guardian

Þýsku powermetalkóngarnir vinna að nýrri plötu “A Twist in the Myth”. Á döfinni er að gefa út smáskífu fyrst með laginu Fly. Nýr trommari tekur við af þeim gamla en sá hafði verið með bandinu í 20 ár.

Skrýtna fréttin

Jeff Walker fyrrum söngvari/bassaleikari Carcass ætlar að gefa út kántrí/blús kover plötu “Welcome to Carcass Cuntry” í mars. Þar tekur hann lög eftir m.a. Johny Cash, Hank Williams og John Denver. Nokkuð er um gesti á plötunni og þar á meðal er söngvari HIM og fyrrum bassaleikari Faith no more.
MP3: http://www.fracturedtransmitter.com/media/Jeff_Walker-You%27re_Still_On_My_mind.mp3

Dio

Löggilta gamalmennið Ronnie James Dio er að fara að vinna að nýrri sólóplötu auk þess að vera gestasöngvari( sem karaktrinn Dr. X) á nýrri Queensrÿche plötu Operation mindcrime II. Kallinn fer í Suður Ameríku reisu í mars. Það lítur út fyrir að gítarleikarinn Doug Aldrich(Whitesnake) verði aðalgítarleikari Dio um þessar mundir en hann var einnig með á plötunni Killing the Dragon og hefur túrað nýverið með Dio þar sem hann hefur fyllt í skarðið fyrir handlemstraðan Craig Goldy. Dio hefur leikarafrumraun sína í myndinni Tenacious D: The Pick of Destiny sem kemur út á árinu.

Hardcore – Punk – Acoustic

I Adapt
We Painted The Walls
The Best Hardcoreband in the World
Salt Union
STF
The Oak Soceity

Hvar? 
Hvenær? 2005-12-29
Klukkan? 00:00:00
Kostar?  kr
Aldurstakmark? 

 

Kaffi Hljómalind fimmtudaginn 29. desember verða heljarinnar Pönktónleikar með acoustic böndum inn á milli. Eflaust seinasta tækifærið til að mosha af sér rassgatið á því herrans ári 2005

Það er ekkert aldurstakmark á þetta og aðgangseyrir er enginn.

Kaffi Hljómalind, Laugavegi 21

Event:  
Miðasala: 

Type o negative

T.o.n. er að fara að gefa út DVD í febrúar sem heitir Symphony For The Devil (The World Of Type O Negative). Það er þýska útgáfan SPV sem sér um útgáfuna. Fjölmörg lög bandsins verða af tónleikum í Þýskalandi fyrir nokkrum árum. Viðtöl og annað verður meðal innihalds. Með mynddisknum fylgir 6 mínútna smáskífa þar sem hljómsveitin tekur Santana syrpu.

Cronian

Cronian sem samanstendur af Öystein Brun(Borknagar) og Andres Hedlund( Vintersorg, Borknagar)hefur gert samning við Century media útgáfuna.
Frumraun þeirra Terra kemur út snemma á næsta ári og hefur að geyma 9 lög eins og “Cronian”, “The Alp”, “Iceolated” & “Nonexistence”. Tónlistinni er lýst sem kaldri, atmósferískri og grípandi.

Soilwork

Gítarleikari bandsins Soilwork, Peter Wichers hefur hætt eftir 10 ára samstarf. Ástæða brotthvarfs hans er sökum of mikils álags á tónleikaferðalögum. Wichers hættir þó ekki að vera viðriðinn tónlist því hann ætlar sér að pródúsera músík í framtíðinni.
Trommuleikarinn Dirk Verbeuren sem er meðlimur í frönsku hljómsveitinni Scarve er nú orðinn fullgildur meðlimur Soilwork en hann hefur trommað fyrir bandið á undanförnum misserum. Dirk hættir þó ekki að sinna skyldum sínum við Scarve.