Þýsku powermetalkóngarnir vinna að nýrri plötu “A Twist in the Myth”. Á döfinni er að gefa út smáskífu fyrst með laginu Fly. Nýr trommari tekur við af þeim gamla en sá hafði verið með bandinu í 20 ár.
Year: 2005
Skrýtna fréttin
Jeff Walker fyrrum söngvari/bassaleikari Carcass ætlar að gefa út kántrí/blús kover plötu “Welcome to Carcass Cuntry” í mars. Þar tekur hann lög eftir m.a. Johny Cash, Hank Williams og John Denver. Nokkuð er um gesti á plötunni og þar á meðal er söngvari HIM og fyrrum bassaleikari Faith no more.
MP3: http://www.fracturedtransmitter.com/media/Jeff_Walker-You%27re_Still_On_My_mind.mp3
Roadrunner united
Myndir af tónleikunum í New York um daginn þar sem fjölmargir af Roadrunner útgáfunni og fleiri komu saman og tóku téð projekt og ýmsa slagara eru hér:
http://www.roadrunnerrecords.de/artists/RoadrunnerUnited/photo.asp
Dio
Löggilta gamalmennið Ronnie James Dio er að fara að vinna að nýrri sólóplötu auk þess að vera gestasöngvari( sem karaktrinn Dr. X) á nýrri Queensrÿche plötu Operation mindcrime II. Kallinn fer í Suður Ameríku reisu í mars. Það lítur út fyrir að gítarleikarinn Doug Aldrich(Whitesnake) verði aðalgítarleikari Dio um þessar mundir en hann var einnig með á plötunni Killing the Dragon og hefur túrað nýverið með Dio þar sem hann hefur fyllt í skarðið fyrir handlemstraðan Craig Goldy. Dio hefur leikarafrumraun sína í myndinni Tenacious D: The Pick of Destiny sem kemur út á árinu.
Hardcore – Punk – Acoustic
I Adapt
We Painted The Walls
The Best Hardcoreband in the World
Salt Union
STF
The Oak Soceity
Hvar?
Hvenær? 2005-12-29
Klukkan? 00:00:00
Kostar? kr
Aldurstakmark?
Kaffi Hljómalind fimmtudaginn 29. desember verða heljarinnar Pönktónleikar með acoustic böndum inn á milli. Eflaust seinasta tækifærið til að mosha af sér rassgatið á því herrans ári 2005
Það er ekkert aldurstakmark á þetta og aðgangseyrir er enginn.
Kaffi Hljómalind, Laugavegi 21
Event:
Miðasala:
Type o negative
T.o.n. er að fara að gefa út DVD í febrúar sem heitir Symphony For The Devil (The World Of Type O Negative). Það er þýska útgáfan SPV sem sér um útgáfuna. Fjölmörg lög bandsins verða af tónleikum í Þýskalandi fyrir nokkrum árum. Viðtöl og annað verður meðal innihalds. Með mynddisknum fylgir 6 mínútna smáskífa þar sem hljómsveitin tekur Santana syrpu.
Decapitated að leysast í sundur?
Samkvæmt ýmsum orðrómum eru pólsku piltarnir að liðast í sundur því bæði nýji söngvarinn þeirra og bassaleikarinn ku vera á förum. Nýja platan er að sögn síðasta plata þeirra á Earache útgáfunni.
Cronian
Cronian sem samanstendur af Öystein Brun(Borknagar) og Andres Hedlund( Vintersorg, Borknagar)hefur gert samning við Century media útgáfuna.
Frumraun þeirra Terra kemur út snemma á næsta ári og hefur að geyma 9 lög eins og “Cronian”, “The Alp”, “Iceolated” & “Nonexistence”. Tónlistinni er lýst sem kaldri, atmósferískri og grípandi.
Soilwork
Gítarleikari bandsins Soilwork, Peter Wichers hefur hætt eftir 10 ára samstarf. Ástæða brotthvarfs hans er sökum of mikils álags á tónleikaferðalögum. Wichers hættir þó ekki að vera viðriðinn tónlist því hann ætlar sér að pródúsera músík í framtíðinni.
Trommuleikarinn Dirk Verbeuren sem er meðlimur í frönsku hljómsveitinni Scarve er nú orðinn fullgildur meðlimur Soilwork en hann hefur trommað fyrir bandið á undanförnum misserum. Dirk hættir þó ekki að sinna skyldum sínum við Scarve.
Nightrage
Sænsk-grísku dauðametalhausarnir í Nightrage hita upp fyrir Bolt Thrower í fyrsta hluta evrópureisu þeirra.